Morgunblaðið - 23.02.2019, Síða 30
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
PáSkAfErÐiR
Suðurlandsbraut 22 - Sími 415 0770 - www.farvel.is - farvel@farvel.is
* per mann í tvíbýli
EiNsTaK
uR
LeIðAnG
uR
ÖrFá SæTiLaUs
BeSt Á
BaLí
40.000 kR.AfSlÁtTuRtIl 10. mArS
LúXuS Á
LáGmArK
sVeRðI
FuLlT VeRð
399.000 kR.
30%
AfSlÁtTuR
BaLí Er PaRaDíS
13. til 28. apríl. - 358,000 kr*
Þægileg ferð sem leiðir fólk um
dulúðlegt og hrífandimannlíf
og iðagræna náttúru eyjunnar.
ElDaR InDlAnDs
12. til 23. apríl - 387,000 kr
Gullni þríhyrningur Indlands:
Delí, Jaípur og Agra ásamt
Varanasi við Gangesfljót.
UnDuR MaDaGaSkAr
15. til 26. apríl - 588,000 kr*
Kjarnmikill ogmetnaðarfullur
leiðangur umnáttúru-
ogmannlíf Madagaskar.
SóL í TaÍlAnDi
14. til 30. apríl - 279,000 kr*
Sól og sæla í Taílandi.
Ljúfir stranddagar
í HuaHin ogævintýri Bangkok.
Frjálsi lífeyrissjóð-
urinn fagnaði á síðasta
ári 40 ára starfs-
afmæli sínu, sem telj-
ast verður gott fyrir
opinn lífeyrissjóð, sem
öllum er frjálst að
greiða til. Árangur líf-
eyrissjóðsins allt frá
stofnun er góður.
Frjálsi er fimmti
stærsti lífeyrissjóður
landsins með um 237 milljarða í
hreina eign, um 58 þúsund sjóð-
félaga og yfir 3,5% samanlagða
raunávöxtun í samtryggingar- og
séreignardeild skyldulífeyrissparn-
aðar síðastliðin 20 ár. Þar að auki
hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega
meira en íslenska lífeyriskerfið í
áraraðir.
Jákvæðum áhrifum sjóðsins á líf-
eyriskerfi landsmanna í gegnum ár-
in og baráttu hans fyrir valfrelsi al-
mennings í lífeyrismálum er vert að
halda á lofti. Þá skal því einnig hald-
ið til haga að lífeyriskerfið er, og á
að vera, í sífelldri þróun. Sigurður
R. Helgason, fyrrverandi formaður
stjórnar sjóðsins, skrifaði grein í til-
efni af 20 ára afmæli sjóðsins, þar
sem hann undirstrikaði mikilvægt
hlutverk sjóðsins í þróun íslenska
lífeyriskerfisins og vitnaði þar til
nýrrar löggjafar. Í grein Sigurðar
sagði: „Frjálsi lífeyrissjóðurinn er
brautryðjandi á sínu sviði og hefur
haft forgang um bætta þjónustu við
lífeyrisþega, sem nú er búið að stað-
festa í lög 20 árum síðar. Sjálfsögð
þjónusta, svo sem regluleg yfirlit,
árlegir sjóðfélagafundir og fulltrúar
sjóðfélaga í stjórn sjóðsins, hefur
um árabil verið veitt sjóðfélögum
Frjálsa lífeyrissjóðsins.“
Það gleymist stundum, en margt
af því sem við teljum sjálfsagt í dag
hefur ekki alltaf verið það.
Umræða um
lífeyrismál mikilvæg
Á 40 ára afmælisárinu tók ég við
sem stjórnarformaður Frjálsa líf-
eyrissjóðsins og það er
mér sönn ánægja að
taka við kefli forvera
míns, Ásgeirs Thor-
oddsen. Markmið
stjórnar Frjálsa líf-
eyrissjóðsins hefur allt-
af verið að ná árangri
fyrir hönd sjóðfélaga.
Lífeyrissjóðir hafa ver-
ið í umræðunni síðustu
misseri og að mínu
mati eiga þeir alltaf að
vera það. Stjórn
Frjálsa lífeyrissjóðsins
fagnar allri umræðu um lífeyrismál,
ásamt samanburði við aðra sjóði, því
sjóðurinn stendur framarlega á öll-
um sviðum. Að mínu mati þurfa líf-
eyrissjóðir að hlusta á eigendur
sína, sjóðfélagana, og eiga við þá
samtal á öllum stigum æviskeiðsins.
Aukin þekking og áhugi sjóðfélaga á
þessum mikilvægu málum fæst að-
eins með aukinni umræðu og
fræðslu.
Á komandi misserum mun Frjálsi
lífeyrissjóðurinn leggja áherslu á að
byggja ofan á þann trausta grunn
sem lagður hefur verið, meðal ann-
ars með því að auka gagnsæi í starf-
semi sjóðsins enn frekar. Aukið
gagnsæi felst til að mynda í enn
betri upplýsingagjöf til sjóðfélaga,
sem mun m.a. koma fram á vef
sjóðsins sem nýlega var opnaður í
endurbættri útgáfu. Þá mun sjóð-
urinn jafnframt halda áfram að
berjast fyrir auknu valfrelsi al-
mennings þegar kemur að lífeyris-
málum.
Hagsmunir sjóðfélaga
í fyrirrúmi
Íslenskir lífeyrissjóðir sjá ýmist
um rekstur og eignastýringu sjálfir,
eða úthýsa til fjármálafyrirtækja,
með það að markmiði að ná fram
hagræði og góðri ávöxtun. Frjálsi
lífeyrissjóðurinn hefur ætíð kosið að
úthýsa nær allri sinni starfsemi og
hefur átt farsælt samstarf við Arion
banka síðastliðin 10 ár. Þetta
rekstrarfyrirkomulag á stóran þátt í
þeirri velgengi sem sjóðurinn hefur
notið allt frá stofnun hans fyrir 40
árum. Rekstrarsamningur Frjálsa
lífeyrissjóðsins og Arion banka er
aðgengilegur á vef Frjálsa fyrir þá
sem vilja kynna sér hann.
Undanfarið hefur rekstrar-
fyrirkomulag sjóðsins verið í um-
ræðunni. Ég þakka þeim sjóð-
félögum sem hafa gefið sér tíma til
að rýna starfsemi sjóðsins til gagns
og legg á sama tíma áherslu á mikil-
vægi þess að umræðan sé mál-
efnaleg og byggð á staðreyndum.
Það er mín einlæga skoðun að ef við
ætlum að vinna saman að því að
bæta lífeyriskerfið í heild sinni eða
einstaka sjóði, þá þurfi allir þátttak-
endur umræðunnar að sýna ábyrgð.
Valfrelsi í lífeyrismálum
Sjóðfélagar Frjálsa hafa raun-
verulegt frelsi þegar kemur að líf-
eyrissparnaði og áhrif á þróun
sjóðsins. Frá og með næsta ársfundi
Frjálsa lífeyrissjóðsins verða allir
stjórnarmenn sjóðsins kosnir af
sjóðfélögum en jafnframt hefur það
ætíð verið í höndum sjóðfélaga að
taka ákvarðanir um breytingar á
samþykktum sjóðsins. Sjóðfélagar
með skyldusparnað í Frjálsa geta
valið um tvær leiðir þegar kemur að
ráðstöfun iðgjalda í séreign og sam-
tryggingu og allt að 78% af 15,5%
iðgjaldi fer í erfanlega séreign. Þá
hafa sjóðfélagar jafnframt úr mis-
áhættumiklum fjárfestingaleiðum
að velja fyrir séreign sína.
Ég vil nýta tækifærið og þakka
sjóðfélögum Frjálsa lífeyrissjóðsins
það traust sem þeir hafa veitt
stjórnendum sjóðsins á 40 ára
starfsævi hans.
Með von um áframhaldandi far-
sælt og gott samband.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn í 40 ár
Eftir Ásdísi Evu
Hannesdóttur »Markmið stjórnar
Frjálsa lífeyrissjóðs-
ins hefur alltaf verið að
ná árangri fyrir hönd
sjóðfélaga.
Ásdís Eva Hannesdóttir
Höfundur er stjórnarformaður
Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Nýlegt svar heil-
brigðisráðuneytis við
erindi Brákarhlíðar,
hjúkrunar- og dvalar-
heimilis í Borgar-
byggð, er vonbrigði
fyrir byggðarlagið.
Þessi viðbrögð endur-
spegla á vissan hátt
skilningsleysi á að-
stöðu samfélaga í hin-
um dreifðu byggðum
til að halda úti full-
nægjandi þjónustu fyrir íbúa sem
eru komnir á efri ár. Erindið var
fyrst viðrað við ráðuneytið árið
2016 og fól í stuttu máli annars
vegar í sér beiðni um að bæta við
fjórum nýjum rýmum í húsakynn-
um Brákarhlíðar og hins vegar að
fjölga hjúkrunarrýmum og fækka
þá á móti dvalarrýmum, eitt á móti
einu. Um er að ræða mun hag-
kvæmari útfærslu bæði fjárhags-
lega og framkvæmdarlega heldur
en að byggja upp ný rými frá
grunni.
Kjarninn í svari heilbrigðisráðu-
neytisins var sá að því var hafnað
að útbúin verði ný hjúkrunarrými í
Brákarhlíð. Því til stuðnings er
vísað til fjárlaga og í þá staðreynd
að heilbrigðisumdæmi Vesturlands
sé eitt best setta heilbrigðis-
umdæmi landsins með tilliti til
fjölda hjúkrunarrýma. Einnig
kemur það fram að ráðuneytið sé
til í að breyta þeim
dvalarrýmum sem
heimilið hefur nú
rekstrarleyfi fyrir í
hjúkrunarrými en með
því skilyrði að tvö
dvalarrými verði sett á
móti einu hjúkrunar-
rými.
Brákarhlíð í lykil-
hlutverki í sam-
félaginu
Brákarhlíð er fram-
sækin stofnun sem
spilar lykilhlutverk í
samfélaginu okkar í Borgarbyggð
og lagður hefur verið mikill metn-
aður í að byggja upp þá aðstöðu
sem þar er í dag. Stofnunin er vel
rekin fjárhagslega, starfsfólkið er
gott og aðstaðan til fyrirmyndar.
Það sem hefur varpað skugga á
starfið síðustu ár er að til staðar
hafa verið biðlistar, bæði eftir
hjúkrunar- og dvalarrýmum, og
hefur sú staða komið upp að eldri
íbúar hafa þurft að leita til ann-
arra sveitarfélaga til að fá viðhlít-
andi þjónustu fjarri sínum nánustu
sem er ekki ásættanlegur kostur í
stöðunni. Á biðlista eftir dvalar-
rými eru nú sjö einstaklingar og
eftir hjúkrunarrými 12, þar af
fimm sem eru með samþykkt
flutningsmat frá dvalarrými yfir í
hjúkrunarrými. Samkvæmt hug-
myndafræðinni sem fram kemur í
svari ráðuneytisins þá á að fórna
tveimur dvalarrýmum á móti einu
hjúkrunarrými sem veldur því að
heimilismönnum í Brákarhlíð
fækkar og þar með standa fullbúin
rými auð.
Aðstöðumunur í
dreif- og þéttbýli
Sú stefna að gera öldruðum ein-
staklingum kleift að dvelja heima
hjá sér eins lengi og mögulegt er,
er í grundvallaratriðum mjög góð
en aðeins ef önnur viðeigandi þjón-
ustuúrræði eru til staðar. Í hinum
dreifðari byggðum er oft á tíðum
erfiðara og mun fjárfrekara að
halda úti heimahjúkrun en þá
skiptir enn meira máli að grunn-
þjónustan sé til staðar til að taka á
móti þeim einstaklingum sem ekki
geta dvalið heima og fengið nauð-
synlega þjónustu. Þetta er raun-
verulegt vandamál sem fjölkjarna
samfélög með öfluga byggð í dreif-
býlinu glíma við og erum við í
Borgarbyggð engin undantekning.
Þá hefur læknaþjónusta í miklum
mæli færst til höfuðborgarinnar
Að spara aurinn
en kasta krónunni
Eftir Lilju Björgu
Ágústsdóttur
Lilja Björg
Ágústsdóttir
ȃg vil hvetja heil-
brigðisráðherra og
viðkomandi ráðuneyti til
að endurskoða afstöðu
sína og nýta þetta
dauðafæri til að fjölga
rýmum í Brákarhlíð.