Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag. Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK. loccitane.com ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ #HelloGoldMorning Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Alltaf er nú gott að hrósa fólki, taka eftir öllu því jákvæða sem er að gerast í lífi okkar og tilveru og þakka fyrir það sem vel er gert. Mikið ber ég mikla virðingu fyrir og er þakklátur fyrir allt okk- ar hlýja, góða og vand- aða heilbrigðisstarfs- fólk, sem leggur sig fram dag eftir dag til að gera okk- ur ævigönguna bærilegri. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, geislafræð- inga, líftækna, sjúkra- þjálfara og aðra sem starfa í kringum þá. Þá er maður ekki síst þakklátur fyrir læknana okkar færu og góðu og lyfjafræðingana. Allt þetta blessaða fólk hefur lagt á sig að vera í erfiðu og krefjandi námi jafn- vel svo árum skiptir til að læra að bera um- hyggju fyrir sam- ferðafólki sínu og skjólstæðingum með því að greina sjúkdóma, lina þján- ingar, lækna, þjálfa, liðka og líkna. Þetta er fólk sem starfar iðulega undir miklu álagi, oft við mjög erfiðar að- stæður. Framkvæma vandasamar skurðaðgerðir, beita hárnákvæmum geislum, stöðugt vakandi fyrir nýjum lyfjum og öðrum meðferðarúrræðum. Og erfiðast er nú líklega að þurfa, jafnvel á hálftíma fresti, að greina skjólstæðingum sínum frá því að kom- ið hafi í ljós eftir rannsóknir og mæl- ingar að viðkomandi sé með ill- læknanlegan og jafnvel ólæknanlegan sjúkdóm. Krabbamein eða aðra óáran. Ég bið því góðan Guð, höfund lífs- ins, kærleikans og friðarins, að blessa alla þessa mikilvægu þjóna í okkar samfélagi og um heim allan og fjöl- skyldur þeirra. Hann andi á þau með mætti sínum og gefi þeim styrk til að takast á við sín krefjandi og vandasömu en von- andi líka gefandi verkefni. Hann upp- örvi þau öll sem kölluð hafa verið til að vera farvegur kærleika hans á þessu sviði og gefi þeim náð sína til að starfa í auðmýkt. Og að þau fái að upplifa og finna að þau starfi sem framlengdur armur upprisukrafts lífsins sem linar þjáningar, líknar og læknar. Hans sem gerir alla hluti nýja. Ég hvet okkur öll til að biðja fyrir þeim og hugsa til þeirra með hlýjum hug og með þakklæti í hjarta. Virðingarfyllst með þakklæti og kærleikskveðju. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Ég bið að þau upplifi og finni að þau séu framlengdur armur upp- risukrafts lífsins sem lin- ar þjáningar, líknar og læknar. Hans sem gerir alla hluti nýja. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Í þakklæti og virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki Á undanförnum ár- um og misserum hafa fjölmargir sérfræð- ingar og leikmenn á sviði raforkumála bent á hversu óhag- kvæm virkjun á Ófeigsfjarðarheiði sé og valdi miklum og óafturkræfum nátt- úruspjöllum. Þessi viðhorf endurspeglast í aðsendum athugasemdum við breytingartillögu á deiliskipulagi Árneshrepps sem auglýst var í haust í annað sinn. Við þetta bæt- ist síðan ný og vönduð skýrsla En- vironice sem fjallar m.a. um að friðlýsa Drangajökulssvæðið. Það hefur lengi verið vitað að hægt væri að virkja í Ófeigsfirði, en áður en HS orka/Vesturverk kom að borðinu höfðu hvorki Orkubú Vestfjarða né Lands- virkjun neinn áhuga á þessum virkjunarkosti. Gerðu sér vænt- anlega vel grein fyrir að virkjun á þessum stað í órafjarlægð frá dreifikerfinu væri bæði dýr og óhagkvæm, og mundi með engu móti standa undir lögbundnum tengikostnaði. Málið tók hinsvegar aðra stefnu með pólitísku inngripi iðnaðar- ráðherrans Ragnheiðar Elínar sem, eins og kunnugt er, setti reglugerð sem gefur þeirri virkjun sem fyrst tengist nýjum punkti af- slátt af öllum tengikostnaði og sparar þannig HS orku/Vestur- verki milljarða. Þannig liðkaði þá- verandi ráðherra verulega fyrir þessu verkefni. Kostnaðurinn, ef af þessum skandal verður, mun því lenda á almennum raforkunot- endum. Þetta plott var eitt af fyrstu afrekum HS Orku/Vestur- verks vegna þessarar fyrirhuguðu virkjunar. En Hvalárvirkjun vermir hins vegar áfram botnsætið sem óhag- kvæmasti virkjunarkosturinn í nýtingarflokki Rammaáætlunar. Ókostir þessarar virkjunar felast ekki síst í gríðarlegum og óaftur- kræfum umhverfisspjöllum, og má þá minna á það að umhverfismat vegna línulagna hefur enn ekki farið fram, en ætti að sjálfsögðu að liggja fyrir samhliða mati á umhverfisáhrifum vegna vega- gerðar og virkjunarinnar sjálfrar. Það mat fékk eins og kunnugt er falleinkunn hjá Skipulagsstofnun. Það voru ýmsir sem spáðu því að aðkoma HS orku að virkjun á Ófeigsfjarðarheiði mundi ekki hafa bætandi áhrif á hið fámenna sam- félag í Árneshreppi. Það hefur því miður gengið eftir. HS orka/Vesturverk hefur stundað blygðunarlausan blekk- ingarleik bæði gagnvart Vestfirð- ingum og svo Árneshreppsbúum. Blákalt hefur því verið haldið að Vestfirðingum að Hvalárvirkjun muni stórbæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Þessar fullyrðingar er fyrir löngu búið að hrekja og þær standast enga skoðun. Í Árneshreppi lagði HS orka/Vesturverk fram kostulegan lof- orðalista til að tryggja sér grænt ljós fyrir virkjuninni. Flest af þessum verkefnum sem á listanum eru er þó öðrum en HS Orku/Vesturverki ætl- að að framkvæma og fjármagna eins og bættar samgöngur í hreppinn. Vegagerð og samgöngur eru þó á forræði Vegagerðarinnar en ekki HS Orku/Vesturverks eins og flestir vita. Þrífösun rafmagns um hreppinn var eitt af loforð- unum, það verkefni er á hendi Orkubús Vestfjarða ekki HS Orku/Vesturverks. Ljósleiðari um sveitina var líka á listanum en lagning ljósleiðara er óvart verk- efni Mílu en ekki HS Orku/ Vesturverks. Aðeins eitt af þess- um loforðum gæti talist trúverð- ugt, það er hlutdeild í kostnaði við lagningu hitaveitu í Norðurfjörð. En svo kom stóra trompið sem átti að kveða endanlega niður allar efasemdaraddir ef einhverjar væru. Lundabúð (Vesturverk kall- aði það upplýsingamiðstöð) uppi í fjalli norðan Hvalár í yfirgefnum vinnubúðum verktaka að loknum framkvæmdum við virkjunina. En það var smá hængur á þessu. Ekkert af því átti að gerast nema vilyrði fengist innan sveitar- félagsins til virkjunarframkvæmda í Ófeigsfirði. Og svona hefur HS Orka / Vesturverk unnið, býr til fléttu til þess að komast hjá millj- arða tengigjöldum vegna virkj- unarinnar og velta þeim kostnaði yfir á almenning. Reynir síðan að kaupa sér brautargengi hjá fá- mennasta sveitarfélagi landsins með loforðum sem í flestum til- fellum er engin innistæða fyrir. Sveitarfélagi sem stendur veikt fyrir á viðkvæmum tímamótum. Það er á vissan hátt hægt að skilja að gripið sé í þau hálmstrá sem eru í boði, en þau reynast þá visin og ónýt. HS Orka/Vesturverk ætlar svo að þakka fyrir sig með því að spilla og í raun eyðileggja ein stærstu samfelldu víðerni landsins með virkjun sem engin þörf er fyrir. Virkjanavilla á Ófeigsfjarðarheiði Eftir Valgeir Benediktsson Valgeir Benediktsson »HS orka/Vesturverk hefur stundað blygð- unarlausan blekkingar- leik bæði gagnvart Vestfirðingum og svo Árneshreppsbúum. Höfundur er búsettur í Árneshreppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.