Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
✝ GuðríðurBjargey Helga-
dóttir fæddist á
Svangrund í
Austur-Húnavatns-
sýslu 16. mars
1921. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 11.
febrúar 2019.
Guðríður ólst
upp í Núpsöxl á
Laxárdal við öll al-
geng sveitastörf þeirra tíma til
14 ára aldurs, þegar fjölskyldan
flutti norður að Tungu í Göngu-
skörðum í Skagafirði. Guðríður
var næstelst af níu systkinum.
Foreldrar Guðríðar voru
hjónin Jóhann Helgi Magnús-
son, fæddur á Hrúteyri við
Reyðarfjörð 13. maí 1895, og
Kristín Jakobína
Guðmundsdóttir,
fædd í Þverárdal
A.-Hún. 27. nóvem-
ber 1894.
Guðríður giftist
Sæmundi Kristjáns-
syni 1946. Þau slitu
samvistum 1952.
Börn þeirra eru:
Helgi, f. 15. júlí
1946, og Ásdís, f.
23. nóvember 1947.
Hún giftist Friðriki Brynjólfs-
syni 1959. Börn þeirra eru: Sig-
ríður Guðrún, f. 14. nóvember
1959, Brynjólfur, f. 7. nóvember
1960, Kristín, f. 28. maí 1963, og
Ólína Þóra, f. 7. október 1966.
Útförin fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 23. febrúar
2019, klukkan 13.
Móðir mín, Guðríður Bjargey
Helgadóttir, er látin. Hún er
farin til sumarlandsins, þar
sem náttúran fær að njóta sín,
fallegar heiðar eru ekki lagðar
undir vatn né fallegustu foss-
arnir virkjaðir. Sauðfé er rúið á
réttum tíma og ullin nýtt á
réttan hátt, þar varðveita allir
íslenskuna og nota sitt kjarn-
góða móðurmál, allt þetta var
henni hugleikið. Ævi hennar
var eins og margra sem fæddir
eru fyrir tæpum 100 árum, tími
mikilla tæknibreytinga sem
hún var ávallt opin fyrir og gat
tileinkað sér. Hún var næst elst
í stórum hópi systkina sem
voru flest fædd í torfbæ í Lax-
árdal og mjög snemma þurfti
hún að hjálpa til og var sístarf-
andi allt sitt líf fram til síðustu
viku lífs síns. Hún skilur eftir
sig mikið magn heimilda um
verkkunnáttu, lýsingu á bús-
háttum, lifnaðarháttum og
handbragði sem þjóðháttadeild
Þjóðminjasafnsins varðveitir. Í
bókunum gefur hún innsýn í
lífsstarf sitt í ljóðum og ótal
myndum af listaverkum sem
hún saumaði með listsaum og
lét frá sér til ættingja og vina.
Þar eru einnig margar af þeim
greinum sem hún ritaði í blöð
og til ýmissa aðila, því hún
hafði sterkar skoðanir á mörg-
um málum og kom þeim til
skila.
Við skilnað foreldra minna
fluttum við mamma suður. Ég
minnist þess sem barn að fara
með henni og ömmu á kvæða-
kvöld hjá Kvæðamannafélaginu
Iðunni, hvað það var gaman að
hlusta á hana og ömmu. Ég
naut þess að móðuramma mín
var ávallt minn stuðningur og
faðmur hennar opinn, því
mamma vann mikið, tók m.a. að
sér heimasaum ásamt því að
hún lauk sveinsprófi sinu sem
kvenklæðskeri á sama tíma og
hún eignaðist sína eigin íbúð
fyrir okkur. Ég kem aldrei til
með að gleyma hvað hún var
falleg og flott í sveinsstykki
sínu, hún var eins og drottning
í dimmbláum kjól með víðu
pilsi, með útsaumuðu ber-
ustykki með perlum og fíneríi.
Hvað ég átti flotta mömmu!
Ekki voru síðri fermingarfötin
mín kjóll og kápa eins og komin
úr tískubúð þess tíma.
Stuttu eftir að mamma gift-
ist aftur flutti hún í Austurhlíð
sem í mínum huga, sem ný-
fermd Reykjavíkurmær, var af-
dalakot án rafmagns. Þar var
hún önnum kafin allan sóla-
hringinn, ég man eftir því að
hún vakti yfir sauðburði á vor-
in, hjálpaði ófáum lömbum í
heiminn, bar heim nýfætt folald
sem var að krókna úr kulda,
svo sat hún á gólfinu með það í
fanginu fyrir framan heitan
bakaraofninn á Sóló-vélinni og
kom því til lífs. Börnunum
fjölgaði og hún var ávallt störf-
um hlaðin en milli stunda skrif-
aði hún niður ljóðin sín og ann-
að merkilegt á gömlu ritvélina
sína og seinna á tölvu. Hún fór
ríðandi yfir Kjöl 89 ára því hún
hafði lofað sjálfri sér að gera
það fyrir 90 ára aldurinn. Hún
fylgdist vel með á Facebook og
var virk þrátt fyrir að hafa
misst annað augað og sjá illa
með hinu.
Hún tók sjálf ákvörðun um
hvar og hvernig hún kysi að
eyða síðustu árunum sínum og
þar hefur henni liðið vel, ná-
lægt sínum átthögum og systk-
inum. Þar fékk hún útrás við
fleiri form í listsköpun sinni.
Takk fyrir allt.
Þín
Ásdís.
Fáir búa við þann munað að
hafa átt langömmu, sum okkar
fram á fullorðinsárin. Hvað þá
að eiga eina sem sá því lítið til
fyrirstöðu að taka strætó lands-
hluta á milli þrátt fyrir að vera
komin á tíræðisaldurinn.
Að koma í heimsókn til
ömmu í Austurhlíð á sumrin
var ávísun á heimsókn í gróð-
urhúsið að tína upp í sig jarð-
arber, sem þrátt fyrir að vera
lítil voru þau bestu í heimi!
Sama má kannski segja um
langömmu, sem var ekki hávax-
in en engu að síður kjarnorku-
kona sem lét fátt á sig fá.
Við erum mjög heppin að
hafa haft þessa fyrirmynd í
okkar lífi, að hafa fengið frá
henni alla þá góðu kosti sem
hún hafði. Hún var áræðin,
kraftmikil, brosmild, handlagin,
með græna fingur og stolt af
eigin landi. Að geta tileinkað
sér þó ekki væri nema aðeins
einn af þessum kostum er gulls
ígildi. Eitt er víst að við erum
öll ríkari fyrir að hafa átt hana
að.
Þú ert ís, þú ert eldur og aldan blá,
þú ert auður og von og trú,
þú ert friðsæld og frelsi og fjöllin
há,
landið fegursta, það ert þú.
Þegar vorsólin rís yfir borg og bæ
og hvert blóm fær sitt líf og lag
berst sem óður til lífsins í ljúfum
blæ
söngur lóu um sumardag.
Þú ert napurt norðanél,
þín er nóttin svört sem hel,
þú ert dimm og hyldjúp gjá,
þú ert dáið, lítið strá.
Góða Ísland, gamla Ísland,
þú sem geymir mín spor,
gef mér kjark, gef mér dug, gef mér
þor!
Sé með svikum og vélráðum veist að
þér
skal ég verja hvern dal og hól
og að endingu tekur á móti mér
moldin þín þegar sest er sól.
(Jóhann G. Jóhannsson)
Fyrir hönd barnabarna
Helga Sæm,
Heiðrún Sæmundsdóttir.
Guðríður B. Helgadóttir, föð-
uramma okkar, var af þeirri
kynslóð sem upplifði stökk-
breytingar í þjóðlífinu. Með
fjörugum systkinahópi hljóp
unga stúlkan um þúfurnar á
sauðskinnsskóm. Um fermingu
fékk hún sín fyrstu stígvél og
hætti að vera blaut í fæturna.
En henni var aldrei kalt. Ullin
sá til þess að hlýja mjúkum
iljum. Hún fór með pabba
sínum þegar gróður var í blóma
og safnaði maríustakk, til að
eiga yfir veturinn ef ske kynni
að leggja þyrfti græðir yfir
blæðandi sár.
Amma var tvígift, átti sex
börn sem hún kom öllum vel til
manns og sinnti margvíslegum
störfum. Hún var hamhleypa í
vinnu og stóð framar öðrum í
öllum verkum, sífellt að sýsla,
frá morgni til kvölds. Eldaði,
saumaði, bakaði brauð og kök-
ur, tók á móti öllum gestum
sem væru þeir höfðingjar,
þvoði þvott, hrærði steypu,
ræktaði land, rakaði dreifina,
mokaði í heyblásarann, mjólk-
aði og sinnti mörgum félags-
málum.
Amma var stundum stórlynd
og lét samferðafólk oft heyra
það. Það var lítið hvíslað í ná-
vist ömmu og lífið var ekki allt-
af dans á rósum. En faðmurinn
var stór, huggandi og hlýr þeg-
ar við átti. Hún var virk í pól-
itík, var sósíalisti, vildi jafn-
rétti, félagslegan jöfnuð og
unni landinu. Við munum hvað
amma varð glöð þegar Vigdís
varð forseti. Þá tók hún okkur
með á kjörstað og kenndi
hversu mikilvægt lýðræðið væri
og að nýta kosningaréttinn.
Hún mótmælti Blönduvirkjun
og því hversu illa var farið með
náttúruna og benti á skaðann
sem fyrirhuguð Blöndulón
myndu valda. Hún kenndi okk-
ur góða siði og að sópa betur
fóðurganginn. Það var ekki ein-
falt verk því amma var kröfu-
hörð á vandvirkni og nýtni. Við
vorum mörg sumur í sveit hjá
ömmu. Minningarnar eru ótelj-
andi og „oft er í svefni og vöku,
sólskin á leiðinni heim“ í
Austurhlíð.
Þrátt fyrir að vera ekki lang-
skólagengin þá var amma sífellt
að læra. Hún skar út í við og
saumaði magnaðar myndir sem
hún gaf ættingjum og vinum. Á
áttræðisaldri keypti hún sér
tölvu og skráði inn minnisbréf
sem hún átti í fórum sínum.
Hún skrifaði margar greinar í
blöðin og gaf út þrjár bækur.
Hún byrjaði að nota samskipta-
miðla, á undan sumum barna
sinna.
Sagði að í gegnum þá gæti
hún fylgst betur með vinum um
allan heim. Hún sendi þeim
hugleiðingar um ýmisleg mál-
efni. Hún fylgdist vel með, setti
„læk“ á myndir, myndbönd og
sendi fallegar kveðjur þegar við
átti og deildi málefnum líðandi
stundar, sem henni þóttu
merkileg.
Nútíminn mælir allt í próf-
gráðum og peningum. Sá sem á
mest þegar hann deyr vinnur.
Þetta virðist vera lífsgildi
margra.
Ekki ömmu. Síðasta samtalið
við hana var um sjálfbærni og
réttláta skiptingu auðæfa. Hún
vildi jafna aðstöðu milli borgar
og landbyggðar, jafna kjör kyn-
slóðanna, búa vel að flóttafólki,
fátækum, öryrkum og öldruð-
um. Við deildum skoðunum um
náttúruvernd. En ekki tókst
okkur að verða sammála um
hversu langt átti að ganga með
forræðishyggju að vopni. Það
er ofsagt að við höfum rifist, en
þið megið geta hvert okkar
vildi ganga lengst. Minning um
mikla konu lifir.
Aðalheiður, Sæmundur
og Atli Helgabörn.
Þeim er mikið gefið sem
halda heilbrigðri hugsun og
reisn langa ævi, til hinstu
stundar 98 ára. Hamhleypa,
stórt orð en það sem hún skilur
eftir sig er sönnun þeirrar stað-
hæfingar. Hún var hispurslaus
í öllu. Vildi hafa áhrif til heilla
landi og þjóð. Sýndi það í verki
og skrifum. Allt lék í höndum
hennar. Fatahönnun og -saum-
ur, tréskurður, listsaumur, hekl
og prjón af öllum stærðum og
gerðum, ótrúlega mikilvirk á
öllum sviðum, jafnt inni sem
úti. Náttúruunnandi og rækt-
unarkona, fagurkeri og í öllu til
fyrirmyndar.
Hún ólst upp við mikla vinnu
frá barnæsku. „Þá höfðu ung-
menni ekki tíma til að verða
vandræðaunglingar.“ Ein mín
fyrsta minning er í hlýju rúmi
við hlið Guju systur. Síðan alla
tíð var hún mér sem besta móð-
ir, sem alltaf átti ráð við öllum
vanda, hvort það var að sníða
flík, hekla dúk eða aðrar flækj-
ur. Hennar verður lengi minnst
með einlægu þakklæti fyrir allt.
Börnum hennar sex og af-
komendum öllum bið ég bless-
unar um ókomin ár.
Við gátum lífsins gjarnan var
greiðlega oft fengið svar,
einörð traust og alltaf var,
íslenskan í forgang þar.
María Helgadóttir
(Mæja systir).
Guðríður Bjargey var rithöf-
undur og listamaður. Æsku-
heimili hennar uppi á Laxárdal
var menningarheimili, systkina-
hópurinn stór og fjölskyldan
samheldin. Það sama má segja
um nágrennið við fjölskyldurn-
ar sem bjuggu þar á næstu
bæjum á dalnum. Það ríkti
hlýja og traust milli grannanna
í dalnum sumarfagra.
Guðríður hefur reist fólki
sínu og sveit bautastein, lítt
brotgjarnan, með skrifum sín-
um, blaðagreinum og með bók-
unum tveimur sem hún skrifaði
og gaf sjálf út á efri árum sín-
um.
Norðlendingar, kvæðamenn
og landsmenn yfirleitt eiga
henni skuld að gjalda fyrir ævi-
starf hennar, bæði rit hennar
og listilega saumaðar myndir
sem sjá má myndir af annarri í
bókinni hennar. Bókin ber það
óvenjulega en lýsandi heiti:
Þessi kona.
Góðan hjálparmann hefur
Guðríður lengi átt í systur-
dóttur sinni, Sigríði á Stóru-
Ökrum, sagnfræðingi og safn-
verði, sem setti upp sýningu
með verkum frænku sinnar og
studdi hana við útgáfu bók-
anna.
En Guðríður í Austurhlíð fór
sem oftar gegn straumnum,
hún flutti aftur norður yfir
heiði þegar aðrir fluttu suður.
Það eitt er drjúgt þakkarefni.
Flutningur fjölskyldunnar af
Laxárdal norður að Tungu í
Gönguskörðum varð þeim
heillaspor en flest systkina
hennar ílentust nyrðra eða
sneru þangað aftur eins og hún
sjálf gerði með eiginmann og
fjölskyldu. Í Austurhlíð var
heimili Guðríðar frá 1961-2010,
en þá flutti hún aftur í ná-
grenni Gönguskarðanna, í
þorpið undir Nöfunum sem nú
er orðið stærðar bær.
Þessum minningarorðum lýk
ég með vísu hennar, sem hún
setti á dögunum í gestabók
góðra vina:
Vanmet eigi vinafund
– vitablik í gegnum myrkur. –
Þó ber hæst á hættustund
hugarró og viljastyrkur.
(GBH)
Ingi Heiðmar Jónsson.
Guðríður Bjargey Helgadótt-
ir frá Núpsöxl, Skollatungu,
Austurhlíð í Blöndudal og
Sauðárhæðum i Skagafirði var
óvenjulega fjölhæf náttúrulista-
kona, eldhugi fram í fingur-
góma og til hins síðasta, upp-
örvandi og gefandi. Hún sýndi
gott fordæmi, hvar sem hún
fór.
Áhugamálin víðfeðm, kraft-
urinn ótrúlegur. Það var gott
að kynnast henni, þessari konu,
sem var orðin 97 ára, þegar
hún kvað um Eyjafjallaskalla
inn á sönglagadiskinn minn,
sem vonandi kemur út á þessu
ári.
Hún var létt til líkama og
sálar fram til hins síðasta.
Segja má, að hún hefði logandi
áhuga á öllu á landi voru: lista-
verkum náttúrunnar, gróðri,
fénaði og fólki. Náttúran öll,
sköpunarverkið allt var á henn-
ar áhugasviði. Hún hvatti aðra
til að láta sig varða allt sem
bæta þurfti og leggja sig fram
af alefli.
Þessi kona var sannkölluð
fyrirmynd. Í skrifum sínum
skildi hún eftir arfinn. Það er
mannbætandi fyrir unga sem
gamla að eignast og lesa vel
fallegu bækurnar hennar tvær
og kynnast þar lífi þessarar
konu og viðhorfum hennar.
Bækurnar heita:
I. Þessi kona – í máli og
myndum (2010) og II. Þessi
kona á tíunda tugnum – Hvað
hugsa gamlingjar (2015).
Til hamingju með að hafa
kynnst þessari konu.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Guðríður Bjargey
Helgadóttir