Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 ✝ Magnús Ind-riðason fæddist að Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 19. september 1919. Hann lést 10. febr- úar 2019 á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Hann var sonur hjónanna Indriða Magnússonar, f. 25. febrúar 1890, d. 14. desember 1931, og Efemíu Kristínar Hjálm- arsdóttur, f. 9. júlí 1895, d. 21. janúar 1988. Systkini Magnúsar eru: 1) Tvíburabróðir hans sem lést daginn eftir fæðingu þeirra. 2) Helga, f. 12. júlí 1922, d. 26. ágúst 2007, maki: Albert Ein- varðsson, f. 18. febrúar 1920, d. 1. mars 1992. Börn þeirra eru: a) ágúst 2008. Synir þeirra eru: a) Felix, f. 2. september 1953, maki: Baldvina Guðrún Valdi- marsdóttir, f. 10. ágúst 1954, og eignuðust þau fjögur börn. b) Indriði, f. 16. apríl 1960, maki: Hrönn Helgadóttir, f. 4. mars 1961, og eignuðust þau þrjár dætur. Magnús, eða Baddi eins og hann var ávallt nefndur, bjó í Skagafirði alla ævi. Stundaði hann búskap og vörubílaakstur áratugum saman og var með þeim fyrstu sem eignuðust vöru- bíl á þessum slóðum. Mjög ung- ur byrjaði hann búskap á Hömr- um í Lýtingsstaðahreppi en árið 1955 keypti hann jörðina Húsey í Vallhólmi og bjó þar ásamt móður sinni í félagi með Indu systur sinni og Villa manni hennar í mörg ár. Eftir að hann hætti búskap bjó hann í mörg ár í Húsey í skjóli systur sinnar og fjölskyldu hennar. Síðustu ævi- árin dvaldi hann á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Magn- ús var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Goð- dalakirkju í dag 23. febrúar 2019, klukkan 14. Indriði Magnús, f. 1. desember1944, maki: Helga Stein- unn Sveinbjörns- dóttir, fædd 20. jan- úar 1943, og eign- uðust þau fjögur börn. b) Einvarður Rúnar, f. 30. októ- ber 1947, d. 15. jan- úar 2000, var giftur Ingibjörgu Sólmundardóttur, f. 14. maí 1950, og eignuðust þau fjögur börn. c) Rósa Kristín, f. 2. janúar 1953, maki: Gunnar Haf- steinsson, f. 9. nóvember 1951, og eignuðust þau þrjá syni. d) Helga Þórný, f. 27. nóvember 1955, maki: Sturlaugur Laxdal Gíslason, f. 25. júní 1954, og eignuðust þau fjögur börn. 3) Indríður Efemía, f. 15. júlí 1931, maki: Jósafat Vilhjálmur Felixson, f. 23. maí 1934, d. 24. Kær frændi minn hefur lokið sinni löngu lífsgöngu. Leiðir okkar lágu saman strax á mín- um fyrstu æviárum, en sex mán- aða gamall fór ég í mína fyrstu ferð í Skagafjörðinn og var skírður í fermingu Indu móður- systur minnar. Síðan var ég hjá þessu ágæta móðurfólki mínu á hverju sumri til sextán ára ald- urs, fyrst á Hömrum og síðan í Húsey. Baddi var harðduglegur mað- ur, léttur á fæti og var alltaf að verki. Ekki veitti af því lífið var ekki alltaf dans á rósum. Tólf ára gamall missti hann föður sinn og þá strax tók hann á sig mikla ábyrgð á búskapnum með móður sinni og ömmu, Rósu Björnsdóttur, sem var þar til heimilis, ásamt því að hugsa um systur sínar, Helgu móður mína sem þá var níu ára og Indu sem var á fyrsta ári. Fyrstu árin fengu þau ómet- anlega hjálp frá móðurbræðrum hans, þeim Bjössa frá Mælifellsá og Steingrími sem lést fljótlega, langt um aldur fram. Sextán ára gamall var Baddi svo tekinn við búskapnum á Hömrum. Fjöl- skyldan bjó í yfir 30 ár sem leiguliðar á Hömrum og þrátt fyrir margar tilraunir til að fá jörðina keypta gekk það ekki eftir. Það var því með miklum trega að þau þurftu að yfirgefa þetta góða býli sem þau höfðu bundist miklu ástfóstri. Ég man alltaf þegar við fórum síðustu ferðina frá Hömrum, ég ellefu ára gutti sitjandi á trékassa á milli Efemíu ömmu minnar og Badda í vörubílnum hans. Ekki var mikið talað á leiðinni en í þessari ferð uppgötvaði ég að það eru ekki bara börn sem geta grátið. Árin sem ég dvaldi á Hömr- um hjá þessu góða fólki, ömmu minni og langömmu, Badda og fiðrildinu Indu sem flögraði heim og að heiman í leik, vinnu og námi, verða trúlega það síð- asta sem ég kem til með að gleyma. Þar var ég umvafinn góðmennsku og væntumþykju sem seint verður þökkuð. Við að flytja frá Hömrum þar sem landið var hrjóstrugt og bærinn undir háu hamrabelti og út í gróðursældina í Vallhólmi var eins og að koma í annan heim. Ég man að Baddi sagði að skrítið væri að ganga um túnin og finna ekki stein á landareign- inni. En mikið verk var fram- undan, byggja þurfti íbúðarhús, því gamli torfbærinn í Húsey hafði brunnið nokkru áður og gripahús voru lélegar torfbygg- ingar. Með miklum dugnaði og elju tókst þeim systkinum og Villa að byggja vel upp og skapa góða umgjörð á nýjum stað. Badda var margt til lista lagt og söngur og tónlist voru hans líf og yndi. Hann söng m.a. lengi með karlakórnum Heimi og spil- aði fyrir dansi á harmóniku á sínum yngri árum. Hann var með þeim fyrstu sem eignuðust vörubíl í Skagafirði og átti hann þá nokkra, sem hann rak í yfir 50 ár með búskapnum, mest í vegavinnu auk annarra flutn- inga. Við Helga, börn okkar og fjöl- skyldur þökkum alla umhyggju og gleðistundir sem við höfum átt saman. Einnig flyt ég kærar kveðjur og þakkir frá systrum mínum og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning þín. Indriði Magnús Albertsson. Frændi minn hann Baddi er farinn. Skemmtilegar og ljúfsár- ar minningar hafa skotið upp kollinum síðustu daga þegar hugsað er til baka eins og venj- an er á þessum stundum. Fara með féð á fjall á Benz vörubíln- um, sækja bagga fram á Hrossa- tanga, moka í blásarann og kíkja á hrossin með kíkinum af efri hæðinni í Húsey svo eitthvað sé nefnt. Þó minnist ég mest þeirr- ar kennslu sem ég fékk við hin ýmsu sveitastörf. Baddi var allt- af tilbúinn að leyfa okkur sum- arkrökkum að njóta af reynslu sinni af sveitastörfum í áranna rás. Verkvit, iðjusemi, fara vel með hlutina og virðing við jörð- ina sem gefur okkur svo margt. Baddi sagði ekki margt en þó ótrúlega mikið. Leiðbeiningar voru stuttar en hnitmiðaðar og fékk maður sinn tíma til að átta sig á hlutunum og læra af mis- tökum sínum. Baddi og afi Villi mótuðu þar ungan huga þannig að seint verður fullþakkað. Baddi var bóndi af guðs náð og hélt sér vel fram á síðustu ár. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég sá hann ná lambi út á miðju túni kominn vel á áttræð- isaldurinn. Einnig er minnis- stætt göngulagið. Hann náði ótrúlegum hraða með því að setja hendur fyrir aftan bak og halla annarri öxlinni aðeins fram. Ég man aldrei eftir því að hafa labbað við hlið hans heldur alltaf hlaupandi í humátt á eftir. Baddi var mikill söngmaður og hafði gaman að hlusta á söng og þá var bassinn í sérstöku uppáhaldi. Við sem eftir erum yljum okkur við minningar um mikinn öðling og þökkum fyrir stundirnar sem við áttum með honum. Hvíl í friði og megi guð geyma Badda í Húsey. Margur salur er í húsi herrans Enginn hrakinn er á dyr sem þangað fer Svo ég trúi því er held ég héðan Muni herbergi þar bíða eftir mér Hann var særður vegna synda okkar Hann var svívirtur og dæmdur fyrir mig Einn mun dagur yfir sorg og syndir rísa Þegar sigur hans mun lýsa á mig og þig Taktu kærleikann við sem Kristur gefur Svo þú komist á þann stað sem lofað er Margur salur er í húsi herrans Enginn hrakinn er á dyr sem þangað fer. (Jónas Friðrik) Felix Rafn Felixson. Magnús Indriðason Elsku amma mín, nú ert þú horfin á braut. Þú kvaddir okkur á björtum og fallegum febrúardegi nýbúin að ná 96 ára aldri. Ég minnist þess þegar ég var lítil og jólin nálguðust og ég fékk að sofa hjá þér í herberginu þínu einu sinni sem oftar. Við systurn- ar settum skóinn út í glugga eins og venjulega, en þar sem ég svaf hjá þér var auðvitað settur einn skór í þinn glugga líka sem virkaði mjög vel fyrir mig. Þegar ég var að byrja að læra að lesa og við vor- um í Kaupfélaginu að versla þá langaði mig í bókina um Dísu ljósálf. Mamma og pabbi leyfðu mér að kaupa hana ef ég myndi lesa hana sjálf, en þau vissu ekki að við vorum búnar að semja og við vorum varla komin heim þegar þú varst búin að lesa hana fyrir mig. Þegar ég svo var unglingur og við eitt sinn að labba niðŕúr Ragnheiður Klemenzdóttir ✝ RagnheiðurKlemenzdóttir fæddist 30. janúar 1923. Hún lést 10. febrúar 2019. Útför hennar fór fram 22. febrúar 2019. vissum við ekki fyrr til en við tókumst á loft þegar ein af ey- fellsku vindhviðun- um greip okkur með sér. Okkur varð sem betur fer ekki meint af þessari flugferð okkar. Þú kenndir mér að spila Rússa, Kas- ínu, Vist og Marías og þér leiddist ekki að vinna í spilum frekar en mér. Þú varst mjög mikil hannyrða- kona. Fallegu sængurfötin okkar með harðangurs- og klaustur- saumnum munu ávallt minna okk- ur á þig. Við eigum líka lopapeys- ur, vettlinga og sokka sem er algjör fjársjóður að eiga og síð- ustu lopapeysuna prjónaðir þú á mig 90 ára gömul, geri aðrir bet- ur. Þú varst algjör víkingur til vinnu, gott dæmi um það eru störf þín á hótelinu í Skógum þar sem þú vannst langa vinnudaga og ekki var mikið um frí. Þú bakaðir heimsins bestu flat- kökur, skonsur, pönnukökur, kleinur, vínarbrauð og snúða. Þú vildir allt fyrir mig gera, allt frá fyrstu stundu til þeirrar síð- ustu. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þín Ragnheiður. Elsku langamma með stóru L-i. Mér finnst ansi erfitt að hugsa til þess að þú sért horfin á braut inn í eilífðina, manneskja sem ég taldi að væri eilíf. Ég sat við hlið- ina á þér um stund í 95 ára afmæl- isveislunni þinni. Á einum tíma- punkti sagðir þú dreymandi: „Horfðu yfir þennan hóp, Tinna, þetta gat maður.“ Þú barst ald- urinn vel og ert ríkjandi methafi innan ættartrés míns í aldri. Glettin og gamansöm en last manni lífsreglurnar ef svo bar við, þeim bý ég að um ókomna tíð. Vissir alltaf hvað klukkan sló, enda með „medalíuna“ um hálsinn á degi hverjum. Ómur klingjandi prjóna og gamla gufan í bland, ilmandi nýbakaðar pönnslur, flat- kökur, skonsur og kleinur minna mig á þig, að ógleymdum kandís- molunum í tonnatali sem læknuðu öll sár. Ég hef alltaf verið sólgin í sögur og það stóð ekki á þér í þeim efnum. Þú varst frábær sögu- maður og ég gat setið tímunum saman að hlusta á þig. Þú hafðir endalausa þolinmæði í spila- mennsku, kenndir mér mörg spil og kenndir mér að tapa líka í leið- inni. Þú varst með hjarta úr gulli og gott dæmi þess er þegar ég tók tímabil ung að árum, eitt sumarið í sveitinni, þar sem ég taldi mig vera mikla listakonu og gekk um bæinn með málverk á Post-it mið- um sem ég bauð upp. Viti menn, langamma keypti þá alla og fékk ég vænan klinkpoka að launum, það voru mín fyrstu og einu lista- mannalaun. Þú sagðir einu sinni að ég ætti að verða dómari þegar ég var á grunnskólaaldri, á það starf stefni ég í dag. Þú hafðir allt- af trú á mér, alveg sama hvað. Þú kenndir mér margar gátur og vil ég kveðja þig með einni af þeim. Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó? Nefndi ég hann í fyrsta orði, en þú getur hans aldrei þó. Góða ferð, elsku langamma mín. Sjáumst síðar meir. Tinna Björt. Elsku langamma. Með þakk- læti í huga skrifa ég síðustu kveðju mína til þín. Takk fyrir að segja mér allar mögnuðu sögurn- ar þínar. Fyrir að kenna mér að baka kleinur og vinna mig alltaf í keppninni um það hver næði að snúa sem flestum kleinum. Takk fyrir að kenna mér að prjóna og að sauma. Takk fyrir að kenna mér að leggja kapal. Takk fyrir öll löngu samtölin sem við áttum saman. Fyrir að vera grúppía númer eitt á öllum tónleikum sem ég hef sungið á og öllum einka- tónleikum sem ég tók sérstaklega fyrir þig, aðallagið og eina lagið sem var á dagskrá: „Ó mamma gef mér rós í hárið á mér.“ Alltaf klappaðir þú jafn mikið. Það var alltaf hægt að treysta á þinn stuðning. Þú studdir mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Betri langömmu er ekki hægt að óska sér. Það er mikill missir að þurfa að kveðja þig og ég geri það með tárin í augunum en hugga mig við að nú ertu að kenna Védísi að prjóna, þú ert að keppa við hana hver nær að snúa sem flest- um kleinum og kennir henni að leggja kapal. Þó svo að ég fái ekki að hafa þig hjá mér lengur veit ég að þér líður vel, þú ert í góðum fé- lagsskap og ég sé þig þegar minn tími kemur. Ég veit að þú munt taka vel á móti mér. Agnes Hlín. Elsku besta langamma. Það er sárt að kveðja þig. Ég sat oft uppi í rúminu þínu og prjónaði. Þú kenndir mér að prjóna og margar fallegar vísur. Ég vona að þér líði betur núna. Ég hugsa mjög oft um þig. Takk fyrir að kenna mér að vera svona góð. Ég sakna þín mjög mikið alla daga en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Þú varst heppin að fá að lifa svona lengi og ég heppin að hafa þig sem langömmu. Þín Eva Antonía. Að eignast vin getur tekið eitt andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Þetta kemur upp í huga minn þegar ég sest nú niður til þess að setja á blað kveðjuorð um vinkonu mína Ragnheiði Klemenzdóttur sem var alltaf kölluð Ragga amma í fjölskyldum okkar beggja. Minn- ingin um hana er mér svo kær. Við höfðum verið að hittast í fjöl- skylduboðum, við skírnir, í afmæl- um og áttum ýmsar aðrar góðar stundir saman sem ég er svo þakklát fyrir. En minnisstæðust er mér samvera okkar tveggja hjá Gísla syni mínum og Jóhönnu konu hans og barnabarni Ragn- heiðar. Fljótlega eftir að þau Gísli og Jóhanna eignuðust tvíburana Ólaf og Snorra stóð Jóhanna í því að taka lokaprófin í hjúkrunarfræði sem er ekki auðvelt, hvað þá með tvo nýfædda drengi. Þá tókum við Ragnheiður höndum saman um að passa tvíburana til að létta róð- urinn. Þetta voru yndislegar stundir sem við áttum saman með litlu drengjunum sem nú eru orðnir fullorðnir menn. Þarna náðum við að tengjast, tvær eldri konur með mikla lífsreynslu í far- teskinu og mynda vinátta sem aldrei bar skugga á og sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo tókum við líka upp á því að hringja hvor í aðra og ræða málin vítt og breitt og það var mér afar dýrmætt. Þess vegna vil ég þakka þér, elsku Ragna amma, fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman og bið góðan Guð að taka vel á móti þér. Guðrún Gísladóttir. ✝ Lúðvík Dav-íðsson fæddist á Efra-Skálateigi 20. mars 1929. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. febrúar 2019. Lúðvík er son- ur hjónanna Dav- íðs Hermannsson- ar, f. 30.8. 1885, d. 9.10. 1963, og Ragnhildar Petru Jónsdóttur frá Rannveigarstöðum, f. 8.8. 1892, d. 28.12. 1929. Lúðvík var tekinn í fóstur um tveggja ára aldur af hjónunum Þorleifi Torfasyni og Guðfinnu Sigrúnu H. Guðmunds- dóttur að Hofi í Norðfjarðarsveit og þar ólst hann upp. Systkini Lúðvíks eru: Hermann, f. 18.5. 1912, d. 9.1. 1991, Jón, f. 7.12. 1915, d. 26.7. 2007, Valgeir, f. 17.11. 1917, d. 25.6. 1971, Sigríð- ur, f. 5.3. 1920, d. 16.5. 2010, Gunnar, f. 23.7. 1923, d. 27.12. 2002, Sveinn, f. 7.7. 1925, d. 20.12. 1974, og Soffía, f. 9.12. 1926, d. 30.10. 1986. Lúðvík kvæntist 27.3. 1959 Önnu Björnsdóttur frá Nes- kaupstað, f. 18.8. 1936. Synir Lúðvíks og Önnu eru 1) Björn, f. 25.1. 1959, kvæntur Sólveigu Baldurs- dóttur, f. 1.4. 1961. Börn þeirra Ásdís Arna, f. 1989, í sam- búð með Erni H. Ing- ólfssyni og Unnar Lúðvík, f. 1997. 2) Finnur, f. 13.8. 1965, sambýliskona Guðlaug Ólafsdóttir, f. 21.5. 1966. Börn þeirra Anna Steina, f. 1989, í sambúð með Axel Erni Krist- jánssyni, dætur þeirra eru Embla Sif, f. 2016, og Ylva Rún, f. 2017, og Stefán Ingi, f. 1997, unnusta Helga Þöll Guðjóns- dóttir. Lúðvík lauk vélstjóraprófi 1951 og starfaði hann lengst af hjá Rarik í Neskaupstað. Útför Lúðvíks fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 23. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Það eru margar minningarnar sem ég dreg fram þegar ég kveð hann afa minn, Lúðvík Davíðs- son, sem lést þann 14. febrúar síðastliðinn. Amma og afi austan eins og ég hef alltaf kallað þau hafa alla tíð búið í Neskaupstað. Því var alltaf mikil tilhlökkun þegar lagt var af stað í ferðalag austur til að heim- sækja þau. Ávallt biðu þau veif- andi Eskifjarðarmegin við göng- in í Oddsskarði til að taka á móti okkur. Þar fékk ég að skipta yfir í bílinn til þeirra og alltaf gat mað- ur verið viss um að fá brjóstsykur úr boxinu hans afa sem leyndist í hanskahólfinu. Í minningunni átti afi alltaf stóra bíla og er einn sér- staklega eftirminnilegur, bíll af gerðinni Mitsubishi L300. Sá bíll var aldrei kallaður neitt annað en „húftabíllinn“ en sem barn var „húfta“ eitthvað rosalega stórt fyrir mér og þaðan kom því viður- nefnið. Afi var ekki maður margra orða, hann sat í sínum húsbónda- stól, hlustaði á fréttirnar í út- varpinu og settist við matarborð- ið þegar á hann var kallað. Hann var samt alltaf tilbúinn til að dunda sér eitthvað með manni, hvort sem það var að rölta niður í Binnabúð til þess að ég gæti suð- að út eitthvert dót eða að sýsla eitthvað úti við. Í garðinum á Melagötunni gróðursettum við afi eitt sinn reynitré og sem barni fannst mér það mjög merkilegt. Ég fékk svo reglulega fréttir af trénu sem dafnaði vel. Afi og amma áttu stórt safn af steinum, í safninu leyndust marg- ir gimsteinar sem gaman var að skoða og dást að. Afi var líka dug- legur að búa til sína eigin gim- steina. Hann átti vél úti í bílskúr hjá sér þar sem hann slípaði steina þar til þeir urðu silkimjúk- ir og glansandi fallegir. Ég fékk alltaf að velja mér nokkra steina sem urðu þá að óskasteinum frá afa. Marga af þessum steinum á ég enn í dag og hef líklegast erft steinaáhugann frá honum þar sem ég hef aldrei getað látið það vera að tína upp fallega steina sem verða á vegi mínum. Elsku afi, það er alltaf sárt að þurfa að kveðja en svona er víst gangur lífsins og ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem þú getur orðið þú sjálfur aftur. Kveðja frá Svíþjóð, Ásdís Arna Björnsdóttir. Lúðvík Davíðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.