Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Qupperneq 2
Hvað er svona skemmtilegt við
hjólaskautaat?
„Mér finnst útrásin, tæknin og systralagið vera
algjörlega það besta við roller derby. Maður
fær þvílíkt góða útrás úr hreyfingunni og
tuddaskapnum á æfingum en á sama tíma er-
um við oft að vinna með flóknar strategíur
til að framkvæma í leikjunum okkar. Svo er
líka æðislegt að vera hluti af svona frá-
bæru liði og bara öllu þessu samfélagi sem
roller derby er.“
Hvernig leggst í þig að mæta bæði
dönsku og ensku liði í dag laugardag?
Ég er nokkuð bjartsýn með báða leikina! Við er-
um núna með nokkrar nýjar stelpur í Ragnarökum
sem eru að keppa sína fyrstu leiki um helgina og ég
er mjög spennt að sjá þær spila, en svo erum við líka
með nokkrar gamlar kempur sem eru komnar með
yfir tuttugu leiki að baki þannig að þetta er
skemmtileg blanda. En hvernig sem fer verður alla-
vega fjör í eftirpartíinu!
Vantar lið til að keppa við á Íslandi?
Já, það er oft erfitt að vera eina íslenska roller
derby-liðið. En við erum duglegar að fá erlend lið
til að heimsækja okkur og það hjálpar okkur
mikið hvað Ísland er vinsæll ferðamannastaður.
Við vorum heppnar þetta leiktímabil en það
verður stútfullt af spennandi roller derby-
leikjum.
Liðið ykkar heitir Ragnarök, eru
þarna harðjaxlar á ferð?
Það eru margar hörku íþróttakonur í
Ragnarökum. Þær eru forritarar, úthverfa-
mömmur, stjórnmálafræðingar og þroskaþjálf-
ar á daginn en harðjaxlar á æfingum á kvöldin!
Færðu oft marbletti?
Já, en það hefur farið minnkandi með reynslunni. Bestu
marblettirnir eru þegar maður dettur á sín eigin hjól, þá
myndast eins konar ný stjörnuþoka á rassinum á manni.
Línuskautar eða hjólaskautar?
Hjólaskautar! Línuskautar eru svo 2003.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
GABRÍELLA SIF BECK
SITUR FYRIR SVÖRUM
Harðjaxlar
á kvöldin
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Auglýsingar á samfélagsmiðlum og víðar á netinu eru í auknum mæli sniðn-ar að notendum. Hafi notandi leitað mikið að tilteknum hlut er líklegraað sá hlutur eða tengdar vörur dúkki upp í auglýsingum hans. Ef mikið
er leitað að flugi til tiltekins áfangastaðar er líklegra að t.d. auglýsingar fyrir hótel
á þeim stað verði á vegi leitandans í daglegu samfélagsmiðlaskruni.
Stundum hitta auglýsingarnar í mark en oft klórum við okkur í höfðinu yfir því
hvernig algóritminn dregur þá ályktun að auglýsing höfði sérstaklega til okkar.
Í vikunni hóf Facebook að birta mér
vandaða lífsstílstengda mynd-
bandsauglýsingu sem gekk út á að
sýna fram á nauðsyn þess að huga að
táheilsu, nánar tiltekið því sem kallað
er „toe posture“, þ.e.a.s. stöðu tánna,
eins og það gæti útlagst á íslensku.
Ekki gat ég áttað mig á hvaða leit mín
eða netvafstur gæti hafa fengið sam-
félagsmiðilinn til að draga þá ályktun
að tærnar á mér væru sérstaklega úr
lagi gengnar. En alltént þá taldi Face-
book að ég yrði að vita af lífsnauðsyn-
legri lífsstílsgræju, einhvers konar tá-
spelku sem mælt var með að ganga
með í ákveðinn tíma til að fá teinréttar
tær. Það fylgdi sögunni að þetta væri
flestu fólki algjör nauðsyn, allir ættu
að eiga svona og taka nú loksins táheilsuna föstum tökum.
Eflaust fínasta græja – en samt féllust mér hendur (og tær).
Ég eins og margir aðrir á nefnilega fullt í fangi með allt hitt lífsstílstengda sem
ég „á“ að gera. Við eigum víst öll að borða vandaðar og vel samsettar heimagerð-
ar máltíðir, hreyfa okkur rétt (bæði brenna og lyfta), stunda útivist, aldrei vera
lengi í kyrrstöðu, passa að nota alltaf tannþráð, borða aldrei sykur og ekkert sem
líkist sykri of mikið, sofa í vel loftræstu rými við rétt hitastig og án raftækja, vera í
góðu skapi og ausa frá okkur jákvæðni og gleði, taka þátt í almennum hressleika á
vinnustað þótt við nennum því ekki, mæta á foreldrafundi, gista reglulega á
svampdýnum í skólastofum í boði íþróttafélaga, hugleiða, losa reglulega um band-
vef, kynna okkur rétta öndun og fara í kalda pottinn af því að það er svo hress-
andi. Og svo auðvitað er það táheilsan sem má alls ekki gleyma! Stundum langar
mig frekar að gera minna heldur en meira. Og að taka táheilsuna föstum tökum
kemst bara ekki á listann alveg strax. Það fyndna er samt að mig langar alveg
svakalega í þessa græju! Ætli megi ekki örugglega fara með hana í kalda pottinn?
Facebook leggur
áherslu á að notendur
séu með réttar tær.
Thinkstock
Gerum bara það
sem við getum og
helst aðeins minna
Pistill
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Við eigum víst öll aðborða vandaðar og velsamsettar heimagerðarmáltíðir, hreyfa okkur
rétt, stunda útivist og
fara í kalda pottinn af því
að það er svo hressandi.
Halldór Gunnarsson
Ég myndi fara til Mexíkó.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
drauma-
áfangastað-
urinn
þinn?
Kristín Bergsdóttir
Ég er svo mikil ættjarðartútta, ég
vil helst ekkert fara.
Morgunblaðið/Ásdís
Vilhjálmur Baldursson
Stórt er spurt, en það væri Japan.
Auður Héðinsdóttir
Nú langar mig á skíði til Austurríkis
eða í Karíbahafið.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
RAX
Gabríella er í roller derby-liðinu Ragnarök sem
mætir liðum North Devon og Aalborg í Víkinni í
dag laugardag. Leikirnir verða þrír, kl. 11.20, 13.30
og 15.40. Nánar á tix.is en líka verður hægt að
kaupa miða við dyrnar.