Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Page 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 Í Valsheimilinu á Hlíðarenda er, sem frægt er orðið, veggur þakinn ártölum sem minna á alla titlana sem félagið hef- ur unnið gegnum tíðina í boltaíþróttum, karla og kvenna. Samtals á annað hundrað. Þegar Helena Sverrisdóttir gekk til liðs við Val í haust veitti hún því athygli að einn dálkurinn var tómur – körfubolti kvenna. Í þeim flokki hafði félagið aldrei náð að læsa klónum í bikar. „Þessu þurfum við að breyta,“ hugsaði hún með sér og talaði um í fjölmiðlum í aðdraganda bikarvikunnar í körfuboltanum. Og nú er takmarkinu náð, ártalið 2019 hefur bæst við vegginn – og dálkurinn fyrir körfu- bolta kvenna er ekki lengur auður, eftir örugg- an sigur Vals á Stjörnunni um liðna helgi. „Menn voru ekki lengi að bæta ártalinu við; það var gert strax um kvöldið í veislu til heið- urs liðinu; Fyrirliðarnir, Hallveig og Gugga, sáu um að mála á vegginn meðan við hinar fylgdumst með,“ segir Helena hlæjandi, þegar hún stillir sér upp fyrir Ragnar Axelsson ljós- myndara við vegginn góða. Spurð hvernig henni líði nú þegar fyrsti bikar- inn er kominn í hús á Hlíðarenda brosir Helena út að eyrum. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning. Persónulega skipti sigurinn mig mjög miklu máli enda hafði ég tvö tækifæri til að vinna bik- arinn með Haukum á síðustu árum en það gekk ekki. Það er ekki síður æðislegt að vera hluti af fyrsta Valsliðinu sem verður bikarmeistari í körfubolta kvenna. Metnaðurinn er mikill hérna á Hlíðarenda og markmiðin háleit – og þetta er ágætis byrjun. Það er allt annað að sjá vegginn.“ Hún hlær. Kom óvænt heim í vetur Ekki svo að skilja að Helena hafi í haust reikn- að með að hampa bikar með Val á þessum vetri. Eftir að hafa átt drjúgan þátt í að gera æskufélagið Hauka að Íslandsmeisturum í fyrra hélt hún á vit ævintýranna í Ungverja- landi; gekk til liðs við eitt stærsta félagið þar í landi, Ceglédi. „Ég var á báðum áttum þegar tilboðið barst frá Ungverjalandi síðasta sumar. Ég var loks- ins komin heim, eftir mörg ár útlöndum, fyrst í háskólanámi í Bandaríkjunum og síðan at- vinnumennsku í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi, og búin að koma mér vel fyrir og eignast mitt fyrsta barn. Festa komin í lífið. Ég þekkti hins vegar þjálfarann úti, liðið í Evrópukeppni og á endanum var þetta of gott tækifæri til að segja nei,“ segir Helena og ekki spillti fyrir að eiginmanni hennar, Finni Atla Magnússyni, bauðst starf hjá félaginu, sem styrktarþjálfari. Og það byrjaði svo sem ekki illa. „Okkur leist ágætlega á þetta til að byrja með og gam- an var að vera með litlu stelpuna okkar, Elínu Hildi, í þrjátíu stiga hita síðsumars. Síðan seig hratt á ógæfuhliðina. Fólkið var svo sem fínt en rekstur félagsins í molum; það stóðst nán- ast ekkert af því sem rætt hafði verið um áður en við komum út. Talað hafði verið um nýja glæsilega íþróttahöll en á daginn kom að ekki var einu sinni búið að finna staðsetningu, hvað þá meira. Annað var eftir því og þegar launin hættu að berast sáum við að engin framtíð var í þessu. Mér leið eins og ég væri föst; þetta var erfið og þung staða.“ Í þessu ljósi óskaði Helena eftir því að samningnum yrði rift og varð ungverska fé- lagið við því. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau skildu samþykkja að sleppa mér og var fegin að komast heim í landsleikjahlé í lok nóvem- ber og þurfa ekki að fara út í óvissuna aftur.“ Systurnar sameinast Þegar hér er komið sögu hafði Helena aðeins leikið með einu félagi á Íslandi, uppeldisfélagi sínu, Haukum í Hafnarfirði. Hvers vegna fór hún ekki aftur þangað? „Ég íhugaði það að sjálfsögðu enda Haukari í húð og hár. Á þessum tímapunkti leið mér hins vegar eins og að ég vildi vera áfram í at- vinnumennsku og Valur gat boðið upp á þann möguleika. Það var líka áskorun að fara til liðs sem aldrei hafði unnið titil og taka þátt í mik- illi uppbyggingu sem drifin er áfram af óbil- andi metnaði. Hjá Haukum hefði ég bara lent aftur inni í þægindarammanum. Loks var það risastór hluti af ákvörðuninni að systir mín, Guðbjörg, hefur verið í Val síðustu árin og er fyrirliði liðsins. Við eigum engar minningar saman úr körfuboltanum og þetta var kjörið tækifæri til að búa þær til. Og það byrjar ekki amalega.“ Hún brosir. Það er heldur ekki eins og Helena hafi verið að taka mikið niður fyrir sig; Valur lék til úr- slita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka í fyrra – og tapaði naumlega. „Ég þekkti liðið vel og bar mikla virðingu fyrir því eftir úr- slitarimmuna í fyrra. Við Haukarar þurftum að hafa verulega fyrir þeim sigri. Valsliðið hafði hikstað aðeins í haust en ég vissi alveg hvað býr í því, þannig að það truflaði mig ekk- ert. Ég sá strax að við gætum gert merkilega hluti saman – skrifað söguna.“ Til að gera langa sögu stutta þá hefur Valur aðeins tapað einum leik í deild og bikar frá því Helena hóf að leika með liðinu og hefur rokið upp stigatöfluna. Er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur á eftir KR og á leik til góða. Frábærlega rekið félag Helena skrifaði undir samning út yfirstandandi leiktíð en getur vel hugsað sér að vera lengur í Val. „Auðvitað var erfitt að fara í annað lið en Hauka og mér leið mjög undarlega þegar ég fór ekki í „klefann minn“ á Ásvöllum núna í janúar. En svona er lífið. Þetta er mín atvinna en breyt- ir ekki því að stelpurnar í Haukum eru og verða áfram góðar vinkonur mínar. Mér hefur verið frábærlega tekið hérna á Hlíðarenda og líður mjög vel. Ég bý í blokkinni við hliðina á Vals- heimilinu og það er alltaf jafn gott að koma hérna inn. Staðurinn iðar af lífi og Valur er aug- „Fólk hefur unnið sleitulaust að upp- byggingu körfuboltans í Val undan- farin ár og það er gaman að sjá það uppskera. Það var ósvikin gleði og léttir á laugardaginn,“ segir Helena Sverrisdóttir um bikarsigurinn. Morgunblaðið/RAX Valsar inn í sögubækurnar Helena Sverrisdóttir hefur um árabil borið höfuð og herðar yfir aðrar körfuboltakonur á Íslandi. Nú hefur hún tekist á hendur nýja áskorun, með Val, og um liðna helgi kom fyrsti titillinn í hús. Þeir gætu átt eftir að verða fleiri enda líst Helenu vel á sig á Hlíðarenda, þar sem fagmennska, metnaður og hungur svífa yfir vötnum. Og frekari barneignir bíða uns skórnir verða komnir á hilluna frægu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Það er ekki síður æðislegt aðvera hluti af fyrsta Valslið-inu sem verður bikarmeistari íkörfubolta kvenna. Metnaður- inn er mikill hérna á Hlíðar- enda og markmiðin háleit – og þetta er ágætis byrjun. Það er allt annað að sjá vegginn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.