Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
ljóslega frábærlega rekið félag; það sést á
árangrinum sem félagið er að ná í öllum grein-
um. Hungrið er mikið og stefnt er á Íslands-
meistaratitil í öllum greinum, nema körfubolta
karla. Þar er uppbygging í gangi.“
Hún segir stemninguna á leikjum endur-
spegla þetta; ekki síst stórleikjum eins og
bikarúrslitunum. „Baklandið er mjög gott og
það var gaman að horfa upp í stúku í Höllinni
um síðustu helgi og sjá hana fulla hálftíma fyr-
ir leik. Fólk hefur unnið sleitulaust að upp-
byggingu körfuboltans í Val undanfarin ár og
það er gaman að sjá það uppskera. Það var
ósvikin gleði og léttir á laugardaginn.“
Fyrsta markmiðið þegar Helena skrifaði
undir samning við Val var að komast í úrslita-
keppnina í vor. Eftir gott gengi að undanförnu
þykir henni þó óhætt að spenna bogann ennþá
hærra. „Stemningin er með okkur og ég get
ekki beðið eftir næstu leikjum, það er fullt af
stigum í pottinum. Framhaldið er undir okkur
sjálfum komið og við viljum sanna okkur sem
besta liðið á Íslandi.“
Hörð barátta fram undan
Hún gerir sér þó fulla grein fyrir því að ekki er
á vísan að róa; Keflavík sé með frábært lið og
nýliðar KR hafi komið gríðarlega á óvart í
vetur. Þá megi alls ekki útiloka Snæfell og
Stjörnuna. „Þetta verður hörð barátta en við
erum staðráðnar í að gera okkar besta.“
Heildargæðin í deildinni ber á góma og Hel-
ena segir ekki gott að átta sig á því hvort þau
séu meiri í dag en fyrir hálfum öðrum áratug,
þegar hún var að stíga sín fyrstu skref. „Það
eru fleiri erlendir leikmenn í dag og með
hverjum sterkari leikmanni verður deildin
sterkari. Ég átti þrjú alvöru tímabil hérna
heima áður en ég fór út árið 2007 og við end-
uðum á því að vinna allt undir stjórn Ágústs
Björgvinssonar og vorum í Evrópukeppni.
Það er mjög erfitt að bera þetta saman en ég
myndi samt halda að deildin væri sterkari í
dag. Iðkendum hefur líka fjölgað mikið í
kvennaboltanum sem er ákaflega ánægjulegt
enda er samkeppnin um krakkana mikil milli
greina. Það er gaman að segja frá því að fjöl-
mennasti árgangurinn í körfuboltanum hjá
Val er sjö ára stelpur.“
Umfjöllun mætti vera meiri
Hún segir áhugann hafa aukist mikið á þessum
fimmtán árum og umgjörðina um kvennabolt-
ann batnað. „Þetta er allt að jafnast, milli
kvenna og karla. Það er alla vega áran yfir
þessu. Í landsliðinu búum við til dæmis við al-
veg sömu umgjörð og strákarnir sem er gott
fordæmi fyrir félögin. Umfjöllun fjölmiðla er
ennþá meiri um karlaboltann, út af áhuganum
geri ég ráð fyrir. En á móti kemur að með
meiri umfjöllun eykst væntanlega áhuginn.
Stöð 2 er til dæmis með sérstakan þátt og
mjög góða umfjöllun um karladeildina. Hvers
vegna er ekki sérstakur þáttur um kvenna-
deildina líka?“
Hún hefur ekki fundið fyrir því að minni
kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfu-
bolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og
strákarnir. Sumar stelpur hætta reyndar
keppni eftir barnsburð en það er auðvitað ein-
staklingsbundið. Sjálf var ég alltaf staðráðin í
að halda áfram. Viðhorf til þess að stelpur geri
íþróttir að atvinnu sinni hefur breyst mikið á
skömmum tíma, þökk sé öllum fótbolta-, hand-
bolta- og crossfitstelpunum sem hafa náð
langt. Að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu
að atvinnumönnum í körfubolta fjölgi líka jafnt
og þétt.“
Það fer ekki framhjá nokkrum manni að
væntingarnar til liðs Vals skrúfuðust upp úr
öllu valdi við komu Helenu. Sjálf er hún með-
vituð um þetta. „Ég er búin að vera í þessu
lengi og þrífst á pressu. Það er ekkert öðruvísi
hér en annars staðar. Í raun má segja að press-
an á mér hafi verið meiri í Haukum í fyrra en
núna hjá Val. Ég var langelst í því liði, hinar
stelpurnar allar um og innan við tvítugt, og fyr-
ir vikið þurfti ég að taka pressuna töluvert af
þeim. Valsliðið er reynslumeira og þess vegna
dreifist pressan betur. Við erum líka með frá-
bæran þjálfara í Darra [Frey Atlasyni] sem
kann að stilla spennustigið. Þannig að ég hef
engar sérstakar áhyggjur af væntingum og
pressu; við höndlum alveg þann hluta leiksins.“
Með körfuna í blóðinu
Helena á ekki langt að sækja áhugann enda
voru foreldrar hennar bæði í körfubolta og fað-
ir hennar um tíma formaður körfuboltadeildar
Hauka. „Ég spilaði líka fótbolta í nokkur ár en
fannst alltaf meira gaman í körfunni. Þess ut-
an tók ég snemma út líkamlegan þroska; var
orðin 1.80 um fermingu og hæðin nýttist vel í
körfunni – og gerir enn. Ég hef ennþá gaman
af því að leika mér í fótbolta en hæfileikarnir
eru alveg farnir.“
– Spreyttirðu þig aldrei í handbolta?
„Jú, í tvær vikur og fannst það leiðinlegt.
Það var meira að segja í FH, vinkona mín dró
mig þangað.“
Hún hlær.
Spurð hvort draumurinn um að leika aftur í
útlöndum blundi ennþá í henni svarar Helena:
„Við erum brennd eftir þetta síðasta ævintýri,
svo ég segi það bara alveg eins og er. Þetta lið
átti að vera af háum standard en annað kom á
daginn. Ég er orðin þrítug og komin með fjöl-
skyldu þannig að líkurnar á því að maður rífi
sig upp og flytji út fara minnkandi. Það þyrfti
alla vega að vera mjög stórt tækifæri til þess
að maður myndi íhuga það. Það er ólíklegt að
ég leiki aftur erlendis en aldrei að segja aldrei.
Það hefur reynslan kennt mér.“
Atvinnumaður í Reykjavík
Í augnablikinu nýtur hún þess að vera atvinnu-
maður í Reykjavík. „Það er frábært að hafa
tækifæri til þess enda sá maður það ekki fyrir
sér fyrir einhverjum árum.“
Að sögn Helenu geta erlendu leikmennirnir í
deildinni alfarið einbeitt sér að spilamennsk-
unni, þeirra á meðal tveir í Val, en henni er ekki
kunnugt um aðra íslenska atvinnumenn í
kvennaflokki. „Stelpurnar eru auðvitað á samn-
ingi en þurfa að vinna með eða eru í skóla.“
En mjór er mikils vísir og hver veit hvað
framtíðin felur í sér.
Helena vandist því ung að vera fyrirmynd í
sportinu. „Við fengum mikla athygli í Haukum
á sínum tíma, þannig að ég varð fljótlega með-
vituð um þennan þátt. Sumarið eftir að ég
byrjaði í háskóla úti byrjaði ég með stelpna-
búðir hér heima og í dag koma upp undir eitt
hundrað stelpur til mín á hverju sumri. Og
núna er ég farin að spila með stelpum sem hafa
verið hjá mér í búðunum – sem er dásamlegt.
Sjálf byrjaði ég í strákaflokki og fyrirmyndir
mínar voru karlar, Michael Jordan, Steve
Nash og þessir gaurar. Í dag geta stelpur litið
upp til kvenna sem náð hafa langt – og gert
þær að sínum fyrirmyndum.“
Helena hefur verið máttarstólpi í landsliðinu
um árabil og gefur kost á sér áfram. „Það ríkir
svolítil óvissa með landsliðið; við vitum til
dæmis ekki hver kemur til með að þjálfa okk-
ur. Landsliðið er hins vegar og verður gulrót
og ég mun halda áfram að spila með því svo
lengi sem ég er valin. Það er svolítið erfitt að
setja sér skýr markmið við þessar aðstæður en
við viljum halda áfram að taka þátt í undan-
keppnum fyrir stórmót. Vandamálið er að leik-
irnir eru svo fáir, yfirleitt ekki nema tveir til
fjórir á ári, og það er alls ekki nóg. Sjálf hef ég
verið í landsliðinu í sextán ár en „aðeins“ spil-
að 70 landsleiki. Væri líklega komin yfir 200
væri ég í fótbolta enda þótt erfitt sé að bera
þetta saman. Ég missti til dæmis bara af
tveimur landsleikjum meðan ég var ólétt.
Næsta verkefni er Smáþjóðaleikarnir í maí og
háskólastelpurnar okkar ættu að vera klárar í
það. Og við hljótum að stefna á gullið núna; ég
á alla vega þrjú silfur og langar ekki í fleiri,“
segir Helena og glottir við tönn.
Helena Sverrisdóttir við vegginn
góða í Valsheimilinu. Það var stór
stund þegar ártalið 2019 var málað
á hann strax eftir bikarsigurinn.
’Mér líður vel líkamlega ogfinnst ennþá mjög skemmti-legt að spila körfubolta. Ég sakn-aði þess ógurlega meðan ég var
ólétt og hef notið þess í botn eftir
að ég byrjaði aftur að spila.
Núna líður mér eiginlega eins og
að ég vilji aldrei hætta.
Helena sækir að Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur í leik með Val gegn Keflavík fyrr í vetur.
Morgunblaðið/Hari
Helena er yngst til að vera valin í A-lands-
liðshóp Íslands í hópíþrótt, aðeins fjórtán ára.
Morgunblaðið/Sverrir
Helena í kunnuglegri stöðu, að skora körfu,
með íslenska landsliðinu gegn Bosníu.
Morgunblaðið/Eggert