Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Síða 15
24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Vill hlaupa inn á í miðjum leik Dóttir Helenu varð tveggja ára fyrr í þessum mánuði og hún segir móðurhlutverkið hafa gjörbreytt lífi sínu. „Fókusinn færist ósjálfrátt þegar maður eignast barn og í dag er það besta tilfinning í heimi að fá stelpuna beint í fangið eftir leiki,“ segir Helena en maður sér varla sjónvarpsviðtal við hana í leikslok öðru- vísi en að hún sé með Elínu Hildi á hand- leggnum. „Helst vill hún hlaupa inn á í miðjum leik en pabbi hennar heldur sem betur fer aft- ur af henni.“ Hún hlær. Finnur Atli hefur leikið körfubolta með KR eftir að þau snéru heim og fyrir vikið þarf að stóla töluvert á barnapössun. „Hún er fyrsta barnabarnið mín megin og mamma hefur verið boðin og búin að passa, eins mamma hans Finns og fyrir það erum við óendanlega þakk- lát. Það kemur þó fyrir að ég þurfi að taka stelpuna með mér á æfingar og hún veit fátt skemmtilegra en að hlaupa um hérna í Vals- heimilinu.“ Eflaust er hægt að hugsa sér verri staði til að alast upp á. Sú stutta sér væntanlega sæng sína upp reidda. „Tja, báðir foreldrarnir eru hávaxnir og í körfubolta og ekki ólíklegt að hún leiðist út í þetta. Við munum þó alls ekki setja neina pressu á hana; aðalatriðið er að hún sé ánægð í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Helena segir þau Finn staðráðin í að eignast fleiri börn. Það bíði þó betri tíma – þangað til körfuboltaskórnir verða komnir á hilluna. Hún segir það alls ekki hafa verið svo mikið mál að koma sér aftur í keppnishæft form eftir barnsburðinn. „Meðgangan gekk vel og svo spillir ekki fyrir að eiga mann sem starfar sem einkaþjálfari.“ Hún brosir. Alls ekki að hætta í bráð Helena verður 31 árs á þessu ári og gerir sér grein fyrir því að körfuboltaferillinn styttist í annan endann. Því fer þó fjarri að hún sé farin að huga að því að rifa seglin. „Mér líður vel líkamlega og finnst ennþá mjög skemmtilegt að spila körfubolta. Ég saknaði þess ógurlega meðan ég var ólétt og hef not- ið þess í botn eftir að ég byrjaði aftur að spila. Núna líður mér eiginlega eins og að ég vilji aldrei hætta,“ segir hún hlæjandi. „Auð- vitað veltur framhaldið á því hvort ég slepp við meiðsli og hvort áhuginn verður áfram svona mikill. Jón Arnór [Stefánsson] og Hlynur [Bæringsson] voru að leika sinn síð- asta landsleik í vikunni og þeir eru 36 ára. Miðað við það á ég alla vega sex ár eftir.“ Enda þótt skórnir endi á hillunni, eins og hjá öllum, þá sér Helena fyrir sér að körfubolti verði áfram hluti af lífi hennar. Hún hefur ver- ið að þjálfa svolítið, fyrst hjá Haukum, yngri landslið kvenna og nú hjá Val og getur vel hugsað sér að gera meira af því í framtíðinni. Hvort það verði í yngri flokkunum eða meistaraflokki verði tíminn að leiða í ljós. „Ég nýt þess að miðla reynslu minni og gefa af mér, bæði til eldri og yngri iðkenda.“ Langar að verða kennari Hún er með BA-gráðu í sögu og upplýsinga- tækni og stefnir á að bæta við sig meistara- gráðu í kennslu næsta haust. „Ég hef aðeins verið í forfallakennslu í grunnskóla í vetur og kann vel við mig í því hlutverki. Ég hef mjög gaman af því að vera innan um börn og get vel hugsað mér að starfa sem kennari í framtíð- inni, hvort sem er í grunn- eða framhalds- skóla.“ Fleiri járn eru í eldinum en Helena kemur nú að íslensku fyrirtæki, Sports and Education USA, sem sérhæfir sig í að aðstoða ungt íþróttafólk við að komast í háskólanám í Bandaríkjunum. „Það eru íslensk hjón sem reka þetta fyrirtæki og hafa aðallega verið að hjálpa fólki að fara út til að spila fótbolta en mitt hlutverk verður að koma körfunni á kort- ið. Það leggst vel í mig enda er tengslanet mitt vestra ágætt.“ Þetta eru markmiðin til framtíðar en í nútíð snýst allt um Val – og vegginn á Hlíðarenda sem gæti átt eftir að taka hröðum breytingum. Helena fagnar bikarmeistaratitlinum í Laugardalshöllinni um liðna helgi ásamt systur sinni, Guð- björgu Sverrisdóttur, og dóttur sinni, Elínu Hildi Finnsdóttur, sem missir ekki af leik hjá mömmu. Morgunblaðið/Eggert Helena og Elín Hildur með Íslandsbikarinn sem sú fyrrnefnda vann með Haukum síðastliðið vor. Morgunblaðið/Hari Helena og eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn Finnur Atli Magnússon, með dóttur sína, Elínu Hildi, nýfædda. Helena segir móðurhlutverkið hafa gjörbreytt lífi sínu og fókusinn hafi færst til. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Helena og Pálína María Gunnlaugsdóttir fagna frábæru gengi með Haukum vorið 2007. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.