Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 I an Anthony er önnum kafinn í tölvuleik en gefur sér tíma fyrir myndatöku með móður sinni. Hann er klæddur í rauðar stuttbuxur og bol sem á stendur: Ég skil þig, mér er bara alveg sama. Húmorinn er aldrei langt undan en Ian er einhverfur ung- ur maður sem spjallar ekki mikið við samferðar- fólkið sitt. En líklega skilur hann allt og meira til. Móðir hans, Jóna Á. Gísladóttir, sléttir úr úfnum lubba sonarins fyrir myndatökuna og knúsar hann í leiðinni. Jóna var fyrir rúmum áratug einn vinsælasti bloggari landsins og fylgdist þjóðin með henni og fólkinu hennar; sambýlismanninum Bretanum, syninum hinum Einhverfa, dótturinni Gelgjunni og stjúpsyn- inum Unglingnum. Ian Anthony og Anna Mae voru þá lítil og skrifaði Jóna oft um skoplegu hliðar tilverunnar; ekki síst um lífið með ein- hverfu barni sem gat oft á tíðum tekið á. Tíminn leið og bloggið hvarf í skugga samfélagsmiðl- anna og lítið hefur heyrst af fjölskyldunni síðan. Nú eru þau tvö yngri rétt skriðin yfir tvítugt og ekki úr vegi að taka stöðuna á Jónu og hennar fólki. Náðum ekki augnsambandi Jóna starfar hjá Icelandair Cargo en hefur auk þess lokið námi í markþjálfun. Hún segist enn ekki hafa ákveðið hvað og hvort hún geri eitt- hvað við það nám. „Það er hægt að nýta þetta í svo margt. Það er svo skemmtilegt hvernig námið er sett upp; maður er í svo jákvæðum hugsunargangi í markþjálfaumhverfinu og þetta er sjúklega gott fyrir sálina,“ segir hún. „Fólk fer svolítið í þetta nám fyrir sjálft sig en ekki endilega alltaf með það í huga að starfa sem markþjálfi.“ Á heimilinu búa enn yngri börnin tvö, þótt ekki sé hægt að kalla þau lengur börn. Jóna segir Önnu Mae hafa hótað að búa heima til þrí- tugs og enn er of snemmt fyrir Ian að flytja að heiman. Hjónin, sem eru fimmtug og sextug, þurfa því að „þola“ að hafa ungana sína í hreiðr- inu enn um stund. Jóna kynntist manni sínum, Bretanum Nicholas A. Cathcart-Jones á Gauk á Stöng, en hann starfar sem hljóðupptökumaður og var á þeim tíma mikið að vinna með hljómsveitum við upptökur á hljómplötum. Gaukurinn var þá mekka íslenskrar lifandi tónlistar og mikið fjör þar á bæ. „Hann kom til Íslands og vann mikið með Mezzoforte, Todmobile og öðrum hljómsveitum. Tónlistarbransinn var á Gauknum,“ segir Jóna. Stuttu eftir að þau rugluðu saman reytum sínum kom stúlkan í heiminn og rúmu ári seinna fæddist þeim drengur, en fyrir átti Bretinn einn son, Daníel. Fljótlega tók Jóna eftir því að yngsti drengurinn virtist ekki alveg eðlilegur. „Ég var með ungt barn fyrir og var nýbúin að ganga í gegnum ungbarnaferlið. Ég var bara viss um að það væri eitthvað að, strax þegar hann var um sex mánaða. Ef hann hefði verið fyrsta barn hefði ég kannski ekki séð þetta svona fljótt. Mér fannst ég ekki tengjast honum, eða hann mér. Þetta var einhver óútskýrð til- finning. Á einhverju tímabili fattaði ég hvað það var sem truflaði mig; við náðum aldrei augn- sambandi. Hann horfði aldrei á mig. Ég var oft að segja þetta við fólk og það sagði bara, hvaða vitleysa, viltu hætta þessu. En svo þegar hann var rúmlega eins árs kom systir mín heim með bækling um einhverfu og spurði mig hvort þetta væri eitthvað og ég sá það fljótt,“ segir Jóna og segist hafa vonað að sú væri ekki raunin. „Ég var búin að gera alls kyns tilraunir; hélt kannski að hann væri heyrnarlaus. Ég var eiginlega að vona að hann væri heyrnarlaus, því það myndi útskýra hvað hann væri undarlegur. Við létum hnífapör falla í gólfið fyrir aftan hann en hann hreyfðist ekki. En svo ef kveikt var á myndbandi í öðru herbergi kom hann hlaupandi þannig að ég gat ekki logið því lengur að mér. Ég fór þá með hann til barnalæknis sem sagðist ekki sjá neitt að þessu barni en bætti við að mæður vissu best. Og þá var hann sendur í greiningu og fékk hana um tveggja ára aldur,“ segir Jóna. Sat einn með bakið í hópinn „Það var rosalega mikið sjokk þegar hann greindist einhverfur en samt vissi ég þetta alveg. Kannski var þetta ákveðið spennufall og svo var óvissan um hvað tæki við. Ég vissi ekk- ert um einhverfu, ekki neitt!“ Jóna segist ekki hafa velt fyrir sér hvers vegna Ian væri einhverfur en las sér mikið til um einhverfu eftir greininguna. „Ég var alveg með það á hreinu að þetta væri ekki mér að kenna. Ég gæti ekki læknað þetta en það væri hægt að vinna markvisst með þetta þannig að hann gæti funkerað. Svo lærði maður mikið í gegnum greiningarstöðina. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvar Ian væri ef hann hefði ekki fengið þessa snemmtæku íhlutun. Hann var rosalega einhverft barn, alveg svakalega. Hann var alveg í sínum eigin heimi,“ segir hún. „Þegar hann var í greiningarferli var dag- mamman beðin um að taka af honum vídeó. Ég man að ég grét þegar ég sá vídeóið. Þetta var eins og skólabókardæmi um einhverfu. Börnin sátu í röð og voru öll með athyglina á því sem dagmamman var að gera. Hann sat einn og sneri baki í hópinn,“ segir hún. „En í dag grínumst við stundum með það að hann þykist bara vera einhverfur því hann nenni okkur ekki. Því það er svo mikið þarna uppi. Við vitum ekki helminginn. Ég pæli oft í því hvað hann sé eiginlega að hugsa. Það sem er erfitt er að stundum heyri ég hann tala í öðru herbergi og fer að hlusta og þá eru þetta stund- um skilaboð til okkar. Í gegnum bíómyndafrasa. Þá hugsa ég; hversu oft höfum við ekki misst af einhverju sem hann er að reyna að segja, bara af því við erum kannski niðri að horfa á sjón- varpið,“ segir hún. Með börn á báðum endum Jóna segir Ian strax hafa fengið mikla aðstoð og m.a. duttu þau inn í tilraunaverkefni á leikskól- anum. „Við vorum heppin en í þessu verkefni voru bara þrjú eða fjögur börn og þangað kom fólk frá greiningarstöðinni þannig að það var teymi í kringum hann. Þannig að hann fékk mikla aðstoð og eftir leikskólann sendi ég hann í Öskjuhlíðarskóla, en á þessum tíma hefði ég getað sent hann í venjulegan skóla. Svo stuttu síðar kom „skóli fyrir alla“ og það kjaftæði, því aldrei stóð steinn yfir steini, og gerir ekki enn því það vantar allt fjármagn í þetta. Ég var með börn á báðum endum; barn sem gekk rosalega vel í skóla og hafði ekkert fyrir því að læra, og barn sem myndi klárlega eiga í erfiðleikum með „Er ég þá aftur barnið þitt?“ Þegar Jóna Á. Gísladóttir var einn vinsælasti bloggari landsins talaði hún opinskátt um litla einhverfa drenginn sinn, Ian Anthony. Nú er Ian vaxinn úr grasi en verður á einhvern hátt alltaf litli drengurinn hennar. Jóna ræðir um lífið með einhverfu barni og úrræði fyrir hann sem fullorðinn einstakling. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Jóna Á. Gísladóttir var einn vinsælasti bloggari landsins og bloggaði gjarnan um lífið með einhverfum syni sínum. Nú er sonurinn 21 árs en býr enn heima. Jóna segir hann muni flytja að heiman einn góð- an veðurdag þegar hentugt úrræði býðst. Morgunblaðið/Ásdís ’ Það hlær enginn meira aðþessu en við. Þetta er oft al-veg sprenghlægilegt og hann erlíka oft sjúklega fyndinn krakki. Eða ungur maður. Hann er mjög húmorískur sjálfur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.