Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Síða 25
Fyrir 10
SÚKKULAÐIMÚS
100 g súkkulaði, 54%
175 g tófú
40 g púðusykur
1 g salt
Látið súkkulaðið bráðna yfir vatnsbaði. Setjið
tófú, púðursykur og salt í blandara og látið
blandast vel. Bráðnu súkkulaðinu er bætt
rólega út í. Setjið allt í skál og látið kólna.
HINDBERJASORBET
50 g frosin hindber
20 ml vatn
10 g sítrónusafi
5 g agave-síróp
Setjið hráefnin í pott og sjóðið upp í að minnsta
kosti eina mínútu. Setjið á bakka og kælið. Setjið
í blandara þegar blandan er orðin köld og maukið,
gott er að bæta smá auka vatni saman til að ná að
vinna það saman. Setjið í ísvél og látið frysta. Raðið
saman á disk og skreytið með ferskum hindberjum.
Stökkt súkkulaði með hindberjasorbet
24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Fyrir 2
1 meðalstór rauðrófa
50 g Mirin-sósa
50 g eplaedik
smá klípa af salti
Setjið rauðrófu óskrælda í kola-
grillið á blússandi hita. Látið kola-
eldast þar í 40 mínútur, snúið eftir
20 mínútur.
Takið úr kolunum og látið kólna
aðeins í stofuhita. (Einnig má baka
rauðrófuna í venjulegum ofni eða
á gasgrilli.)
Skrælið eða kroppið hýðið af.
Skerið í óreglulega bita og setjið
í „vacuum“ poka með Mirin-
sósu, eplaediki og klípu af salti.
Eldið á gufu í 85°C í sous vide
potti þangað til rauðrófurnar eru
tilbúnar. Gott að byrja á 20 mín-
útum. (Fyrir þá sem ekki eiga sous
vide tæki er hægt að sjóða vatn í
potti og slökkva undir þegar fer að
sjóða. Þá er loftþétti pokinn með
bitunum settur út í pottinn og lát-
inn malla þar í 20 mín.)
HESLIHNETUKREM
40 ml sojamjólk
20 g soðnar kartöflur, hýðislausar
50 ml heslihnetuolía
60 ml olía
salt eftir smekk
Setjið sojamjólk og kartöflur í
blandara og vinnið vel saman. Bæt-
ið olíum varlega út í þar til blandan
þykknar. Kryddið til með salti.
FÁFNISGRASOLÍA
1 hluti fáfnisgras
2 hlutar olía
Vinnið vel saman í blandara þangað
til olían hitnar og látið svo í gegnum
síuklút eða kaffipoka og kælið.
Setjið heslihnetukrem á disk og
rauðrófurnar þar yfir og stráið
skornum heslihnetum yfir.
Skreytið með fáfnisgrasolíu og ef
til vill dilli.
Kolaelduð rauðrófa
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
KONUDAGURINN
Kaka
ársins
Fyrir 4
1 kg nautalund skorin í 250 g steikur
8 stk. vorlaukur
seljurótarmauk (sjá uppskrift að
neðan)
600-800 g kartöflur, smælki
soðgljái (demi glaze)
1 stk. seljurót
olía
salt og pipar
Skerið endana af seljurótinni en
látið hýðið vera á. Hellið smá olíu
yfir og saltið. Setjið í 170°C heitan
ofn og setjið hitamæli í miðjuna á
seljurótinni og eldið þar til kjarn-
hitinn nær 90°C.
Grillið nautalundina á mjög
heitu grilli, þar til ykkar fullkomnu
steikingu er náð. Okkar meðmæli
er „medium rare“ eða þar til
kjarnhitinn nær 55°C. Gott er að
láta steikina hvíla í smátíma áður
en hún er borin fram.
Seljurótin er skorin niður í bita
og elduð á pönnu með olíu, salti
og pipar ásamt vorlauknum.
Sjóðið kartöflurnar og pönnu-
steikið þær svo. Einnig er hægt að
elda þær í ofni með olíu og smá
timjan og hvítlauk.
SELJURÓTARMAUK
1 stk. seljurót
250 ml rjómi
250 ml mjólk
salt
smjör
Afhýðið seljurótina og skerið í bita
og setjið í pott með rjóma og
mjólk. Eldið þar til mjúkt. Setjið í
blandara og maukið. Bætið smjöri
við og smakkið til með salti. Selju-
rótarmaukið er svo hitað upp í
potti áður en það er borið fram.
Raðið seljurót á diskinn og selju-
rótarmaukinu. Gott er að raspa
smá ferska piparrót yfir og skreyta
með smá vatnakarsa. Setjið svo
nautalundina á diskinn. Hellið soð-
gljáa yfir hana og berið fram.
Grilluð nautalund