Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 4
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjármálaráðuneytið krefst tafar-
lausrar endurskoðunar launa-
ákvarðana stjórna Landsbankans
og Íslandsbanka og að tillögur að
breyttum starfs-
kjarastefnum
verði lagðar
fram á komandi
aðalfundum
bankanna. Kem-
ur þetta fram í
bréfi sem fjár-
málaráðuneytið
sendi Banka-
sýslu ríkisins í
gær og hún
sendi strax til stjórna bankanna
tveggja.
Bankasýsla fer með 98,2% eign-
arhlut ríkisins í Landsbankanum
og 100% eignarhlut í Íslands-
banka. Opinber umræða hefur ver-
ið um launakjör bankastjóra
beggja bankanna, meðal annars í
ljósi tilmæla fjármálaráðuneytisins
í byrjun árs 2017 um „mikilvægi
þess að stjórnir hafi í huga áhrif
launaákvarðana á stöðugleika á
vinnumarkaði og ábyrgð félaganna
í því sambandi.“
Milljónir á mánuði
Fram hefur komið að laun Lilju
Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra
Landsbankans voru 2,09 milljónir
á mánuði þegar hún var ráðin til
starfa snemma árs 2017 en voru
orðin 3,8 milljónir 1. apríl 2018.
Grunnlaun Birnu Einarsdóttur,
bankastjóra Íslandsbanka, voru
3,85 milljónir á mánuði frá 1. jan-
úar 2016 en voru orðin 4,89 millj-
ónir 1. janúar 2018. Grunnlaunin
lækkuðu niður í 4,2 milljónir 1.
janúar sl., að hennar frumkvæði.
Ef bifreiðahlunnindi og kaupaukar
eru teknir með eru heildarlaun
hennar 4,8 milljónir á mánuði.
Bankasýslan óskaði eftir upplýs-
ingum hjá stjórnun bankanna um
launaákvarðanir og sendi fjármála-
vikna. Fjármálaráðherra ákvað að
bíða ekki eftir skýrslunni heldur
bregðast strax við.
Tilmæli ekki virt
Telur ráðuneytið að stjórnir
bankanna túlki viðmið í eigenda-
stefnu ríkisins þröngt og einhliða.
Laun æðstu starfsmanna hafi verið
ákveðin úr hófi og leiðandi. Bank-
arnir hafi ekki virt þau tilmæli
sem beint var til þeirra um að
gæta hófsemi og varfærni um
launaákvarðanir. Við þá stöðu
verði ekki unað. Fram kemur í
bréfi ráðuneytisins til Bankasýsl-
unnar að launaákvarðanir bank-
anna hafi nú þegar haft veruleg
neikvæð áhrif á orðspor þeirra og
valdið þeim skaða, auk þess sem
þær sendi óásættanleg skilaboð
inn í þær kjaraviðræður sem nú
standa yfir. Í ljósi þessa er farið
fram á tafarlausa endurskoðun
launaákvarðana og undirbúning að
breytingum á starfskjarastefnum
beggja bankanna.
Laun verði endurskoðuð strax
Fjármálaráðuneytið krefst þess að stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka endurskoði án tafar
launaákvarðanir Segir laun æðstu stjórnenda úr hófi Starfskjarastefnu verði breytt á aðalfundi
ráðuneytinu svörin í síðustu viku.
Bankasýslan tilkynnti jafnframt að
hún teldi rétt að útbúa skýrslu til
ráðherra þar sem fjallað væri um
svörin í ljósi tilmæla ráðherra frá
síðasta ári og ákvæða eigenda-
stefnu ríkisins. Var vonast til að
skýrslan yrði tilbúin innan tveggja
Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins,
segir að bréf fjármálaráðherra komi ekki á óvart í ljósi
umræðunnar og þeirra upplýsinga sem Bankasýslan
hafi aflað hjá bönkunum. „Við erum búin að koma þess-
um skilaboðum á framfæri en ekki hafa verið teknar
neinar ákvarðanir um framhaldið.“
Spurður hvort hann sé sammála niðurstöðu ráðherra
segir Lárus að það sé sín afstaða að bankarnir hafi ekki
farið að tilmælum sem Bankasýslan sendi þeim í fram-
haldi af bréfum sem fjármálaráðuneytið sendi stofn-
uninni á árinu 2017.
Lárus tekur fram að stjórnir bankanna fari með æðsta vald í málefnum
þeirra á milli hluthafafunda og Bankasýslan hafi ekki boðvald yfir þeim.
Aðalfundir Landsbankans og Íslandsbanka verða haldnir eftir þrjár vikur.
Ekki farið að tilmælum
LÁRUS BLÖNDAL
Lárus Blöndal
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Hólar í Dýrafirði 5 skúrir
Akureyri 2 léttskýjað
Egilsstaðir 1 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 6 skýjað
Nuuk 6 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 heiðskírt
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Brussel 11 rigning
Dublin 10 skýjað
Glasgow 6 alskýjað
London 11 skúrir
París 13 rigning
Amsterdam 10 rigning
Hamborg 6 skýjað
Berlín 10 rigning
Vín 16 heiðskírt
Moskva 2 alskýjað
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 19 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 15 heiðskírt
Aþena 11 léttskýjað
Winnipeg -11 skýjað
Montreal -11 léttskýjað
New York 0 rigning
Chicago -6 alskýjað
Orlando 21 rigning
1. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:36 18:45
ÍSAFJÖRÐUR 8:46 18:45
SIGLUFJÖRÐUR 8:30 18:27
DJÚPIVOGUR 8:07 18:13
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s norðan- og
austanlands með éljum eða snjókomu. Hægari vind-
ur um landið suðvestanvert og skýjað en úrkomulít-
ið. Hiti rétt ofan frostmarks sunnan heiða.
Austan og norðaustan 10-15 m/s, en 15-23 um landið norðvestanvert. Snjókoma með köflum
norðantil og frystir þar. Rigning sunnanlands og hiti 4 til 8 stig, en væta og heldur svalara.
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félag framhaldsskólakennara er
andvígt drögum að frumvarpi til
breytinga á lögum sem hafa þann
tilgang að gefið verði út eitt leyf-
isbréf til allra kennara hvort sem
þeir kenna í framhaldsskóla, grunn-
skóla eða leikskóla. Guðríður Arn-
ardóttir formaður segir að með því
sé verið að draga úr kröfum um sér-
þekkingu kennara í framhaldsskól-
um.
Ekki þarf lagabreytingu
Frumvarpsdrögin eru til umsagn-
ar í samráðsgátt stjórnarráðsins.
Þar hefur þegar birst sameiginleg
umsögn Félags grunnskólakennara
og Félags skólastjórnenda í grunn-
skólum sem fagna frumvarpinu. Vit-
að er að leikskólakennarar eru þeim
einnig meðmæltir. Er því klofningur
í afstöðu kennarasamtakanna til
málsins.
„Við höfum bent á að meginfor-
senda þessara breytinga er að
tryggja starfsör-
yggi kennara
þvert á skólastig.
Við höfum fengið
álit umboðs-
manns Alþingis
þess efnis að
framhaldsskóla-
kennari sem sæk-
ir um stöðu við
kennslu í sinni
grein í unglinga-
deild grunnskóla þarf ekki að sækja
um undanþágu og getur fengið fast-
ráðningu. Hann er því jafnsettur
grunnskólakennara. Það er merki-
legt að Félög grunnskólakennara og
skólastjórnenda segja í umsögn
sinni að meginástæða þess að þau
styðja breytinguna sé að hún tryggi
starfsöryggi og launasetningu kenn-
ara á aðliggjandi skólastigi. Við
bendum á að ekki þarf að breyta nú-
gildandi lögum til þess. Framhalds-
og grunnskólakennarar geta fengið
fastráðningu, án undanþágu. Launa-
setningin snýst um kjarasamninga
Félags grunnskólakennara við sveit-
arfélögin. Það er minniháttar mál
sem hægt er að semja um í næstu
kjarasamningum. Við sjáum enga
ástæðu til að breyta lögunum til
þess,“ segir Guðríður.
Menntunarkröfur helmingaðar
Varðandi þá gagnrýni Félags
grunnskólakennara að verið sé að
gera minni kröfur til framhalds-
skólakennara með frumvarpinu seg-
ir Guðríður að nú sé krafan sú að
framhaldsskólakennari þurfi að hafa
grunngráðu í einni grein og bæti svo
við þekkingu til að miðla efninu.
Uppeldis- og kennslufræði séu mun
stærri hluti af námi grunnskóla-
kennara. Í frumvarpinu sé gert ráð
fyrir því að til að kenna félagsfræði-
greinar á fyrsta þrepi þurfi 90 ein-
ingar sem sem svarar til eins og
hálfs árs náms. Með breytingunni sé
verið að helminga menntunarkröfur
í þessum stóra flokki greina.
„Við óttumst að framhaldsskóla-
kennarar hafi í framtíðinni ekki
nógu djúpa þekkingu á sérgreinun-
um sem þeir kenna,“ segir Guðríður.
Dregið úr kröfum um
sérþekkingu kennara
Félag framhaldsskólakennara andvígt kennarafrumvarpi
Guðríður
Arnardóttir
Bjarni
Benediktsson
Flugfélagið Circle Air, sem rekur
leigu- og útsýnisflug frá Akureyri,
og ferðaþjónustufyrirtækið Arctic
Heliskiing fögnuðu í gær komu
þriggja nýrra leiguþyrlna sem
verða m.a. notaðar til að flytja
fjalla- og þyrluskíðamenn. Að sögn
Þórunnar Sigurðardóttur, mark-
aðs- og sölustjóra Circle Air, fer
þeim sífellt fjölgandi sem kjósa að
ferðast með þyrlum. Fyrirtækin
eiga von á fjórum þyrlum til við-
bótar og er áformað að meirihluti
þeirra verði notaður til að flytja
þyrluskíðamenn, en þegar er byrj-
að að nota þær á Tröllaskaga.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fögnuðu nýjum þyrlum