Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásama tímaog íbúarVenesúela
reyna að kasta af
sér hlekkjum
sósíalismans hafa
nokkrir Íslend-
ingar tekið sig
saman og stofnað sósíal-
istaflokk og reyna í gegnum
hann að koma illu til leiðar á
vinnumarkaði. Nýjasta
dæmið um örvæntingarfulla
baráttu íbúa Venesúela fyrir
frelsi undan örbirgð sósíal-
istanna er að Kólombíumenn
greindu frá því á miðviku-
daginn að rúmlega 300 her-
menn frá Venesúela hefðu
kosið að flýja til Kólombíu
eftir að átök brutust út milli
hersins og stjórnarandstöð-
unnar á landamærum
ríkjanna tveggja um síðustu
helgi. Þessi fjöldi er ekki til-
tölulega mikill þegar haft er
í huga að um 365.000 manns
eru sagðir skráðir í herlið
Venesúela. Engu að síður
veitir þessi þróun von um að
loksins sé farið að fjara
markvert undan því sósíal-
íska alræði örbirgðarinnar
sem Chavistarnir hafa komið
á í Venesúela.
Það er enda ekki að
ástæðulausu að horft er sér-
staklega til þess hvað herlið
Venesúela hefst að og hvort
að liðhlaup þaðan séu að
aukast. Nicolas Maduro, for-
seti landsins, treystir að
miklu leyti á áframhaldandi
stuðning hersins til að halda
sínum illa fengnu völdum.
Hann hefur hingað til ekki
þurft að kvíða miklu hvað
það varðar þrátt fyrir að Ju-
an Guaidó, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, hafi heitið
hverjum þeim hermanni sem
styður hann sakaruppgjöf
fyrir hverja þá glæpi sem
þeir kunna að hafa framið á
tíð Chavistanna.
Það loforð hefur hingað til
ekki verið nóg til þess að
sannfæra herinn, sem þarf
ekki að koma á óvart. Yfir-
stjórn hans lifir í sömu vel-
lystingum og aðrir pót-
intátar sósíalistanna. Hún
hefur því grætt verulega á
því „arðráni“ Venesúela sem
einnig hefur leitt til þess að
dætur Hugos Chavez heit-
ins, fyrrverandi forseta, eru
ríkustu konur þjóðarinnar.
Meðal óbreyttra hermanna
er staðan önnur. Æ oftar
heyrast fregnir af því að
óbreyttir hermenn búi við
sama skort og almenningur,
þrátt fyrir að reynt hafi ver-
ið að hygla þeim, en hvort sá
skortur er nóg til að þeir
hugi almennt að
vistaskiptum er
óvíst.
Það setur hins
vegar Guaidó og
stuðningsmenn
hans meðal Vest-
urveldanna í
þrönga stöðu. Á meðan
brotthlaup úr hernum hald-
ast áfram tiltölulega lítil, er
afar hæpið að stjórnarand-
staðan geti haft betur gegn
valdaelítu Maduros án ut-
anaðkomandi aðstoðar. Og
slík aðstoð er líkast til ekki á
leiðinni.
Þrátt fyrir að Trump
Bandaríkjaforseti vilji ekki
útiloka að hervaldi Banda-
ríkjanna verði beitt gegn
Venesúela, verða líkurnar á
slíku inngripi að teljast
hverfandi. Þó að Guaidó
njóti nú nánast óskoraðs
stuðnings flestra ríkja sem
kenna sig við lýðræði eru
ekki mörg ríki tilbúin að
taka þátt í harðari aðgerðum
gegn Maduro en þeim sem
þegar hafa verið settar af
stað.
Næstu vikur geta ráðið úr-
slitum í valdataflinu í Vene-
súela. Takist Maduro að
setja fyrir „lekann“ sem haf-
inn er úr hernum getur verið
að hann standi af sér storm-
inn að þessu sinni. En reyn-
ist flóttinn um helgina vera
lýsandi fyrir stemninguna
meðal almennra hermanna í
Venesúela, gætu endalok
einræðisins verið nær en
nokkurn grunar.
Hvort nýir talsmenn og
baráttumenn sósíalismans
hér á landi, innan og utan
verkalýðshreyfingarinnar,
draga réttar ályktanir af
þessum tíðindum frá Vene-
súela verður því miður að
teljast afar ósennilegt. Sósí-
alisminn er ekki nýtt fyr-
irbæri þó að hann kunni að
hljóma nýr í eyrum hinna
yngri eftir að hafa dvalið á
öskuhaugum sögunnar ára-
tugum saman. Hann hefur
víða verið reyndur í marg-
víslegum útgáfum og alls
staðar hefur niðurstaðan í
meginatriðum orðið sú sama
og í Venesúela nú; almenn-
ingur líður mikinn og sívax-
andi skort og misskipting
gæðanna er gríðarleg. Dap-
urlegt er að talsmenn þess-
arar hörmungarstefnu skuli
hafa sprottið upp hér á landi
nú á tímum. Enn verra er að
þeir skuli um sinn hafa náð
tökum á stórum og valda-
miklum félögum og geti í
krafti þeirra valdið almenn-
ingi miklu tjóni.
300 hermenn flýja
ofríki sósíalismans
en mjög óvíst er að
íslenskir sósíalistar
dragi af því ályktun}
Fjarar undan alræðinu
H
eilbrigðismál snerta okkur öll
og eru flestum hugleikin. Það
er nauðsynlegt að framtíð-
arsýn og stefna stjórnvalda í
jafn umfangsmiklum og mik-
ilvægum málaflokki sé skýr til að tryggja há-
marksgæði þjónustunnar og sem hagkvæm-
astan rekstur. Í upphafi þessa árs lagði ég
fram þingsályktunartillögu um heilbrigð-
isstefnu til ársins 2030 sem nú er til umfjöll-
unar í velferðarnefnd. Áhersla er lögð á sjö
grunnstoðir sem heilbrigðiskerfið byggist á
og á við um alla heilbrigðisþjónustu sem veitt
er. Þessar grunnstoðir lúta að stjórnun og for-
ystu í heilbrigðiskerfinu, mikilvægi þess að
rétt þjónusta sé veitt á réttum stað, eflingu og
uppbyggingu mannauðs, markvissum og hag-
kvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu, val-
deflingu notenda, gæðakröfum til þjónustuveitenda og
framtíðarsýn um menntun, vísindi og nýsköpun í heil-
brigðiskerfinu.
Á grunni stefnunnar hef ég ákveðið að setja tiltekin
verkefni nú þegar í forgang þar sem þörf fyrir skýrar
ákvarðanir og markvissar aðgerðir er mjög brýn. Verk-
efnin eru:
Heilbrigðisþjónusta við aldraða, samhliða stórsókn í
fjölgun hjúkrunarrýma verður lögð áhersla á markviss-
ari heilbrigðisþjónustu við aldraða og aukið forvarna-
starf með heilsueflingu og endurhæfingu.
Þjónusta við fólk með heilabilun, vinna við stefnumót-
un á þessu sviði er hafin.
Áfengis- og fíkniefnamál verða í forgangi með sér-
stakri áherslu á bætta þjónustu við ungt fólk með ávana-
og fíknisjúkdóma, meðal annars með stórauk-
inni aðkomu Landspítalans sem veiti börnum
og ungmennum með neyslu- og fíknivanda,
afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra
tengda sjúkrahúsþjónustu.
Innleiðing krabbameinsáætlunar, sem
ætlað er að skerpa sýn, móta markmið og að-
gerðir og stilla saman strengi allra hlutaðeig-
andi í baráttunni við krabbamein.
Uppbygging sjúkraflutninga, áhersla
verður lögð á heildstætt skipulag allra
sjúkraflutninga hvort sem þeir fara fram á
landi eða með flugi.
Markvissari kaup á heilbrigðisþjónustu,
meðal annars með breyttum fjármögn-
unarkerfum þar sem hagkvæmni, skilvirkni
og gæði verða höfð að leiðarljósi.
Innleiðing gæðaáætlunar embættis land-
læknis verður mikilvægt tæki í öllum framangreindum
verkefnum þar sem gerðar eru skýrar kröfur til þjón-
ustuveitenda um aðgengileika, gæði og öryggi þjónust-
unnar.
Mönnun, síðast en ekki síst legg ég áherslu á að gripið
verði til aðgerða til að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu.
Horft verði til nágrannaþjóða í því sambandi og gerð
mannaflaspá fyrir næstu ár.
Ég er sannfærð um að heilbrigðisstefnan verði okkur
mikilvægur vegvísir næstu árin við að takast á við þær
áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og efla heil-
brigðisþjónustu í landinu öllu, bæta gæði hennar og auka
jöfnuð meðal notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Áherslur í heilbrigðismálum
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ísland er eina ríkið af Norð-urlöndunum sem er ekki meðskýra heimild í lögum um líf-eyrisréttindi kvenna fyrir þau
tímabil sem þær eru ekki á vinnu-
markaði sökum barneigna. Þá er
landið í 16.-18. sæti ásamt Ástralíu og
Serbíu yfir þau hagkerfi þar sem
lagaumhverfið er hagstæðast fyrir
konur til að taka þátt í atvinnulífinu
samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða-
bankans, Women, Business and the
Law 2019. Einungis sex ríki, Belgía,
Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúx-
emborg og Svíþjóð, eru sögð tryggja
konum og körlum algjörlega jafnt
lagaumhverfi samkvæmt nið-
urstöðum skýrslunnar, en hún bygg-
ist á gögnum frá 188 ríkjum frá árinu
2017. Alþjóðabankinn hefur tekið
saman sambærileg gögn allt frá
árinu 2008.
Í skýrslunni eru settar fram 35
lykilspurningar um lagaumhverfi
ríkja og atvinnuþátttöku kvenna, en
spurningarnar eru orðaðar þannig að
já þýðir að réttur karla og kvenna sé
jafn, en nei þýðir að hallað sé á konur
í lögum þess ríkis. Svo er reiknuð út
einkunn á bilinu 0-100 eftir því
hversu mörgum af þeim spurningum
er svarað játandi.
Svara 34 af 35 játandi
Spurningarnar 35 skiptast í átta
mismunandi þætti, sem kanna at-
vinnuþátttöku kvenna allt frá upphafi
starfsferilsins og þar til farið er á eft-
irlaun. Þættirnir átta fjalla um ferða-
frelsi kvenna, hversu auðvelt það er
fyrir konur að fara á vinnumark-
aðinn, launaréttindi þeirra, áhrif hjú-
skaparstöðu og barneigna á atvinnu-
þátttöku, sem og það hvort konur
geti stýrt eignum eða rekið fyrirtæki
í viðkomandi landi. Þá er að lokum
horft til stöðunnar í lífeyrismálum.
Meðaleinkunn ríkjanna 188 sem
rannsóknin tekur til er 74,71, og segir
í inngangsorðum skýrslunnar að það
jafngildi því að í meðalríki njóti kon-
ur á vinnumarkaði einungis um
þriggja fjórðu af þeim réttindum sem
karlar hafi. Hins vegar er tekið fram
að á þeim áratug sem bankinn hafi
tekið saman þessi gögn hafi með-
aleinkunnin hækkað um 4,65 stig, úr
70,06 árið 2008.
Ísland fær 100 stig af 100 mögu-
legum í öllum flokkum nema þeim er
snerta lífeyrisréttindi kvenna, en þar
fær landið 75 stig. Heildarskor Ís-
lands í þessari „vísitölu“ Alþjóða-
bankans er því 96,88 af 100. Þegar
nánar er rýnt í spurningarnar sem
liggja að baki lífeyrisþættinum eru
þær fjórar talsins. Fyrstu tvær
spurningarnar lúta að því hvort lögin
heimili körlum og konum að hætta á
sama aldri, annaðhvort með full rétt-
indi eða hluta af lífeyrisréttindum
sínum. Þriðja spurningin snýr að því
hvort lífeyrisaldur beggja kynja sé
jafn. Fjórða spurningin, og hin eina
þar sem svarað er neitandi fyrir Ís-
land, er hins vegar sú hvort lögin
tryggi skýr lífeyrisréttindi fyrir þau
tímabil sem konur eru í barneign-
arleyfi.
Í 4. sæti af norrænu þjóðunum
Þegar árangur Íslands í könn-
uninni er borinn saman við hinar
Norðurlandaþjóðirnar kemur í ljós
að landið er í fjórða sæti af fimm á
eftir Danmörku, Svíþjóð og Finn-
landi, en ögn framar Noregi, sem
skýrist af því að þar er ekki sérstakt
feðraorlof.
Öll hin norrænu löndin skora
hins vegar 100 þegar kemur að líf-
eyrisréttindum kvenna eða með
öðrum orðum: öll hin norrænu
löndin fjögur eru með skýra
lagabálka um lífeyrisréttindi
kvenna á vinnumarkaði sem
eru í barneignarleyfi.
Skortir á lífeyrisrétt-
indi vegna barneigna
Rakel Sveinsdóttir, formaður Fé-
lags kvenna í atvinnulífinu, segir
dapurlegt að Ísland standi að
baki öllum hinum Norðurlanda-
þjóðunum þegar kemur að lífeyr-
isréttindum kvenna sem sinna
barneignum. „Það kemur mér
samt ekki á óvart að heyra þetta
því staðreyndin er sú að Ísland
er í rauninni skást en ekki best
sem meðaltal í jafnréttismálum.
Til að verða best þurfum við að
bregðast hratt við þegar okkur
er bent á málaflokka þar sem
verulega hallar á,“ segir Rakel og
bætir við að þarna sé komið gott
dæmi um gloppu í kerfinu sem
þurfi að lagfæra. „Það á ekki að
vera letjandi fyrir ungt fólk á Ís-
landi, og sérstaklega konur, að
ráðast í barneignir. Til að
tryggja að svo verði ekki
þurfum við augljóslega
að huga betur að lífeyr-
isréttindum kvenna til að
tryggja að konum hefnist
ekki fyrir það síðar á
ævinni að hafa þó lagt
sitt af mörkum til að
íslenskt samfélag
fjölgi sér.“
Ísland skást
en ekki best
FORMAÐUR FKA
Rakel
Sveinsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Barneignir Ísland stendur hinum Norðurlandaþjóðunum að baki að mati
Alþjóðabankans þegar kemur að því að tryggja lífeyrisréttindi kvenna.