Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Erum á facebook BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins, 2007-12, segir það myndu hafa mikil áhrif á íslensk utanríkismál ef Bretar gengju í EES. Þá ekki að öllu leyti jákvæð. Tilefnið er samtal við Carl Baud- enbacher, fyrr- verandi forseta EFTA-dómstóls- ins, í Morgun- blaðinu í gær. Kvaðst Baud- enbacher hafa veitt þingmönn- um breska Íhaldsflokksins ráðgjöf varðandi mögulega EES- aðild Bretlands. Spurður hversu raunhæfar hann telji hugmyndir um að Bretar fari í EES og jafnvel Sviss í kjölfarið segir Skúli, sem er héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Ís- lands, eðlilegt að rifja upp að Bretar voru frumkvöðlar að því að stofna Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) árið 1960. „Þeir voru þá leiðandi í hópi ríkja sem kusu að standa utan Efnahags- bandalagsins [forvera ESB]. Sé litið á söguna hlýtur það því að teljast raunhæft og jafnvel eðlilegt að Bret- ar hugleiði á þessum tímamótum al- varlega að koma aftur í EFTA og taka aftur við sínu fyrra forystu- hlutverki þessara ríkja. Raunar myndi ég segja að það væri nokkuð furðulegt hvað Bretar hafa lítið hug- leitt þennan valkost af alvöru.“ Horfa til samveldisins – Hvað kann að skýra það? „Svo virðist sem hugmyndin um útgönguna, Brexit, grundvallist á því að Bretar geti með einhverjum hætti staðið einir, og þá eftir atvik- um styrkt tengsl sín við samveldið og Bandaríkin, en miklu síður að þeir séu að vinna að því, ásamt öðrum Evrópuríkjum, að skapa ein- hvern alvöru valkost við Evrópu- sambandið. Ef maður segir þetta á pínulítið illkvittinn hátt þá virðist sem drifkraftur Brexit sé frekar hugmyndin um að endurreisa breska heimsveldið en að vinna með Evrópuríkjum sem kjósa að standa utan Evrópusambandsins að ein- hvers konar fríverslunarsvæði.“ Of seint að fara að semja – Nú nálgast Brexit. Hvaða val- kosti hafa Bretar? Hvers vegna ættu þeir að telja EES-aðild fýsilega? „Ef við erum raunsæ er mjög erf- itt á þessum tímapunkti að fara að semja um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Slíkur valkostur hefði verið raunhæfur fyrir einhverjum mánuðum. Raunar er það þannig að Bretland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég veit ekki til þess að Bretland hafi sagt þeim samningi upp. Á vissan hátt mætti hugsanlega grípa hér inn í og skilgreina Bretland áfram sem bandalagsríki í skilningi sáttmálans þannig að Bretland myndi þá halda áfram stöðu sinni sem aðildarríki EES-samningsins. Satt best að segja tel ég þetta frekar óraunhæft. Að það hefði þurft meiri tíma til að semja um aðild Breta að Evrópska efnhagssvæðinu. Eins og málin standa núna held ég að það sé af- skaplega ólíklegt að þessi útgöngu- samningur verði samþykktur. Þá standa eftir þessir tveir kostir: Annaðhvort gengur Bretland út án samnings eða útgöngunni verður frestað. Staðan er í grófum dráttum þannig að það er búið að samþykkja lögin um útgönguna. Þannig að ef engin önnur ákvörðun er tekin af hálfu Breta, og þá þingsins, mun Bretland ganga út. Spurningin er því hvort samstaða næst um það í þinginu að fresta útgöngunni og þá erum við aftur á byrjunarreit.“ Áhugi á aðild Breta á Íslandi – Mætti þá nota tímann til að semja um EES? „Ég held að það sé rétt sem kem- ur fram í viðtalinu við Carl Bauden- bacher að á Íslandi er áhugi á að skoða alvarlega hugsanlega aðild Breta að EES. Þá eru menn að horfa til þess að EFTA-stoðin, eins og hún er í dag, er afskaplega vanmáttug, samanborið við Evrópusambands- stoðina. EES-samningnum er oft lýst þannig að við fáum löggjöf í pósti frá Brussel og höfum ekkert um hana að segja. Þetta myndi auð- vitað gerbreytast með aðild Breta og hugsanlega þá einnig Sviss. Sviss- lendingar horfa enda mikið á það sem er að gerast í Bretlandi. EFTA- ríkin myndu þá hafa alvöruspil á hendi og vigt í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Það myndi þá lýsa sér þannig að þegar farið væri af stað með löggjöf innan ESB myndu menn þar á bæ hafa áhuga á því og hagsmuni af því að vita hver afstaða EFTA-ríkjanna væri. Neitunarvaldið sem EFTA-ríkin hafa í dag væri ekki lengur aðeins í orði heldur einnig á borði og menn myndu vita að EFTA-blokkin léti ekki bjóða sér hvað sem er. Evrópu- sambandið yrði mun viljugra að hlusta á sjónarmið EFTA-ríkjanna og gera málamiðlanir.“ Færu ekki alltaf saman „Þetta væri jákvæða hliðin á aðild Bretlands og hugsanlega einnig Sviss að EES-samningnum. Nei- kvæða hliðin væri sú að þarna værum við komin með stórt ríki í þetta keðjugengi sem EFTA-stoðin er og auðvitað mætti sjá fyrir sér að- stæður þar sem hagsmunir Bret- lands og Íslands færu ekki saman. Þá værum við komin í þá stöðu að Bretland væri hugsanlega að þvæl- ast fyrir því að tekin væri upp í EES-samninginn mál sem við hefð- um í sjálfu sér áhuga á að fá inn í hann. Þarna eru bæði kostir og gall- ar. Auðvitað yrði Bretland mjög sterkt í þessu samstarfi og það er kannski eitthvað sem Norðmönnum hugnast ekki. Ég held að Íslend- ingar hafi minni áhyggjur af því en Norðmenn. Íslendingar hafa ekki haft neina yfirburðastöðu innan EFTA. Þeir væru því ekki að tapa þeirri stöðu sem Norðmenn sjá fram á. Á þessu eru bæði kostir og gallar. Hugmyndin um að búa til alvöru- valkost við Evrópusambandið sem væri meira en aðeins stimpilpúði gagnvart löggjöf Evrópusambands- ins er þó mjög áhugaverð.“ – Hver yrði ávinningurinn af EES-aðild Breta fyrir Ísland? „Ávinningurinn er sá að verða ekki fyrir því tjóni sem Brexit getur valdið. Það er hinn stóri ávinningur. Þótt það hafi náðst eitthvert sam- komulag við Breta um réttindi Ís- lendinga í Bretlandi held ég að það sé langt frá því tryggt að íslenskir hagsmunir séu tryggðir með sama hætti í Bretlandi í dag og þeir eru samkvæmt EES-samningnum. Þá er ég bæði að horfa á fiskútflutning og þjónustustarfsemi.“ Hefðu meiri vigt með Bretlandi  Fv. ritari EFTA-dómstólsins segir EES-aðild Bretlands myndu hafa mikil áhrif á stöðu Íslands  Með Breta innanborðs hefðu EFTA-ríkin enda mun sterkari samningsstöðu gagnvart ESB AFP Við breska þingið Evrópumálin eru nú í brennidepli í Lundúnum. Skúli Magnússon Skúli segir að með aðild Sviss og Bretlands að EES-samn- ingnum yrði til vogarafl til að reyna að semja um betri aðgang EFTA-ríkjanna að stofnunum Evrópusambandsins. „Nú erum við einungis með aðgang að framkvæmdastjórn- inni, sem er býsna góður sam- anborið við ríki sem eru ekki að- ilar að Evrópusambandinu. Við erum með besta aðgang að stofnunum Evrópusambandsins sem í boði er á matseðlinum. Sviss er til dæmis ekki með þennan aðgang vegna þess að landið er ekki inni í EES- samningnum. Við myndum líka vilja fá einhvers konar aðgang að ráðherraráði ESB og ESB- þinginu. Við myndum einnig vilja einhvers konar áheyrnar- aðild að þessum stofnunum og geta fylgst þar með málum og fært fram sjónarmið okkar. Svona breytingar á samn- ingnum fáum við ekki nema við fáum aukna pólitíska vigt inni í EFTA-stoðinni.“ – Þannig að þetta gætu orðið stórpólitísk tíðindi í utanríkis- sögu Íslands? „Já, algjörlega. Þetta myndi brjóta blað í sögu EES-samn- ingsins og í raun og veru gera samninginn að raunhæfum val- kosti í stað þess að vera „skíta- redding“ fyrir ríki sem treysta sér ekki til að ganga inn í ESB, eða hefur ekki tekist það, eins og Norðmönnum.“ – Það gætu þá mögulega fleiri ríki gengið inn í EES? „Það er auðvitað spurningin ef þessi valkostur væri orðinn til hvort ríki sem hafa kannski talið að þróun ESB væri ekki með skynsamlegasta móti færu að horfa á þennan kost. Þá er spurning hvernig ESB, eins og það er nú innréttað, myndi horfa á þetta og hvort það myndi sýna sama skilning og þegar Jacques Delors átti frum- kvæði að því að EES-samning- urinn og EES-svæðið urðu til. Að skapa sögulega sátt milli þessara tveggja viðskipta- blokka.“ Mikil tíðindi fyrir Ísland EES OG BRETLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.