Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Verð 14.990
Pels
og úlpa
í einni flík
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Ný sending
frá nanso
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Flest íslensku uppsjávarskipin hafa undanfar-
ið verið við veiðar á kolmunna á alþjóðlegu haf-
svæði vestur af Írlandi. Þeirra á meðal er Ven-
us NS, sem lagði í gærmorgun af stað til
Vopnafjarðar með 2400 tonn. Reiknað er með
að skipið komi í höfn á sunnudag eftir 900
mílna og þriggja og hálfs sólarhrings siglingu.
Guðlaugur Jónsson skipstjóri, segir að veið-
ar gangi ágætlega þegar veður hamli ekki, en
mörg skip eru á þessum slóðum og oft þröng á
þingi. „Hér eru nánast allir að kasta á sömu
lóðninguna og það er gömul
regla hjá þeim sem hafa
stundað veiðar hérna lengi,
eins og Norðmönnum og
Færeyingum, að fara eftir
ákveðnum umferðar-
reglum,“ sagði Guðlaugur í
símtali af miðunum í gær.
„Menn koma bara í röð á
lóðninguna eins og þeir hafi
fengið miða í biðröðinni í
búðinni og kasta síðan á lóð-
ið þegar kemur að þeim.
Þetta er einhvers konar heiðurs-
mannasamkomulag, sem flestir virða og menn
eru yfirleitt ekkert að troða sér.
Þegar fiskurinn er ekki á stóru svæði er
miklu hagkvæmara að fara í svona röð, þó þú
þurfir að draga í 2-3 tíma í engu. Svo siglirðu
inn í lóðninguna og ert frá 10 mínútum upp í
klukkutíma í lóðinu og færð kannski 5-600
tonn. Það margborgar sig að fara eftir svona
reglum og allir fá eitthvað. Ef menn væru
þvers og kruss yrði miklu minni árangur. Ef
lóðningar eru hins vegar á stærra svæði er síð-
ur þörf á þessu.“
Vitlaust veður fyrstu dagana
Níu eru í áhöfn á Venusi og var komið á mið-
in vestur af Mið-Írlandi á laugardagsmorgun
og hefur gengið á ýmsu í túrnum. „Það var vit-
laust veður þangað til á þriðjudag, en við náð-
um nokkrum holum inn á milli. Svo notuðum
við þriðjudaginn til að keyra 90 mílur suður á
bóginn og vestur af syðsta odda Írlands voru
um 20 skip og ágætis afli.
Reyndar lentum við í basli á miðvikudags-
kvöldið og fengum allt of mikið í trollið. Við
köstuðum aftur og fengum þá 300 tonn eftir
stuttan tíma, en aflinn hefur verið bestur á
nóttunni. Norðmennirnir sem eru hérna eru
með öflugri veiðarfæri og hafa verið að taka
upp undir þúsund tonn í holi.“
Rysjótt veður hefur verið á miðunum frá því
að vertíðin hófst og talsverðar frátafir. Guð-
laugur segir að skipin hafi oft „lent í leiðinlegu
niðreftir en ferðaveður á heimleiðinni hefur oft
verið skaplegra“.
Guðlaugur skipstjóri hefur í áraraðir stund-
að veiðar á loðnu og segir að það séu mikil von-
brigði að loðnan skuli ekki finnast og veiðar
hafi ekki verið leyfðar. Hann segir að margt
hafi breyst á síðustu árum í sambandi við
loðnugöngurnar og nefnir umhverfisþætti, en
einnig afrán hvala.
Erfitt að trúa því að það
verði engin loðna í vetur
„Ég á reyndar erfitt með að trúa því að það
verði engin loðna. Mér fannst á fréttum að þeir
á Heimaey hefðu fundið talsvert af loðnu rétt
fyrir jól. Sú bjartsýni varð að engu því þetta
var víst ekki nóg. Eini möguleikinn er að það
sama gerist og í fyrravetur þegar hellingur af
loðnu kom inn á Húnaflóa og víðar fyrir Norð-
urlandi um eða upp úr 10. mars.
Úr því sem komið er erum við kannski ekki
að biðja um mikið. Ef skipin fengju að veiða
kannski 100 þúsund tonn myndi það bjarga
stórum hluta af hrognamarkaðnum,“ segir
Guðlaugur á Venusi NS.
Umferðarreglur nauðsynlegar
Þröng á þingi á mið-
unum vestur af Írlandi
Góður afli þegar gefur
Ljósmynd/Úr safni skipverja á Venusi
Góður afli Trollið híft með um 600 tonnum á
Írlandsmiðum aðfaranótt fimmtudags.
Venus NS Skipið var smíðað í Tyrklandi og
kom nýtt til HB Granda sumarið 2015.
Gunnlaugur
Jónsson
Á kolmunna Fullkomin tækni er um borð Venusi. Á einum skjánum má sjá stóra lóðningu og á öðrum hvernig skipin sigla hvert af öðru inn í lóðið.
Stofnmæling
botnfiska á Ís-
landsmiðum,
einnig nefnt
marsrall eða tog-
ararall, er hafin
og stendur yfir
næstu þrjár vik-
urnar. Fjögur
skip taka þátt í
verkefninu; tog-
ararnir Ljósafell
SU og Múlaberg SI og rannsókna-
skipin Árni Friðriksson og Bjarni
Sæmundsson.
Alls verður togað á um 600 stöðv-
um á 20-500 m dýpi umhverfis land-
ið. Helmingur togstöðva var í upp-
hafi staðsettur af skipstjórum, en
öðrum stöðvum var dreift um miðin
með tilviljunarkenndum hætti. Úr-
vinnsla mælinganna og aldurs-
greiningar fara fram í lok mars og
helstu niðurstöður verða kynntar í
apríl.
Verkefnið hefur verið fram-
kvæmt með sambærilegum hætti á
hverju ári síðan 1985. Í ár mun Haf-
rannsóknastofnun hefja aftur
merkingar á þorski eftir nokkurt
hlé. Þorskur verður merktur á
tveimur svæðum í marsralli 2019,
annars vegar út af Vestfjörðum og
hins vegar á Kolbeinseyjarhrygg.
Fjögur skip
taka þátt
í marsralli
Þorskur verður
merktur að nýju.