Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 26
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Ferðaþjónustan er skemmtilegur starfsvettvangur. Fjölbreytniner mikil, samkeppnin fjölbreytileg og sífellt eitthvað nýtt ogspennandi að glíma við. Rauði þráðurinn í þessu öllu er þó sam-
skipti við fólk; samstarf og finna þannig leiðir að einhverju skemmti-
legu. Lífið er eitt stórt ferðalag,“ segir Ingi Þór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nonna Travel, en hann er 48 ára í
dag.
Ingi Þór er fæddur og uppalinn í Reykjavík. „Ég vasaðist í mörgu
þegar ég var strákur, var til dæmis mikið í íþróttum. Handboltinn heill-
aði og ég spilaði mörg ár með Víkingi. Hélt svo áfram í boltanum eftir
að ég flutti til Noregs árið 1994. Ég bjó í Osló í alls sex ár og lærði við-
skipta- og markaðsfræði við háskólann þar,“ segir Ingi Þór, sem eftir
heimkomuna starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtæki og seinna í bygging-
ariðnaði. Árið 2007 var hann svo ráðinn forstöðumaður sölu- og mark-
aðssviðs Flugfélags Íslands og var þar í níu ár.
„Flugfélagsárin voru skemmtilegur tími þar sem mér gafst kostur á
að kynnast fólki um allt landið og svo í Færeyjum og Grænlandi. Þegar
ég svo ákvað að venda mínu kvæði í kross með kaupunum á Nonna Tra-
vel árið 2016 bjó ég að því, enda seljum við mikið ferðir til vestnorrænu
landanna þar sem ég tel vera mikil sóknarfæri í ferðaþjónustu,“ segir
Ingi Þór sem býr fyrir norðan en er væntanlegur suður um helgina. Er
þá ætlunin að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum, sem eru Þór-
unn Hekla 22 ára, Aron Snær 17 ára og Ísak Nói 12 ára. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjölbreytni „Lífið er eitt stórt ferðalag,“ segir Ingi Þór Guðmundsson.
Sífellt eitthvað nýtt
og spennandi
Ingi Þór Guðmundsson er 48 ára í dag
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
S
veinbjörn Hafberg Þóris-
son fæddist 1. mars 1949 í
Hvammi á Akranesi en
fluttist til Reykjavíkur
1952.
„Ég átti heima í Balbókampi 11 við
Kleppsveg í 16 ár. Ég var í sveit frá
sex ára aldri, fyrst á Skrauthólum á
Kjalarnesi. Þar kynntist ég fyrst
kúabúskap og síðan hef ég alltaf ver-
ið við bústörf og er bóndi í Reykjavík,
eina starfrækta lögbýlinu í sjálfri
borginni. Síðan var ég í sveit á Odds-
stöðum í Lundarreykjadal og Lauf-
skálum í Stafholtstungum í Borgar-
firði og Syðri-Steinsmýri í
Meðallandi.“
Hafberg gekk í gagnfræðaskóla
verknáms og fór síðan 16 ára til Nor-
egs í garðyrkjunám og lauk því frá
Gjennestad gartnerskole árið 1970.
Hafberg vann um tíma við að selja
pottaplöntur í Noregi en kom síðan
heim og vann sem skrúðgarðyrkju-
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður – 70 ára
Morgunblaðið/Rósa Braga
Í Lambhaga Hafberg er núna að byggja gróðrarstöð í Mosfellsdal, jafnstóra og er í Lambhaga.
Kenndi Íslendingum
að borða salat
Brúðhjónin Hauður Helga og Hafberg á brúðkaupsdaginn 16. nóvember 2018.
Aðalbjörg Jónsdóttir og Guðmundur Vignir
Sigurbjarnason eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í
dag. Þau gengu í hjónaband 1. mars 1969 í Nes-
kirkju og gaf séra Jón Thorarensen þau saman.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.