Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600
Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Heimsæktu Færeyjar eða
Danmörku með Norrænu
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga.
Verð miðast gengi gengi DKK 30. janúar 2019 og getur breyst.
DANMÖRK FÆREYJAR
Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000
Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000
Háannatímabil verð á mann ISK 150.000
Lágannatímabil verð á mann ISK37.250
Miðannartímabil verð á mann ISK57.900
Háannatímabil verð á mann ISK88.800
Örvar Guðni Arnarson við-skiptafræðingur skrifaði í
Morgunblaðið í gær um þá tillögu
ríkisstjórnarinnar að fjármagna
tilteknar skattalækkanir með því
að afnema sam-
sköttun hjóna.
Þetta segir hann
vera „þannig árás á
íslensku húsmóð-
urina (eða hús-
bóndann eftir því
hversu viðkvæmur
lesandinn er) að
vinstriflokkur yrði
stoltur af,“ en furðar sig á að
Sjálfstæðisflokkurinn standi að
slíku.
Örvar Guðni segir: „Sambúðeða hjónaband tveggja ein-
staklinga felur í sér sameiginleg
fjárráð, mitt er þitt og þitt er mitt
og þannig. Þessir tveir ein-
staklingar mynda einingu. En nú
bregður svo við að Sjálfstæðis-
flokkurinn áformar að skipta sér
af verkaskiptingu innan heimila
landsmanna með því að afnema
samsköttun hjóna.“
Hann vitnar í nýja skýrslu umendurskoðun tekjuskatts þar
sem segi: „Hvað kynjuð áhrif
snertir er vert að nefna að um það
bil 91% af samnýtingu þrepa [hjá
hjónum] er metið til hækkunar á
ráðstöfunartekjum karla en ein-
ungis um 9% til hækkunar á ráð-
stöfunartekjum kvenna.“
Og hann bendir á og spyr:„Dilkastjórnmál hafa verið
ær og kýr vinstrimanna, ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp
þá hugmyndafræði?“
Getur verið að Sjálfstæðis-flokkurinn eða ríkisstjórnin
ætli að vega þannig að þeim sem
kjósa að vinna heima og gæta bús
og barna?
Örvar Guðni
Arnarson
Hvers eiga heima-
vinnandi að gjalda?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Opnað er fyrir skil á skattframtali
einstaklinga í dag á þjónustuvef Rík-
isskattastjóra, skattur.is. Eru fram-
tölin vegna tekna síðasta árs og
eigna og skulda í árslok 2018.
Nú eru öll skattframtöl orðin raf-
ræn og heyra framtöl á pappír sög-
unni til. Pappírsskil á útfylltum
eyðublöðum eiga sér aðeins stað í ör-
fáum tilvikum og við sérstakar að-
stæður, samkvæmt upplýsingum
Gunnars Karlssonar, sviðsstjóra ein-
staklingssviðs hjá ríkisskattstjóra.
Engin fyrirfram árituð pappírs-
framtöl eru því lengur útbúin.
Frestur til að skila framtali er til
og með 12. mars en mögulegt er að
sækja um viðbótarfrest til 15. mars.
Gunnar segir að veitt verði öflug
aðstoð við rafrænu skilin með síma-
þjónustu ríkisskattstjóra sem verður
opin frá kl. 9 til 15:30 virka daga og
þegar álagið er mest verður opið til
kl. 18. dagana 11., 12. og 15. mars.
Upplýsingar um t.d. launatekjur,
skuldir, fasteignir og aðrar eignir,
dagpeninga og hlutabréf greiðslur
og styrki eru í meira mæli forskráð-
ar á framtölin og ætti því meirihluti
framteljenda ekki að þurfa að aðhaf-
ast annað en að fara vel yfir framtöl
sín og staðfesta þau síðan við skil.
Útlendingum hefur fjölgað mikið
hér á landi á seinustu árum og er
þeim sem framtalsskyldir eru veitt
aðstoð og leiðbeiningar, upplýsingar
á erlendum tungumálum eru birtar á
vef embættisins.
Skilafrestur framtala er til 12. mars
Pappírsframtöl heyra sögunni til
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Liðin tíð Framtölum skilað í póst-
lúgu skattstjóra fyrir 20 árum.
Akureyri | Framkvæmdir hófust í
gær við gatnagerð nýrrar götu,
Reynihlíðar, í þéttbýlinu við Lóns-
bakka í Hörgársveit, en þar munu
rísa alls um 100 nýjar íbúðir. Axel
Grettisson oddviti tók fyrstu skóflu-
stunguna að 1. áfanga verksins, en
stefnt er að því að byggingarhæfar
lóðir, um 50 í allt, verði tilbúnar í
júní.
„Jarðvegsvinnu á að vera lokið í
sumarbyrjun og um leið og lóðir
verða byggingarhæfar verður byrj-
að að byggja,“ segir Snorri
Finnlaugsson sveitarstjóri. Búið er
að úthluta sex parhúsalóðum með 12
íbúðum, þremur raðhúsalóðum með
18 íbúðum og þremur fjölbýlis-
húsalóðum með 14 til 28 íbúðum, en
lóðunum var öllum úthlutað til bygg-
ingarverktaka. Snorri segir að á
næstu dögum verði auglýst laus rað-
húsalóð fyrir fimm íbúðir.
Sáralítið hefur verið byggt í Hörg-
ársveit mörg undanfarin ár og til-
finnanlegur skortur á húsnæði í
sveitarfélaginu. Tveir þéttbýlis-
kjarnar eru þar fyrir, sá við Lóns-
bakka sem er steinsnar norðan Ak-
ureyrar og Hjalteyri þar sem einnig
eru lausar lóðir sem til stendur að
byggja á. Íbúar í Hörgársveit eru
um 600 talsins. Fullbyggt mun nýja
svæðið taka við um 400 íbúum.
100 nýjar íbúðir
í Hörgársveit
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Hörgársveit Fyrsta skóflustungan, f.v. Snorri Finnlaugsson, Axel Grettis-
son, María Albína Tryggvadóttir og Jón Þór Benediktsson í sveitarstjórn.