Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
virðist sem um dæmigerðan sveita-
rómans sé að ræða en fljótt er byrj-
að að flakka á milli einlægni og ír-
óníu og verkið snýr rækilega upp á
væntingar áhorfenda. Þannig leik-
ur höfundur sér með grónar hug-
myndir okkar um „Gamla Ísland,“
og kristallar um leið einhverja
djúpa þörf hjá okkur til að ögra eig-
in þjóðerniskennd. Fleiri verk eru
eftirminnileg, og þá sérstaklega
þau sem byggjast á einfaldri og
skýrri hugmynd og komast því á
dýptina á þeirri stuttu stund sem
þau vara. Sem dæmi má nefna
PEPP Álfrúnar Helgu Örnólfs-
dóttur sem má skilja sem ádeilu á
sjálfshjálparmaníu samtímans, og
líka verkið Framboð (og eftirspurn)
eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur,
sem verður til á staðnum í sam-
vinnu við áhorfendur og virkjar
meðvirkni þeirra.
Það er ósjálfrátt á svona hátíð
að maður reynir að finna tengingar
og skilja heildarmyndina, finna ein-
hvern æðri boðskap. Titill hennar
og kynningarefni ýtir einmitt undir
þessa tilfinningu. Maður veltir t.d.
fyrir sér hvað felst í því að á vegg-
spjaldi hátíðarinnar er birt mynd af
aðallistakonunni fyrir framan for-
setasetrið á Bessastöðum, klædd
eins og fegurðardrottning. Þá enn-
fremur eru búnar til ákveðnar
tengingar á milli verka með því að
klæða upp leikara í hlutverk sæta-
vísis frá fyrrihluta síðustu aldar,
góð nálgun til að halda uppi stemn-
ingunni í stuttu hléunum en þó svo-
lítið ruglandi þar sem tengingin við
heildarkonseptið er óljós. Mögu-
lega hefði verið betra að skafa
þetta allt burt og leyfa kjarnanum
að skína, leyfa sýningunni að vera
það sem hún er, hátíð ólíkra ör-
verka.
Sýningin er afar persónuleg að
því leytinu til að það er listrænn
stjórnandi hennar, Unnur Elísabet,
sem velur höfundana, og þeir síðan
semja verkin með hana sjálfa í
huga. Þannig dregur hátíðin sem
heild, að einhverju leyti a.m.k., upp
mynd af henni sjálfri sem lista-
manni og hugmyndasmið. Þá er það
mikilsvert að fá að sjá verk eftir
svona stórglæsilegan og ólíkan hóp
listamanna, allt í einni hendingu.
Þetta felur í sér að við áhorfendur
fáum yfirsýn yfir fjölmörg og ólík
hugðarefni listasenunnar á Íslandi í
dag, og þær kræsingar sem hér eru
í boði. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum
og eflaust er það smekksatriði hvað
fellur í kramið, líkt og þegar við
tínum upp í okkur molana úr kon-
fektkassanum. En Unnur Elísabet á
mikið hrós skilið fyrir ótrúlegan
metnað, hugmyndaflug og mikla
vinnu. Ég býð mig fram er tilrauna-
kenndur vettvangur þar sem mörk-
in milli listgreina eru afmáð, og
gleðin, írónían, hið persónulega,
líkaminn og dansinn fær að ríkja.
Hátíð ólíkra örverka
»Ég býð mig framer tilraunakenndur
vettvangur þar sem
mörkin milli listgreina
eru afmáð, og gleðin,
írónían, hið persónu-
lega, líkaminn og
dansinn fær að ríkja.
Ljósmyndir/Leifur Wilberg
Fjölbreytt Úr tveimur af verkum hátíðarinnar, Human eftir Ilmi Stefánsdóttur og 1925 eftir Ingvar E. Sigurðsson.
AF LISTUM
Nína Hjálmarsdóttir
ninahjalmars@gmail.com
Listsýningin Ég býð mig fram– sería 2 var frumsýnd íTjarnarbíói í síðustu viku. Í
raun er hér um að ræða samþjapp-
aða listahátíð, samsafn fjórtán ör-
verka sem sýnd eru á einu og sama
kvöldinu. Fjögur verkanna eru
sýnd í anddyrinu en hin tíu á sviði.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir,
dansari, er listrænn stjórnandi og
leikstjóri hátíðarinnar. Einnig er
hún flytjandi flestra verkanna.
Verkin eru ólík, allt frá því að
vera dansverk yfir í að vera vídeó-
verk, myndlist, gjörningar eða leik-
atriði. Ekkert þema liggur til
grundvallar og virðast verkin í
raun lítið eiga annað sameiginlegt
en að vera sýnd á sama vettvangi
og af sama flytjanda. Af verkunum
sem sýnd eru í anddyrinu vekur
gjörningur Almars Steins Atlason-
ar sérstaka athygli. Gjörningurinn
felst í því að Almar býður gestum
að teikna húðflúr á líkama sinn.
Hann sjálfur er umvafinn svörtu
efni, óþægilegt lúkk sem minnir á
kynferðisblæti og drottnun. Gjörn-
ingurinn nær að vera fallegur og
hrollvekjandi á sama tíma, vekur
spurningar um hvaða traust við
berum hvert til annars og hvers
virði líkaminn er okkur. Ennfremur
vaknar sú spurning hver sé raun-
verulegi höfundurinn, húðflúrarinn
eða listamaðurinn.
Af verkunum á sviðinu má sér-
staklega nefna örleikritið 1925, eft-
ir Ingvar E. Sigurðsson. Í fyrstu
Kvikmyndahátíðin Stockfish hófst með pompi og pragt í
Bíó Paradís í gærkvöld og stendur hátíðin yfir til 10.
mars. Opnunarmynd hátíðarinnar var Brakland eftir
danska leikstjórann Martin Skovbjerg en íslenska leik-
konan Laufey Elíasdóttir fer með eitt af aðalhlutverkum
hennar og íslenska fyrirtækið Pegasus kemur að gerð
myndarinnar. 25 alþjóðlegar verðlaunakvikmyndir verða
sýndar á hátíðinni, þar af nokkrar heimildarmyndir.
Morgunblaðið/Eggert
Stockfish-hátíðin sett í Bíó Paradís
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn
Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn
Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 1/3 kl. 19:39 Lau 2/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 22:00
Fös 1/3 kl. 22:00 Fim 7/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 19:30
Lau 2/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s
Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s
Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s
Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s
Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s
Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!