Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 ✝ Auður JónaAuðunsdóttir fæddist á Ysta- Skála, Vestur- Eyjafjöllum, 10. mars 1937. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 20. febrúar 2019. Hún var dóttir hjónanna Auðuns Jónssonar, f. 1892, d. 1959, og Jórunnar Sigurðardóttur, f. 1895, d. 1983. Auður var næstyngst 14 systkina, en þau eru: Unnur, f. 1918, d. 2004, Sigurjón, f. 1919, d. 1996, Sigurður Þor- berg, f. 1921, d. 2007, Frí- mann, f. 1922, d. 1922, Krist- inn, f. 1923, d. 2008, Guðrún, f. 1925, d. 2005, Magnúsína Lilja, f. 1927, Elí, f. 1928, d. 2016, Svanlaug, f. 1930, d. 1995, Sigfús, f. 1932, Ólafur, f. 1934, d. 2007, Eyrún, f. 1935, d. 2004, og Jón, f. 1941. Auður giftist 1959 í Ásólfs- skálakirkju Sigurjóni Ein- arssyni, pípulagningameistara frá Moldnúpi. Hófu þau bú- Sara Lea, f. 2011, og Aron Hrafn, f. 2015. Halldór Ingi, f. 1993, unnusta Karen Gunn- arsdóttir, Alexander Sólon, f. 2000, og Karen Sól, f. 2008. 4) Jón Auðun, f. 1969, maki Guðbjörg Lilja Svansdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Helena Rut, f. 1992, sambýliskona Lea Hrund Guðjónsdóttir og dóttir þeirra er Emilía Rut, f. 2018. Hilmar Örn, f. 1996, unnusta Kristín Karlsdóttir, og Hákon Freyr, f. 2003. 5) Jórunn Dóra, f. 1972, maki Jón Þór Sigurðsson, f. 1967. Börn þeirra eru Erla Dögg, f. 1992, sambýlismaður Starkaður Hróbjartsson, Hildur Karen, f. 1997, og Eyja Sigrún, f. 2001. Auður fékk barnaskóla- menntun á Ysta-Skála. Með sveitastörfunum vann hún í sláturhúsinu í Djúpadal og á heimavistinni í Héraðsskól- anum í Skógum. Ásamt húsmóðurstörfum vann hún í fiski í Sænska frystihúsinu í Reykjavík, á næturvöktum á Borgarspítalanum, við skúr- ingar m.a. í Múlakaffi og nokkur ár sem saumakona hjá Henson. Síðast vann hún í búsáhaldadeild Hagkaups í Skeifunni. Útför Auðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 1. mars 2019, og hefst athöfnin klukk- an 13. skap í Reykjavík 1961 en fluttu í Kópavog 1965. Þar bjuggu þau til ársins 2009 er þau fluttu á Sléttuveg í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn. 1) Helga Sigrún, f. 1958, maki Ágúst Sigurðsson, f. 1954. Þau eiga tvo syni, Hjalta Unnar, f. 1990, sambýliskona er Hugrún Rún- arsdóttir og Arnar Kára, f. 1993, sambýliskona Jana Eir Víglundsdóttir, dóttir þeirra er Ylva Björk, f. 2018. 2) Guðni Þór, f. 1963, d. 2015. Börn hans eru Auður Eir, f. 1988, sambýlismaður Sturla Þórhallsson og börn Birgitta Líf Magnúsdóttir, f. 2009, og Írena Eir Pétursdóttir, f. 2013. Guðni Þór, f. 1994, og Sigurjón, f. 1999. 3) Eyja Guð- rún, f. 1967, maki Pétur Há- kon Halldórsson, f. 1967. Börn þeirra eru Jón Ágúst, f. 1987, sambýliskona Melkorka Hrund Albertsdóttir, börn þeirra eru Minningarnar um hana mömmu mína koma úr samveru- stundunum með henni sem eru svo dýrmætar og fallegar núna. Þú kenndir mér bænirnar og að lesa og skrifa og sagðir mér sögur úr sveitinni. Við fórum saman í strætó niður í bæ, ég á róló og þú að útrétta. Ég tók með þér slátur og þú kenndir mér að sauma vambir. Mamma, manstu þegar við fórum í útilegu á Laugarvatni við tvær og bjuggum til hverabrauð og reyndum að veiða í vatninu? Við heimsóttum ömmu Jórunni á þriðjudögum á Sólvang með dökkt suðusúkkulaði handa henni. Stundum fór ég með brauð handa öndunum. Oft fékk ég að koma með þér í sund í Kópavogslaug á morgnana sem þú gerðir svo oft eða í leikfimi hjá Báru í Suðurveri. Þér fannst gott að hreyfa þig. Stundum fékk ég líka að koma með þér að skúra í Múlakaffi á kvöldin og fékk kleinu þegar við vorum búnar. Henson-gallinn minn var heimasaumaður eins og næstum öll fötin mín. Þau voru ekki keypt í búð, þau voru saumuð af þér. Þú elskaðir blóm og bleikt enda áttirðu verðlaunagarð og bleika blómastofu. Við fórum saman í þína fyrstu ferð til út- landa, til Glasgow, og ferðirnar áttu eftir að verða margar. Síð- asta ferðin þín til útlanda var einmitt til Glasgow þar sem við nutum okkar saman. Ég las fyr- ir þig matseðlana og talaði fyrir þig í búðunum. Nei, þú gleymdir ekki að kaupa handa þeim sem biðu þín heima. Þú kenndir mér að sauma og við saumuðum saman brúðar- kjólinn minn og þú bakaðir fyrir veisluna. Þú passaðir börnin mín og bakaðir handa þeim pönnsur og gafst þeim ís. Þú kenndir þeim bænirnar. Þú varst til fyrir mig og mína, svo hjartahlý og góð. Og þegar þú þurftir á mér að halda og veikindi yfirtóku hélt ég í hönd þína og sagði þér að þú værir ekki týnd. Ég vissi al- veg hvar þú værir. Ég knúsaði þig og róaði. Ég sýndi þér þol- inmæði og stundum svolitla hörku og fór með þig á morgn- ana í dagvist í Hlíðarbæ þar sem þér þótti svo gott að vera. Ég spurði þig ekki spurninga og bað þig ekki að muna. Við vorum hér og nú. Þú þekktir mig stundum og sagðir stundum nafnið mitt og við fengum okkur ís. Við mamma elskum sólina, ís og góða göngutúra. Elsku besta mamma mín, ég elska þig, þín Dóra. Móðir mín var einstök kona. Hún var geðgóð, blíð og nær- gætin. Henni var annt um sitt fólk og lagði mikið á sig til að okkur liði sem best. Hún eldaði og bakaði, prjónaði og saumaði, gætti barnabarnanna og var vakin og sofin yfir okkar hag- sæld. Hún var sífellt að, sá til þess að allt væri hreint og snyrtilegt bæði heima og í sumarbústaðnum. Það var aldrei drasl hjá mömmu, hún henti öllu sem henni fannst vera óþarfi. Það var ekki hennar stíll að kaupa sífellt nýtt eða hafa mikið í kringum sig. Hún eyddi ekki í óþarfa og fyllti ekki skúffur og skápa af dóti. Hennar geymsla var næstum tóm, aðallega tómir smákökustampar sem voru fyllt- ir fyrir jól. Mamma átti margar ryksugur og straujárn um ævina. Það var alveg sama hvort það væru græjur af bestu gerð, þær ent- ust ekki hjá mömmu. Alveg óskiljanlegt hvernig hún gat klárað rafmagnstæki sem endast öðrum milli kynslóða. Hún er líkast til eina konan sem notaði upp Kenwood-hrærivél á nokkr- um árum. Mamma hafði yndi af blóm- um. Hún ræktaði blóm og runna í garðinum og í sólstofunni voru risavaxnar rósir. Það var eins með garðana hennar mömmu og heimilið, það sást ekki arfi eða rusl neins staðar. Mamma naut þess að hreyfa sig. Hún byrjaði í leikfimi hjá Báru á áttunda áratugnum. Hún kom krökkunum á róló og tók svo strætó niður í Suðurver. Flýtti sér svo heim til að hafa hádegismatinn tilbúinn. Í mörg ár synti hún daglega í Kópa- vogslaug, síðar var daglegur göngutúr í Fossvogsdalnum fastur liður. Mamma hafði ekki tekið bíl- próf þegar hún hafði aldur til en um þrítugt fannst henni tími til kominn. Það þótti algjör óþarfi, enda einn bíll á hverju heimili sem heimilisfeður sáu um að aka. Þetta var mömmu eins og sjálfstæðisbarátta, bílpróf vildi hún fá. Síðar ók hún stórum am- erískum drossíum með stæl. Mamma fékk heilablóðfall rúmlega sextug. Síðar fór hún að týna áttum, verða gleymin, sjúkdómurinn heilabilun fór að gera vart við sig. Það var orðið erfitt að prjóna, gekk illa að rata og einföld verk fóru að vefjast fyrir henni. Hún var í dagvist í Hlíðarbæ í nokkur góð ár og fannst hún alltaf vera að fara í vinnuna. Kvartaði svo sáran við pabba að hún fengi engin laun fyrir alla þessa vinnu. Síðastliðin tvö ár dvaldi hún á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Hún átti ósköp bágt, fann að hún var ekki heima hjá sér og með sínu fólki. Fyrsta árið pakkaði hún oft dótinu sínu saman og beið eftir að vera sótt. Það voru þung skref að skilja við hana þegar heimsókn lauk. Fyrir ári missti hún hæfileikann til að ganga og var bundin við hjólastól, en hún lifði í gamla tímanum og sagðist oft hafa verið úti að ganga í morgun. Skildi ekkert í því hvernig ég hefði komist til henn- ar yfir ána. Við töluðum mikið um veðrið og skoðuðum myndir af fjölskyldumeðlimum í síman- um mínum. Ég las fyrir hana brandara og við skoðuðum tískuna í blöðunum. Við áttum góðar stundir sem ég er þakklát fyrir. Helga Sigrún Sigurjónsdóttir. Elsku fallega amma mín. Takk fyrir að vera þú. Ég vaknaði umvafin bleikri sæng og þar varst þú með þinn verndar- væng Í morgunmat var cocoa puffs með mjólk og við ræddum við allt þetta frænd- fólk Þig dreymdi um útlönd og sól og svo töldum við niður í jól Í hádegismat var kjúlli, franskar og kokkteilsósa og þeir töluðu um lagnirnar sem ekki frjósa Við hentumst út í búð að kaupa rjóma sem að vöfflunum myndi sóma Laufbrekkan fylltist af reyk pönnukökupannan var komin á kreik Við tíndum lítil blá blóm þú á þínum háhæluðu skóm Þú sagðir við mig: Þegar ég dey, gleym mér ei Þín Helena Rut Jónsdóttir. Auður Jóna Auðunsdóttir ✝ Þóra Ingva-dóttir fæddist á Akranesi 18. september 1963. Hún lést á líknar- deild Hvidovre- spítala í Kaup- mannahöfn 18. febr- úar 2019. Foreldrar Þóru voru Sigrún Sig- urðardóttir frá Þyrli í Hvalfirði, f. 18. janúar 1936, d. 1. júní 1993, og Ingvi Böðvarsson frá Skálum á Langanesi, f. 23. apríl 1931, d. 20. júní 2013. Bræður Þóru eru: Böðvar, f. 20. júní 1957, og Sig- urður Þyrill, f. 31. desember 1969. Hinn 21. júlí 1990 giftist Þóra Brynjólfi Magnússyni, f. 21. febr- úar 1964. Foreldrar hans voru Valgerður Kristjánsdóttir, f. 3. nóvember 1926, d. 10. september 2013, og Magnús Björnsson, f. 19. júní 1928, d. 8. júlí 1969. Synir þeirra eru: 1) Kári, f. 12. ágúst 1988, maki Maria Lindskov Jacobsen, f. 22. desember 1992, dóttir þeirra: Frida Lindskov Káradóttir, f. 29. nóvember 2018. 2) Ingvi, f. 12. mars 1994. Þóra lauk leikskólakenn- aranámi frá Fósturskóla Ís- lands og starfaði sem leikskóla- kennari sína starfsævi, fyrst á Íslandi og síðan í Kaupmanna- höfn, en þangað flutti fjöl- skyldan fyrir liðlega tíu árum. Útför Þóru fer fram frá Sim- on Peters Kirke á Amager í Kaupmannahöfn, í dag, 1. mars 2019, klukkan 14. Minningar- athöfn verður haldin á Akra- nesi síðar. Þóra var stóra systir mín. Fyrstu minningarnar mínar eru frá Heiðarbrautinni á Akranesi þar sem mamma og Þóra voru að keyra mig í kerru niður götu. Síðan koma minningar úr Hval- firðinum, frá Þyrli og úr Hval- stöðinni. Sem krakkar vorum við Þóra öll sumur í Hvalfirðinum frá því að skólinn var búinn á vorin og fram á haust. Það var mikið æð- arvarp í Þyrilsnesinu og þar tínd- um við æðardún. Alla virka daga meðan varpið stóð yfir gengum við nesið með mömmu og afa. Böðvar bróðir var í sveit á Þyrli hjá afa og ömmu en við Þóra bjuggum í bragga í Hvalstöðinni sem for- eldrum okkar hafði verið út- hlutað, en pabbi var verkstjóri hjá Hval hf. Þar var ýmislegt brallað og minningarnar yndis- legar. Þessi ár mótuðu okkur systkinin mikið. Seinna unnum við Þóra í Hvalnum, hún í eldhús- inu og ég á planinu. Hvalfjörður- inn hefur alltaf átt stóran stað í hjörtum okkar Þóru og gátum við endalaust rifjað upp minningar og sagt sögur þaðan. Við misstum móður okkar þegar hún var að- eins 57 ára gömul. Við Þóra höfð- um alltaf verið náin og urðum við enn nánari við andlát mömmu og gat ég alltaf leitað til hennar og treyst á hana þegar á reyndi. Þegar við Guðrún vorum búin að eignast Sigrúnu Björk fannst henni gaman að fara í pössun til Þóru frænku. Börn jafnt sem full- orðnir hændust að Þóru og valdi hún sér það að ævistarfi að vera leikskólakennari. Árið 2008 fluttu Þóra og Binni með strákana sína til Kaup- mannahafnar og það var hálf tómlegt á Íslandi eftir það. Þau voru dugleg að heimsækja Ísland og við fórum líka til Danmerkur en vikulegu símtölin voru dýr- mætust. Þegar Þóra veiktist var það mikið áfall. Eftir á að hyggja minnir sú ganga talsvert á veik- indasögu móður okkar. Við Guð- rún og stelpurnar okkar fórum í heimsókn til þeirra í lok nóvem- ber og áttum góða daga saman. Einnig var ég með henni og Binna seinnipartinn í janúar þeg- ar Þóra lagðist inn á Hvidovre- sjúkrahúsið. Þessi samvera er dýrmæt. Í veikindum sínum sýndi Þóra ótrúlega seiglu og dugnað og kvartaði aldrei, þótt erfitt væri. Þóra var góð manneskja, heið- arleg, glaðlynd, ósérhlífin og réttsýn. Þóra var mér og fjöl- skyldu minni mikils virði og hún á stóran sess í hjörtum okkar allra. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og lifði að eignast fyrsta barnabarn sitt, hana Fridu, í veikindum sínum og ég veit að það var henni mikils virði. Elsku Binni, Kári, Maria, Frida og Ingvi, fyrir hönd okkar hjóna, Sigrúnar Bjarkar og Bylgju Bjarkar vottum við ykkur okkar dýpstu samúðar og megi guð styrkja ykkur. Minning þín lifir, elsku systir. Sigurður Þyrill Ingvason. Ég vaknaði mánudagsmorgun 18. febrúar sl. og hugleiddi – ég bað ástvini og ættingja mína og nánustu ættingja Þóru sem farin eru yfir móðuna miklu bænar. – Ég bað þau að taka vel á móti Þóru og ég sá þau fyrir mér við einhvers konar borð – veisluborð í fögru veðri á fallegum útsýnis- stað. Þennan sama morgun, klukku- tíma eða tveimur síðar hringdi „litli“ bróðir minn í mig og lét mig vita að Þóra, eiginkona hans og nánasti félagi, hefði kvatt þessa jarðvist. – Það er mótsagnar- kennt að segja að maður sé feg- inn að einhver sem við elskum svona mikið og viljum hafa hjá okkur í lífinu, deyi frá okkur, en þegar dauðinn er óumflýjanlegur og lífsgæðin horfin er dauðinn blessun. Það er í raun eigingirni að vilja halda í ástvini – og sleppa þeim ekki í þannig aðstæðum. Það er því í einlægum kærleika og í sátt við hið óásættanlega sem ég kveð Þóru Ingvadóttur, mágkonu mína. Þóra tók sér ekki mikið pláss, en var samt svo ótrúlega stór. Sumt fólk göslast á yfirborðinu – eins og við sjáum í stríðum læk, en hún var eins og straumurinn sem var undir. Sterk og djúp. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Þóru, en aldrei eins mikla og síðustu árin, þegar ég sá hvernig hún höndlaði lífið og um leið dauðann, vitandi það að hún var með lífsógnandi sjúkdóm og lík- urnar á langlífi afskaplega litlar ef nokkrar. Það var eins og Þóra tæki meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu lifandi og þau Binni og stundum strákarnir með fóru í margar yndislegar ferðir og bjuggu til mikilvægar minningar. Síðustu vikur og mánuði hefur hún vaxið, þó að þrekið hafi minnkað. Á líknardeildinni náði hún lengi vel að taka þátt í sam- ræðum og maður fann hversu mikilvægt það var henni að halda tign sinni og virðingu og það gerði hún. Þóra skilur eftir sig af- skaplega stórt skarð – og eins og einhver orðaði svo vel: „Ein manneskja deyr og veröldin virk- ar tóm.“ Elsku Binni bróðir, synir ykk- ar; Kári og Ingvi – bræður Þóru; Böðvar og Siggi, Díana vinkona – og allir vinir og vinkonur sem hafa misst svo mikið – syrgja og sakna, ég óska ykkur huggunar í fallegum minningum um yndis- lega konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhanna Magnúsdóttir. Þóra Ingvadóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og virðingu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýju. Önundur S. Björnsson Kristjana Þráinsdóttir Sigurjón Björnsson Jóhanna Björnsdóttir Gísli Gíslason Björn Sveinn Björnsson Súsanna Lind Björnsson Tómas Björnsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA G. MELSTED, Kirkjuteigi 1, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu 23. febrúar. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. mars klukkan 13. Guðmundur Jónsson Þorvarður Guðmundsson Ingunn Pedersen Unnur Guðmundsdóttir Ásgeir Þórðarson Gunnar Guðmundsson Tinna Magnúsdóttir Fríða Ragna Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA JÓNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Tannanesi í Önundarfirði, lést laugardaginn 23. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 4. mars klukkan 15. Þorsteinn Ingimundarson Sigríður G. Karvelsdóttir Daði V. Ingimundarson Olga B. Jóhannsdóttir Guðrún K. Ingimundardóttir Gunnar B. Guðmundsson Helga Gréta Ingimundard. Sigurður Kjartansson Jóhanna Ingimundardóttir ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.