Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 25 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Ramma hf Aðalfundur Ramma hf. verður haldinn í Pálshúsi, Strandgötu 4, Ólafsfirði, föstudaginn 8. mars 2019 og hefst fundurinn kl. 15:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin bréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar Ramma hf. til aðalfundar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins á Siglufirði viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Fundargögn verða afhent á fundarstað á fundardegi. Siglufirði 26. febrúar 2019. Stjórn Ramma hf. Nauðungarsala Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð mun byrja á Stillholt 16-18, 300 Akranesi á eftirfar- andi eignum föstudaginn 8. mars kl. 13:00, sem hér segir: NU453 NG265 NH649 OS822 Ísey SH-554, sknr. 9055. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 28. febrúar 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Zumba 60+ kl. 10.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Regínu kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Félagsmiðstöðinni lokað kl. 14. vegna skipulagsdags starfs- manna, vöfflukaffi fellur niður en hugvekja og línudans verða á sínum stað. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. kaffisopi og blöðin. Frjáls listasmiðja kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Botsía kl. 10.15- 11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópur hjá Margréti Zóphon- íasd. kl. 12.30-15. Zumbaleikfimi kl. 13-13.50. Hæðargarðsbíó kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Heilsuefling á Vitatorgi kl. 10-11.15, þjálfun / ganga / botsía / æfingatæki, föstudagshópurinn kl. 10-11.30, Handaband, vinnustofa í skapandi handverki ókeypis og öllum opið kl. 13-15.30, BINGÓ kl. 13.30-14.30, spjaldið kostar aðeins 250 kr. Vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin! Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 14 er húsinu lokað vegna vettvangsferðar starfsmanna. Tréskurður fellur niður (færðist fram). Munið á morgun, laugardaginn 2. mars, verður FEBK með opið hús í Gjábakka kl. 14. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10, félagsmiðstöðinni Gullsmára verður lokað kl. 14 vegna fræðsludags. Harmonikufélag Reykjavíkur heldur dansleik í Danshöllinni, Drafnarfelli 2 í Breiðholti, kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Vitatorgsband- ið, Smárinn, Sigurður Alfonsson, Einar Friðgeir og Léttsveit HR. spila. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9. verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13, sýnd verður myndin Kona fer í stríð. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 10.30 línudans, kl. 13 brids, kl. 13.30 botsía, kl. 11.30 leikfimi í Bjarkarhúsi. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 9, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9, brids í Borgum kl. 12.30 og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður í umsjón Davíðs kl. 13 í dag í Borgum. Hið vinsæla vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12, upplestur kl. 11-11.30, föstudagsskemmtun kl. 14, bókasafnshópur kl. 15.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Nk. miðvikudag, öskudag verður nikku og skemmtikvöld í salnum á Skólabraut kl. 17.30. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri, mætum með hatt, slaufu eða annað skraut. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Íslendingasögur / fornsagnanámskeiðið kl. 13, þar sem sögusviðið er Ísafjarðardjúp. Kennari Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld kl. 20.-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi Íslenskir aðalverktakar hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku í Rauðamel á Reykjanesi, Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 1. mars til 15. apríl á eftirtöldum stöðum: á bæjarskrifstofu Grinda- víkurbæjar, á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipu- lagsstofnunar www.skipulag.is. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Efnistaka í Súlum og Stapafelli á Reykjanesi Íslenskir aðalverktakar hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku í Súlum og Stapafelli á Reykjanesi, Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 1. mars til 15. apríl á eftirtöldum stöðum: á bæjarskrifstofu Grinda- víkurbæjar, á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipu- lagsstofnunar www.skipulag.is. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL Glæsibær Sími 7730273 Til sölu atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á       ✝ KristinnMagnússon fæddist í Reykjavík 18. janúar 1942. Hann lést á Land- spítala háskóla- sjúkrahúsi 22. febr- úar 2019. Kristinn var elsti sonur hjónanna Elínborgar Krist- ófersdóttur, f. 10. nóvember 1916, d. 22. febrúar 2004, og Magnúsar Snæbjörnssonar, f. 22. nóvem- ber 1918, d. 4. október 1992. Systkini Kristins voru: Helgi Rafn Magnússon, f. 26. október 1948, d. 4. september 1973, og Marta María Magnúsdóttir, f. 26. ágúst 1951, d. 17. ágúst 1998. Árið 1966 kvæntist Kristinn Guðrúnu Auði Böðvarsdóttur, sjúkraliða, f. 11. júlí 1946. For- eldrar hennar voru Böðvar Pét- ursson, f. 25. desember 1922, d. 21. febrúar 1999, og Halldóra Jónsdóttir, f. 27. ágúst 1920, d. 16. nóvember 2000. Þau skildu. Börn Kristins og Guðrúnar eru: 1) Magnús, f. 17. nóvember 1963, búsettur í Reykjanesbæ, kvæntur Hólmfríði Sigurðar- dóttur, þeirra börn eru: a) Anna Sigga, hennar maki er Emil Helgi Valsson, þeirra börn eru Mikael Orri, Tómas Aron og Emma Máney. b) Helgi Rafn (andvana fæddur). c) Kristinn Sævar, hans maki er Konný Arna Hákonardóttir og d) Sig- urður Sindri. 2) Dóra Birna, f. 20. janúar 1969, búsett í Reykja- vík, gift Karli Jóhanni Sigurðs- syni. Þeirra börn eru: a) Elín Ósk, hennar maki er Hlynur Ólafsson og þeirra börn eru Sylvía Ýr og Theódór Birnir. b) Eva Ósk. c) Eyrún Ósk. d) Sigurður Óli. e) Jó- hann Salberg. f) Kristinn Örn. Fyrr- verandi maki Dóru var Hjörtur Davíðsson sem er faðir Elínar, Evu og Eyrúnar. Móðir Sigurðar Óla er Ír- is Ólafsdóttir. 3) Böðvar Örn, f. 24. mars 1970, búsett- ur í Kópavogi, sam- býliskona hans er Þórdís Óm- arsdóttir. Þeirra börn eru: a) Ívar Örn og b) Andri Þór. Fyrir átti Böðvar Örn dótturina Guð- rúnu Auði með Þórdísi Jakobs- dóttur. Maki Guðrúnar er Brjánn Guðjónsson og þeirra börn eru Sigrún Sól, Guðjón Máni og Alexander Veigar. Sambýliskona Kristins var Sigríður Herdís Leósdóttir, f. 7.júní 1950, dóttir hjónanna Leós Árnasonar, f. 1912, og Herdísar Jónsdóttur, f. 1909. Börn Sigríðar af fyrri sam- böndum eru: 1) Rannveig Brynja Sverrisdóttir, hennar maki er Björn H. Hilmarsson, þeirra börn eru: a) Hilmar Freyr , hans maki er Emma Gullbrandson. b) Sverrir Leó og c) Hannes Breki. 2) Haukur Kristófersson (látinn). 3) Katrín Kristófersdóttir, hennar maki er Snorri Sturluson. Fyrir átti Katrín a) Brynju Björk Birgis- dóttir, b) Kristófer Hauk Birgis- son. 4) Leó Kristófersson, hans maki er Marissa Smith. Kristinn ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Hann lærði vélvirkjun í Steðja og Lands- miðjunni. Hann var einnig pípulagningameistari. Kristinn verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 1. mars 2019, klukkan 13. Mikill, góður og kær vinur okkar er farinn yfir móðuna miklu; til æðri heima. Kristinn eða Kiddi, stundum Diddi, var snillingur á sínu sviði, afburða verkmaður, útsjónarsamur og laginn. Verkfærin léku í höndum hans. Hann átti m.a. skiptilykil, töng og skrúfjárn sem leystu mörg verkefna hans. Hann talaði sig gjarnan í gegnum ferlið sem lá fyrir að leysa. Þetta var hans leið til að sannfæra sjálfan sig um að allt kæmi þetta nú heim og saman að lokum. Rör, ofnar, nipplar, tengi. Við kynntumst fyrst er Krist- inn var meistari í Sóknarhúsinu við Skipholt. Þar og annars stað- ar þurfti að leysa ýmis flókin mál m.a. vegna nuddpotts sem þar var steyptur inn. Til að koma nuddstútunum fyrir varð að skríða hringinn í kringum hann. Rýmið þar er sannarlega afar lít- ið og þröngt. Næst fengum við undirrituð hann til að rífa burt koparlögn í húsi sem við höfðum keypt. Lögnin var meira og minna stífl- uð sem kom í ljós á okkar fyrsta vetri í húsinu. Meistarinn pantaði nýjar lagnir og ofna. Engu skeik- aði þar. Þar sem þetta var galli á húsinu fór það fyrir dóm og Kristinn mætti þar og útskýrði hversu illa hiti barst um. Hann stóð sig eins og sönn hetja. Nú liðu einhver ár. Við reistum bygg- ingu í Dalabyggð. Meistarinn var spurður hvort hann gæti tekið að sér lagnir hússins. Ekkert mál. Þótt 133 km væru og aðrir 133 km til baka. Skipulag hans og glögg- skyggni kom hér berlega í ljós. Hann keypti stundum of mörg stykki af einhverjum hlutum því þarna skýst maður ekki í bæinn að sækja eitthvað. Maður fer í Borgarnes og fær lánuð tæki og tól. Þá gekk allt upp. Að skila hlutum í nafni Kristins reyndist afar auðvelt. Okkur fannst oft að karlinn reiknaði sér ekki nóg fyrir aksturinn né vinn- una í sveitinni. Honum var ríkulega bætt það upp. Í gegnum árin hefur hann sinnt verkum í báðum þessum byggingum. Stíflaður vaskur. Ekkert mál. Kaffi og sykurmoli. Spjallað um lífið og börnin og flugherminn. Frábær vinátta. Kiddi var góður maður! Alltaf reiðubúinn, alltaf til í að koma og aðstoða. Fyrir alla greiðasemina þökkum við Kristni. Þökkum honum fyrir að vera hann. Takk, kæri vinur. Við undirrituð vottum ástvinum og ættingjum hans okkar dýpstu samúð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Runólfsson. Kristinn Magnússon Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.