Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Losnaðu við húðslit ör og hrukkur! Heildrænar húðmeðferðir fyrir þig Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er alin upp við flúr, þvíbróðir minn er húðflúrariog hann er nánast þakinnhúðflúrum. Hann hefur flúrað okkur öll systkinin og mamma fékk sitt fyrsta flúr hjá honum þegar hún var að mig minnir um fimmtugt. Bróðir minn var afar glaður með efnisval mitt í verkefninu,“ segir Guðlaug Birna Steinarsdóttir, en hún valdi sér heldur óvenjulegt efni til rannsóknar í meistaraverkefni sínu í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands, hún gerði megindlega rann- sókn á hegðun og viðhorfi háskóla- nema til húðflúrs og líkamsgötunar. „Mér hefur alltaf fundist áhuga- vert að spá í hvað liggur að baki því að fólk fær sér flúr eða lætur gata sig. Ástæðurnar geta verið margvís- legar, þetta er ekki alltaf skreyti- þörf, stundum er þetta yfirlýsing eða tjáning. Innan ákveðinna hópa geta flúr sagt mikið um fólk, til dæmis innan glæpagengja erlendis, þá segir ákveðið húðflúr í andliti til um það hvers konar glæp viðkom- andi framdi,“ segir Guðlaug sem einnig skoðaði sögu húðflúra. „Húðflúr eru æfafornt fyrir- bæri. Árið 1991 fundust 5000 ára gamlar líkamsleifar manns í fjöllum milli Ítalíu og Austurríkis. Þetta er Ísmaðurinn Ötzi, en líkami hans er mjög vel varðveittur og í ljós kom að Ötzi er með húðflúr, margar langar línur, en þau tákn eru talin hafa ver- ið vegna lækningameðferðar. Einnig er hún forn húðflúrhefð frumbyggja Nýja Sjálands, Maóra, en þeir flúr- uðu sérstök munstur (Ta moko) í andlitin þegar þeir fóru í stríð. Húð- in var einnig gerð upphleypt og flúr- in urðu þá dökk ör. Maórar hafa haldið húðflúrhefðinni lifandi að ein- hverju leyti,“ segir Guðlaug og bætir við að í Japan hafi fundist leirstyttur frá því 5000 fyrir Krist, en í þær hafa verið grafin tákn sem talin eru tákna húðflúr. „Erfiðara var að finna áreiðan- legar gamlar heimildir um líkams- götun. En skyld henni er þó æva- gömul hefð kvenna í Eþíópíu að setja leirplötur, labret, í neðri vör sína, til að stækka hana. Því stærri sem plat- an er því fallegri og merkilegri þykir konan.“ Margir til í samband með manneskju sem er þakin flúri Í rannsókn sinni sendi Guðlaug spurningalista á alla háskólanema í grunn- og diplómanámi, þar sem spurt var um bakgrunn, sjálfsmynd og viðhorf til húðflúra og líkamsgöt- unar. Spurningalistinn er þróaður af David Knox sem er prófessor í fé- lagsfræði í Bandaríkjunum og sam- starfsfólki hans og var notaður við rannsókn þeirra sem þessi rannsókn er byggð á. Guðlaug fékk svör frá rúmlega þúsund nemendum og voru konur í miklum meirihluta þeirra sem svör- uðu. Rétt rúmur helmingur svar- enda var sjálfur með flúr, en aðeins færri voru með líkamsgöt. Nánast allir svöruðu því játandi að eiga vin með húðflúr, en aðeins færri áttu vini með líkamsgöt. „Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að viðhorf nemenda var mjög jákvætt til húðflúra og líkamsgötunar. Þeir sem voru sjálfir með flúr og göt voru almennt með jákvæðara viðhorf en þeir sem ekki voru með slíkar lík- amsbreytingar. Mér kom nokkuð á óvart að rúmlega helmingur sagðist vera til í að vera í sambandi með manneskju sem væri þakin húðflúr- um, sem segir okkur að viðhorfin hafa breyst. Rúmlega helmingi svar- enda fannst fólk með sýnileg húðflúr vera aðlaðandi, en aftur á móti fannst aðeins 27 prósentum þeirra að fólk með sýnilega líkamsgötun væri aðlaðandi. Í ljós kom að ekki var algengt að fólk hefði orðið fyrir fordómum vegna eigin húðflúra eða líkamsgata, en þeir sem höfðu orðið fyrir slíku sögðu það yfirleitt koma frá eldri kynslóðinni. Enda ólst sú kynslóð upp við að húðflúr væru tengd glæpum og öðru slíku eða tengdu það við eitthvað neikvætt. Nú er þetta orðið almennt, fótbolta- mennirnir okkar eru heldur betur flúraðir, þeir eru hreystin uppmáluð og fyrirmyndir barna. Margt hefur því breyst í samfélaginu í tengslum við húðflúr, engin kippir sér upp við þetta eða flokkar fólk eftir flúri. Fólk í öllum stéttum fær sér húð- flúr.“ Óvænt að yngstir voru ólíklegastir Guðlaug segir að rannsóknin hafi sýnt að fólk á aldrinum 24 til 30 ára sé líklegast til að vera með húðflúr og eða með líkamsgöt. „Þeir sem voru eldri en 30 ára voru ólíklegastir til að vera með líkamsgöt, en aftur á móti var yngsti aldurshópurinn, 18 til 20 ára, ólíklegastur til að vera með húðflúr, sem kom virkilega á óvart. Gera má ráð fyrir að dregið hafi úr þeirri miklu tískubólu húð- flúra sem var hér á tímabili.“ Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru látnir merkja við flokk eða skil- greiningu á því húðflúri sem þeir báru sjálfir, og flestir merktu þar við listræna tjáningu. Aðrir flokkar voru minningarhúðflúr, í fegurðarskyni, um persónulegt samband (t.d. nafn kærasta), tákn fyrir eigin einkenni (t.d. stjörnumerki), og til að fela lýti. „Aðeins 37 einstaklingar sögðust vera með flúr til að fela lýti, sem kom á óvart, því ég hef heyrt af fólki í kringum mig að það sé mikið að aukast að fólk láti flúra sig til að fela ör, til dæmis eftir keisaraskurð eða slys.“ Fáir tengdu flúr við neikvæð heilsufarsvandamál Guðlaug skoðaði einnig í rannsókn sinni tengsl flúra og líkamsgata við félagslega stöðu háskólanema, og í ljós kom að þeir sem neyttu áfengis og vímuefna voru líklegri til að vera með göt og flúr. „Þeir sem höfðu upplifað fíkni- efnaneyslu foreldra á heimili sínu í æsku, voru að meðaltali með já- kvæðara viðhorf til húðflúra og gata heldur en þeir sem ekki höfðu upp- lifað slíkt í bernsku. Sama átti við um þá sem höfðu upplifað geðræna erfiðleika foreldra á heimili í æsku. Við lásum úr þessu að þeir sem höfðu lent í ákveðnum erfiðleikum í æsku væru umburðarlyndari og sýndu því sem er öðruvísi eða ögr- andi meiri skilning en aðrir.“ Guðlaug segir hafa komið sér einna mest á óvart hversu fáir töldu húðflúr geta valdið neikvæðum heilsufarsvandamálum, eða aðeins 19% svarenda. „Mun fleiri tengdu líkamsgötun við heilsufarsvanda, en það virðist vera þekkingarleysi um mögulega skaðsemi húðflúra, eins og smit á HIV og lifrarbólgu, ofnæmisviðbögð við litum, aðallega rauðum lit, sem einnig hefur verið talinn krabba- meinsvaldandi. Blekið sem er notað í flúrið getur verið mengað af örver- um, mismunandi bakteríum, streptó- kokkum og ýmsum gerlum, og í blekinu eru rotvarnarefni, paraben og fleira. Fólk er ekki frætt nægi- lega um þetta, en leyfin eru vissu- lega mjög ströng hér á landi, bæði fyrir húðflúrara og gatara, í tengslum við sótthreinsun og vinnu- brögð.“ Stríðsmaður Maórar flúruðu sig áður í framan fyrir bardaga. Hönd Ísmannsins Ötzi 5000 ára með mörg húðflúr, rendur. Líkamsskreyting Eþíópísk kona með skál í vörinni, labret. Húðflúr oftast listræn tjáning „Margt hefur breyst í samfélaginu í tengslum við húðflúr, enginn kippir sér upp við þetta lengur eða flokkar fólk eftir flúri. Fólk í öllum stéttum fær sér húðflúr,“ segir Guðrún Birna sem kannaði viðhorf háskólanema til húðflúra og líkamsgötunar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðlaug Birna Hún segir húðflúr vera ævafornt fyrirbæri meðal manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.