Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 27
maður í Reykjavík og á Akureyri.
Hann stofnaði síðan gróðrarstöðina
Lambhaga árið 1979 sem hann rekur
ennþá ásamt fjölskyldu sinni. „Við
hófum ræktun á hvítkáli, blómkáli og
nokkrum nýjum tegundum, þeirra á
meðal kínakáli, sem ekki hafði verið
ræktað hér á landi í annan tíma, og
brokkólíi, en fólk vissi ekki hvað það
var. Þá notaði fólk salat sem skraut,
það borðaði rófur á haustin en ég var
staðráðinn í að kenna Íslendingum að
borða salat og það tókst.“
Hafberg fór út í pottaplöntur um
tíma og þjónustaði stóra aðila eins og
bankana, flugstöð Leifs Eiríkssonar,
Perluna og Kringluna og síðast fyrir
Smáralind árið 2001. Í dag er fyrir-
tækið stærsti framleiðandi og selj-
andi á fersku salati og kryddjurtum á
landinu. „Við framleiðum tæp 400
tonn á ári og erum ennþá að stækka.
Við erum í Mosfellsdal með byggingu
sem er jafnstór gróðrarstöð og
Lambhagi.“
Helstu áhugamál Hafbergs eru
flug, náttúruvísindi og félagsmál og
einnig hefur hann ræktað býflugur.
„Ég hef átt flugvélar frá því ég lærði
að vera flugmaður 1975 í Flugskóla
Helga Jónssonar og hef alltaf flogið
síðan. Núna á ég fisflugvél.“
Hafberg er formaður Jarðræktar-
félags Reykjavíkur og hefur setið í
stjórn Búnaðarsambands Kjalarnes-
þings frá 1990 og var formaður þess í
sjö ár. Hafberg hlaut hvatningar-
verðlaun garðyrkjunnar úr hendi
landbúnaðarráðherra árið 2012 og
Fjöregg Matvæla- og næringar-
fræðafélags Íslands, sem voru veitt á
matvæladeginum 2012 fyrir frum-
kvöðulsstarf.
Fjölskylda
Eiginkona Hafbergs er Hauður
Helga Stefánsdóttir, f. 10. júní 1958 í
Svíþjóð, rekstrarfræðingur. For-
eldrar hennar voru hjónin Stefán
Skaftason, f. 1928, d. 2015, háls-, nef-
og eyrnalæknir og prófessor við Há-
skóla Íslands, og Ingibjörg Alda
Bjarnadóttir, f. 1929, d. 2009, hús-
freyja. Fyrrverandi eiginkona Haf-
bergs er Guðbjörg Jóna Eyjólfs-
dóttir, 19.2. 1950, snyrtifræðingur,
bús. í Kópavogi.
Börn: 1) Karl Sædal, f. 13. apríl
1968, verkamaður í Keflavík. 2) Ingv-
ar, f. 23. apríl 1970, garðyrkjumaður í
Reykjavík. 3) Eyþór, f. 24. mars 1973,
stýrimaður, bús. í Reykjavík. 4) Sara,
f. 18. nóvember 1989, nemi í Reykja-
vík. 5) Ásta Margrét, f. 21. janúar
2001, nemi í Reykjavík. Fósturdóttir
er Helga Sigrún Hermannsdóttir, f.
28.7. 1997, nemi í Reykjavík.
Systkini: Ásmundur I., f. 1951,
verslunarmaður í Reykjavík; Hall-
dóra, f. 1952, húsfreyja á Selfossi;
Sigurður Helgi, f. 1953, vélgæslu-
maður í Reykjavík; Þórir, f. 1955,
verktaki í Reykjavík; Benedikt Sig-
fús, f. 1960, sjóntækjafræðingur í
Reykjavík, Bjarni Brynjar, f. 1962,
pípulagningamaður í Hafnarfirði;
systir sammæðra: Hallfríður Kristín
Skúladóttir, f. 1945, fyrrverandi
bankamaður, bús. í Reykjavík, og
bræður samfeðra: Gunnar Maron, f.
1943, bóndi á Melum í Hrútafirði, og
Helgi S., f. 1944, d. 1998, verslunar-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Hafbergs voru hjónin
Margrét Valdís Ásmundsdóttir, f. 20.
júní 1925, d. 11. maí 1994, saumakona
í Reykjavík, og Þórir Haraldsson, f.
29. mars 1921, d. 25.2. 1995, vörubíl-
stjóri í Reykjavík.
Hafberg Þórisson
Margrét V. Ásmundsdóttir
saumakona í Reykjavík
Ásmundur Bjarnason
fiskmatsmaður áAkranesi
Hallfríður Sigtryggsdóttir
húsfreyja í Bæjarstæði
Bjarni Brynjólfsson
sjómaður í Bæjarstæði áAkranesi
Huldar Smári Ásmundsson
sálfræðingur í Reykjavík
örður Haraldsson
úsasmíðameistari
H
h
Ólöf Kolbrún
Harðardóttir söngkona
Þórdís Halldórsdóttir
húsfreyja í Fellsaxlarkoti
Gunnar Bjarnason
bóndi í Fellsaxlarkoti, Skilmannahr., Borg.
Halldóra Gunnarsdóttir
húsfreyja áAkranesi
Sigríður Lilja
Gunnarsdóttir
húsfreyja í Rvík
Alfreð Þorsteinsson fv.
borgarfulltrúi og stjórnarform.
Orkuveitu Reykjavíkur
LiljaAlfreðsdóttir
mennta- og
menningarmálaráðherra
Hallfríður
Ásmundsdóttir
húsfreyja og
matráðskona í Rvík
Tryggvi Gunnarsson
umboðsmaðurAlþingis
Þórkatla Sigríður Sigvaldadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinbjörn Björnsson
steinsmiður í Reykjavík
Halldóra Sveinbjörnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Haraldur Jónsson
prentari og bóndi í Langholti í Reykjavík
Karítas Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Hinriksson
fiskmatsmaður í Reykjavík
Úr frændgarði Hafbergs Þórissonar
Þórir Haraldsson
vörubílstjóri í Reykjavík
Garðyrkjumaðurinn Hafberg nýút-
skrifaður frá Noregi árið 1970.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Kristín Sigþóra Björnsdóttirfæddist 1. mars 1919 á Rúts-stöðum í Svínadal, A-Hún.
Foreldrar hennar voru hjónin Þor-
björg Kristjánsdóttir húsmóðir frá
Reykjum við Reykjabraut í A-Hún.,
f. 1894, d. 1962, og Björn Magnússon
kennari frá Ægissíðu á Vatnsnesi, f.
1887, d. 1955. Systkini Kristínar
voru: Ingibjörg Margrét, f. 1916,
Sigurlaug, f. 1917, Sigrún, f. 1921,
Jónína Sveinbjörg, f. 1922, og Magn-
ús, f. 1923. Þau eru öll látin.
Kristín var í fóstri hjá afa sínum,
Kristjáni Sigurðssyni, bónda á
Reykjum við Reykjabraut, frá
þriggja til ellefu ára aldurs og síðan
tvö ár hjá móðursystur sinni í
Skagafirði. Árið 1932 kom Kristín til
Reykjavíkur og sameinaðist fjöl-
skyldu sinni.
Kristín fór í gagnfræðaskóla í
Reykjavík og síðar Kennaraskólann
og lauk kennaraprófi 1938.
Kristín hélt smábarnaskóla í
Reykjavík 1938-41, kenndi við
Landakotsskóla 1941-45 og stundaði
smábarnakennslu í Reykjavík 1949-
51 og var með eigin smábarnaskóla í
Vogahverfi 1953-62. Kristín var
kennari í Vogaskóla 1962-79 og
stundakennari til 1985.
Hún lifði sig inn í kennsluna, nýtti
reynslu sína úr fyrri störfum til und-
irbúnings hverri kennslustund, lagði
inn stafi, sýndi hljóðtákn, sagði sög-
ur og lék þær um leið, söng og spil-
aði á gítarinn. Sumar þessara ör-
sagna hafði hún samið sjálf og þær
voru árið 1972 gefnar út á bók hjá
Námsgagnastofnun undir heitinu
Sóley.
Kristín unni tónlist og hafði sjálf
fagra söngrödd og sönggleði. Hún
fylgdist vel með tónlistarlífinu í
Reykjavík og lagði sinn skerf til
styrktar ýmsu tónlistarstarfi, bygg-
ingu Tónlistarhúss, kórum, orgel-
sjóði o.fl. Ekki síst var kór Lang-
holtskirkju henni afar kær.
Eiginmaður Kristínar frá 6.11.
1943 var Gísli Tómas Guðmundsson
póstfulltrúi, f. 22.3. 1915, d. 30.11.
1991. Börn þeirra eru Kristín, f.
1944, Örn, f. 1945, og Björn, f. 1955.
Kristín lést 5. nóvember 2007.
Merkir Íslendingar
Kristín S.
Björnsdóttir
90 ára
Ásdís H. Jóhannsdóttir
Hákon Torfason
80 ára
Guðlaug H. Þorbergsdóttir
Herbert Ármannsson
75 ára
Árni Johnsen
Einar Sturlaugsson
Guðjón Elí Jóhannsson
Helga Árnadóttir
70 ára
Dan Valgarð S. Wiium
Friðrik Gylfi Traustason
Hafberg Þórisson
Hafdís Guðmundsdóttir
Helgi Haukdal Jónsson
Hulda Leifsdóttir
Lárus Ýmir Óskarsson
Sigurður Gísli Ringsted
Sigurður Jóhannes
Ágústsson
Sigurður Sveinbjörnsson
60 ára
Árni Kristinn Einarsson
Benedikt Þorbjörn Ólafsson
Boguslaw Krzysztof
Karbowiak
Elísabet Hálfdánardóttir
Friðrik Jón Arngrímsson
Gísli Sveinsson
Guðmundur Jón
Sigurðsson
Sveinbjörn U. Sigmundsson
Trausti Ragnar Tryggvason
Valgarður I. Sverrisson
50 ára
Aldis Erdmanis
Andrius Varkulevicius
Grete Tove Hansen
Guðmundur Páll Óskarsson
Haraldur Sæmundsson
Krzysztof Walendziewski
Magdalena Ó.
Sigurgunnarsdóttir
Maria Barrero Steinsson
Reynaldo Santos
Þorlákur Ásbjörnsson
Þóra Björg Grettisdóttir
40 ára
Guðríður Harðardóttir
Guðrún Andrea Einarsdóttir
Jóhann Þór Helgason
Matthías Ævar Bjarnason
Patcharee Tuanwongjum
Pálmi Jóhannsson
Sandra Sævarsdóttir
Sigrún Björk Hjálmarsdóttir
Þórunn Stefánsdóttir
30 ára
Aron Heiðar Gunnarsson
Ármann Haraldsson
Dagrún Dögg Jónsdóttir
Elín Ösp Vilhjálmsdóttir
Guðmundur Kristjánsson
Halldór Kristján
Þorsteinsson
Hreindís Ylva Garðarsdóttir
Holm
Hreinn Guðlaugsson
Ilona Ambartsumian
Ívar Kjartansson
Jón Kjartansson
Matthías Orri Ólafsson
Monika Agnieszka Bujak
Sindri Fannar Völuson
Sunna Björk Atladóttir
Vignir Albert Hallgrímsson
40 ára Pálmi er frá Hlíð í
Hörðudal en býr í Búðar-
dal. Hann er mjólkurfr. og
pípari og er eigandi gisti-
heimilisins Dalakots.
Maki: Anna Sigríður Grét-
arsdóttir, f. 1979, kennari í
Auðarskóla.
Börn: Jóhanna Vigdís, f.
2006, Grétar Jónatan, f.
2008, og Dalmar Logi, f.
2014.
Foreldrar: Jóhann Pálma-
son, f. 1949, og Sigríður
Svavarsdóttir, f. 1954,
bús. í Búðardal.
Pálmi
Jóhannsson
40 ára Þórunn ólst upp í
Borås í Svíþjóð og á Akur-
eyri en býr í Kópavogi.
Hún er fjármálastjóri í
Norræna húsinu.
Maki: Elmar Bergþórs-
son, f. 1979, sérfr. á
mannauðssviði hjá Wow
air.
Börn: Stefán Þór, f. 2005,
Daníel Þór, f. 2009, Tómas
Þór, f. 2011, stjúpsonur er
Viktor Smári, f. 2002.
Foreldrar: Stefán Yngva-
son, f. 1954, og Nína Leós-
dóttir, f. 1956, bús. í Rvík.
Þórunn
Stefánsdóttir
30 ára Sunna er Sauð-
krækingur og er lögmaður
hjá PACTA lögmönnum á
Sauðárkróki.
Maki: Kristinn Tóbías
Björgvinsson, f. 1980,
húsasmíðameistari hjá
Friðriki Jónssyni ehf.
Foreldrar: Atli Víðir Hjart-
arson, f. 1966, viðskipta-
fræðingur hjá Íbúðalána-
sjóði, og Hafdís
Skúladóttir, f. 1967,
grunnskólakennari í
Varmahlíðarskóla. Þau eru
bús. á Sauðárkróki.
Sunna Björk
Atladóttir
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Til hamingju með daginn
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón