Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 OLYMPIUM 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is MAXIPODIUM 500 Hestakerrur frá Fautras MAXIPODIUM 500 Alls voru 11.486 einstaklingar í ný- liðnum febrúarmánuði ýmist að greiða áfallandi mánaðarleg með- lög, voru með meðlagsskuld eða að gera upp eldri skuldir vegna með- laga, samkvæmt upplýsingum Braga R. Axelssonar, lögmanns hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. ,,Af þessum 11.486 einstaklingum hefur stofnunin gert árangurslaust fjárnám hjá 2.832 vegna krafnanna. Af þeirri tölu má álykta að 24% meðlagsgreiðenda séu í þannig van- skilum að stofnuninni var nauðsyn- legt að óska eftir aðför. Að sama skapi má draga þá ályktun að 76% greiðenda séu með sín mál í réttum farvegi,“ segir Bragi í svari við fyr- irspurn blaðsins. Afskriftir meðlagskrafna hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga í fyrra vegna samninga við meðlags- greiðendur á grundvelli laga og vegna fyrningar, þar á meðal vegna gjaldþrota, námu alls 377.843.798 kr. Á árinu á undan námu afskrift- irnar hins vegar 407 milljónum og hafa afskriftir því lækkað á milli ára. Kröfufjárhæð Tryggingastofn- unar stendur í stað milli ára Að sögn Braga innheimti stofn- unin á síðasta ári alls 3.660.080.164 kr. meðlagsgreiðslur vegna krafna sem stofnunin innheimtir fyrir Tryggingastofnun ríkisins og er það svipuð fjárhæð og á árinu á undan. ,,Á síðasta ári fékk stofnunin til innheimtu 3.758.134.256 kr. en kröfur á árinu áður höfðu verið 3.785.941.135 kr. Kröfufjárhæðin frá Tryggingastofnun ríkisins stendur því nokkurn veginn í stað en meðlög hafa hækkað sem þýðir að um er að ræða færri meðlög,“ segir Bragi. Upphæð meðlags er í dag 34.362 krónur en var á seinasta ári 33.168 krónur. Fjárnám hjá 2.832 manns vegna meðlagskrafna  Minna þarf að afskrifa vegna ógreiddra meðlaga Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarútbreiðsla lúpínubreiða á landinu er 299 ferkílómetrar. Þetta má sjá á nýju korti sem gert er eftir loftmyndum sem flestar eru frá 2007 til 2017 og greint er frá í nýútkom- inni skýrslu, ,,Útbreiðsla og flat- armál lúpínubreiða á Íslandi 2017“. Höfundar skýrslunnar, sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, eru Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Borgþór Magnússon. Fram kemur að mest er lúpína á Suðurlandi, Suðausturlandi (158 fer- kílómetrar) og Norðurlandi eystra (63 ferkílómetrar) en minnst á Vest- fjörðum. ,,Í öllum landshlutum hafði lúpína aukist frá fyrri kortlagningu sem byggðist á loftmyndum frá 2015 eða fyrr. Nam aukningin að meðal- tali um 10%. Er þá uppgræðslusvæði á Hólasandi í Suður-Þingeyjarsýslu undanskilið en þar var útbreiðsla lúpínu ofmetin á fyrra korti. Líklegt er að útbreiðsla og flatarmál svæða sem lúpína leggur undir sig til lengri eða skemmri tíma muni margfaldast á næstu áratugum,“ segir í útdrætti skýrslunnar. Til að átta sig á flatar- máli lúpínunnar þá er útbreiðsla hennar t.d. töluvert meiri en allt flat- armál Reykjavíkurborgar, sem er um 275 ferkílómetrar. ,,Á Suðvesturlandi, einkum á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanes- skaga, er einnig mikil lúpína (38 km²). Í öðrum landshlutum er lúpína snöggtum minni,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að lúpínan hafi langt í frá fullnumið lönd ofan byggðar á höfuðborgarsvæðinu og muni hún því auka útbreiðslu sína þar næstu áratugi. ,,Líklegt er að undir lok þessarar aldar verði útbreiðsla lúp- ínu á stórum hluta Reykjanesskaga, frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar og Grindavíkur, lík því sem nú er á höfuðborgarsvæðinu.“ Morgunblaðið/Ómar Við Víkurfjöru í Mýrdal Alaskalúpína, sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði, segir í skýrslunni þar sem útbreiðslan er kortlögð. Breiðurnar ná yfir 299 ferkílómetra  Ný skýrsla um útbreiðslu lúpínu hér á landi  Aukning í öllum landshlutum frá fyrri kortlagningu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta fellur nokkuð saman við okk- ar reynslu. Við höfum séð aukningu í plastendurvinnslu og gleri, alveg eins og íbúar segjast gera,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Í nýrri neyslukönnun Gallup var spurt sérstaklega um þjónustu Sorpu og í niðurstöðunum kemur fram að mikil aukning er í endur- vinnslu á plasti. Eins má merkja á svörum þátttakenda talsverða aukn- ingu í flokkun á gleri, postulíni og flísum, rétt eins og ljósaperum og kertaafgöngum. Spurt var hvort svarendur eða aðrir á heimilinu flokkuðu viðkomandi tegundir sorps. Yfir 80% kváðust alltaf eða oftast flokka plast sem er aukning um tíu prósentustig frá árinu 2017. Um 65% kváðust alltaf eða oftast flokka gler. Vel yfir 90% þátttakenda segjast flokka skilagjaldsskyldar umbúðir, pappír og bylgjupappa. Um 90% flokka rafhlöður, raftæki og föt, klæði og skó og hefur orðið aukning í þeim þremur flokkum milli ára. Um var að ræða netkönnun sem fram- kvæmd var dagana 11. desember til 2. janúar síðastliðinn. Úrtak var 3.199 manns og 47% þeirra svöruðu. Björn segir að þegar flokkun á pappír var tekin upp hafi margir far- ið að flokka annað sorp. Þess sjáist nú skýr merki. Þá hafi nýlega verið aukin þjónusta í grenndargámum og þar sé nú víða hægt að skila af sér gleri, svo dæmi sé tekið. Í könnuninni kom jafnframt fram aukning í ferðum á endurvinnslu- stöðvar. Þátttakendur fóru að jafn- aði 16,4 sinnum á endurvinnslustöð í fyrra. Árið áður voru ferðir á endur- vinnslustöðvar að jafnaði 14,8 hjá hverjum þátttakanda. Þar fyrir utan fór hver og einn 13,7 ferðir í grennd- argáma sem er sambærilegt við árið 2017. „Við erum ánægð með þessa könn- un. Hún sýnir að fá vörumerki á Ís- landi eru eins sterk meðal íbúa og Sorpa. Við rýnum í niðurstöðurnar og reynum að bregðast við ef það er eitthvað sem við getum gert betur.“ Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu  Heimsóknum á endurvinnslustöðvar fjölgar milli ára Morgunblaðið/Golli Endurvinnsla Heimsóknum á end- urvinnslustöðvar fjölgar milli ára. Hæstiréttur hafnaði því í gær að taka fyrir mál Thomasar Møller Ol- sen sem dæmdur var í fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur 14. janúar árið 2017. Þar með er mál- inu lokið. Fjallað var um þetta í gær á fréttavef RÚV, en Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár. Fram kom í kröfu verjanda Thomasar, Páls Rúnars Kristjáns- sonar, um að Hæstiréttur tæki mál- ið fyrir, að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrána og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þessu hafnar Hæstiréttur hins vegar. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvort Thomas muni óska eftir því að fá að afplána dóm sinn í heimalandi sínu Grænlandi. Møller Olsen var dæmdur til 19 ára fangelsisvistar í Landsrétti þann 23. nóvember síðastliðinn, auk greiðslu málskostnaðar og bóta. Hæstiréttur hafnaði beiðni Møller Olsens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.