Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 2
Í mælingum fyrir suðurströndinni síðustu
daga hefur ekki mælst nægjanlegt magn
til að gefa út upphafskvóta á vertíðinni.
Loðnu hefur víða orðið vart við Reykjanes
og suðurströndina, en hún er nú á hefð-
bundinni gönguslóð á leið á hrygningar-
stöðvar fyrir vestan land. Væntanlega er
það loðna sem hvalur og fuglar eru að
gæða sér á á myndinni til hliðar.
Á fundi samráðshóps Hafrannsókna-
stofnunar og útgerða uppsjávarskipa í
gær var ákveðið í kjölfar frétta að Polar
Amaroq færi norður fyrir land til að
kanna hvort þar er einhver loðna á ferð-
inni. Ásgrímur Halldórsson var í gær
langt kominn með vöktun úti fyrir Suð-
austurlandi. aij@mbl.is
Leita loðnunn-
ar áfram fyrir
norðan land
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
y
y
Hvítu Þorpin
Gönguferð um
Jimera de Líbar –Montejaque –Grazalema–Genalguacil – Ronda
9. júní í 7 nætur
Frá kr.
239.995
Fararstjóri: ÁsaMarinHafsteinsdóttir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karl Steinar Valsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir aukinn fíkniefna-
akstur vera eina vísbendingu um
aukið aðgengi að fíkniefnum.
„Fíkniefnaaksturinn er auðvitað
ein vísbendingin. Annars vegar um
aðgengi að efnum og hvernig menn
líta til fíkniefna. Það viðhorf endur-
speglast svolítið mikið í því. Það eru
mjög margar helgar þannig að við
erum að hafa afskipti af nánast jafn
mörgum fyrir akstur undir áhrifum
fíkniefna og ölvunarakstur,“ segir
Karl Steinar.
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu voru fjörutíu
og sex ökumenn teknir fyrir ölvunar-
og/eða fíkniefnaakstur um síðustu
helgi. Þar af einn sem var tekinn fyr-
ir þessar sakir í tvígang, fyrst á
föstudagskvöld og svo aftur aðfara-
nótt sunnudags. Þetta voru þrjátíu
og sex karlar og tíu konur, en yngsti
ökumaðurinn var 18 ára og sá elsti 66
ára. Karl Steinar segir það tiltölu-
lega nýlega þróun að fleiri aki undir
áhrifum fíkniefna. Mesta breytingin
hafi átt sér stað í fyrra.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlækn-
ir á sjúkrahúsinu Vogi, segir að
margt sé líkt með því sem þau sjá og
því sem lögreglan sér. „Það er aukn-
ing á kókaíni og aukin eftirspurn eft-
ir meðferð. Síðustu tvö ár hefur eft-
irspurnin verið miklu meiri. Vandinn
er mikill og mikið ákall í raun,“ segir
Valgerður.
Hún segir að örvandi efni eins og
amfetamín, kókaín og mdma séu al-
gengustu efnin í umferð. „Kókaínið
hefur eiginlega verið mest áberandi
af þessum lyfjum síðasta árið,“ segir
Valgerður og bætir við að þau sjái
fleiri vera að leita sér aðstoðar vegna
kóakaínfíknar núna en árið 2007.
mhj@mbl.is
Aukinn fíkniefnaakstur
vísbending um aðgengi
46 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur
Morgunblaðið/Eggert
Eftirlit Lögreglan við eftirlit með
ökumönnum í miðbæ Reykjavíkur.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Enginn slasaðist þegar Beitir NK
fékk fyrirvaralaust á sig brot á heim-
siglingu af kolmunnamiðunum vest-
ur af Írlandi um hádegi á laugardag-
inn var. Tvö kýraugu á íbúðargangi
aðalþilfars sprungu inn og blindlúg-
ur sem loka kýraugunum að innan-
verðu brotnuðu. Þar fossaði sjór inn í
klefa eins skipverjans. Auk þess
brotnaði gluggi á dekkhúsi á efra þil-
fari.
Sjórinn fossaði inn í klefann þar
sem kýraugun brotnuðu og þar var
einn úr áhöfninni sem á endanum
stóð í sjó upp í mitti, að því er segir í
frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar
(svn.is).
Sturla Þórðarson skipstjóri sagði
að þetta hefði verið einkar óþægileg
upplifun fyrir skipverjann.
„Sem betur fer slasaðist enginn í
þessum látum og það má alltaf gera
við járn og tré um borð. Eftir þetta
slóuðum við í eina 12 tíma og komum
ekki til löndunar fyrr en í gær,“ sagði
Sturla.
„Þetta var svakalegt dúndur“
Skipið lagði af stað af miðunum
um miðnætti aðfaranótt laugardags
með fullfermi, um 3.100 tonn af kol-
munna. Það er með því mesta sem ís-
lenskt fiskiskip hefur borið að landi
úr einni veiðiferð. Þá var framundan
860 sjómílna heimsigling sem sam-
svarar 1.593 km. Brátt skall á hörku-
bræla en veðurfar á þessum slóðum
getur verið afar slæmt, að sögn
Sturlu. Þegar vindur er mikill verða
öldurnar risavaxnar og heldur ógn-
vekjandi. Vindur og sjór voru um 45
gráður fyrir aftan þvert.
Eftir um tólf tíma siglingu skall
brotið fyrirvaralaust aftarlega á
skipið bakborðsmegin. „Þetta var
svakalegt dúndur,“ sagði Sturla.
Hann sagði að svona brot gerði í
fæstum tilfellum boð á undan sér.
Sturla sagðist hafa verið með í því
áður að fá inn kýrauga og glugga.
„Það er ekki skemmtilegt,“ sagði
Sturla.
Áhöfnin brást hárrétt við
Beitir NK hélt strax aftur til veiða
að lokinni löndun í Neskaupstað.
Hárrétt viðbrögð áhafnarinnar
komu í veg fyrir að skemmdir um
borð yrðu verulegar, að sögn Karls
Jóhanns Birgissonar, rekstrarstjóra
útgerðar Síldarvinnslunnar. „Sjór-
inn sem komst í klefann flæddi síðan
um allan íbúðarganginn og fór inn í
alla klefa. Áhöfnin náði fljótt að
þurrka allt svæðið sem sjórinn
komst á og þétta kýraugun sem
brotnuðu þannig að komið var í veg
fyrir að skemmdir yrðu töluverðar.
Þegar skipið kom í höfn í gær var
strax ráðist í viðgerðir á kýraugun-
um og lauk því verki um miðnætti,“
segir Karl Jóhann í frétt Síldar-
vinnslunnar.
Veiðar og vinnsla ganga vel
Kolmunnaveiðar og kolmunna-
vinnsla ganga vel, að sögn Gunnþórs
Ingvasonar, framkvæmdastjóra
Síldarvinnslunnar. Auk Beitis NK
eru Börkur NK og Bjarni Ólafsson
AK á kolmunnaveiðum um þessar
mundir fyrir Síldarvinnsluna.
Gunnþór segir að sækja þurfi
langt á kolmunnamiðin og að veður
hafi verið erfið. Það er því eins gott
að vera á traustum skipum.
Aflinn er kældur um borð og er
kolmunninn unninn í fiskimjöl og lýsi
í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Góðir
markaðir eru fyrir afurðirnar, að
sögn Gunnþórs.
Brot skall fyrirvaralaust á Beiti
Tvö kýraugu brotnuðu og sjórinn fossaði inn Skipverjar brugðust hárrétt við
Enginn slasaðist við óhappið Beitir NK kom með um 3.100 tonn af kolmunna
Ljósmynd/Smári Geirsson
Beitir NK Undirbúningur viðgerðar hófst um leið og skipið lagðist að
bryggju í Neskaupstað. Beitir hélt strax aftur til veiða eftir löndun.
Reiknað er með að Félagsdómur
kveði í dag upp dóm um lögmæti
boðunar Eflingar stéttarfélags á
verkfalli hótelþerna. Verkfallið á
að hefjast á morgun.
Fundur er boðaður í vinnudeilu
VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur,
Verkalýðsfélags Akraness og Efl-
ingar við Samtök atvinnulífsins
(SA) kl. 10.00 í dag. Engir fundir
hafa verið í deilunni síðan við-
ræðum var slitið 21. febrúar. Eng-
inn hafði óskað eftir frestun fund-
arins í dag þegar rætt var við
Bryndísi Hlöðversdóttur ríkis-
sáttasemjara í gærkvöld. Hún
reiknaði með að staðið yrði við
fundartímann. „Við tökum stöðuna
á því hvort fólk er tilbúið í frekari
samningaviðræður,“ sagði Bryndís.
Vinnufundir Starfsgreina-
sambandsins, Samflots iðnaðar-
manna, Landssambands verslunar-
manna og SA eru bókaðir kl. 9.00 til
17.30 í dag, á morgun, á laugardag
og sunnudag. gudni@mbl.is »8
Morgunblaðið/Hari
Ríkissáttasemjari Fundur verður í deilu
VR, VLFG, VLFA og Eflingar við SA í dag.
Reiknað með dómi
Félagsdóms í dag