Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
NÝR
BÆ
KLINGUR
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Str.
38-58
Nýjar vörur streyma inn
Wakefield falsaði niðurstöður sína og
vísindaritið dregið greinina til baka,
er kenningin lífseig.
Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði
nýverið um aukningu í mislinga-
tilfellum í Bretlandi og Evrópu, en í
Bretlandi hafa 87,5% fimm ára barna
fengið MMR-bólusetninguna. Þar
var rætt við Simon Stevens sem er
yfirmaður bresku heilsugæslunnar,
NHS sem sagði að málflutningur
andstæðinga bólusetninga á netinu
hefði fengið aukinn byr sem mætti
rekja til falsfrétta. Skilaboðum um að
MMR-bólusetningin ylli einhverfu
væri beint á samfélagsmiðlum að for-
eldrum ungra barna. „Þetta er mikið
áhyggjuefni,“ sagði Stevens í samtali
við BBC.
Spurður hvort hann verði var við
viðhorf af þessu tagi hér á landi segir
Þórólfur svo vera. „Þessi umræða er
lífseig og erfitt að kveða hana niður.
Þeir sem eru andvígir bólusetningum
halda þessu á lofti en ég hef svo sem
ekki heyrt þetta mikið síðustu daga.“
Hér á landi hafa 90-95% lands-
manna ýmist fengið mislinga eða ver-
ið bólusettir við þeim. Þetta hlutfall
er undir viðmiði Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, sem er 95%.
„Ég hef stundum verið eins og hróp-
andi í eyðimörkinni þegar ég tala um
mikilvægi bólusetninga,“ segir Þór-
ólfur. „En málið er að fólk í dag hefur
ekki séð hvað þessir sjúkdómar geta
verið skaðlegir og er almennt ekkert
að hugsa um þá fyrr en svona ástand
kemur upp.“
Ein bólusetning dugar
Af og til hefur sú umræða komið
upp að skilyrða ætti leikskóladvöl við
börn sem hafa verið bólusett. Spurð-
ur hvort það hafi verið rætt á vett-
vangi Embættis landlæknis segir
Þórólfur svo ekki vera. „Þegar börn
eru ekki bólusett er það yfirleitt ekki
vegna andstöðu foreldra, heldur
vegna þess að innköllunarkerfi
heilsugæslunnar er ekki alveg nógu
gott á ákveðnum aldursskeiðum.
Skynsamlegast væri að laga það
fyrst og sjá hvort þátttakan ykist
ekki áður en farið væri að beita hörð-
um aðgerðum. Það hefur ekki gefist
vel að koma á skyldubólusetn-
ingum,“ segir Þórólfur og vísar þar
til reynslu annarra þjóða. „En það
gæti verið örþrifaráð þegar annað
dugar ekki.“
Að öllu jöfnu eru til um tveggja
mánaða birgðir af MMR-bóluefninu
hér á landi, en gengið hefur á þær
undanfarið og nú þarf að forgangs-
raða þeim sem það fá. „Við bólusetj-
um óbólusetta sem eru í tengslum við
einstaklinga sem geta mögulega bor-
ið smit, því það er í forgangi hjá okk-
ur að stoppa útbreiðslu. Aðrir þurfa
líklega að bíða fram í næstu viku,“
segir Þórólfur.
Spurður hvort áhrif bólusetningar
fjari út með aldrinum segir hann svo
ekki vera. „Nei, og fullorðið fólk sem
fékk bólusetningu gegn mislingum í
æsku þarf ekki að fá hana aftur.“
Í gær komu allir svæðisstjórar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
saman á fundi, auk setts forstjóra
Heilsugæslunnar og Framkvæmda-
stjóra Læknavaktarinnar þar sem
rætt var um verklag varðandi lækn-
isvitjanir, en þeir sem telja sig hafa
smitast af mislingum eru beðnir um
að leita hvorki á heilsugæslustöðvar
né sjúkrahús, heldur hafa samband
símleiðis og fá lækni heim til sín.
Þórólfur segir að þau mislinga-
tilvik sem upp hafa komið sýni
glöggt fram á hvað sjúkdómurinn
geti verið bráðsmitandi. „En þetta
sýnir ekki síður hversu auðvelt það
er fyrir einstakling sem kemur það-
an sem mislingar eru að ganga að
smita aðra, einkum börn sem ekki
hafa fengið bólusetningu. Þetta sýnir
okkur líka hversu mikilvægt er að
foreldrar hugi vel að bólusetningum
barna sinna.“
Vonandi bara stök tilfelli
Þeir sem hafa smitast eru búsettir
á Austurlandi og á höfuðborgar-
svæðinu og Þórólfur segir að nú sé
fyrst og fremst einblínt á þessi land-
svæði. Starfsfólk Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands, HSA, hefur unnið
að því undanfarna daga að finna þá
sem taldir eru hafa orðið útsettir fyr-
ir smiti. Pétur Heimisson, umdæm-
islæknir sóttvarna á Austurlandi,
segir að þegar sé búið að safna tals-
verðu magni upplýsinga, en ekki
megi búast við því að hægt verði að
ná til allra sem um ræðir. „Það sem
er verið að gera er að átta sig á ferð-
um þeirra sem hafa smitast af misl-
ingum, kortleggja hverja þeir hafa
umgengist og gera viðeigandi ráð-
stafanir,“ segir Pétur. „Það, að tak-
ast á við mislingasmit í samfélaginu,
er verkefni sem við verðum upptekin
af næstu vikur.“
Að sögn Péturs hafa margir haft
samband við HSA síðan fréttist af
mislingasmitinu. Fólk hafi ýmsar
spurningar um smitleiðir og einkenni
og þá hafi verið talsvert um að fólk
komi í bólusetningar. „Það er mikið
og gott hjarðónæmi hér, með allt að
95% þátttöku barna í bólusetningu.
Við vonum að þetta verði ekkert ann-
að en stök tilfelli,“ segir Pétur.
11 mánaða barn í einangrun
Mesti fjöldi smitaðra í meira en 40 ár Bólusetning hér á landi er undir alþjóðlegum viðmiðum
Skyldubólusetningar væru örþrifaráð Bóluefni senn á þrotum Óvíst hvort fleiri hafi smitast
AFP
Bólusetning 90-95% Íslendinga hafa ýmist fengið mislinga eða verið bólusettir við þeim. Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir segir að fólk leiði ekki hugann að slíkum sjúkdómum fyrr en tilvik komi upp.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ellefu mánaða gamalt barn liggur nú
á Barnaspítala Hringsins eftir að
hafa veikst af mislingum. Í gær var
vitað um að fjórir hefðu smitast. Það
er mesti fjöldi sem greinst hefur með
sjúkdóminn frá árinu 1977. Sá fyrsti
smitaðist erlendis, hinir þrír í flugvél
Air Iceland Connect á milli Reykja-
víkur og Egilsstaða 15. febrúar síð-
astliðinn. Þeirra á meðal er barnið,
sem samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er í einangrun á spít-
alanum.Ekkert þeirra sem smitaðist
hafði verið bólusett. Mikil ásókn hef-
ur verið í bólu-
setningar við
mislingum síðan
fréttir bárust af
smitinu og
bóluefnabirgðir í
landinu verða
senn á þrotum.
Þórólfur Guðna-
son, sótt-
varnalæknir hjá
Embætti land-
læknis, segir að
talsvert sé um að áhyggjufullt fólk
hafi samband við embættið og heilsu-
gæslustöðvar vegna þessa og segir að
þessi tilvik verði vonandi til þess að
Ísland nái þeim alþjóðlegu viðmiðum
sem sett eru um hlutfall bólusettra,
en það hefur farið minnkandi hér á
landi undanfarin ár. Hann segir ekki
útilokað að fleiri tilfelli muni bætast
við, óvíst sé hvort fleiri hafi smitast.
18 mánaða bólusetning
Bólusett er við mislingum með svo-
kölluðu MMR-bóluefni við 18 mánaða
aldur, en tvö þeirra sem smituðust
eru börn undir þeim aldri sem ekki
höfðu verið bólusett. „18 mánaða við-
miðið er vegna þess að ekki er víst að
bólusetningin virki ef hún er gefin
börnum mikið yngri en þetta,“ segir
Þórólfur. „Hún getur virkað frá sex
mánaða aldri, en það er ekki hægt að
stóla á að árangurinn verði ótvíræður
þegar barnið er það ungt.“
Auk mislinga er MMR-bóluefnið
gegn hettusótt og rauðum hundum.
Árið 1998 birti breski læknirinn And-
rew Wakefield niðurstöður rann-
sóknar sinnar sem hann sagði sýna
samband á milli MMR-bólusetning-
arinnar og einhverfu. Lækna-
tímaritið Lancet, eitt virtasta tíma-
ritið sinnar tegundar, birti
rannsóknina sem fékk mikla umfjöll-
un og í kjölfarið fjölgaði þeim for-
eldrum umtalsvert sem ákváðu að
láta ekki bólusetja börn sín. Þrátt
fyrir að síðan þá hafi komið í ljós að
Þórólfur
Guðnason
Mislingar, sem á latínu heita Morbilli, eru mjög smitandi veirusjúkdómur
sem var algengur áður fyrr hér á landi og víðar, en eftir að farið var að
bólusetja gegn honum dró mjög úr algengi hans. Sjúkdómurinn berst
manna á milli með úða frá öndunarfærum, t.d. hósta eða hnerra og einnig
með snertingu. Eftir að veiran berst út í andrúmsloftið getur hún lifað
þar í allt að tvær klukkustundir og valdið smiti. Byrjað var að bólusetja
við mislingum hér á landi árið 1975, að sögn Þórólfs.
Sé þorri fólks bólusettur er hægt að halda farsóttum í skefjum en
þannig myndast svokallað hjarðónæmi. Það þýðir að ónæmi gegn sjúk-
dómunum verður nægilega algengt í landinu til að koma í veg fyrir út-
breiðslu þeirra, jafnvel þó að einstök tilfelli komi upp.
Metfjölgun varð í mislingasmiti í Evrópu á síðasta ári sem m.a. er rakið
til Ítalíu og ýmissa landa Austur-Evrópu. Tugþúsundir Evrópubúa greind-
ust með sjúkdóminn í fyrra og að sögn Þórólfs er þessi faraldur ekki í
rénun.
Sóttvarnalæknir hefur í samvinnu við heilsugæsluna, Landspítala,
Læknavaktina og fleiri aðila gefið út sóttvarnaráðstafanir sem birtar eru
á vefsíðu Embættis landlæknis. Þær eru til þess ætlaðar að hindra frekari
dreifingu mislinga og í þeim felst m.a. að komist óbólusettur einstak-
lingur í snertingu við mislingasmit er honum ráðlagt að halda sig heima
frá degi 6 til dags 21. Á þeim tíma geta veikindin komið fram og einstak-
lingar eru þá smitandi. Sé bólusett innan 72 klukkustunda frá smiti er í
mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir veikindi, samkvæmt ráðstöf-
ununum. Einnig er fólk beðið um að koma hvorki beint á heilsugæslu-
stöðvar né á sjúkrahús ef það telur sig eða börn sín veik af mislingum.
Mjög smitandi veirusjúkdómur
SÓTTVARNARÁÐSTAFANIR GEFNAR ÚT