Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 T ilkoma sýklalyfja fyrir miðja síðustu öld var vafalaust ein helsta bylt- ingin í sögu læknisfræð- innar og lyfin gegna af- ar mikilvægu hlutverki í nútíma- heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum hefur vægi smitsjúkdóma, bæði hvað varðar sjúkdómabyrði og dánarorsakir, minnkað verulega. Fljótlega eftir að pensilín kom á markaðinn tók að bera á vaxandi ónæmi ýmissa bakteríustofna. Þessi þróun hefur haldið áfram æ síðan og er þróun ónæmis fyrir sýklalyfjum á heimsvísu mikið áhyggjuefni. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur af þessum sökum hvatt til aðgerða til að sporna við þessari þróun. Hafa verður í huga að engin ný sýklalyf hafa litið dagsins ljós um allnokkurt árabil. Miklu ávísað á Íslandi Stór áhrifaþáttur í tilurð og þróun ónæmis fyrir sýklalyfjum er mikil notkun þeirra. Íslenskir læknar hafa í mörg ár ávísað mun meira af sýkla- lyfjum en starfsbræður þeirra á hin- um norrænu löndunum, sérstaklega tilteknum breiðvirkum lyfjum. Ár- um saman hefur sýklafræðideild Landspítala fylgst með þróun ónæmis og á undanförnum árum hefur m.a. komið fram breyting á næmi algengra öndunarfærabakt- ería, svokallaðra pneumococca, fyrir lyfjum sem hafa verið mikið notuð hjá einstaklingum með pens- ilínofnæmi. Langflestar ávísanir á sýklalyf eru gefnar út utan sjúkrahúsa og al- gengustu ástæður meðferðarinnar eru sýkingar í öndunarfærum og eyrum, sýkingar sem mjög oft eru saklausar og hafa mikla tilhneigingu til að lagast án sýklalyfjameðferðar. Veirur valda mörgum þessara sýk- inga, en sýklalyf gagnast ekkert gegn veirusýkingum og heilbrigt fólk ræður að jafnaði vel við þær. Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins hóf fyrir þremur árum, í sam- starfi við Sóttvarnalækni og sýkla- fræðideild Landspítala, vinnu sem hefur að markmiði að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja. Á fyrstu tveimur árum verkefnisins fækkaði ávísunum á tiltekin breið- virk sýklalyf milli 20 og 30% milli ára og einnig varð nokkur fækkun á heildarávísunum og ávísunum til barna sérstaklega. Almenningur hér á landi gerir sér vonandi almennt vel grein fyrir mik- ilvægi þess að nota sýklalyf skyn- samlega, bæði vegna hættu á ónæm- isþróun almennt, en einnig vegna hugsanlegra aukaverkana eða óheppilegra áhrifa lyfjanna á þann sem notar þau. Vegna þess hve sýklalyfin eru mikilvæg ber okkur öllum, almenningi svo og læknum sem ávísa lyfjunum, að ganga vel um þá mikilvægu auðlind sem þau eru. Ráðgjöf í boði Ef þú, lesandi góður, ert eða verð- ur í vafa um hvort þörf er á mati eða meðferð við sýkingareinkennum geturðu leitað ráðgjafar hjá hjúkr- unarfræðingum heilsugæslustöðv- anna í síma 1770, sem er opinn allan sólarhringinn, og á slóðinni Heilsu- vera.is. Lyfjagjöf Læknar hvetja til hóflegrar sýklalyfjanotkunar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samstarfsmenn Jón Steinar Jónsson og Kristján Linnet greinarhöfundar. Heilsuráð Jón Steinar Jónsson heilsugæslulækn- ir og Kristján Linnet lyfjafræðingur, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu og Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Skynsamleg notkun sýklalyfja Morgunblaðið/Árni SæbergLiðsmenn Hróksins hafa síðustu vik- una staðið fyrir árlegri Polar Pelagic- hátíð í Kulusuk á Grænlandi, sem er næsti nágrannabær Íslendinga. Há- punktur hátíðarinnar var meistara- mót grunnskólans þar sem allir nem- endurnir, rúmlega 30 talsins, voru meðal keppenda. Hátíðin hófst með kennslu og fjöl- tefli Hrafns Jökulssonar, en öll börnin í Kulusuk kunna mannganginn og mörg eru orðin harla góð í skáklist- inni eftir fjölmargar heimsóknir Hróksins á liðnum árum. Reyndar þurfti að gera hlé á fjöltefli Hrafns þegar fréttist að einn af veiðimönn- unum í Kulusuk hefði fellt ísbjörn í jaðri þorpsins! En það var ekki bara skáklistin sem var á efnisskrá hátíðarinnar. Heið- björt Ingvarsdóttir sá um föndur- og hannyrðanámskeið og hin níu ára gamla Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir hélt utan um myndlistarkeppni barnanna í skólanum. Meistaramótið í Kulusuk var haldið á þriðjudag, og þar sigraði Mikkel Nathanielsen eftir æsispennandi bar- áttu. Í næstu sætum komu Grethe Nakinge, Julius Abelsen og Kenno Kalia. Öll fengu börnin glaðning frá Nóa Síríusi, auk þess sem Hróksmenn færðu öllum börnunum ný skáksett að gjöf frá Air Iceland Connect. Verðlaun í myndlistarsamkeppninni hlutu Hansiman Abelsen, William Nat- hanielsen, Pipaluk Utitsatikitseg, Grethe Nakinge, Helle Petersen, Enos Utuaq og Jacob Abelsen. Allar myndir krakkanna í Kulusuk verða til sýnis í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkur- höfn helgina 16.-17. mars, en þá standa Hrókurinn og Kalak fyrir Grænlandshátíð til heiðurs Steffen Lynge, skákmeistara, tónlistarmanni og lögregluþjóni frá Grænlandi. Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Kulusuk Meistaramót grunnskólans í skák hápunktur hátíðarinnar Grænland Vinningshafar í skákmótinu í Kulusuk kampakátir. Kulusuk Allir nemendur grunnskólans í Kulusuk, 30 að tölu, tóku þátt í skák- móti Hróksins, en gríðarlegur áhugi hefur kviknað meðal ungmenna á skákinni. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Škoda Kodiaq hefur slegið rækilega í gegn og Karoq litli bróðir gefur honum lítið eftir. Komdu í reynsluakstur og finndu hvernig er að vera á toppnum. Hlökkum til að sjá þig. Tilboðsverð 4.550.000 kr. Škoda Karoq Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur Listaverð 4.850.000 kr. 300.000 kr. Afsláttur Verð frá 5.790.000 kr. Škoda Kodiaq 4x4 Tveir á toppnum frá Škoda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.