Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 22
Vegvísir að heimsmarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna ræddur í Hörpu asta land í heimi en það sé ekki rétt. Ísland standi sig hlutfallslega illa þegar komi að umhverfismálum og þá sérstaklega í frárennslismálum og líffræðilegum fjölbreytileika. Nást heimsmarkmiðin? „Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á hvað það er sem gengur upp í að efla félagslegar framfarir í sam- félaginu. Við erum að miklu leyti að mæla sömu hlutina og endurspegl- ast í heimsmarkmiðunum. Með hjálp SPI sést hvort við erum að fara í rétta átt varðandi heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna. Við horf- um á árangurinn yfir tíma og getum brugðist við. Heimsmarkmiðin hafa það að leiðarljósi að bæta heiminn og skilja engan eftir. Það skiptir miklu máli að hver og ein þjóð, svæði, fyrirtæki, einstaklingur taki þátt með einum eða öðrum hætti,“ segir Rósbjörg og bætir við að fjöldi leiðtoga og stjórnenda hvaðæva úr heiminum sé væntanlegur. M.a. muni Helen Clark, fyrrverandi for- sætisráðherra Nýja-Sjálands, ræða leiðir að heimsmarkmiðunum. Skoð- að verður hvaða þjóðir muni hugs- anlega ná heimsmarkmiðunum og hverjar ekki. Einnig hvaða áhrif tækniþróun hafi á heimsmarkmiðin. Í vinnustofum verður að sögn Rósbjargar rætt um hvernig hægt sé að ná markmiðum um menntun fyrir alla, vinnu fyrir alla og inn- viðauppbyggingu sem mæti nauð- synlegum grunnþörfum. Einnig hvernig stuðla megi að bættri heilsu og vellíðan fyrir alla, áskoranir í umhverfismálum og þátttöku og frelsi einstaklingsins í samfélaginu. „Á ráðstefnunni verður kafað of- an í miklvægi samvinnu og sam- starfs til þess að ná heimmarkmið- unum og hvernig hægt er að beita SPI sem verkfæri til þess að varpa ljósi á stöðuna á mismunandi svæð- um. Við munum einnig ræða um fjármögnun til þess að ná heims- markmiðunum. Peningar eru jú afl- vaki alls og við verðum að gæta þess hvernig við nýtum peningana og hvernig þeir skiptast á milli svæða,“ segir Rósbjörg og bætir við að fulltrúar frá OECD og fjárfestar muni taka þátt í umræðunni. „Bæjarstjóri Kópavogs og borg- arstjórar í San Jose í Kaliforníu, Missisippi, Bratislava og fleiri borga munu ræða mismunandi áskoranir sem bíða borga og bæja til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Rós- björg sem bætir við að jafnréttis- umræðunni verði gerð góð skil en nýr stjórnarmaður SPI, Silvana Koch-Mehrin, sem jafnframt er for- maður og stofnandi Woman Politi- cal Leaders, muni ræða jafnrétti kynjanna. Þá muni Özlem Cekic, fyrrverandi þingmaður í Danmörku, deila skoðun sinni og reynslu af hat- ursumræðu og hvernig hægt sé að brúa bilið milli ólíkra menningar- heima. Skoðað verði hvernig menn- ingarlegur munur og mismunandi þátttaka í samfélaginu getur haft áhrif á að heimsmarkmiðin 2030 ná- ist. Helstu stuðningsaðilar ráðstefn- unnar eru forsætisráðuneytið, Arion banki, Alþjóðabankinn og Deloitte en ráðstefnuna sitja 150 boðsgestir frá um 30 löndum að sögn Rós- bjargar. Hún vonast til þess að sem flestir nýti sér hliðarviðburði ráð- stefnunnar sem verða í Hörpu og Norræna húsinu 1. og 3. apríl og eru opnir öllum sem skrá sig á við- burðina í gegnum heima- eða fés- bókarsíðu What Works 2019. „Í Norræna húsinu skoðum við hvað geri það að verkum að vísitala félagslegra framfara mælist hvað mest á Norðurlöndum. Hvaða tæki- færi þau hafi til enn frekari fram- fara í félagslegu og umhverfislegu tilliti og hvaða áskoranir þessar þjóðir eru að takist á við. Í Hörpu verðum við með kynningu á starf- semi SPI og fyrir hvað félagsleg vísitala stendur,“ segir Rósbjörg og bætir við að í vinnustofu um sam- félagslega ábyrgð taki þátt inn- lendir og erlendir fyrirlesarar sem fjalla muni um ábyrgð og félagsleg áhrif fyrirtækja. Spurt verði hvað atvinnulífið geti gert til að efla sam- félög. Lausnamiðuð tækifæri „Atvinnulífið eða fyrirtækin geta snúið áskorunum samfélaga og um- hverfis upp í lausnamiðuð tækifæri með gagnkvæman ávinning að leið- arljósi. Stjórnvöld þurfa að búa til gott starfsumhverfi fyrir atvinnu- lífið til að geta skapað verðmæti með ábyrgum hætti. Þetta er mikil áskorun í samfélögum þar sem allt byggist á stöðugu árangursmati. Því er mikilvægt að árangurinn sé mældur og veginn með skilmerki- legum og raunhæfum mælingum,“ segir Rósbjörg. Í sérstakri vinnu- stofu um sjálfbærni í ferðaþjónustu og heimsmarkmiðin munu innlendir og erlendir sérfræðingar ræða hvernig ferðaþjónustan geti stutt við það að heimsmarkmiðunum verði náð bæði hér á landi sem og erlendis, að sögn Rósbjargar sem segir að ferðaþjónustan sé öflugur drifkraftur sem geti stutt við það að ná heimsmarkmiðunum. Ferðaþjón- ustan sé ein stærsta atvinnugrein í heimi með um 10% af allri lands- framleiðslu. Ferðaþjónustan skapi eitt af hverjum tíu störfum í heim- inum og leggi mikið af mörkum bæði beint og óbeint til sjálfbærrar þróunar og velferðar í samfélögum. „Í vinnustofunni verður einnig farið yfir félagslegar framfarir í ferðaþjónustu og fylgni hennar við sjálfbæran hagvöxt á tækniöld, fé- lagslega þátttöku, atvinnu og hvern- ig dregið hefur úr fátækt,“ segir Rósbjörg og bendir á að einnig verði fjallað um úrræði þegar kem- ur að skilvirkni umhverfisverndar og loftslags. Samstarfsaðilar vinnu- stofunnar eru Háskóli Íslands, Ís- lenski ferðaklasinn og INCAE við- skiptaskólinn á Kosta Ríku. Vísitala æskunnar „Við munum taka sérstaka vinnu- stofu undir málefni ungs fólks þar sem farið verður yfir vísitölu æsk- unnar, Youth Progress Index, sem byggist á sömu aðferðafræði og SPI. Vísitala æskunnar er eitt af fyrstu mælitækjum sem notuð eru til þess að meta hvernig líf ungs fólks er í dag óháð efnahaglegum vísum. Það er mikilvægt bregðast við og tryggja að komandi kynslóðir geti átt farsælt líf. Innlendir og er- lendir fyrirlesarar munu taka þátt í þessari mikilvægu og áhugaverðu umræðu og leggja mat á hvort við náum að skapa æskunni sömu tæki- færi til framtíðar og við fengum,“ segir Rósbjörg sem bætir við að það eigi allir á Íslandi að geta haft það gott og því sé ábyrgðin mikil að tryggja komandi kynslóðum öflugt og farsælt sjálfbært samfélag fyrir alla.  What Works-ráðstefna í þriðja sinn á Íslandi  Hliðarviðburðir opnir öllum, nýjung á ráðstefnunni  150 boðsgestir frá 30 löndum  Fleiri bæjarfélög ætla að nota SPI, vísitölu félagslegra framfara Morgunblaðið/Eggert Markmið Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi Social Progress Imperative og Cognitio sem stendur fyrir What Works- ráðstefnunni, hefur í nógu að snúast við undirbúning ráðstefnunnar og opinna hliðarviðburða sem tengjast henni. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Kópavogur hefur nýtt sér aðferðafærði SPI sem er vísitala félagslegra framfara. Hún er notuð til þess að skoða hverjar séu grunnþarfir íbú- anna, grunnstoðir velferðar og hvaða tækifæri íbúar fái til þess að lifa góðu lífi. Að sögn Rósbjargar Jónsdóttur, fulltrúa Sosical Progress Im- perative á Íslandi, fékk Kópavogur sitt fyrsta skorkort byggt á vísitölu félagslegra framfara árið 2018. Rósbjörg segir að með skorkortinu hafi Kópavogur fengið ákveðinn leiðarvísi sem nýttur hefur verið til að fara af stað í innleiðingarferli á heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og staðfestir jafnframt að sterk samlegð er á milli mælikvarðans og markmiðanna. Þessi leið hefur vakið verðskuldaða athygli, bæði hjá, rannsóknarstofnun Norrænu ráðherra- nefndarinnar, Nordregio í Svíþjóð og OECD. Að sögn Rósbjargar eru fleiri sveitarfélög að hefja sömu vegferð og Kópavogur. Hún segir að enn geti fleiri hoppað á vagninn og hvetur sveitarfélög landsins til að koma með. „Það er von okkar að sem flest komi með okkur þar sem við horfum á hvernig við getum gert gott samfélag enn betra,“ segir Rósbjörg og bendir á frekari upplýsingar á heimasíðunni www.socialprogress.is Kópavogur fyrstur með SPI VÍSITALA FÉLAGSLEGRA FRAMFARA VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við ætlum í fyrsta sinn að bjóða upp á spennandi hliðarviðburði sem allir geta sótt í tengslum við What Works-ráðstefnuna í Hörpu 1. ,til 3. apríl,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi Social Progress Imperative, SPI á Íslandi og Cognitio sem stendur fyrir alþjóðlegu ráðstefn- unni What Works. Ráðstefnan er haldin í þriðja sinn á Íslandi og sjónum verður beint að því hvernig hægt sé að nýta Social Progress Im- perative, SPI eða vísitölu fé- lagslegra framfara, VFF eins og SPI útleggst á íslensku, til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni 2030. Rósbjörg segir að SPI mæli hæfni samfélaga til þess að tryggja að einstaklingurinn fái grunn- þörfum sínum fullnægt, að grunn- stoðir velferðar séu í lagi og ein- staklingurinn hafi tækifæri til að bæta líf sitt. „SPI endurspeglar ekki líðan okkar né sýnir hagrænar stærðir. Vísitalan sýnir hvernig okkur hefur tekist til við að ná fram félagslegum og umhverfislegum framförum. Social Progress Imperative er al- þjóðleg stofnun sem haft hefur veg og vanda af þróun vísitölunnar og hefur birt hana frá 2014,“ segir Rós- björg sem bendir á að Ísland hafi árið 2017 verið í 3. til 4. sæti ásamt Noregi miðað við niðurstöður það ár. Danmörk hafi komið best út og Finnland í 2. sæti. Rósbjörg segir að 2018 vermi Ís- land annað sætið af 46 löndum þeg- ar komi að vísitölu félagslegra fram- fara en Noregur sé aðeins 0,02 punktum hærri og komi best út. SPI mælir hvar Íslendingar standa sem þjóð meðal þjóða. Segir Rós- björg að í sumum tilfellum geti Ís- land komið vel út í þessum sam- anburði þrátt fyrir að ýmislegt megi betur fara í samfélaginu. „Ísland skarar fram úr þegar kemur að þátttöku í samfélaginu og hér ríkir mesta umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum. Ísland er gott land til að búa í miðað við vísitölu félagslegra framfara. Það þýðir ekki að allir hafi það gott en tækifærin eru til staðar. Við þurfum að byggja upp og viðhalda kerfi þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín,“ segir Rósbjörg sem bendir á að Íslendingar telji sig eiga hrein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.