Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Fimm framkvæmdastjórastöður við Landspítalan hafa verið auglýstar vegna ákvæðis laga um að ráðningar skulu vera tímabundnar í allt að fimm ár, að því er segir í skriflegu svari Ástu Bjarnadóttur, fram- kvæmdastjóra mannauðssviðs Landspítalans, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Auglýstar hafa verið stöður framkvæmdastjóra flæðisviðs, geðsviðs, lyflækn- ingasviðs, rannsóknarsviðs og skurðlækningasviðs spítalans. „Það er stefna Landspítala að ráða ávallt tímabundið í stjórn- unarstöður. Þetta eru aðallega stöð- ur yfirlækna, deildarstjóra og fram- kvæmdastjóra. Síðast var ráðið í þessar tilteknu framkvæmdastjóra- stöður frá og með 1. september 2014, og því er komið að endurráðningum í þær nú frá sama tíma á þessu ári,“ segir í svarinu. gso@mbl.is LSH auglýsir eftir framkvæmdastjórum Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Síðast var ráðið í þessar stöður 1. september 2014. Grunn- og fram- haldsskólanemar á Akureyri fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Ak- ureyri í dag, fimmtudaginn 7. mars, og á morg- un, föstudaginn 8. mars. Einnig fá fullorðnir helm- ingsafslátt af stökum ferðum í sund og á eins til tveggja daga lyftu- miðum í Hlíðarfjalli þessa daga. Grunnskólanemarnir þurfa að gefa upp kennitölu og nafn skóla í af- greiðslu og framhaldsskólanemar Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri þurfa að framvísa nemendaskírteinum. Nemendur sem ætla að fá frítt í skíðalyfturnar þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 krónur. Kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls. Frítt í sund og á skíði Akureyri Frítt í vetrarfríinu. Fjarskiptafélagið Nova tilkynnti í febrúar að það hefði tekið í notkun fyrsta 5G sendinn á Íslandi og hafið prófanir á 5G farsíma- og netþjón- ustu til viðskiptavina sinna. Var sendirinn settur upp á þaki húss Nova við Lágmúla í Reykjavík í sam- starfi við Huawei Technologies. Samkvæmt upplýsingum frá Nova áætlar fyrirtækið að byggja upp 5G með sama hætti og 4G. Þá gæti uppbygging 5G einnig orðið á þeim svæðum þar sem ekki hefur verið lagt í uppbyggingu á ljósleið- ara. Í því geti falist mikil hagræðing og flýtt fyrir uppbyggingu. Í raun sé þróun á þeirri lausn tilbúin en upp- byggingin muni fylgja þörf mark- aðarins. Þótt símar og annar bún- aður sem styðja 5G séu ekki enn komin á markað sé þróun endabún- aðar á miklu skriði og í lok ársins muni slíkar vörur koma inn á mark- aðinn af miklum þunga. Þá standi vonir til að tíðnisvið fyrir 5G verði afgreitt nógu tímanlega til að mæta þörfinni. „Við erum tilbúin,“ segir í svarinu. Í svari frá Símanum við fyr- irspurn Morgunblaðsins segir að ekki hafi enn verið settir upp sendar á vegum fyrirtækisins sem styðji 5G. Hins vegar muni uppsetning slíkra senda ekki taka langan tíma þegar þar að komi en áður en hægt sé að fara formlega á markað með 5G vanti fleiri tæki sem styðji þessa tækni. Þá eigi Póst- og fjar- skiptastofnun eftir að bjóða út tíðni- heimildir sem nýttar verða undir 5G. Ef vel eigi að takast til með inn- leiðingu 5G, þurfi að fjölga sendum verulega. Slík uppsetning muni taka einhvern tíma og kalla á mögulegt samstarf ríkis, sveitarfélaga og fjar- skiptafyrirtækjanna. Vel sé fylgst með þróuninni og Síminn sé í góðu samstarfi við Ericsson, en far- símakerfi fyrirtækisins keyri á lausnum frá Ericsson. Vodafone segir í svari við fyrir- spurn Morgunblaðsins að fyrirtækið hafi í fyrra gangsett svokallaða „léttbandstækni“ eða NB-IoT á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi tækni hafi verið tekin inn sem hluti af 5G stöðl- unum og því megi segja að Voda- fone á Íslandi hafi verið með 5G samhæfða senda í gangi frá því í haust. Þessi tæki hafi að talsverðu leyti þá eiginleika sem muni ein- kenna 5G, t.d. hvað varðar mikinn fjölda tækja sem geta verið tengdir í einu á hverjum sendi. Vodafone seg- ir að fyrirtækið sé í góðu samstarfi við Vodafone Group og fylgi leið- beiningum og ráðleggingum þeirra á þessu sviði. Vodafone áformi hins vegar ekki að gangsetja sérstaka 5G senda á þessu ári, m.a. vegna þess að fyrsta útgáfa 5G staðlanna sé ein- göngu smávægileg hraðaaukning miðað við núverandi 4G tækni, sem muni ekki nýtast viðskiptavinum að neinu marki næstu 1-2 árin. Einnig sé ekki útlit fyrir að á næstunni verði mikið framboð af símtækjum sem styðji tæknina. Og til að bjóða fulla 5G þjónustu þurfi umfangs- miklar uppfærslur í miðlægum bún- aði, ekki dugi að setja upp senda. Þá segir í svari Vodafone, að hin raunverulega bylting sem 5G færi og muni umbreyta samfélaginu, komi í annarri útgáfu staðlanna þar sem margar byltingarkenndar tækninýjungar líti dagsins ljós. AFP Fjarskiptafélögin búa sig undir 5G  Fyrsti sendirinn kominn upp Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.