Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Fimm framkvæmdastjórastöður við
Landspítalan hafa verið auglýstar
vegna ákvæðis laga um að ráðningar
skulu vera tímabundnar í allt að
fimm ár, að því er segir í skriflegu
svari Ástu Bjarnadóttur, fram-
kvæmdastjóra mannauðssviðs
Landspítalans, við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Auglýstar hafa
verið stöður framkvæmdastjóra
flæðisviðs, geðsviðs, lyflækn-
ingasviðs, rannsóknarsviðs og
skurðlækningasviðs spítalans.
„Það er stefna Landspítala að
ráða ávallt tímabundið í stjórn-
unarstöður. Þetta eru aðallega stöð-
ur yfirlækna, deildarstjóra og fram-
kvæmdastjóra. Síðast var ráðið í
þessar tilteknu framkvæmdastjóra-
stöður frá og með 1. september 2014,
og því er komið að endurráðningum í
þær nú frá sama tíma á þessu ári,“
segir í svarinu. gso@mbl.is
LSH auglýsir eftir
framkvæmdastjórum
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Síðast var ráðið í þessar stöður 1. september 2014.
Grunn- og fram-
haldsskólanemar
á Akureyri fá
frítt í sund og á
skíði í vetrarfríi
grunnskóla á Ak-
ureyri í dag,
fimmtudaginn 7.
mars, og á morg-
un, föstudaginn 8.
mars. Einnig fá
fullorðnir helm-
ingsafslátt af stökum ferðum í sund
og á eins til tveggja daga lyftu-
miðum í Hlíðarfjalli þessa daga.
Grunnskólanemarnir þurfa að
gefa upp kennitölu og nafn skóla í af-
greiðslu og framhaldsskólanemar
Verkmenntaskólans á Akureyri og
Menntaskólans á Akureyri þurfa að
framvísa nemendaskírteinum.
Nemendur sem ætla að fá frítt í
skíðalyfturnar þurfa að eiga rafrænt
kort eða kaupa slíkt á 1.000 krónur.
Kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls.
Frítt í sund
og á skíði
Akureyri Frítt
í vetrarfríinu.
Fjarskiptafélagið Nova tilkynnti í
febrúar að það hefði tekið í notkun
fyrsta 5G sendinn á Íslandi og hafið
prófanir á 5G farsíma- og netþjón-
ustu til viðskiptavina sinna. Var
sendirinn settur upp á þaki húss
Nova við Lágmúla í Reykjavík í sam-
starfi við Huawei Technologies.
Samkvæmt upplýsingum frá
Nova áætlar fyrirtækið að byggja
upp 5G með sama hætti og 4G. Þá
gæti uppbygging 5G einnig orðið á
þeim svæðum þar sem ekki hefur
verið lagt í uppbyggingu á ljósleið-
ara. Í því geti falist mikil hagræðing
og flýtt fyrir uppbyggingu. Í raun sé
þróun á þeirri lausn tilbúin en upp-
byggingin muni fylgja þörf mark-
aðarins. Þótt símar og annar bún-
aður sem styðja 5G séu ekki enn
komin á markað sé þróun endabún-
aðar á miklu skriði og í lok ársins
muni slíkar vörur koma inn á mark-
aðinn af miklum þunga. Þá standi
vonir til að tíðnisvið fyrir 5G verði
afgreitt nógu tímanlega til að mæta
þörfinni. „Við erum tilbúin,“ segir í
svarinu.
Í svari frá Símanum við fyr-
irspurn Morgunblaðsins segir að
ekki hafi enn verið settir upp sendar
á vegum fyrirtækisins sem styðji 5G.
Hins vegar muni uppsetning slíkra
senda ekki taka langan tíma þegar
þar að komi en áður en hægt sé að
fara formlega á markað með 5G
vanti fleiri tæki sem styðji þessa
tækni. Þá eigi Póst- og fjar-
skiptastofnun eftir að bjóða út tíðni-
heimildir sem nýttar verða undir
5G.
Ef vel eigi að takast til með inn-
leiðingu 5G, þurfi að fjölga sendum
verulega. Slík uppsetning muni taka
einhvern tíma og kalla á mögulegt
samstarf ríkis, sveitarfélaga og fjar-
skiptafyrirtækjanna. Vel sé fylgst
með þróuninni og Síminn sé í góðu
samstarfi við Ericsson, en far-
símakerfi fyrirtækisins keyri á
lausnum frá Ericsson.
Vodafone segir í svari við fyrir-
spurn Morgunblaðsins að fyrirtækið
hafi í fyrra gangsett svokallaða
„léttbandstækni“ eða NB-IoT á höf-
uðborgarsvæðinu. Þessi tækni hafi
verið tekin inn sem hluti af 5G stöðl-
unum og því megi segja að Voda-
fone á Íslandi hafi verið með 5G
samhæfða senda í gangi frá því í
haust. Þessi tæki hafi að talsverðu
leyti þá eiginleika sem muni ein-
kenna 5G, t.d. hvað varðar mikinn
fjölda tækja sem geta verið tengdir í
einu á hverjum sendi. Vodafone seg-
ir að fyrirtækið sé í góðu samstarfi
við Vodafone Group og fylgi leið-
beiningum og ráðleggingum þeirra
á þessu sviði. Vodafone áformi hins
vegar ekki að gangsetja sérstaka 5G
senda á þessu ári, m.a. vegna þess
að fyrsta útgáfa 5G staðlanna sé ein-
göngu smávægileg hraðaaukning
miðað við núverandi 4G tækni, sem
muni ekki nýtast viðskiptavinum að
neinu marki næstu 1-2 árin. Einnig
sé ekki útlit fyrir að á næstunni
verði mikið framboð af símtækjum
sem styðji tæknina. Og til að bjóða
fulla 5G þjónustu þurfi umfangs-
miklar uppfærslur í miðlægum bún-
aði, ekki dugi að setja upp senda.
Þá segir í svari Vodafone, að hin
raunverulega bylting sem 5G færi
og muni umbreyta samfélaginu,
komi í annarri útgáfu staðlanna þar
sem margar byltingarkenndar
tækninýjungar líti dagsins ljós.
AFP
Fjarskiptafélögin
búa sig undir 5G
Fyrsti sendirinn kominn upp
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is