Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Rösle þeytari Verð 3.490 kr. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nýlegar gervihnattamyndir benda til þess að Norður-Kóreumenn séu að gera Sohae-tilrauna- stöðina tilbúna til notkunar á ný, en hún hefur meðal annars verið notuð til þess að skjóta á loft tveimur gervihnöttum. Stöðinni var lokað í fyrra- haust eftir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, fundaði með Moon Jae-in, forseta Suður- Kóreu í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu sögðu að myndirnar bentu jafnvel til þess að framkvæmdirnar hefðu hafist áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un fund- uðu í síðustu viku í Hanoi, en þeim fundi lauk skyndilega án þess að samkomulag næðist um að Norður-Kóreumenn myndu gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn gegn því að slakað yrði á refsi- aðgerðum. Skilaboð um staðfestu? Í tilkynningu frá hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) í Washington sagði að gervihnattamyndirnar hefðu verið teknar tveimur dögum eftir fundinn og að framkvæmdunum gæti verið ætlað að senda skilaboð um staðfestu þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu hafnað að aflétta refsiað- gerðum gegn Norður-Kóreu. Kim Jong-un samþykkti að loka stöðinni í við- ræðum sínum við Moon Jae-in til þess að auka traust á milli ríkjanna, en stöðin var meðal ann- ars notuð til þess að skjóta gervihnöttum á spor- baug um jörðu árin 2012 og 2016. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bannaði hins vegar Norður- Kóreu að skjóta fleiri gervihnöttum á loft, þar sem eldflaugatæknin sem liggur að baki er svip- uð þeirri sem notuð er til þess að skjóta kjarn- orkubúnum eldflaugum á milli heimsálfa. Önnur hugveita í öryggis- og varnarmálum, 38 North, sem sérhæfir sig í málefnum Norður- Kóreu, staðfesti tilkynningu CSIS um fram- kvæmdir við Sohae-stöðina. Joel Wit, forstöðu- maður hugveitunnar, sagði hins vegar að þær þyrftu ekki að þýða að Norður-Kóreumenn hygðust skjóta tilraunaeldflaugum á loft að nýju. „Fyrir utan að þeir hafa aldrei prófað langdræga eldflaug (e. ICBM) frá Sohae-stöðinni, en hún er hönnuð fyrir geimskot, myndi undirbúningur fyrir hvers kyns eldflaugaskot sjást í aðgerðum sem ekki eru sjáanlegar á myndunum,“ sagði Wit í tilkynningu sinni, en þar var einnig bent á að framkvæmdirnar við stöðina hefðu líklega hafist á milli 16. febrúar og 2. mars, en sú tíma- setning myndi þýða að þær hafi verið vel á veg komnar áður en leiðtogafundurinn í Hanoi hófst. Þá töldu sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu að Kim myndi líklega ekki hefja tilraunir með eldflaugar á ný. Framkvæmdunum væri hins vegar ætlað að minna Bandaríkjastjórn á það hvers Norður-Kóreumenn væru megnugir ef á reyndi. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj- anna, sagði í sjónvarpsviðtali á þriðjudaginn að Bandaríkjastjórn myndi áfram meta hvort Kim væri tilbúinn til þess að gefa kjarnorkuvopn sín upp á bátinn, ásamt „öllu sem tengdist því“. Varaði Bolton við því að Trump Bandaríkja- forseti hefði talað mjög skýrt um það að þeim viðskiptaþvingunum sem nú þegar væru til stað- ar yrði ekki aflétt án þess, og að frekar yrði horft til þess að herða á þeim ef Norður-Kóreumenn létu ekki undan. Endurreisa eldflaugapall  Gervihnattamyndir sýna framkvæmdir við Sohae-tilraunastöðina í Norður- Kóreu  Hugsanleg skilaboð til Bandaríkjamanna eftir fund Trumps og Kims AFP Sohae Hér sjást tveir verðir við eldflaug við Sohae-stöðina stuttu fyrir tilraunaskot árið 2012. „Lausn“ á ráð- gátu sem eðlis- fræðingurinn Al- bert Einstein skildi eftir sig fannst í bréfa- safni sem Hebr- eski háskólinn í Jerúsalem fékk nýlega til eignar, samkvæmt til- kynningu skól- ans í gær. Í safninu voru ýmis hand- skrifuð skjöl frá Einstein, og má þar meðal annars finna bréf Ein- steins til sonar síns, Hans Alberts, frá árinu 1935 þar sem Einstein lýs- ir áhyggjum sínum af uppgangi nasismans í Þýskalandi. Þar segir hann meðal annars að hlutirnir séu farnir að breytast í Þýskalandi, en Einstein fæddist þar árið 1879. „Við skulum vona að það hefjist ekki stríð í Evrópu fyrst,“ skrifar Einstein til sonar síns og bætir við að loksins séu hinar þjóðir Evrópu farnar að taka nasismann alvarlega, sérstaklega Bretar. „Ef þeir hefðu spyrnt fast á móti fyrir einu og hálfu ári, hefði það verið betra og auðveldara.“ Þá var einnig að finna frumrit að viðauka sem Einstein hafði hand- skrifað við ritgerð sína um mögu- lega samþættingarkenningu í eðl- isfræði, en hann eyddi síðustu þremur áratugum ævi sinnar í að reyna að sanna slíka kenningu. Við- aukinn hafði áður verið til í eftir- riti, þar sem eina blaðsíðu vantaði. Hanoch Gutfreund, eðlisfræðipró- fessor og fyrrverandi forseti há- skólans, sagði við AFP-fréttastof- una að viðaukinn hefði löngum verið „ráðgáta“ vegna síðunnar sem vantaði, en að nú væri loksins hægt að leysa hana. Bréf frá Einstein komin í leitirnar Albert Einstein ÍSRAEL Gerald Butts, sem nýlega sagði af sér sem helsti ráðgjafi Justins Tru- deau, forsætisráðherra Kanada, mætti í gær á fund þingnefndar og svaraði spurningum um aðkomu sína að hneykslismáli SNC-Lavalin- fyrirtækisins. Trudeau og ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa ætlað að hafa áhrif á gang sakamáls gegn fyrirtækinu, en það er sakað um að hafa greitt mútufé til fulltrúa stjórnvalda í Líbíu á árunum 2001 til 2011, meðan Múammar Gaddafí var enn við völd. Málið hefur skekið ríkisstjórn Trudeaus síðustu vikurnar og hafa nokkrir ráðherrar þegar sagt af sér embætti vegna þess. Butts sagði einnig af sér en hann er á meðal þeirra sem sagðir eru hafa haft óeðlileg afskipti af málinu. Butts mætti fyrir þingnefndina að eigin ósk og þvertók hann fyrir ásakanir sem Jody Wilson- Raybould, fyrrverandi dóms- málaráðherra landsins, hafði sett fram um að Trudeau og ráðgjafar hans hefðu viljað að hún myndi leita dómsáttar við SNC-Lavalin vegna mútumálsins í stað þess að sækja fyrirtækið til saka. Wilson- Raybould neitaði því og stendur til að réttarhöldin yfir fyrirtækinu hefjist síðar í mánuðinum. Trudeau hefur neitað öllum ásökunum vegna málsins. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Kanadamanna vilji að Trudeau segi af sér vegna málsins og hefur stjórnarandstaðan tekið undir þær kröfur. Stefnt er að því að kosið verði til þingsins í októ- ber á þessu ári og hefur Íhaldsflokk- urinn nú meirihluta í könnunum í fyrsta sinn í meira en fjögur ár. Neitaði öllum ásökunum  SNC-Lavalin- málið vindur enn upp á sig AFP Þingnefnd Butts sat fyrir svörum vegna hneykslismálsins í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.