Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 41
an skýrðist myndin. Og örlagasagan.
Hvernig bærinn hafði verið.
Þessi verndun kirkjugarðsins á
Víkurtorgi hefur aldrei alfarið snúist
um að varðveita beinagrindur.
Af því að það þykja nú rök í mál-
inu að beinagrindurnar séu horfnar.
Önnur rök eru þau að við höfum
aldrei vitað af þessum garði.
Einmitt, ég fann skinnhandrit
fornt í garðinum mínum sem ég vissi
ekki af.
Beinin geyma samt upplýsingar
um lífið.
Bein eru líka trommukjuðar. Til
að telja í lag.
Tromman er upphafið.
Hvað um það, enginn þolir skáld-
legt tal nú á tímum. Ó mæ god.
En það sem höfðar til mín er þessi
örlagasaga, saga manneskjunnar,
lífsins og dauðans.
Þegar ég geng í gegnum gamla
kirkjugarðinn við Suðurgötu undr-
ast ég þennan arkitektúr sem er
engum líkur.
Hugsa: Hvenær ætli ég deyi,
hvernig verður minn legsteinn, get
ég legið ofan í þessari köldu mold.
Samt er ég að hugsa um líf mitt.
Ég staldra við legsteinana, tré-
krossana, og les nöfn og ártöl,
hvernig var líf þessarar manneskju.
Hvernig lifði hún og dó. Og mikið
er þessi ungur, bara nokkurra mán-
aða.
Á einum steini stendur bara
stórum stöfum: Mamma. Hvorki
nafn né ártal.
Einu sinni var stelpa sem lærði að
lesa af legsteinum.
Og hvað stendur?
Allt sem minnir okkur á harm-
rænt eðli lífsins:
Blessuð sé minning hans.
Minning hans lifir.
Sjáumst aftur.
Hvíl í friði.
Hér er lagður foreldra fagur gim-
steinn.
*
Hér hvílast þeir sem þreyttir
göngu luku.
*
En við viljum kannski bara
gleyma því.
Höfundur er skáld.
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Nauðsynlegt er að
Reykjavík – stærsta
sveitarfélagið í land-
inu – komi að kjara-
viðræðunum sem nú
standa yfir enda er
mikið í húfi fyrir at-
vinnurekendur og
borgarbúa alla. Af
þeim sökum verður
að teljast mikið
ábyrgðarleysi að
meirihlutinn í borg-
inni, með Dag B. Eggertsson í
broddi fylkingar, skuli hafa fellt
kjarapakka sjálfstæðismanna á
fundi borgarstjórnar síðastliðinn
þriðjudag. Þessi afgreiðsla Dags
og félaga er ekkert annað en blaut
tuska framan í skattgreiðendur í
Reykjavík.
Nú hefur formaður stærsta
verkalýðsfélags landsins, Ragnar
Þór Ingólfsson, stigið fram opin-
berlega og hælt kjarapakkanum,
enda hefði hann komið sér mjög
vel fyrir félagsmenn VR sem eru
þrjátíu og fimm þúsund talsins.
Það munar um slíkan
búhnykk
Raunar kvað Ragnar útspil
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins vera fagnaðarefni með
hliðsjón af þeirri staðreynd að
kjörnir fulltrúar sveitarfélaga
væru farnir að taka tillit til þeirr-
ar alvarlegu stöðu sem upp væri
komin og hugsa lausnamiðað í
þeim efnum. Auk þess sagði hann
tillöguna um lækkun útsvars opna
á auknar ráðstöfunartekjur félaga
í VR sem búsettir væru í Reykja-
vík. En þess má geta að sú tillaga
hefði lækkað skattbyrði meðalfjöl-
skyldu um 84 þúsund
krónur eftir skatta á
ári. Það er engum vafa
undirorpið að það
munar um slíkan bú-
hnykk.
Ýtir undir
stöðugleika
Borgin tekur meira
af launaskattinum í
sinn hlut en ríkið.
Borgin tekur 54% í
sinn hlut en ríkið tek-
ur 44%. Þannig fær
borgin 25% meira en
ríkið af skatttekjum borgarbúa.
Það er gömul saga og ný að mikið
vill meira. Borgarstjórinn getur
ekki hugsað sér að missa spón úr
aski sínum til að koma til móts við
launafólk í borginni, enda kallaði
hann tillögur okkar innihaldslaust
bull. Orðrétt lét borgarstjórinn
hafa eftir sér á fundi borg-
arstjórnar: „Þetta er svokallað
bull. Innihaldslaust og ábyrgðar-
laust bull.“
Til marks um þetta saup félags-
hyggjumaðurinn – borgarstjórinn
sjálfur – hveljur þegar hann
heyrði að sjálfstæðismenn í
borgarstjórn hygðust lækka
rekstrargjöld heimilanna í borg-
inni um 36 þúsund krónur að jafn-
aði á ársgrundvelli. Enda átti að
framkvæma það með því að hverfa
frá fyrirhuguðum arðgreiðslum
Orkuveitunnar til Reykjavíkur-
borgar að hluta til.
Þetta hefði þýtt kjarabót fyrir
heimilin í borginni upp á 60 þús-
und krónur árlega fyrir skatta.
Það sem meira er; þetta hefur
bein áhrif á vísitölu neysluverðs,
sem heldur verðbólgunni í skefj-
um, og hefur áhrif til lækkunar
verðtryggðra lána. Þannig er
hægt að tala um þessa aðgerð
kjarapakkans sem verulega kjara-
bót fyrir heimilin í borginni, enda
ýtir tillagan jafnframt undir stöð-
ugleika.
Brunnið upp á báli
hærra húsnæðisverðs
Meirihlutinn hefur fengið hverja
falleinkunnina á fætur annarri
þegar kemur að húsnæðismálum,
enda stefna hans í þeim efnum
beðið skipbrot. Í því samhengi
nægir að nefna að húsnæðisverð
hefur hækkað um 100% á síðustu
átta árum. Sú staðreynd hefur
gert það að verkum að á hverju
ári fer meira og meira af tekjum
fólks í að greiða af húsnæði. Síð-
ustu árin hefur staðreyndin því
verið sú að kaupmáttaraukning
borgarbúa hefur brunnið upp á
báli hærra húsnæðisverðs.
Það er því engin tilviljun að for-
svarsmenn verkalýðsfélaganna
hafi látið hafa eftir sér að ekki
verði skrifað undir kjarasamninga
nema fyrir liggi skuldbindandi
samkomulag um að bæta aðstæður
fólks á húsnæðismarkaði. Það er
heldur engin tilviljun að átaks-
hópur stjórnvalda í húsnæðis-
málum hafi bent á að auka þyrfti
framboð lóða til að mæta vand-
anum. Þess vegna var í kjarapakk-
anum lagt til að Keldnalandið yrði
nýtt til uppbyggingar hagkvæms
húsnæðis og að auki yrði fallið frá
innviðagjöldum og byggingarrétt-
argjöldum stillt í hóf.
Betra er seint en aldrei
Það er því köld kveðja til
borgarbúa að meirihluti borg-
arstjórnar hafi hafnað tillögu okk-
ar um að samið yrði við ríkið um
Keldnalandið án skilyrða um aðra
fjármögnun ríkisins. Það er líka
köld kveðja til tugþúsunda borg-
arbúa að meirihluti borgarstjórnar
skuli hafa hafnað tillögu okkar
sjálfstæðismanna um kjarapakka
sem koma á til móts við launafólk
og liðka til í kjaraviðræðunum.
Enn er borð fyrir báru. Meiri-
hlutinn í Reykjavík hefur enn
tækifæri til að bregðast við og
leggja sitt lóð á vogarskálarnar til
lausnar kjaradeilunni. Betra er
seint en aldrei. Reykjavíkurborg
gæti spilað stórt hlutverk í að
liðka fyrir kjaraviðræðunum enda
hefur borgin enn svigrúm til að
koma að því að auka ráðstöf-
unartekjur og kaupmátt heim-
ilanna í borginni.
Enn er borð fyrir báru
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur » Það sem meira er;
þetta hefur bein
áhrif á vísitölu neyslu-
verðs, sem heldur verð-
bólgunni í skefjum, og
hefur áhrif til lækkunar
verðtryggðra lána.
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
20%
afsláttur
af öllum
vörum
nema tilboðsvörum
OPIÐ FRÁ 10 TIL 23
KONUKVÖLD Í SMÁRALIND
www.OpticalStudio.is
Módel: Brynja Dan