Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Nýtt frumvarp til
laga um menntun
kennara gerir ráð fyrir
útgáfu eins leyfisbréfs
til kennslu í leik-,
grunn- og framhalds-
skóla.
Forysta leik- og
grunnskólakennara
styður breytingarnar
en framhaldsskóla-
kennarar ekki. Fyrir
því höfum við talið fram ýmis rök,
ekki hvað síst að menntun og starf
framhaldsskólakennara er æði frá-
brugðið menntun og starfi kennara
yngri nemenda.
Framhaldsskólakennarar eru fyrst
og fremst sérfræðingar í tilteknum
kennslugreinum og mikilvægt er að
þeir búi yfir djúpri þekkingu á því
fagi sem þeir miðla. Það er grundvöll-
urinn að öflugu skólastarfi í fram-
haldsskóla. Framhaldsskólakennarar
koma margir hverjir til starfa með
reynslu og tengsl á vinnumarkaðnum
til viðbótar við sérgrein sína og rétt-
indanám.
Ég vil taka það skýrt fram að
mennta- og menningarmálráðherra,
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sýnt
kennurum mikla alúð og velvild og
við finnum fyrir stuðningi hennar við
starf okkar og aðstæður. En verði
nýtt frumvarp að lögum er það í
fyrsta sinn sem löggjafinn samþykkir
svo róttækar breytingar
í óþökk þeirrar stéttar
sem lögin ná til.
Tillaga mín er einfald-
lega sú að um sinn verði
gefið út eitt leyfisbréf til
kennslu í leik- og grunn-
skóla en starfsheitið
framhaldsskólakennari
verði áfram skilyrt við
lágmarks grunn-
menntun í grein að við-
bættri kennslufræði.
Það er ekkert því til
fyrirstöðu að breyta frumvarpinu
með þeim hætti og skapa þannig sátt
um málið. Grunnskólakennarar hafa
margir sérhæfingu í tilteknum grein-
um upp að ákveðnu marki og sem
fyrr geta þeir bætt við sig sérhæfingu
til að fá leyfisbréf til kennslu í fram-
haldsskóla.
Ég biðla til Alþingis að reka ekki í
gegn svo róttæka lagabreytingu þeg-
ar sérfræðingarnir sjálfir sem lögin
ná til telja það óráð og afturför til for-
tíðar.
Kæru þingmenn
Eftir Guðríði
Arnardóttur
Guðríður Arnardóttir
» Tillaga mín er ein-
faldlega sú að um
sinn verði gefið út eitt
leyfisbréf til kennslu í
leik- og grunnskóla.
Höfundur er formaður Félags
grunnskólakennara.
Ég kenndi í fram-
haldsskóla í nokkur
ár. Þar kenndi ég að-
allega viðfangsefni
greinarinnar sem ég
aflaði mér menntunar
í (uppeldis- og
menntunarfræði). Þar
sem hluti af námskrá
í uppeldis- og
menntunarfræði í HÍ
(a.m.k. á þeim tíma)
bauð upp á kúrsa í
skyldum fögum, svo sem almenna
félagsfræði, sálfræði, kynjafræði,
þroskasálfræði og afbrotafræði
auk heilmikillar aðferðafræði, þá
kenndi ég einnig slík fög.
Ekki hefði ég treyst mér til að
kenna þetta allt ef ég hefði ekki
haft traustan grunn úr há-
skólanámi mínu. Kennslurétt-
indanámið sem ég tók lagði sér-
staka áherslu á fræðin í kringum
það að kenna félagsgreinar, kenna
kenningar og hugtök, beita fjöl-
breyttum kennsluaðferðum, finna
leiðir til að virkja
nemendur til þátttöku
og svo ótal margt ann-
að. Þar fór ég líka í
vettvangsnám sem var
vel haldið utan um og
studdi við þetta allt
saman. Háskólinn
samdi við farsæla
kennara á sínu sviði
til að halda utan um
okkur grænjaxlana.
Ágætur liðsmaður
Nokkrum árum síð-
ar, með um það bil
átta ára kennslureynslu að baki,
prófaði ég að starfa í leikskóla.
Einhver gæti haldið að námið mitt
í uppeldisfræðinni, uppeldi eigin
barna eða kennslureynslan mín
gæti gagnast mér þar. En svarið
er bara nei. Ég fann strax að mig
skorti fagþekkingu á starfi leik-
skólans, á börnum á þessu aldurs-
skeiði – mig hreinlega skorti tæki
og tól til að taka faglegar ákvarð-
anir miðað við aldur og þroska
barnanna. Ég var samt ágætur
liðsmaður og gerði mitt besta.
Með svolítinn kvíðahnút í mag-
anum.
Á svipuðum tíma fór ég að
kenna Svíum (og Hollendingi og
Þjóðverja) íslensku í kvöldskóla.
Nemendur voru á aldrinum 25 til
70 ára. Með alla þessa kennslu-
reynslu og svona þokkaleg í ís-
lensku! Þá rakst ég harkalega á
það að það var bara hreint ekki
eins að kenna tungumál og að
kenna félagsgreinar. Ég þurfti að
læra allt aðrar aðferðir og fann að
mig skorti enn sárlega tæki og tól.
Fyrir utan það að sérhæfing mín
er alls ekkert í íslensku. Ég fékk
sem betur fer góðan faglegan
stuðning í skólanum þar sem ég
kenndi og svo gerði ég bara mitt
besta. Þetta slompaðist.
Sveigjanleika en
engan afslátt
Fagmennska er mikilvæg í
hvaða starfi sem er. Það hefur þó
ekki alltaf verið viðhorfið þegar
kemur að kennslufræði en mark-
visst hefur verið reynt að auka
virðingu fyrir kennarastarfinu og
viðurkenna mikilvægi kenn-
aramenntunar. Í námi og kennslu
skiptir máli hver viðfangsefnin eru
og ekki síður þroski, aldur og
þarfir nemenda. Það gefur auga-
leið og það rak ég mig svo sann-
arlega á í tilraunum mínum við að
kenna önnur fög og á öðrum vett-
vangi en ég hafði menntað mig til.
Þeir sem mennta kennara vita
þetta og þess vegna er námið
skipulagt á ólíkan hátt eftir því
hvar sérhæfingin liggur. Þess
vegna finnst mér furðuleg hug-
mynd að ætla að gefa út eitt leyf-
isbréf þvert á skólastig. Ég styð
sveigjanleika hvað varðar leyf-
isbréf á mörkum skólastiga og
e.t.v. í öðrum rökstuddum til-
fellum en aldrei að gefa afslátt af
fagmennsku kennarastéttarinnar
og hætta að viðurkenna gildi ólíkr-
ar sérhæfingar.
Hver er spurningin?
Þegar því er haldið fram að það
eigi að treysta stjórnendum einum
til að ráða kennara er byrjað á
skrítnum enda. Fyrir mér eiga há-
skólastofnanir að hafa bestu for-
sendurnar til að ákveða hvað
kennarar þurfa til lengri tíma lit-
ið, í góðu samstarfi við vettvang-
inn og byggt á traustum alþjóð-
legum og innlendum rannsóknum.
Ekki skólastjórnendur eða miðlæg
stofnun sem heitir Menntamála-
stofnun.
Ég skil ekki hver spurningin er
ef svarið er „eitt leyfisbréf“. Ég
held að við hljótum að þurfa að
finna önnur svör ef ætlunin er að
finna leiðir til að auka nýliðun og
fagmennsku í kennarastéttinni.
Gefum aldrei afslátt
Eftir Valgerði S.
Bjarnadóttur »Einhver gæti haldiðað námið mitt í upp-
eldisfræðinni, uppeldi
eigin barna eða kennslu-
reynslan mín gæti
gagnast mér þar. En
svarið er bara nei.
Valgerður S.
Bjarnadóttir
Höfundur er doktorsnemi við
Háskóla Íslands, rannsakandi við
Háskólann á Akureyri og nýlega
fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
TILBOÐSDAGAR
15-20% afsláttur af öllum vörum.
ÞV
O
TT
AV
ÉL
A
R
KÆ
LI
SK
Á
PA
R
HELLUBORÐ
ÞURRKARAR
SMÁTÆKI
U
PPÞVO
TTAVÉLA
R
OFNAR
RYKSUGUR
VIFTUR OG HÁFAR
Skoðaðu úrvalið okkar á
*FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun