Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™
Þakka ber þann
mikla fróðleik sem er að
finna í safni ritgerða
sex frábærra fræði-
manna: Líftaug lands-
ins – Saga íslenskrar
utanlandsverslunar
900-2010, útg. Háskóli
Íslands 2017. Sú saga
hefst þá þegar með
landnáminu. Ekki var
hafið farartálmi fyrir
landnemana, þá miklu
sæfara með næga farkosti, að sækja
það sem vantaði í búið á Íslandi. En
að því kom að í Gamla sáttmála, sem
íslensku höfðingjarnir gerðu við
Noregskonung 1262, er kveðið á um
að tryggja árlega sigl-
ingu sex kaupskipa til
landsins. Ætla má að
eftir því sem leið á
Þjóðveldistímabilið
hafi skipakosturinn
rýrnað svo mjög, að
það þurfti för um bón-
arveg til Noregskon-
ungs að halda uppi
siglingum. Þar með
glataðist sjálfstæðið.
Svo einfalt er þetta þó
hugsanlega ekki.
Verðbreytingar á út-
flutningsvörunum,
vaðmáli, skreið og lýsi, gætu hafa
spillt viðskiptakjörum og að kenn-
ingin um gullöld í upphafi Íslands-
byggðar sé 19. aldar tilbúningur.
Það er hið mikla verk Snorra Sturlu-
sonar, Heimskringla, hins vegar
ekki, enda hann bjargvættur sögu
þess tíma og hinnar fornu norrænu
menningar. Heimskringla er meist-
araverk í Evrópusögunni.
Með Kalmarsambandinu 1382
flyst konungsvaldið til Kaup-
mannahafnar. Þýskir og enskir
kaupmenn taka upp verslun við Ís-
land og síðar alfarið Danir með ein-
okunarverslun sem konungur inn-
leiddi 1602. Einokunin, skelfilegt
hagstjórnartæki merkantílismans,
stóð fram eftir 18. öld og miklar
hörmungar gengu yfir þjóðina. En
eldsumbrot og kuldaköst eiga sinn
þátt í þeirri hungursneyð og mann-
falli. Þrátt fyrir það stóð íslensk
menning og tunga bjargföst. Kaup-
mannahöfn var evrópsk menning-
arborg og gagnast Fjölnismönnum
og skáldunum í Höfn vel sem slík á
19. öld frelsisbaráttunnar. Og sú trú
rættist að framar öðru myndu fram-
farir fást við sjálfstæði þjóðarinnar.
Í anda þess var Eimskipafélagið –
„óskabarn þjóðarinnar“ – stofnað
1914 til að tryggja þátt siglinga í líf-
taug landsins . En styrkleiki þeirrar
taugar er háður öðru en siglingum
okkar, svo sem lærist í tveim heims-
styrjöldum 20.aldar þá er Atlants-
hafið verður framlenging af vígvöll-
unum.
Að fengnu fullveldi 1918 lýsa Ís-
lendingar sig hlutlausa þjóð en
Þjóðabandalagið, sem átti að tryggja
Versalafriðinn dugði ekki til þess.
Útbreiðsla trúarinnar á alheims-
kommúnismann, sem náði hingað,
var jafn fáránleg og væri um Kína í
dag, sé einhver á þeirri línu. Ísland,
frjálst og fullvalda ríki, skipar sér í
samstarf i efnahags- og varnar-
málum með öðrum lýðræðisríkjum.
Árið 1949 standa Bandríkin að stofn-
un Atlantshafsbandalagsins, og þar
með hefst hálfrar aldar friðarskeið
Evrópu. Öryggi Íslands hvílir öðru
fremur á varnarsamstarfinu í NATO
sem mætir auknum þrýstingi frá
Rússum, sem líta til síns gamla veld-
is og Kínverjum, sem verður ágengt
um efnahagsleg ítök á heimsvísu. Af-
nám viðskipta- og greiðsluhafta var
skilyrði fyrir Marshall-aðstoð
Bandaríkjanna og úr þeim farvegi
kemur Evrópusambandið, fríverslun
í EFTA og EES og aukið við-
skiptafrelsi í Bandaríkjunum. Líf-
taug okkar hlýtur að hvíla alfarið á
viðskiptastöðu sem áunnist hefur við
grannríkin austan hafs og vestan og
er þar með leiðarljós á tímum óvissu.
Líftaugin
Eftir Einar
Benediktsson
Einar
Benediktsson
» Líftaug okkar hlýtur
að hvíla alfarið á við-
skiptastöðu sem áunnist
hefur við grannríkin
austan hafs og vestan og
er þar með leiðarljós á
tímum óvissu.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
hafa tekið afstöðu í
þessu máli án þess að
hugsa það alla leið og
held ég að þörf sé á að
skoða þetta út frá
staðreyndum og út frá
okkar aðstæðum hér á
þessu landi. Hér eru
nokkur atriði sem við
ættum að hafa í huga:
Yfir fjóra dimmustu
mánuðina hjá okkur
breytir það litlu að
seinka klukkunni því
við munum eftir sem
áður vakna í myrkri
klukkan 06:30 á morgnana. Við
myndum hinsvegar strax átta okkur
á því að það myndi dimma fyrr og
við myndum missa klukkutíma af
dagsbirtu í frítíma okkar efir vinnu.
Varla viljum við það? Nei, það er
okkur og börnum okkar afar mik-
ilvægt að geta notið birtu í frítíma
okkar. Það skiptir miklu máli.
Yfir sumarmánuðina breytir þetta
litlu eða engu á morgnana þar sem
við vöknum alltaf í birtu nema að
það myndi kannski birta of snemma
á vorin og haustin. Við myndum að
sama skapi missa klukkutíma af
sumarkvöldunum okkar björtu og
hver vill það? Eftir skammdegið
eigum við það skilið að njóta óvenju
langrar birtu í okkar frítíma. Það
gerum við með því að hafa klukkuna
eins og hún er.
Svo er það millilandaflugið en
viðbúið er að flýta þurfi flestum
brottförum til Evrópu um klukku-
stund. Hefur einhver áhuga á því að
vakna klukkutíma fyrr til þess að
fara í flug?
Svefnvenjur unglinga munu ekki
breytast við það að seinka klukk-
unni, það vitum við vel. Við vitum
líka af eigin raun að þegar við förum
snemma að sofa, eða fyrir 11 á
kvöldin, hvílumst við betur. Það
stafar einfaldlega af því að svefn
fyrripart nætur er jafnan bestur.
Með því að seinka klukkunni mynd-
um við í raun fara seinna að sofa ef
við miðum við líkamsklukkuna. Við
vitum af eigin raun að það yrði ekki
góð breyting.
Það var í raun ótrúlega skyn-
samleg ákvörðun á sínum tíma að
stilla klukkuna þannig að hádegi er
hjá okkur um 13:30. Það hentar
okkur einfaldlega frábærlega vel í
alla staði.
Ég vil hvetja fólk til þess að
hugsa þetta vel frá öllum hliðum og
vona að við berum gæfu til þess að
taka rétta ákvörðun í þessu máli.
Ákvörðun sem er byggð á góðri
reynslu okkar af núverandi fyr-
irkomulagi. Ef klukkunni yrði
seinkað um klukkustund á Íslandi
yrði um að ræða ábyrgðarlausa til-
raun sem hefði í för með sér mikinn
kostnað og fórnir fyrir flesta, leyfi
ég mér að segja.
Töluverð umræða er
í þjóðfélaginu þessa
dagana um það hvort
seinka skuli klukkunni.
Svo virðist sem þessi
umræða snúist ekki
endilega um hluti sem
skipta okkur Íslend-
inga mestu máli. Sér-
fræðingar tala um lík-
amsklukku og að
seinka klukkunni sé
lausn á mörgum af okk-
ar vandamálum, til að mynda er því
slegið föstu að unglingarnir okkar
myndu sofa lengur. Margir virðast
Hvað á klukkan að vera?
Eftir Sigurjón
Sigurjónsson
Sigurjón
Sigurjónsson
» Það var í raun ótrú-
lega skynsamleg
ákvörðun á sínum tíma
að stilla klukkuna þann-
ig að hádegi er hjá okk-
ur um 13:30.
Höfundur er flugvirki.
sigurjons@icelandair.is