Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
✝ Arnór Jóhann-esson fæddist á
bænum Krossnesi í
Grundarfirði 10.
maí 1930. Hann
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Nes-
völlum 24. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Ólafur Þorgríms-
son, kennari og
bóndi, frá Miklahól í Skagafirði,
20.11. 1900, d. 16.12. 1975, og
Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir
húsmóðir, frá Krossnesi í Eyrar-
sveit, f. 10.11. 1898, d. 18.3. 1986.
Systkin Arnórs eru Guðmundur
Lárus Skúli, f. 18.12. 1931, Guð-
rún Kristín, f. 7.6. 1933, og
Kristín Salbjörg, f. 7.8. 1937, d.
7.11. 1990.
Arnór var nefndur Arnór
Björgvin í höfuðið á Arnóri Þor-
leifi föðurafa sínum og Sal-
björgu Helgu, föðurömmu sinni.
Hann valdi seinna að nota ein-
ungis fyrra nafnið sitt. Fjöl-
skylda og vinir kölluðu hann
ávallt Adda og samstarfsfélagar
hjónum sem sonur og hefur Arn-
ór, og Guðbjörg á meðan hún
lifði, verið hluti af fjölskyldu
Sveinbjörns. Sveinbjörn er gift-
ur Kristínu Lindu Ragnars-
dóttur, f. 25.6. 1962, og börn
þeirra eru 1) Davíð Örn, f. 30.12.
1984, maki Fjóla Dögg Halldórs-
dóttir, f. 5.1. 1984, börn þeirra
Salómon Blær, f. 29.7. 2012, og
Elísa Björt, f. 16.6. 2017; 2)
Benjamín Ragnar, f. 24.9. 1987,
og 3) Guðlaug María, f. 24.5.
1994, í sambandi með Birki Ey-
þór Ásgeirssyni, f. 31.1. 1989.
Arnór var guðfaðir Elínar Sal-
bjargar Agnarsdóttur, f. 12. jan-
úar 2006, dóttur Agnars Björns-
sonar, f. 12.5. 1961, sonar
Kristínar Salbjargar systur Arn-
órs.
Arnór og Guðbjörg bjuggu
sér heimili við Reykjanesveg 54,
Ytri-Njarðvík, árið 1953. Hann
starfaði hjá Hamilton-félaginu á
Keflavíkurflugvelli þar til það
var lagt niður árið 1961. Þá
bauðst honum að starfa sem
kokkur hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, fyrst í svo-
kölluðum Officer-klúbbi en síðar
í mötuneyti hersins (messanum),
þar til hann hætti störfum vegna
aldurs árið 2001, þá 71 árs.
Útför Arnórs fer fram frá
Njarðvíkurkirkju í Innri-
Njarðvík í dag, 7. mars 2019,
klukkan 13.
kölluðu hann iðu-
lega Nóra.
27. desember
1959 kvæntist Arn-
ór Guðbjörgu
(Guggu) Einars-
dóttur, f. 23.3. 1918,
d. 2.4. 1979, frá
Vogi við Fells-
strönd í Dalasýslu.
Hún var dóttir
hjónanna Einars
Guðbrandssonar, f.
31.3. 1867, d. 13.1. 1927, og
Hólmfríðar Ágústu Björns-
dóttur, f. 14.8. 1877, d. 7.1. 1935.
Dóttir Guðbjargar, Gerður Hólm
Halldórsdóttir, f. 24.11. 1943, d.
1.4. 1996, ólst upp hjá þeim hjón-
um. Gerður giftist Valgeiri Jóni
Rafni Rögnvaldssyni, f. 17.12.
43. Mæðgurnar Guðbjörg og
Gerður létust báðar úr maga-
krabbameini.
Arnóri og Guðbjörgu varð
ekki barna auðið saman, en frá
hausti 1963 og fram á haustið
1969 var hjá þeim í daglegri
pössun og stundum meira Svein-
björn Gizurarson, f. 17.5.1962,
prófessor við HÍ. Hann var þeim
„Við skulum drífa okkur,
sækja netin og koma okkur inn í
hús áður en það fer að rigna,“
sagði Addi. Ég leit upp í heiðblá-
an himininn og spurði undrandi
hvernig það mætti vera. Hann
sagði, hlustaðu á himbrimann,
það heyrist bara svona í honum,
þegar úrkoma er í vændum. Það
má búast við rigningu eftir u.þ.b.
klukkustund og það stóð heima.
Arnór fæddist og ólst upp í
Krossnesi í Eyrarsveit við
Grundarfjörð í góðum hópi syst-
kina og frændsystkina. Hann var
elstur systkina sinna og lærði
fljótt þau vinnubrögð sem notuð
voru í sveitinni. Hann lærði einn-
ig að lesa í náttúruna eins og sagt
er frá hér að framan. Hann gat
sagt fyrir um komandi veður með
nokkuð mikilli nákvæmni þegar
hann sá útlit og tegund þeirra
skýja sem voru á himninum. Ég
man ekki til þess að honum hafi
nokkurn tíma skjátlast.
Arnór var einstaklega góður
maður. Allir sem þekktu hann,
unnu með honum eða voru tengd-
ir honum fjölskylduböndum hafa
sagt mér hvað hann var góður og
hjálpsamur. Það fór ekki mikið
fyrir honum en hann vissi hvað
hann vildi. Hann starfaði lengst-
um sem kokkur í mötuneyti varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Hann var fróður um mat og
matarmenningu Bandaríkja-
manna, þó að heima vildi hann
hafa matinn einfaldan og syði
gjarnan fisk og kartöflur saman í
potti og léti nægja að setja út á
smjör eða hamsatólg.
Arnór var ekki maður mikilla
breytinga. Eftir að hann fékk bil-
próf keypti hann sér Ford
Escort, og hélt sér við þá bílateg-
und. Liturinn á húsinu sem hann
byggði á Reykjanesveginum var
nánast hinn sami frá því að hann
málaði það í upphafi. Hann að-
hylltist gamalt handverk og not-
aði alltaf orf og ljá þegar hann sló
túnið í kringum húsið sitt og setti
niður kartöflur á hverju vori
meðan heilsan leyfði.
Arnór hafði oft orð á því, þar
sem hann lá uppi í rúmi eða sófa
með stafla af bókum og nef-
tóbakspontuna hjá sér, að bæk-
urnar væru vinir hans. Hann las
mikið, bæði um áhrif seinni
heimsstyrjaldarinnar á Ísland og
íslenskt samfélag, og um áhrifa-
menn í íslenskum stjórnmálum.
Hann var minnugur á ljóð og
fleyg orð og hafði gaman að því
að fara með kvæði og vísur.
Haustið 1963 tóku Addi og
Gugga, kona hans, að sér að
passa mig, sem þá var rétt um árs
gamall. Fram á haust 1969 var ég
daglega hjá þeim á meðan for-
eldrar mínir voru við vinnu og
stundum í lengri tíma ef þau voru
erlendis. Ég fór með þeim í ótal
ferðir á æskuslóðir Adda á Snæ-
fellsnes og Guggu í Dalina, þar
sem ég fékk nasasjón af því
hvernig var að búa í sveit. Þegar
Gugga lést árið 1979 styrktust
böndin milli Adda og mín með
hverju árinu. Hann heimsótti
okkur fjölskylduna oft til Dan-
merkur þegar við bjuggum þar.
Ég var honum sem sonur og hann
mér sem annar faðir og afi barna
minna, enda hluti af fjölskyld-
unni. Flest sumur fórum við
Addi, ásamt einu eða fleiri barna
minna, á æskuslóðir hans í
Grundarfirði, allt þar til gamli
sveitabærinn brann, eftir það fór
hann aldrei aftur vestur.
Margs er að minnast og margt
er hér að þakka. Hvíl í Guðs friði,
kæri vinur.
Sveinbjörn og fjölskylda.
Mig langar til að minnast
móðurbróður míns Arnórs Jó-
hannessonar, eða Adda eins og
hann var kallaður á heimili for-
eldra minna. Arnór var stóri
bróðir móður minnar Kristínar
Salbjargar. Addi var einn af
uppáhaldsfrændum mínum og
fylgdist vel með mér. Þegar ég
eignaðist dóttur kom ekki annað
til greina en að fá Adda til að vera
guðföður hennar, en hún heitir
Elín Salbjörg og er seinna nafnið
nafn systur Adda.
Addi elskaði sveitina sína
Grundarfjörð og vissi ekki feg-
urri sveit á Íslandi og allt það
sem tengdist Grundarfirði var
best. Sem dæmi um það er að eitt
sinn var Guðmundur bróðir Adda
og mömmu í heimsókn, og var
soðinn fiskur í matinn sem Guð-
mundur hafði komið með sér að
vestan, Addi tók vel til matarins
og sagði „mikið er þetta góður
fiskur, en það fæst aldrei ætur
fiskur úr Suðurnesjasjó“. Það var
mér mikil ánægja að fara með
Adda í göngutúr á Stöðina en það
var í fyrsta og eina skiptið sem að
hann fór þar upp, og naut hann
þessi mikið að horfa yfir sína
fögru sveit.
Addi studdi SÍS, kaupfélögin
og Framsóknarflokkinn og voru
stundum líflegar pólitískar um-
ræður milli föður míns og Adda.
Steingrímur Hermannsson var í
miklu uppáhaldi hjá Adda. Addi
tók helst ekki bensín á bílinn
nema hjá Essó, og keyrði frekar
framhjá öðrum bensínstöðvum til
að taka bensín hjá Essó. Ein-
hverju sinni vorum við á ferðinni í
Skagafriði á æskuslóðum Jó-
hannesar föður Adda og var bíl-
inn að verða bensínlaus en það
voru nokkrir kílómetrar í næstu
bensínstöð en hún var ekki Essó,
en það mátti fara og taka þar
bensín en bara nóg til að komast
á næstu Essóstöð.
Addi var laghentur og hafði
gaman af því að byggja og dytta
að. Hann byggði t.d. bílskúr hjá
sér og réttu við feðgar honum
hönd en stýrði verkinu.
Jóhannes Þorgrímsson faðir
Adda samdi ljóðið Grundarfjörð
sem lýsir vel ást Adda á Grundar-
firði.
Ég þekki fjörð svo fagurbláan
við fótskör draums og stunalags.
Og hversu löngum sæll ég sá hann
við sólarris hins nýja dags
með daggarbros á grundum grænum
og geislablik á sléttum sænum.
Þar hefjast fjöll í vorsins veldi
með vættasöng og fossa skrúð,
og ljósaroðinn á lygnu kvöldi
þau lyfta höfði frjáls og prúð.
þar eygist fegri fjallaröðin
en Fellið, Mönin, Hyrnan, Stöðin?
Sér unnir byggð við brekkur háar
og búðarrúst við saltadröfn
og svanavötn og víkur bláar
og vinjar kringlu lukta höfn.
En út um leiðir unnir hjala,
um unna dáð og hetjur tala.
Agnar Björnsson.
Arnór
Jóhannesson
góða vini. Við felum okkar góða
vin algóðum Guði. Við eigum
sjálfsagt eftir að hittast öll síðar,
á öðrum stað og öðrum tíma og
eiga góðar stundir saman.
Hugur okkar er hjá Sigríði og
fjölskyldunni allri á þessum erf-
iðu tímum.
Örlygur og Helga Richter.
Þegar Skarphéðingar minnast
látins bekkjarbróður, Guðmund-
ar Malmquist, leitar hugurinn til
haustsins 1961, þegar ungir
sveinar hittust í 4. bekk Z í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Góð vinátta þróaðist með þessum
hópi. Hún heldur sannarlega enn
og ekki síður þegar árin færast
yfir.
Námið gekk misvel og sveinar
fóru á svig við námsleiða með
glettni um námsefnið og kennar-
ana, þótt skoplegastir væru þeir
eflaust sjálfir. En hafi gáski og
glettni einkennt flestar athafnir á
þessum árum fylgdi engu að síður
virðing í bland og tóku nemendur
sérstöku ástfóstri við umsjónar-
kennara bekkjarins, Skarphéðin
Pálmason, sem kenndi Z-bekkn-
um eðlis- og efnafræði. Skemmst
er frá því að segja að andi Skarp-
héðins hefur fylgt bekkjarfélög-
unum allar götur síðan.
Að stúdentsprófi loknu, vorið
1964, dreifðist hópurinn. Sumir
fóru til námsdvalar í öðrum lönd-
um. Aðrir luku námi á Íslandi,
þ.á m. Guðmundur, en hann nam
lögfræði við Háskóla Íslands.
Meðfram námi vann hann ýmis
störf og öðlaðist þar með víðtæka
reynslu og samfélagslega þekk-
ingu, sem kom honum að notum
æ síðan. Guðmundur er kunnur
fyrir störf sín og hér verður því
aðeins að fáu vikið. Hann var lög-
fræðingur hjá Seðlabankanum á
árunum 1970-1972, lögfræðingur
hjá lánadeild Framkvæmdastofn-
unar 1972-1985, aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra 1984-1985, for-
stjóri Byggðastofnunar 1985-
2001 og framkvæmdastjóri Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu 2001-2008.
Önnum kafnir ungir menn og
dreifðir um lönd stofnuðu þó
Skarphéðingafélagið svo snemma
sem í desember 1964. Frá fyrstu
tíð hafa bekkjarfélagar notið
virkni Guðmundar og víðtækrar
reynslu. Löngum var hann í hlut-
verki leiðtoga, en jafnframt hefur
hann ævinlega verið siðameistari
hópsins – einskonar jarðtenging,
þegar glens og gáski hefur virst
ætla að fara úr böndunum – og
manna líklegastur til að finna
sanngjarnt meðalhóf milli gam-
ans og alvöru. Inntak félagsins
var honum ávallt hugleikið. Miklu
máli skipti að eiga vinahóp og
geta tjáð sig um allt milli himins
og jarðar fjarri áreiti og takmörk-
unum hins opinbera lífs, eins og
Guðmundur mun hafa komist að
orði á góðri stundu.
Ljúft er að minnast einstakrar
gestrisni Guðmundar og eftirlif-
andi eiginkonu hans, Sigríðar,
þegar bekkjarfélagar ásamt
eiginkonum komu saman á heim-
ili þeirra hjóna á hátíðarfundum
félagsins. Skörð hafa myndast í
hópinn og er Guðmundur hinn
fimmti í röð félaga sem fallnir eru
frá. Reynslan kennir okkur að
brátt munu fleiri verða kallaðir á
brott. Þeir dagar eru löngu liðnir,
þegar lærifeður okkar rýndu með
okkur í Völuspá og fornar sögur,
kenndu okkur að tala tungum eða
bara glímutökin, sönnuðu stærð-
fræðiformúlur og þegar Skarp-
héðinn leiddi okkur í allan sann-
leika um Coulomb, Kirchhoff og
fleiri stórmenni í sögu eðlis- og
efnafræði, en við sem eftir lifum
munum enn um sinn leitast við að
njóta góðra stunda og minnast
með þakklæti fallins félaga sem
auðgaði líf okkar.
Við kveðjum Guðmund Malm-
quist og vottum Sigríði, börnum
þeirra og barnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Hreinn Frímannsson,
Gunnar S. Óskarsson
og Níels Indriðason.
✝ Kristín HildurÓlafíudóttir
Pálsdóttir fæddist
22. janúar 1991 á
Selfossi. Hún lést á
heimili sínu 27.
febrúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafía Guð-
rún Halldórsdóttir
húsmóðir, f. 8. júní
1953, d. 26. febrúar
2019, og Páll Þór
Engilbjartsson sjómaður, f.
1956. Bræður hennar sam-
mæðra eru Halldór Davíð Sig-
urðsson, f. 1971, Ævar Sigurðs-
son, f. 1975, og Arnar Þór
Sigurðsson, f. 1982. Bróðir
hennar samfeðra er Páll Heiðar
Pálsson, f. 1976.
Kærasti Krist-
ínar Hildar var Ar-
on Kristinn Lýðs-
son, f. 1990. Kristín
Hildur lauk grunn-
skólaprófi árið
2007 frá Grunn-
skólanum í Hvera-
gerði. Stundaði
nám við Fjöl-
brautaskóla Suður-
lands og var í kór
skólans. Hún vann m.a. við af-
greiðslu og þjónustustörf og
lengst af í Lyfjum og heilsu í
Hveragerði og Þorlákshöfn.
Útför hennar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 7. mars
2019, klukkan 14.
Þegar maður sest niður og
hugsar til baka til Kristínar
Hildar, litlu stelpunnar hans
pabba og litlu systur minnar, eða
Ollýjar, eiginkonu pabba og
stjúpu minnar, þá er nær von-
laust að tala um þær í sitthvoru
lagi. Þegar ég minnist annarrar
en hin alltaf nefnd í sömu andrá
og því augljóst að skrifa minning-
argrein um þær báðar saman.
Þær minntu oft á vini, systur
ásamt því að vera óðskiljanlegar
mæðgur og virtust dansa í takt í
gegnum lífið saman.
Að þær skulu hafa fallið frá
með sólarhrings millibili er óút-
skýranlegt og engan veginn hægt
að skilja.
Systir mín, Kristín Hildur, var
og verður alltaf litla systir mín
sem ég sinnti aldrei nóg en hugs-
aði oft og hlýtt til. Á seinni árum
áttum við löng og góð samtöl á
Facebook um lífið, tilveruna og
tækifærin sem lífið hefur upp á
að bjóða. Við hittumst nýlega og
áttum langt og gott spjall sem ég
vonaðist til að væri nýtt upphaf í
lífi Kristínar. Ég hafði mikla trú á
henni, hæfileikum hennar og
greind sem hún náði aldrei að
nýta sér til fulls en var sannfærð-
ur um að myndi koma einn
daginn.
Veit að pabbi minn elskaði þær
skilyrðislaust og mun alltaf gera
það. Missir þeirra verður alltaf
brot í hjarta hans og okkar.
Minningar mínar frá barns-
aldri eru óteljandi eins og þegar
pabbi og Kristín fóru í bæinn sem
Tímon og Púmba og höfðu þenn-
an svarta skemmtilega húmor
sem við áttum sameiginlegan.
Það er ljúft að hugsa um þá góða
tíma sem við áttum saman.
Ásamt Kristínu var það
stærsta afrek hennar Ollýjar að
færa heiminum þrjá yndislega
stráka, þá Halldór (Dadda), Æv-
ar og Arnar, og get ég ekki lýst
því með orðum hvað ég er þakk-
látur fyrir að hafa kynnst þessum
drengjum og eiga þá að ævilangt.
Við sendum þeim samúðar-
kveðju og allan þann styrk sem
við getum veitt.
Grámi dagsins grætur
hin góðu liðnu ár
þá hlupu fimir fætur
og féllu gleðitár.
Nú faðmast fólk sem lifir
og fegurð leitar að
en engill svífur yfir
þeim yndislega stað.
Nú tala englar aðrir
um allt sem hérna var.
Til jarðar falla fjaðrir
sem fagrar minningar.
(Kristján Hreinsson)
Söknum ykkar og sendum
ykkur alla þá ást og umhyggju
sem við getum boðið.
Elsku pabbi, ég er orðlaus yfir
baráttu þinni og styrk, elska þig
eins mikið og sonur getur elskað
föður.
Páll Heiðar Pálsson,
Hafdís R. Sveinbjörns-
dóttir og börn.
Kristín Hildur Ólaf-
íudóttir Pálsdóttir
Elskulegur faðir okkar,
GUNNAR A. OTTÓSSON,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
áður Ólafsvík,
lést 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 11. mars klukkan 13.
Þorbjörg Kristín Gunnarsdóttir
Árni Freyr Gunnarsson
Ástkær faðir okkar og afi,
SIGURÐUR BLÖNDAL,
lést á heimili sínu 1. mars.
Útför fer fram frá Hveragerðiskirkju
mánudaginn 11. mars klukkan 14.
Elísabet Ósk Sigurðardóttir
Bjarki Blöndal
Sandra Sigurðardóttir
Sólveig Hrönn Sigurðardóttir
Indriði Hrannar Blöndal
Bjarndís Helga Blöndal
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARTA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kirkjuhvoli,
áður til heimilis Eystra-Seljalandi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
föstudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Stóradalskirkju föstudaginn 15. mars
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
dvalarheimilið Kirkjuhvol.
Örn Þór Hlíðdal Barbára Hlíðdal
Auður Jóna Sigurðardóttir Óli Kristinn Ottósson
Björgvin Valur Sigurðsson Jóhanna Gyða Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn