Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
✝ Jónas Hall-grímsson
fæddist á Knapps-
stöðum í Fljótum
12. nóvember
1930. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 27. febr-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Bogason, f.17.8.
1898, d. 12.6. 1985,
og Kristrún Jónasdóttir, f.
17.6. 1903, d. 28.3. 1989, bænd-
ur á Knappsstöðum. Systkini
Jónasar eru Guðný, f. 1924, d.
2006, Bogi, f. 1925, Dagbjört, f.
1926, d. 1988, og Sigurjón, f.
1932, d. 2002.
11. nóvember 1960 giftist
Jónas Huldu Erlingsdóttur frá
Ásbyrgi í N-Þingeyjarsýslu, f.
11.11. 1937. Foreldrar hennar
voru Erlingur Jó-
hannsson frá
Arnanesi, f. 1903,
og Sigrún Bald-
vinsdóttir frá
Ófeigsstöðum, f.
1907, ábúendur í
Ásbyrgi.
Börn Jónasar og
Huldu eru 1) Dag-
ur, f. 17.10. 1961,
maki Helga Hall-
dóra Þórarins-
dóttir, f. 27.4. 1965, börn
þeirra eru Breki, f. 18.3. 1995,
unnusta hans er Saga Sif Gísla-
dóttir, f. 14.2. 1995, og Hulda,
f. 2.1. 1997, Kristmann Freyr,
f. 22.1. 1986, maki Auður Páls-
dóttir, f. 27.2. 1988, eiga þau
tvær dætur. Móðir Kristmanns
er Gyða Kristmannsdóttir. 2)
Dóttir fædd andvana 3. sept-
ember 1963. 3) Hlynur, f. 6.12.
1964, dóttir hans og Áslaugar
Davíðsdóttur er Stella, f. 5.4.
2000. 4) Halldór Auðarson, f.
3.4. 1959, börn hans með Jónu
Hilmarsdóttur eru Salóme Ás,
f. 18.11. 1985, Rebekka Ás, f.
13.10. 1988, og Guðmundur, f.
19.7. 1990, barnabörnin eru
fimm. Móðir Halldórs er Auður
Guðmundsdóttir.
Jónas flutti til Reykjavíkur
rúmlega tvítugur og byrjaði að
vinna hjá tollstjóra, flest árin í
vöruskoðun en flutti sig síðan í
tolladeild Ríkisendurskoðunar
og vann hjá stofnuninni til sjö-
tugs, eða í 29 ár.
Jónas ferðaðist mikið um há-
lendi Íslands og byggð, og
stundaði skíðamennsku frá
unga aldri. Hann stundaði leik-
fimi í áratugi með skíða-
félögum sínum og vinum.
Í Reykjavík bjuggu Jónas og
Hulda lengst í Búlandi 14 í
Fossvogi, fluttu þangað 1968.
Frá árinu 2003 hafa þau búið í
Þorláksgeisla í Grafarholti.
Útför Jónasar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 7. mars
2019, klukkan 13.
Elsku pabbi, mikið held ég að
þú hafir verið hvíldinni feginn,
nú ertu kominn í draumalandið
og hittir þar ömmu, afa og vini
þína sem taka vel á móti þér.
Það er margs að minnast, all-
ar skíðaferðirnar, Kerlingar-
fjöll, Austurríki og allar ferð-
irnar okkar í Hamragil og
Bláfjöll. Það skipti ekki máli
hvernig veður var, við fórum á
skíði ef það var opið.
Þú kenndir mér svo margt,
þú varst svo handlaginn og ég
lærði svo margt af þér, alltaf
varst þú tilbúinn að hjálpa við
alls kyns vinnu. Við vorum svo
heppin árið 2002 fjölskyldan, og
sérstaklega þú, að komast aftur
í heimahagana, Knappsstaði,
ganga um móana, brasa eitt-
hvað skemmtilegt, laga og bæta
eins og þér var einum lagið.
Ógleymanlegar allar vinnuferð-
irnar á Knappsstaði, allt skipu-
lagt í þaula og alveg sama hvað
það var, eða hversu verkefnin
reyndust stór, hvort sem það
var að endurbyggja heilu vegg-
ina, setja niður rotþró eða
klæða bæinn, þú varst með
lausnina. Þarna fannst mér ég
kynnast þér upp á nýtt, þú
varst kominn heim, þekktir
hverja einustu þúfu og sagðir
sögur sem ég, Helga og börnin
okkar muna og gleyma aldrei.
Þú vildir hvergi annars staðar
vera, besti staður í heimi og
skildir líka við okkur þannig að
hvergi annars staðar viljum við
vera en í þessari dásamlegu
sveit.
Elsku pabbi, hvíl í friði, takk
fyrir allt og Guð veri með þér.
Dagur.
Hann elsku afi Jónas, afi
okkar sem við eyddum svo
mörgum stundum með, afi okk-
ar sem við eigum svo óteljandi
minningar með og afi okkar
sem fékk okkur til að hlæja
hvenær sem er, er fallinn frá.
Bestu minningar okkar um
afa koma frá uppáhaldsstaðnum
hans, sem hann kynnti okkur af
öllu sínu hjarta, þar sem við
munum alltaf sjá hann í huga
okkar, standandi á pallinum á
Knappsstöðum með handklæðið
um mittið, talandi við himbrim-
ann sem syndir á Stífluvatni
með himbrimamáli sínu sem
enginn annar skilur.
Alltaf var stutt í hláturinn og
gat hann alltaf fengið okkur til
að hlæja með sínu frægu grett-
um, og gerði hann það eins
lengi og hann hafði heilsu til.
Mikið gætum við skrifað um
allar skíðaferðirnar og öll sumr-
in sem við áttum með afa og
ömmu á Knappsstöðum, en það-
an eru allra bestu minningar
okkar með elsku afa og mikið
erum við þakklát fyrir allar þær
stundir og hvað þær hafa gefið
okkur.
Elsku afi, þín verður sárt
saknað.
Breki og Hulda.
Við fráfall Jónasar Hall-
grímssonar kemur í hugann eft-
irfarandi tilvitnun úr Predikar-
anum: „Öllu er afmörkuð stund,
og sérhver hlutur undir himn-
inum hefir sinn tíma. Að fæðast
hefir sinn tíma og að deyja hefir
sinn tíma.“
Jónas var okkur mjög kær.
Hann var í senn svili og mágur
okkar hjóna. Samveran við
Jónas stóð samfellt yfir í meira
en hálfa öld. Það er dágóður
tími í lífi einstaklings og því er
eftirsjáin mikill við fráfall hans.
Jónas var tæplega níræður þeg-
ar hann féll frá. Síðustu miss-
erin voru honum erfið og það
var því ákveðin líkn í sjálfu sér
fyrir hann að fá að kveðja, sátt-
ur við allt og alla.
Við minnumst skemmtilegra
stunda með Jónasi og Huldu,
bæði hér innanlands og erlend-
is. Tvær skemmtiferðir með
þeim hjónum á bílaleigubíl um
þvera og endilanga Evrópu fyr-
ir tæpum þremur áratugum eru
okkur sérlega minnisstæðar.
Það var fjögurra eða eigum við
að segja fimm landa sýn að
sögn Jónasar, eins og oft var
sagt í ferðauglýsingum á þess-
um árum. En kannski voru
gæðastundirnar með Jónasi
bestar hér heima í dagsins önn
sérstaklega í Búlandinu í Foss-
vogi þar sem þau Hulda áttu
heima lengst af og í Fljótum en
þar dvöldu þau hjónin á sumrin
í heilan áratug á jörð þeirra
Knappstöðum. Þá má þess geta
að þau hjónin stunduðu skíði af
kappi enda hafði Jónas mikinn
áhuga á allri útivist.
Jónas hafði góða nærveru,
það var notalegt að vera í návist
hans hvar sem var og hvenær
sem var, ræða stundum málin í
alvöru og hafa svo gaman af
einhverju skemmtilegu í tilver-
unni.
Jónas var náttúrubarn sem
elskaði landið sitt og þá sér-
staklega bernskuslóðir sínar í
Fljótum. Að því leyti átti hann
margt sameiginlegt með alnafna
sínum í Öxnadal, listaskáldinu
góða, að bera virðingu fyrir
landinu, náttúrunni og smávin-
unum fögru svo vitnað sé í
skáldið.
Í Fljótum er mjög snjóþungt
eins og kunnugt er. „Eilífur
snjór í augu mín“ kveður nafni
hans Jónas í kvæðinu Alsnjóa.
Nú þegar Jónas er á leiðinni á
annað tilverustig er eins víst að
hann hafi komið við í Fljótum
og virt fyrir sér snjóbreiðurnar
eins og hann gerði í uppvexti
sínum á Knappstöðum.
Við færum eiginkonu Jónas-
ar, Huldu Erlingsdóttur, sér-
stakar samúðarkveðjur. Hvílík
hetja. Hún annaðist Jónas að
mikilli ástúð og kostgæfni á
Hjúkrunarheimilinu Eir í erf-
iðum veikindum hans. Einnig
sendum við sonum Jónasar og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Góða
ferð kæri vinur og hafðu þökk
fyrir allar góðu samverustund-
irnar á liðnum árum.
Kristín Erlingsdóttir og
Hrafn Magnússon.
Kær vinur er kvaddur eftir
áratuga samfylgd. Íþróttir og
söngur leiddi okkur saman.
Kynntumst fyrst í Kerlingar-
fjöllum við skíðaiðkanir, söng
og gleði í góðum félagsskap.
Jónas var afbragðsgóður skíða-
maður, jafnvígur á svig og
skíðagöngu með fjaðurmagnað-
an léttan stíl sem einkenndist af
mýkt og öryggi. Þessi mikla
mýkt og léttleiki var áberandi í
leikfiminni, sem við iðkuðum í
háttnær hálfa öld með skíða-
félögum okkar. Það var sem
Jónas varla snerti gólfið í göngu
eða hlaupi. Hann var líka svona
í eðli sínu, einstaklega þægileg-
ur og notalegur í umgengni,
sannarlega gæðamaður.
Þessi frábæri skíða-leikfimis-
manna hópur gerði sér margt
til skemmtunar, hélt þorrablót
og freyjufagnaði fyrir eiginkon-
urnar og fór í ógleymanlegar
skíðaferðir í Alpana. Söngur og
gleði ríkti alls staðar þar sem
við vorum. Jónas hafði yndi af
söng, hafði þýða og fallega ten-
órrödd og átti létt með að
syngja raddað. Við tókum lagið
oft saman og völdum falleg lög,
sem gott var að radda. „Nú sef-
ur jörðin sumargræn“ var í
miklu uppáhaldi og var einmitt
lokadúettinn okkar í síðustu
heimsókn til hans á Eir, nokkr-
um dögum fyrir andlát hans.
Stór skörð hafa komið i vina-
hópinn á undanförnum árum.
Kemur mér oft í hug kveðskap-
ur Bólu-Hjálmars:
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Ég efast ekki um að Jónasi
sé nú vel fagnað „í sælli veröld“
af þeim frækna hópi, sem þar
er fyrir. Við sem eftir stöndum
kveðjum ljúflinginn Jónas með
söknuði en unnum honum þess
að vera laus úr jarðneskri „prís-
und“ og þeim erfiðu veikindum
sem hann átti við að stríða
undanfarin ár. Í þeim sýndi
hann einstaka sálarró og hélt
reisn sinni með stuðningi
Huldu, sem vakti yfir honum
með einstakri elsku og um-
hyggju fram á síðustu stundu.
Við færum henni og fjöl-
skyldu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristín og Valdimar
Örnólfsson.
Góður vinur og ferðafélagi er
farinn á vit nýrra ævintýra. Við
Gunnlaugur áttum samleið með
Jónasi og Huldu hans í mörgum
ógleymanlegum og ævintýraleg-
um ferðum um landið okkar.
Minnisstæðust er ef til vill ferð
okkar þvert yfir landið á tveim-
ur Bronco-jeppum sem hófst í
Búlandi 14 og lauk á miðnætti
viku seinna á sjávarkambinum í
Öxarfirði í blæjalogni við kerta-
ljós þegar sólin var að setjast.
Úr bænum var ekið sem leið lá í
Nýjadal og eftir það Gæsa-
vatnaleið norðan Bárðarbungu
um Urðarháls og sullað yfir
flæðurnar þar sem alls ekki
mátti stansa vegna sandbleytu
og taka átti stefnuna beint á
Upptyppinga. Þaðan var svo
bein leið norður í Öxarfjörð.
Fyrsta skíðaferð okkar fjög-
urra saman var í Kerlingarfjöll
1962, árið eftir að Skíðaskólinn
var stofnaður þar, og urðu
skíðaferðirnar margar og
ánægjulegar. Ekki voru skíða-
ferðirnar utanlands síður minn-
isstæðar. Þær hófust oft með
bílferð frá Lúxemborg til
áfangastaða í Ölpunum og var
þá oftar en ekki sungið við-
stöðulaust alla leiðina, marg-
raddað.
Þau voru mörg handtökin
sem Jónas átti með okkur við
uppbyggingu sumardvalarstað-
ar okkar í Goðdal norður á
Ströndum og ómetanlegar eru
minningarnar þar við veiði, ber-
jatínslu, gleði og söng.
Elsku Hulda mín, mig langar
að kveðja Jónas þinn með ljóði
eftir Þorstein Valdimarsson
fornvin minn:
Sumir kveðja,
og síðan ekki
söguna meir.
- Aðrir með söng,
er aldrei deyr.
Inga Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Jónas
Hallgrímsson
✝ Ólafía GuðrúnHalldórsdóttir
fæddist 8. júní
1953 á Húsavík.
Hún lést á heimili
sínu 26. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar eru Halldór
Davíð Benedikts-
son bakari, f.
1929, d. 2009, og
Matthildur Zop-
honíasdóttir húsmóðir, f. 1928.
Systkini Ólafíu Guðrúnar eru:
Arnþrúður Jósepsdóttir, f.
1950, Halldór Benedikt Hall-
dórsson, f. 1955, Jónasína
Halldórsdóttir, f. 1961, Anna
Soffía Halldórsdóttir, f. 1967,
og Ester Halldórsdóttir, f.
1969.
dóttur, æskulýðsfulltrúa Sel-
fosskirkju, f. 1979. Börn
þeirra eru Sigurður Ísak, f.
2002, Ólafur Jóhann, f. 2005,
og Benedikt Ívar, f. 2015. 3)
Arnar Þór, vélgæslumaður hjá
Icelandic Water Holdings, f.
1982, dóttir hans af fyrra sam-
bandi er Emilía Guðrún, f.
2012, í sambúð með Sólrúnu
Þórðardóttur, snyrtifræðingi
hjá Snyrtistofu Ólafar, f. 1989,
dóttir hennar er Jenný Helga
Sívertsen, f. 2014.
Ólafía Guðrún giftist árið
2002 Páli Þór Engilbjartssyni,
f. 1956, þau skildu. Dóttir
þeirra er Kristín Hildur, f.
1991, d. 27. febrúar 2019.
Ólafía Guðrún ólst upp í Vest-
mannaeyjum og stundaði þar
nám. Hún sinnti ýmsum störf-
um um starfsævina samhliða
húsmóðurstörfum, m.a. á Hár-
greiðslustofu Brósa, í apóteki
og Hverabakaríi.
Útför Ólafíu Guðrúnar fer
fram frá Selfosskirkju í dag,
7. mars 2019, klukkan 14.
Ólafía Guðrún
giftist árið 1971
Sigurði Þór
Sveinssyni, f.
1951, þau skildu.
Synir þeirra eru:
1) Halldór Davíð,
yfirþjónn á Hótel
Örk, f. 1971,
kvæntur Söndru
Guðmundsdóttur,
forstöðumanni
Birtu starfsend-
urhæfingar, f. 1980. Börn
þeirra eru Ólafía Sara, f.
2006, Birna Marín, f. 2010.
Börn Halldórs Davíðs úr fyrri
samböndum eru Ólafur Þór, f.
1993, d. 1994. Thelma Lind, f.
1996, Jón Þór, f. 1999. 2) Æv-
ar, húsasmiður, f. 1975,
kvæntur Jóhönnu Ýri Jóhanns-
Orð eru máttvana í sorginni.
Það verða ekki til nógu sterk orð
til að lýsa þeim harmleik sem
það er að þið báðar farið svo
snögglega frá okkur.
Hinn 26. febrúar sl. sat ég við
eldhúsborðið með kaffið mitt
bara eins og ég geri hvern morg-
un og var að hugsa um daginn
sem fram undan var. Hvað gera
þyrfti og hvað ekki.
Síminn hringdi og þar var
bróðir minn sem tilkynnti að
elskuleg systir okkar Ólafía Guð-
rún (Ollý) væri dáin. Það varð
allt svart á svipstundu. Ollý dá-
in! Nei, það gat engan veginn
staðist. Ollý, þessi lífsglaða og
yndislega sál. Nei, nei glumdi í
höfði mér.
Elsku systir mín farin, en ég
sem átti eftir að hringja í hana
og vita hvernig hún hefði það því
fyrir helgina hafði hún hand-
leggsbrotnað.
Dagurinn leið í þoku og hugs-
unin ein hjá Ollý, varla nokkuð
annað komst að í huga mér.
Morguninn eftir, hinn 27. febr-
úar, var aftur hringt og mér til-
kynnt að dóttir Ollýjar, Kristín
Hildur, hefði ekki vaknað, dáin í
rúmi sínu.
Ollý og Kristín Hildur höfðu
nýverið keypt sér fallega íbúð á
Selfossi og búið sér þar til fallegt
heimili. Þar ætluðu þær sér að
búa saman enda mjög svo sam-
rýndar mæðgur. Þær máttu
varla hvor af annarri sjá.
Þær lifðu lífinu saman, þær
dóu saman með sólarhrings
millibili.
Fallegt og traust samband
milli þeirra.
Elsku Ollý systir og Kristín
Hildur. Þið voruð saman í lif-
anda lífi, þið eruð saman núna
þar sem við öll eigum eftir að
koma. Alveg er ég viss um að
pabbi tekur á móti ykkur með
útbreiddan faðminn og umvefur
ykkur ást og kærleik. Þannig
var hann og þannig voruð þið.
Ég ætla ekki að kveðja ykkur
því að þið báðar munuð lifa í
hjarta mínu á meðan ég er hér
og þegar ég kem til ykkar þá
veit ég að þið takið á móti mér
og öllum öðrum ástvinum ykkar.
Þá fæ ég Ollýjarfaðminn aftur
sem var alltaf svo sérstaklega
hlýr og góður. Það munu allir
muna þann hlýja faðm og brosið
þitt sem geislaði af fegurð og
gæsku.
Við sem eftir lifum syrgjum.
En fallegar og góðar minningar
munu lifa og við munum halda
þeim á lofti. Takk, elsku Ollý
systir mín, fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig, takk fyrir að
vera til staðar þegar ég hef þurft
á að halda, takk fyrir fallegu
brosin þín og kímni. Takk fyrir
að vera önnur af stóru systrum
mínum.
Ég elskaði ykkur í gær, ég
elska ykkur í dag og ég mun
elska ykkur alla tíð.
Kveðja í bili elsku Ollý systir
og Kristín Hildur.
Þín gullnu spor
um ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
og bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð.
Anna Soffía
Halldórsdóttir.
Ólafía Guðrún
Halldórsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar konu
minnar, móður, dóttur, systur og mágkonu,
KRISTJÖNU RÍKEYJAR
MAGNÚSDÓTTUR.
Sigurgeir Höskuldsson
Hildur, Ríkey og Magnús Máni
Ríkey Einarsdóttir
Guðbjörg Magnúsdóttir
Halla Magnúsdóttir Hlífar S. Rúnarsson
tengdafjölskylda og systrabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJARGAR Ó. BERNDSEN,
áður Langagerði 114.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar.
Benedikt Ólafsson
Ólafur Benediktsson
Kristín Benediktsdóttir
Birna Benediktsdóttir Hilmar Þórarinsson
barnabörn og barnabarnabörn