Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Að leiðarlokum
viljum við þakka
Einari Sigur-
björnssyni fyrir
samstarf við að
koma á fót djáknanámi á Ís-
landi. Biskup Íslands skipaði
hann ásamt okkur í djákna-
nefnd þjóðkirkjunnar til að leita
leiða til að kanna hvort og þá
hvernig hægt væri að hefja
djáknanám hér á landi. Eftir
undirbúning, kynningu og sam-
þykkt á kirkjuþingi var leitað til
guðfræðideildar Háskóla Ís-
lands um að bjóða upp á slíkt
nám. Það var ákveðið og hófst
það haustið 1993. Fyrstu dják-
nakandídatarnir útskrifuðust
1995 og fimm vígðust sama ár.
Tilkoma djákna var stórt
Einar
Sigurbjörnsson
✝ Einar Sigur-björnsson
fæddist 6. maí
1944. Hann lést 20.
febrúar 2019.
Útför hans fór
fram 6. mars 2019.
skref í að þróa
störf kirkjunnar.
Þáttur Einars var
að setja fram guð-
fræði diakoniunnar
og djáknaembætt-
isins. Hann var
fræðimaðurinn sem
undirbyggði námið
og stuðlaði þar með
að því að ný sýn
kæmi inn í hið hag-
nýta starf kirkj-
unnar.
Við vottum Guðrúnu Eddu og
fjölskyldu samúð. Guð blessi
ykkur og styrki.
Ragnheiður
Sverrisdóttir
Unnur Halldórsdóttir.
Með komu Einars Sigur-
björnssonar sem stundakennara
að guðfræðideild haustið 1975
urðu kaflaskil í sögu deildarinn-
ar, en hann leysti Jóhann
Hannesson prófessor af hólmi í
forföllum og var síðan skipaður
eftirmaður hans. Gegndi Einar
starfinu í nærfellt 40 ár.
Við sem ritum þessi minn-
ingarorð vorum í fyrsta nem-
endahópi Einars. Hinn nýbak-
aði doktor frá Lundarháskóla í
Svíþjóð reyndist hafa af miklu
að miðla. Hann var hafsjór af
fróðleik á kennslu- og fræða-
sviði sínu, trúfræðinni. Áhugi
hans leyndi sér ekki og hann
hreif nemendur með sér. Efnis-
miklir og traustir fyrirlestrar
hans eru afar minnisstæðir
enda voru þeir af öðrum toga
en við höfðum áður kynnst. Með
þeim var líka lagður grunnur að
höfuð fræðiriti Einars, „Credo:
Kristin trúfræði“. Hafði bókin
að geyma samfellda framsetn-
ingu á trúfræðinni, en hún glím-
ir við túlkun á innihaldi kristn-
innar trúar, uppruna hennar,
eðli og gildi. Talaði hann um þá
grein sem „heimahaga“ sína í
guðfræðinni. Hlutverki hennar
lýsti hann þannig að „þar læsu
menn Biblíuna, með kirkju ald-
anna, og túlkuðu fyrir kirkju
nútímans“.
Einar birtist strax í upphafi
kennslu sinnar og allar götur
síðan sem hlýr maður, hógvær
og háttvís. Hann talaði vissu-
lega ekki hátt en flutti mál sitt
þannig að eftir var tekið. Hann
var húmoristi af Guðs náð og
hafði notalega nærveru bæði
gagnvart nemendum sínum og
samkennurum eins og við
reyndum síðar. Ýmsir samkenn-
arar hans höfðu á orði að hægt
væri að slá upp í honum nánast
eins og alfræðiorðabók.
Einar átti eftir að setja mjög
mark sitt á allt starf deildarinn-
ar sem kennari, deildarforseti
og stjórnarformaður Guðfræði-
stofnunar auk þess sem honum
var trúað fyrir ýmsum veiga-
miklum stjórnunarstörfum inn-
an háskóla- og vísindasam-
félagsins. Þá var hann leið-
beinandi fleiri doktorsnema en
nokkur annar kennari deildar-
innar.
Í trúfræðikennslu Einars og
skrifum kom skýrt fram sú
áhersla sem hann lagði á að
byggja brú yfir til annarra
greina guðfræðinnar og þá
einkum hinnar hagnýtu og
kennimannlegu guðfræði. Ann-
að meginrit hans var enda bók-
in „Embættisgjörð: Guðfræði
þjónustunnar í sögu og samtíð“
(1996). Þar er fjallað um guðs-
þjónustu kirkjunnar og eðli
prestsþjónustunnar í öllum sín-
um fjölbreytileika.
Einar var afkastamikill í
rannsóknum sínum, sem
beindust mjög að kirkjufræði-
legum og kirkjulegum viðfangs-
efnum þar sem spurningin um
embætti kirkjunnar og helgisiði
hennar skipaði hvað hæstan
sess. Í þeim skrifum og öðrum
tengdi hann mjög við íslenska
kirkju-, trúar- og menningar-
sögu. Hann tók einnig þátt í
nýrri þýðingu Biblíunnar sem
kom út árið 2007 og leiddi störf
sálma- og helgisiðabókarnefnda
þjóðkirkjunnar um langt skeið.
Að leiðarlokum þökkum við
Einari fyrir hönd starfsfólks
guðfræði- og trúarbragðafræði-
deildar allt hans mikla og góða
framlag til deildarinnar sem og
hið góða og gefandi samstarf
sem við fengum svo ríkulega að
njóta. Starfsfólk deildarinnar
vottar Guðrúnu Eddu og fjöl-
skyldunni allri hugheila samúð.
Guð blessi minningu góðs
manns.
Gunnlaugur A. Jónsson
Hjalti Hugason.
Hlutverk kennarans er marg-
slungið og krefjandi. Í bestu til-
vikum heldur uppfræðslan
áfram þótt nemandi sé útskrif-
aður og farinn að helga sig öðr-
um störfum. Einar Sigurbjörns-
son var slíkur kennari og
sjálfur naut ég áfram leiðsagnar
hans og stuðnings þótt námi við
guðfræðideild Háskóla Íslands
væri lokið. Á fyrsta ári mínu í
prestskap bauð Einar mér að
taka þátt í norrænu verkefni.
Sú vinna varð upphafið að dokt-
orsnámi, sem ég vann undir
handleiðslu Einars. Þegar ég
loks lauk þeim áfanga var gleði
„doktor-föðurins“ ósvikin. Þau
tímamót sögðu mikið um fram-
lag Einars á vettvangi fræð-
anna og enn fjölgaði í hópi ný-
doktora sem höfðu skrifað undir
hans leiðsögn. Þetta var um það
leyti sem Einar sjálfur „útskrif-
aðist“ úr Háskóla Íslands – í
þeirri merkingu að hann settist
í helgan stein. Verk hans lifa þó
áfram og afraksturinn er mikill.
Fjöldi fræðirita og -greina ligg-
ur eftir hann og með alúð og
hvatningu lagði hann sitt af
mörkum svo að nemendur hans
gætu látið draumana rætast. Ég
kveð Einar Sigurbjörnsson full-
ur þakklætis fyrir þá samfylgd
sem ég átti með honum. Við
hjónin vottum Guðrúnu Eddu
Gunnarsdóttur og fjölskyldunni
innilega samúð. Megi Guð helga
farsælt ævistarf Einars Sigur-
björnssonar og vera með þeim
sem hann nú syrgja.
Skúli Sigurður Ólafsson.
Þegar við fjöl-
skyldan fluttum í
Haðalandið fyrir
rúmlega 20 árum
þekktum við vissu-
lega Gylfa og Svölu sem virta
starfandi lögmenn. Svo komumst
við fljótlega að því að þau væru
einnig framúrskarandi nágrann-
ar.
Gylfi var mikill og góður verk-
maður og reyndi á góðlátlegan og
oft gamansaman hátt að benda
nýjum nágranna á ýmislegt sem
e.t.v. mætti betur fara. Hann var
líka örlátur á að lána verkfæri og
sýna hvernig ætti að nýta þau sem
best, þegar honum þótti verksvit
nágrannans vera að ná nýjum
botni.
Orðatiltækið að falla ekki verk
úr hendi fékk nýja merkingu eftir
að við kynntumst Gylfa. Þegar við
hugsum til hans sjáum við hann
oftast fyrir okkur ýmist að dytta
að húsinu eða garðinum. Þessi
iðjusemi setti vissulega töluverð-
an þrýsting á nágranna hans, en
ég áttaði mig fljótlega á að ekki
yrði keppt við Gylfa í þessum efn-
um. Þegar pressan varð óbærileg
kvartaði ég undan þessum dugn-
aði við hann, en hann gaf þá skýr-
ingu að hann þyrfti að klára eitt
og annað áður en hann færi í slök-
un í húsnæði sitt í Flórída. Tölu-
verðar efasemdir voru um þessa
slökun, enda fékkst það staðfest
að hún ætti við lítil rök að styðjast.
Í byrjun reyndum við að sýna
nokkurn metnað með því að
rækta kartöflur. Þegar við vorum
að taka upp rýra uppskeru í
haustrigningum benti Gylfi á að
það væri verðstríð á kartöflum
þannig að kílóið fengist á 5 krónur
í Bónus. Auk þess upplýsti hann
að sprenglærðir hagfræðingar
hefðu komist að því að kartöflu-
rækt í einkagörðum hefði slæm
áhrif á hagvöxtinn. Við tókum þá
sameiginlegu ákvörðun í haust-
rigningunum að hvíla garðinn og
stendur sú hvíld enn sem sameig-
inlegt framlag okkar til aukins
hagvaxtar.
Allur samanburður við Gylfa
reyndist afar ójafn. Á sama tíma
og við reyndum af veikum mætti
að rækta kartöflur, buðu Gylfi og
Svala okkur að smakka á eplum
sem þau höfðu ræktað í garðinum.
Gylfi Thorlacius
✝ Gylfi Thorlac-ius fæddist 27.
september 1940.
Hann lést 22. febr-
úar 2019.
Útför Gylfa fór
fram 4. mars 2019.
Um leið og Gylfi
brosti út í annað
lýsti hann því yfir að
stefnt væri að fram-
leiðslu á Calvados í
náinni framtíð. Jafn-
framt ræktuðu þau
Svala ýmsar fram-
andi kryddjurtir og
það virtist eins og
annað leika í hönd-
unum á þeim. Það er
raunar erfitt að sjá
Gylfa fyrir sér öðruvísi en að
Svala sé þar nálægt.
Gylfi var einstakt snyrtimenni
og það er hæpið að annar eins bíl-
skúr og hans finnist í Fossvogin-
um og þó víðar væri leitað. Flísa-
lagður í hólf og gólf og verkfærum
raðað skipulega og snyrtilega. Ég
hef af skiljanlegum ástæðum aldr-
ei haft neinar sérstakar mætur á
orðatiltækinu „umgengni lýsir
innra manni“ en það á svo sann-
arlega vel við nágranna minn
Gylfa Thorlacius.
Ég held að mér hafi aldrei
fundist Gylfi vera mikið eldri en
ég sjálfur. Þegar við ræddum
saman fannst mér ég vera að tala
við jafnaldra minn. Ég áttaði mig
þó á því síðasta haust, að heilsan
var ekki sú sama og áður þó að
hann bæri sig vel. Andlát hans
kom engu að síður á óvart.
Við Olla og fjölskyldan í Haða-
landi 16 sendum Svölu og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur
Helgi Sigurðsson.
Ég kynntist Gylfa Thorlacius
fyrst í MR, en síðar lágu leiðir
okkar enn frekar saman í þeirri
eins konar litlu og nánu fjölskyldu
sem fjórir innlendir fréttamenn
og tveir erlendir skópu í árdaga
Sjónvarpsins. Í þeim hópi gegndu
þau hjónin Svala og Gylfi hlut-
verki gestgjafa í einstaklega
ánægjulegu teiti á hverri nýárs-
nótt þar sem fólk munaði svo sem
ekki um það að skjótast í eitt
stykki stórbruna úr teitinu og í
teitið aftur og hlýða í leiðinni á
fyrstu lög hins óþekkta en upp-
rennandi Magnúsar Eiríkssonar.
Sem sagt: Gefandi kynni í meira
lagi. Í lok samveru okkar hér á
jörð naut ég síðan til fulls við úr-
lausn slysabótamáls míns ein-
stæðrar lagni Gylfa við að gera
jafnan það sem var leiðinlegt og
erfitt að ljúfri lífsnautn undir
merkjum jákvæðni og einstaklega
gefandi kímnigáfu. Lærði meðal
annars ógleymanlegan lærdóm
um svonefndan hrakvirðisflokk og
excel-skjal með stöfunum 75 sem
gengur í gegnum allt líf hinna
gömlu hér landi. Fullur saknaðar
og þakkar í hans anda kveð ég nú
þennan ljúfa vin minn og votta
hans nánustu innilega samúð.
Ómar Ragnarsson.
Heiðar frændi
hefur nú horfið á
braut til sumarlandsins eilífa.
Heiðar var einstakur persónu-
leiki, ljúfur og skemmtilegur mað-
ur með húmor fyrir lífinu og sjálf-
um sér. Minningar hrannast upp
þegar horft er á samleið okkar á
lífsins göngu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Heiðar Bergmann
Marteinsson
✝ Heiðar Berg-mann Mar-
teinsson fæddist 10.
janúar 1929. Hann
lést 24. febrúar
2019.
Útför Heiðars
fór fram 28. febr-
úar 2019.
Heiðar var upp-
finningasamur mað-
ur og snjall í sinni
hugsun, en sem vél-
virki rak hann vél-
smiðju sem hann
stofnaði sjálfur um
það leyti er ég var
þriggja ára gutti árið
1964. Á unglingsár-
um mínum áttum við
samleið er ég vann í
Bæjarútgerðinni í
Reykjavík í fiskvinnslu og bjó hjá
Önnu ömmu á Grandaveginum,
móður hans. Það var alltaf gaman
þegar Heiðar kíkti í morgunkaffi
og gaf sér tíma fyrir góða morg-
unstund og spjall. Ég á Heiðari og
Gógó að þakka mína fyrstu utan-
landsferð frá Íslandi, sannkölluð
ævintýraferð til að hitta bróður
hans Guðmund (Mumma) í Tuc-
son Arizona. Ferðalagið var langt
og farið var frá Íslandi til Chicago,
og ef mig minnir rétt var flogið
með Douglas DC-8-flugvél Flug-
leiða einhverjum mánuðum áður
en Icelandair var stofnað, og það-
an áfram til Tucson í innanlands-
flugi. Sannkallaðir fagnaðarfundir
urðu þar og ekki spillti 42 stiga
hiti einu né neinu í þessari fyrstu
ferð minni til útlanda árið 1978.
Ferðirnar áttu eftir að verða fleiri
og á námsárunum mínum í Kali-
forníu var ein eftirminnilegasta
ferðin þvert yfir Kaliforníu frá
San Francisco og yfir til Tucson
Arizona en ferðirnar voru margar
og endapunkturinn ávallt að hitta
bróður hans þar.
Nú árin liðu og skemmtilegt
var hversu virkur hann var í allri
tækni sem hann tileinkaði sér allt
fram til hinstu stundar. Minnis-
stæð eru skype-samtölin, face-
book-færslurnar, tölvuvandamál-
in sem við leystum saman og
sameiginlegur áhugi á gömlum
sem nýjum myndum. Eftir-
minnilegt er 90 ára afmælið þar
sem allir ættingjar komu saman
alls staðar að, líka frá Bandaríkj-
unum og Noregi, en það var sann-
kölluð gleðistund. Heilsu hans
hrakaði þó ört frá þeim tíma-
punkti og ein mín síðasta minning
er þegar ég kíkti í heimsókn á
spítalann með fjölskyldumyndirn-
ar úr afmælinu og hann velti þeim
vel og lengi fyrir sér ánægður með
þessa stóru fjölskyldu.
Ég kveð Heiðar frænda með
söknuði og sendi mínar dýpstu
samúðarkveðjur til Gógóar og
stórfjölskyldunnar hans.
Guðmundur Skúli
Viðarsson.
Þeir séðu kaupahéðnar „Silli og
Valdi“ opnuðu í lok seinni styrj-
aldar ofurlítinn veitingastað í
einni af mörgum eignum sínum
við Laugaveg 11. Þennan stað
sóttu einkum stúdentar og alls
kyns listaspírur: Steinn Steinarr,
Elías Mar, Jökull, Hannes Péturs-
son, Sturla Tryggvason fiðlari,
Helgi skepna Kristinsson, Alfreð
Flóki, Ásgeir Magnússon fræði-
maður. Ýmsar fagrar stúlkur:
Guðmundur
Ebeneser Pálsson
✝ GuðmundurEbeneser Páls-
son fæddist í
Reykjavík 24. jan-
úar 1924. Hann lést
í Reykjavík 21. jan-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Páll Magnús-
son og Jóhanna
María Ebenesers-
dóttir.
Útför Guð-
mundar fór fram í kyrrþey.
Brynja Benedikts-
dóttir, Hólmfríður
K. Gunnarsdóttir,
Ásdís Kvaran, Bríet
Héðinsdóttir, Þóra
Elfa Björnsson,
einnig Guðmundur
Arngrímsson rann-
sóknarlögreglumað-
ur, Dagur Sigurðar-
son og Guðmundur
Ebeneser Pálsson,
B.A. í enskri sögu og
uppeldisfræði. Guðmundur var sá
gestur þessa veitingahúss sem
hvað flestir gestir komu til að
berja augum – enda var hann á
þessum árum eitt helsta
aðdráttarafl veitingahússins. Hví?
Framganga GEP og einkum þó
glaðhlakkalegur og hvellur hlátur
hans kom nærstöddum jafnan í
gott skap. Þegar undirritaður
gekk í hjónaband óskaði vinur
hans þess við GEP, að hann tæki
sér stöðu við kirkjudyr og ræki
upp rosalegan hlátur, þegar brúð-
hjónin gengu útúr kirkjunni. GEP
varð ekki við þessum tilmælum,
lét undirritaðan vita um tilboðið
og fékk eðlilega greiðslu fyrir
vikið. Árið 1956, nokkru áður en
GEP lauk háskólaprófum sínum,
stofnaði hann ásamt Alfreð Flóka,
undirrituðum, Helga úra Guð-
mundssyni, Baldri Jónssyni bók-
menntafræðingi, Ásgeiri Magnús-
syni fræðimanni, Ólafi skák-
meistara Magnússyni og Þorsteini
frá Hamri leynifélagið „Intelli-
gentía“ sem starfaði nokkuð blóm-
lega í þrjú ár. Starfsstöð félaga
þessa var Grófin 1, þar sem Slysa-
varnafélag Íslands hafði aðsetur.
Helsta skáld félagsins var Ásta
Sigurðardóttir, til heimilis í C-10 í
Kamp Knox, og leiddi aðildin til
þess að Þorsteinn félagi frá Hamri
eignaðist fimm börn með Ástu.
Síðustu fjóra áratugi hef ég lítt
heyrt frá GEP, þó fékk ég hann til
þess að þýða úr ensku fróðlegan
fyrirlestur Leós páfa IX um frí-
múrara og gjörði hann það með
miklum sóma.
Ég votta aðstandendum Guð-
mundar einlægan samhug. Með
honum er genginn heilsteyptur og
sannur klassískur menntamaður
af gamla skólanum.
Bragi Kristjónsson.
Ástkær bróðir okkar,
SIGURÐUR MAGNI SVEINBJÖRNSSON,
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði,
lést á heimili sínu 26. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Systkini hins látna og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar