Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 55

Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 55
Halla fékk sumarstarf við Íslend- ingabók árið 1996 og hóf síðar sam- fellda vinnu þar þegar hún hafði lok- ið BA-prófi og nýsköpunar- verkefnum. „Í ár eru því 23 ár síðan ég hóf fyrst störf við Íslendingabók og hefur ýmislegt breyst á þeim tíma. Grunnurinn er orðinn mun um- fangsmeiri núna og aðgengi að upp- lýsingum á netinu hefur gjörbreyst. Það sem hefur heillað mig helst er að vinna með frumheimildir eins og manntöl, kirkjubækur og sóknar- manntöl sem mynda burðarásinn í Íslendingabók. Í MA-ritgerð minni skoðaði ég íslensk manntöl frá 18. öld og þar gafst mér tækifæri til þess að kafa aðeins dýpra og kanna hvers eðlis þessar heimildir eru, til- urð þeirra og áreiðanleika.“ Halla hefur tekið þátt í starfi sagnfræðinga og t.d. setið í stjórnum Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags. Helstu áhugamál Höllu eru hlaup, skíði og önnur útivera með fjölskyld- unni, ferðalög, lestur góðra bóka og góður matur. „Fyrirferðarmesta áhugamálið núna eru hlaupin en ég æfi með KR-skokk. Þetta er skemmtilegur félagsskapur sem fer annað hvert ár til útlanda í hlaupa- ferðir og í september er stefnan sett á heilt maraþon í Berlín. Í KR var lengi starfrækt frjálsíþróttadeild sem lagðist í dvala en við tókum okk- ur saman nokkrir foreldrar og endurreistum deildina árið 2013. Halla er stödd í Stokkhólmi en hún heldur upp á afmælið í sumar með vinkonum sínum, sem einnig verða fimmtugar á árinu, og mökum þeirra þar sem þau ætla að hjóla um sveitir Ítalíu. Fjölskylda Eiginmaður Höllu frá 14.9. 2002 er Þorfinnur Skúlason, f. 21.3. 1971, markaðsstjóri hjá Rannsóknum og greiningu. Foreldrar hans: Hjónin Skúli Valtýsson, f. 16.11. 1946, við- skiptafræðingur, bús. í Hafnarfirði, og Vilborg Þorfinnsdóttir, f. 14.8. 1947, d. 28.5. 2003, kennari. Börn Höllu og Þorfinns eru: 1) Embla, f. 6.4. 1997, laganemi við HÍ; 2) Kristín, f. 3.9. 2004, nemi í Landa- kotsskóla; 3) Magnea, f. 15.3. 2006, nemi í Melaskóla. Systur Höllu eru Elín G. Helga- dóttir, f. 1.6. 1958, verkefnisstjóri hjá Ríkisskattstjóra, og Svanfríður Helgadóttir, f. 6.9. 1961, sérfræð- ingur í viðskiptagreind hjá Seðla- banka Íslands. Foreldrar Höllu eru hjónin Helgi Sigvaldason, f. 14.11. 1931, verk- fræðingur, og Kristín B. Jónsdóttir, f. 17.9. 1935, vann skrifstofustörf. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristrún Halla Helgadóttir Kristín B. Jónsdóttir skrifstofustarfsmaður í Reykjavík Guðbjörg Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Kristinn Grímur Kjartansson trésmiður á Bíldudal Ingveldur Kjartansdóttir húsfreyja í Rvík Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri í Rvík Jón Arnfinnsson garðyrkjufræðingur og rithöfundur í Reykjavík Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir húsfreyja á Dröngum Arnfinnur Kristján Jónsson bóndi á Dröngum í Dýrafirði Guðrún Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja á Bíldudal, faðir hennar var Jón Eiríksson íshússtjóri á Bíldudal Ólafur Jón Kristjánsson kagfjörð verslunarstjóri í FlateyS Kristján Skagfjörð kaupmaður í Reykjavík Ragnheiður Grímsdóttir húsfreyja á Tindum í Geiradal Júlíus Símonarson verkamaður á Ísafirði Bjargey Símonardóttir húsfreyja á Gestsstöðum Þuríður Ormsdóttir húsfreyja í Miðdalsgröf í Tungusveit Grímur Ormsson búfræðingur á Gestsstöðum í Tungusveit, Strand. Elín Guðrún Grímsdóttir húsfreyja á Kletti Blansiflúr Helgadóttir húsfreyja á Borg í Reykhólasveit Sigvaldi Helgason bóndi á Kletti í Geiradal,A-Barð. Gróa Egilsdóttir húsfreyja í Gautsdal Helgi Helgason bóndi í Gautsdal í Geiradal Úr frændgarði Kristrúnar Höllu Helgadóttur Helgi Sigvaldason verkfræðingur í Reykjavík Hjónin Halla og Þorfinnur. ÍSLENDINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Barnaumgjarðir í miklu úrvali Leyfðu barninu að njóta frelsis í leik og starfi með ÓBRJÓTANLEGUM barnaumgjörðum Göngugötunni Mjódd, Álfabakka 14a, s. 527 1515, gleraugnabudin.is, opið 10-18, laugardaga 11-16. Persónu leg og fagle g þjónusta Margir litir í boði Hægt að breyta í íþrótta- gleraugu með einu handtaki Karl Kristján Karlsson fæddist7. mars 1919 á Húsavík. For-eldrar hans voru Karl Christian Christensen, bryti í Kaup- mannahöfn, og Einhildur Halldórs- dóttir, f. 1895, d. 1937, húsfreyja í Nýjabæ á Húsavík. Faðir Karls og unnusti móður hans drukknaði 1918 á leið til Íslands. Ólst Karl upp hjá móður sinni og foreldrum hennar, Halldóri Einarssyni og Guðrúnu Eld- járnsdóttur. Karl lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1935 og fór til Kaupmannahafnar í framhaldsnám við Købmandsskolen 1939-1940 og fór þaðan til Hamborg- ar. Hann starfaði hjá Deutsche Ver- kehrs Nachrichten 1940-42 og var fréttaritari 1944-45 og stundaði frek- ara nám. Hann fór svo aftur til Dan- merkur og stundaði framhaldsnám við Købmandshvile í Ringsted 1942- 1943. Í stríðslok fluttist Karl aftur til Íslands og lagði stund á ýmis versl- unarstörf.. Karl hóf rekstur eigin heildsölufyr- irtækis í Reykjavík, Karl K. Karlsson heildverslun, árið 1946 og var m.a. umboðsmaður postulínsverksmiðj- anna Bing & Gröndahl. Karl hafði milligöngu um að Bing & Gröndahl gerði hátíðarplatta fyrir þjóðhátíð Ís- lendinga 1974, en hann sat í þjóðhá- tíðarnefnd. Meðan á uppbyggingu fyrirtækis síns stóð stundaði Karl önnur störf og vann að framgangi fyrirtækisins eftir vinnu. Hann var framkvæmdastjóri hjá I. Guðmundssyni og Co. 1952- 1955. Hann rak Pappírsiðjuna hf. og listaverkaverslun Vals Norðdahls við Hverfisgötu, var einn af stofnendum Verzlunarsparisjóðsins, sem síðar varð Verzlunarbankinn, og Bifreiða og landbúnaðarvéla. Karl sat í stjórn og varastjórn all- margra hlutafélaga og starfaði í Odd- fellowreglunni frá 1950. Eiginkona Karls var Helga Stefáns Ingvarsdóttir, f. 28.12. 1924, 5.5. 2006, húsmóðir og verslunarmaður, þau skildu. Börn þeirra Ingvar Jónadab Karlsson, f. 1947, Guðrún Soffía, f. 1957, og Hildur Halldóra, f. 1959. Karl lést 16. janúar 1996. Merkir Íslendingar Karl K. Karlsson 90 ára Inga Thorlacius 85 ára Auður Ólafsdóttir Ebba Júlíana Lárusdóttir Guðmundur B. Ásgrímsson Hjördís Ólafsdóttir Pálmi Sigurðsson 80 ára Kristinn Arnþórsson Kristjana Guðmundsdóttir Sigmundur Magnússon Þórunn Gunnarsdóttir Þórunn Pálsdóttir 75 ára Haukur Örn Björnsson Ingveldur Ingólfsdóttir Júlíus Hafsteinn Vilhjálmss. Margrét Árnadóttir Sólborg Sæunn Sigurðard. Theresia Erna Viggósdóttir 70 ára Anna Nilsdóttir Birkir Már Ólafsson Friðjón Alfreðsson Gyða Hauksdóttir Rúnar H. Hoffritz Sigríður Ása Harðardóttir Sjöfn Eggertsdóttir 60 ára Agnes Henningsdóttir Alda Björgvinsdóttir Auðunn Á. Gunnarsson Álfheiður B. Marinósdóttir Bjarney Lilja Bjarnadóttir Guðrún Sigríður Steinsd. Hólmfríður Traustadóttir Hrönn Theódórsdóttir Jón Eiríksson Jón Steinar Benjamínsson Margrét Höskuldsdóttir Ronald Paul Botha Salvör Guðmundsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Sigríður Valdís Karlsdóttir 50 ára Barbara Helga Guðnadóttir Embla Dís Ásgeirsdóttir Guðbjörg Unnur Kristjánsd. Hlynur Freyr Birgisson Iosif Petran Jörgen Árni Albertsson Kristrún Halla Helgadóttir Matthana Sukvai Sigmundur K. Magnússon Þorleifur Óskarsson Þórhildur Ásgeirsdóttir 40 ára Andrea L. Pauline Nielsen Bjarni Óskar Tryggvason Brynja Hrönn Ólafsdóttir Hörður Elís Finnbogason Jósef Fransisco Fernandez Karen Rakel Óskarsdóttir Kristín Guðrúnardóttir Lovísa Dögg Viggósdóttir Marcin Horodenski Oktavía Hrund Jónsdóttir Sigurður Rúnar Ásmundss. 30 ára Cian Hermann Gestsson Fannar Óðinn Ólafsson Friðrik Guðmundsson Gestur Jónsson Kestutis Lukosevicius Kevin Freyr Leósson Laufey Einarsdóttir Lena Ósk Sigurðardóttir María Erla Kjartansdóttir Rúnar Bjarki Elvarsson Ryan S. Urbon Tinna Dögg Tryggvadóttir Tinna Hrönn Óskarsdóttir Þórður Rafn Guðmundsson Þórir Einarsson Long 40 ára Björn er Keflvík- ingur og verkstjóri hjá Icelandair. Maki: Ásdís Björk Þorvalds- dóttir, f. 1980, stuðnings- fulltrúi í Njarðvíkurskóla. Synir: Kjartan Freyr, f. 2002, Baltasar Þór, f. 2008, og Aron Óðinn, f. 2011. Foreldrar: Sigurþór Árni Þorleifsson, f. 1948, d. 1990, húsasmiður, og Sig- ríður Björnsdóttir, f. 1940, d. 2008, verkakona. Björn Kjartan Sigurþórsson 30 ára Adam er Selfyss- ingur en býr í Reykjavík. Hann er með BA í mann- fræði og er sérfræðingur hjá Þjóðskrá. Maki: Solveig Karlsdóttir, f. 1985, vinnur hjá Sam- skipum. Börn: Magnús, f. 2012, Sigurbjörg, f. 2013, og Heimir, f. 2016. Foreldrar: Heimir Hoff- ritz, f. 1966, olíubílstjóri, og Helga Kristjánsdóttir, f. 1965, garðyrkjumaður. Adam Hoffritz 30 ára Tómas ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Njarðvík. Hann er at- vinnulaus um þessar mundir. Systkini: Björn, f. 1979, og Elín, f. 1982. Foreldrar: Róbert Guð- laugsson, f. 1955, öryrki, búsettur í Njarðvík, og Hildur Björnsdóttir, f. 1956, d. 2005, verslunar- maður og vann í Líf- stykkjabúðinni á Lauga- vegi í Reykjavík. Tómas Darri Róbertsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.