Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauð- synlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Reyndu að gleðja einhvern nákominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Viljirðu breytingar skaltu stíga á stokk og láta í þér heyra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Hvaðeina sem þú gerir til þess að gera líf þitt skilvirkara er vel þess virði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nýtur athygli annarra vegna þess að þér líður vel í sviðsljósinu. Reyndu nýjar leiðir til að ná sambandi við foreldra eða yfir- menn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert óneitanlega heillandi og þú veist alveg hver á að fá að njóta þess nú. Nýttu það til að taka upp þráðinn við gamla vini og fjöl- skyldumeðlimi sem þú hefur ekki hitt lengi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Á næstu vikum er upplagt að setja sér takmark og velta fyrir sér leiðum til þess að ná því. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir alla muni haltu henni innan skynsamlegra marka. Mundu að allir eru dæmdir af verkum sínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til að láta minniháttar krytur komast upp á milli vina. Þú ert skýrari í hausnum þessa dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Breytingar liggja í loftinu og aldr- ei þessu vant ertu þeim mótfallinn. Þótt hversdagsleikinn virðist oft grár og leið- inlegur þarf ekki margt til þess að breyta öllu til betri vegar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Talaðu bæði hátt og skýrt svo ekk- ert fari á milli mála, hvað það er sem þú vilt. Þegar þú veist að þú átt betra skilið skaltu vera með uppsteyt. Annars heldur fólk að þér sé sama. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur komið í þinn hlut að tala fyrir þeim sjónarmiðum sem eiga að ráða á vinnustað. Allt sem þú gerir virðist færa þér umbun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki draga fljótfærnislegar ályktanir eða dæma aðra á næstu vikum, ekki er víst að allar forsendur séu deginum ljósari. Sigrún Haraldsdóttir var sem ný áLeir þegar hún fagnaði morg- unsólinni á mánudag: Rjátlast af mér slen og slig, sláttur eykst í hjarta, alltaf þegar sýnir sig sólin undurbjarta. Á þessum milda mánudagsmorgni orti Sigurlín Hermannsdóttir: Jón var með fjölmiðla- og fréttasótt og ferða- og skemmtana- netta sótt. varð vitlaus í „show-um“ þó varð mörgum nóg um er kauði tók langvinna léttasótt. Hér birtist í gær „stafseningar- limra“ eins og Ólafur Stefánsson stafsetti orðið – og auðvitað gat Sig- mundur Benediktsson ekki setið á sér: „Sæll. Ha, ha, ha.“: Bregðast stundum bestu vé, burtu strjúka orðagögn. Hérna færðu tapað t til að ljúka fyrirsögn. Það er gamla sagan – Pétur Stef- ánsson yrkir á Leir: Um fátækt hér er ekkert ort, ýmsa vill hún hræða. Linka skekur landið vort, lifnar böl og mæða. Leigjendur þeir líða skort en leigusalar græða. Í tímaritinu Ömmu eru þessar vís- ur sagðar eignaðar Sigluvíkur- Sveini: Það er ætíð meining mín mestan bæti trega brúður sæt og brennivín brúkað gætilega. Það er aðalmeining mín mestum hraði trega blossa vaðals brík og vín brúkað svaðalega. Ólafur Briem á Grund gerði þessa vísu um eitthvert ferðalag sitt: Hlaut ég stauta um blauta braut, bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk, þaut og hnaut, ég hraut í laut, hnykk með rykk í skrokkinn fékk. Sagt er að það hafi verið Ari um- boðsmaður Sæmundsen sem hellti í staup handa Ólafi og lét þennan vísuhelming fylgja með: Þarna er staupið, settu sopann senn í tanna þinna grunn. – Ólafur tæmdi staupið og bætti þegar við: Tarna raupið, réttan dropann renna fann ég inn í munn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Morgunsólin, fréttasótt og tapað t „ÞÚ SETUR ALLTAF ÞARFIR ANNARRA FRAMAR ÞÍNUM EIGIN. ÉG ÞARF AÐ FÆRA TÍMANN ÞINN.” „HÚN HEITIR „AÐ LIFA Á EKKNALÍFEYRI”.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara allt saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VIÐ EYÐUM ALLTOF MIKLUM TÍMA Í SÍMANUM. ÉG ÆTLA AÐ LEGGJA MINN FRÁ MÉR! EN FÍNT ÞAÐ ER SATT – HUNDAR LÍKJAST EIGENDUNUM … OG PÁFAGAUKAR HLJÓMA EINS OG EIGENDURNIR Öskudagsstemning réði ríkjum áfésbókinni í gær, þar sem allir kunningjar Víkverja sem vettlingi gátu valdið skelltu inn eins og einni ef ekki tveimur myndum af af- kvæmum sínum í allskyns grímu- búningum. Víkverji finnur vel fyrir því við slíkar myndbirtingar að hann er nú „í ljósaskiptunum“ sem liggja á milli þess að vera ungur og miðaldra, þar sem hann nöldrar yfir öskudags- búningum ungu kynslóðarinnar. x x x Þetta er allt saman eitthvað keyptút úr búð!“ hnussaði okkar mað- ur til dæmis, á sama tíma og hann rifjaði upp sína eigin dýrðardaga í grunnskóla, þegar allir mættu sko í heimatilbúnum búningum. Eitt árið var Víkverji sko pönkari. Það eina sem þurfti var gallajakki og hár- kolla, sem væntanlega var ekki heimatilbúin. Víkverji hefur eflaust ekki verið mjög sannfærandi pönk- ari og nú þegar hann hugsar málið betur hafa eflaust einhverjir af sam- nemendum hans verið í búningum sem ekki voru beinlínis heima- tilbúnir. x x x Þetta er allt saman eitthvað móð-ins! Bara einhverjir nýir karakt- erar, en hvar eru þessir gömlu góðu?“ fussaði hann og sveiaði þar næst og rifjaði upp öskudaginn þar sem hann mætti sem Súpermann, í þar til gerðum náttfötum sem móðir Víkverja hafði keypt í útlandinu fyr- ir hann, en helsti eiginleiki þeirra var sá að skikkjan rauða var fest við með frönskum rennilás, og varað sérstaklega við því að bannað væri að sofa með skikkjuna áfasta. x x x Víkverji verður aukinheldur aðjáta að hann hefur, hvorki þá né síðar, beinlínis verið með líkama sem öskrar „Súpermann“, en ofur- hetjubúningar dagsins í dag koma allir með tilbúinn „six-pack“. Vík- verji neitar ekki að hann væri sjálfur til í að hafa einn slíkan áfastan hversdagsfötunum sínum, en það er löngu útséð um það að hann geti orð- ið sér úti um einn náttúrulegan. Nema kannski þá sem fást í ríkinu. vikverji@mbl.is Víkverji En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og sjálfsagi. (Galatabréfið 5.22)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.