Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 57

Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauð- synlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Reyndu að gleðja einhvern nákominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Viljirðu breytingar skaltu stíga á stokk og láta í þér heyra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Hvaðeina sem þú gerir til þess að gera líf þitt skilvirkara er vel þess virði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nýtur athygli annarra vegna þess að þér líður vel í sviðsljósinu. Reyndu nýjar leiðir til að ná sambandi við foreldra eða yfir- menn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert óneitanlega heillandi og þú veist alveg hver á að fá að njóta þess nú. Nýttu það til að taka upp þráðinn við gamla vini og fjöl- skyldumeðlimi sem þú hefur ekki hitt lengi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Á næstu vikum er upplagt að setja sér takmark og velta fyrir sér leiðum til þess að ná því. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir alla muni haltu henni innan skynsamlegra marka. Mundu að allir eru dæmdir af verkum sínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til að láta minniháttar krytur komast upp á milli vina. Þú ert skýrari í hausnum þessa dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Breytingar liggja í loftinu og aldr- ei þessu vant ertu þeim mótfallinn. Þótt hversdagsleikinn virðist oft grár og leið- inlegur þarf ekki margt til þess að breyta öllu til betri vegar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Talaðu bæði hátt og skýrt svo ekk- ert fari á milli mála, hvað það er sem þú vilt. Þegar þú veist að þú átt betra skilið skaltu vera með uppsteyt. Annars heldur fólk að þér sé sama. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hefur komið í þinn hlut að tala fyrir þeim sjónarmiðum sem eiga að ráða á vinnustað. Allt sem þú gerir virðist færa þér umbun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki draga fljótfærnislegar ályktanir eða dæma aðra á næstu vikum, ekki er víst að allar forsendur séu deginum ljósari. Sigrún Haraldsdóttir var sem ný áLeir þegar hún fagnaði morg- unsólinni á mánudag: Rjátlast af mér slen og slig, sláttur eykst í hjarta, alltaf þegar sýnir sig sólin undurbjarta. Á þessum milda mánudagsmorgni orti Sigurlín Hermannsdóttir: Jón var með fjölmiðla- og fréttasótt og ferða- og skemmtana- netta sótt. varð vitlaus í „show-um“ þó varð mörgum nóg um er kauði tók langvinna léttasótt. Hér birtist í gær „stafseningar- limra“ eins og Ólafur Stefánsson stafsetti orðið – og auðvitað gat Sig- mundur Benediktsson ekki setið á sér: „Sæll. Ha, ha, ha.“: Bregðast stundum bestu vé, burtu strjúka orðagögn. Hérna færðu tapað t til að ljúka fyrirsögn. Það er gamla sagan – Pétur Stef- ánsson yrkir á Leir: Um fátækt hér er ekkert ort, ýmsa vill hún hræða. Linka skekur landið vort, lifnar böl og mæða. Leigjendur þeir líða skort en leigusalar græða. Í tímaritinu Ömmu eru þessar vís- ur sagðar eignaðar Sigluvíkur- Sveini: Það er ætíð meining mín mestan bæti trega brúður sæt og brennivín brúkað gætilega. Það er aðalmeining mín mestum hraði trega blossa vaðals brík og vín brúkað svaðalega. Ólafur Briem á Grund gerði þessa vísu um eitthvert ferðalag sitt: Hlaut ég stauta um blauta braut, bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk, þaut og hnaut, ég hraut í laut, hnykk með rykk í skrokkinn fékk. Sagt er að það hafi verið Ari um- boðsmaður Sæmundsen sem hellti í staup handa Ólafi og lét þennan vísuhelming fylgja með: Þarna er staupið, settu sopann senn í tanna þinna grunn. – Ólafur tæmdi staupið og bætti þegar við: Tarna raupið, réttan dropann renna fann ég inn í munn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Morgunsólin, fréttasótt og tapað t „ÞÚ SETUR ALLTAF ÞARFIR ANNARRA FRAMAR ÞÍNUM EIGIN. ÉG ÞARF AÐ FÆRA TÍMANN ÞINN.” „HÚN HEITIR „AÐ LIFA Á EKKNALÍFEYRI”.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara allt saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VIÐ EYÐUM ALLTOF MIKLUM TÍMA Í SÍMANUM. ÉG ÆTLA AÐ LEGGJA MINN FRÁ MÉR! EN FÍNT ÞAÐ ER SATT – HUNDAR LÍKJAST EIGENDUNUM … OG PÁFAGAUKAR HLJÓMA EINS OG EIGENDURNIR Öskudagsstemning réði ríkjum áfésbókinni í gær, þar sem allir kunningjar Víkverja sem vettlingi gátu valdið skelltu inn eins og einni ef ekki tveimur myndum af af- kvæmum sínum í allskyns grímu- búningum. Víkverji finnur vel fyrir því við slíkar myndbirtingar að hann er nú „í ljósaskiptunum“ sem liggja á milli þess að vera ungur og miðaldra, þar sem hann nöldrar yfir öskudags- búningum ungu kynslóðarinnar. x x x Þetta er allt saman eitthvað keyptút úr búð!“ hnussaði okkar mað- ur til dæmis, á sama tíma og hann rifjaði upp sína eigin dýrðardaga í grunnskóla, þegar allir mættu sko í heimatilbúnum búningum. Eitt árið var Víkverji sko pönkari. Það eina sem þurfti var gallajakki og hár- kolla, sem væntanlega var ekki heimatilbúin. Víkverji hefur eflaust ekki verið mjög sannfærandi pönk- ari og nú þegar hann hugsar málið betur hafa eflaust einhverjir af sam- nemendum hans verið í búningum sem ekki voru beinlínis heima- tilbúnir. x x x Þetta er allt saman eitthvað móð-ins! Bara einhverjir nýir karakt- erar, en hvar eru þessir gömlu góðu?“ fussaði hann og sveiaði þar næst og rifjaði upp öskudaginn þar sem hann mætti sem Súpermann, í þar til gerðum náttfötum sem móðir Víkverja hafði keypt í útlandinu fyr- ir hann, en helsti eiginleiki þeirra var sá að skikkjan rauða var fest við með frönskum rennilás, og varað sérstaklega við því að bannað væri að sofa með skikkjuna áfasta. x x x Víkverji verður aukinheldur aðjáta að hann hefur, hvorki þá né síðar, beinlínis verið með líkama sem öskrar „Súpermann“, en ofur- hetjubúningar dagsins í dag koma allir með tilbúinn „six-pack“. Vík- verji neitar ekki að hann væri sjálfur til í að hafa einn slíkan áfastan hversdagsfötunum sínum, en það er löngu útséð um það að hann geti orð- ið sér úti um einn náttúrulegan. Nema kannski þá sem fást í ríkinu. vikverji@mbl.is Víkverji En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og sjálfsagi. (Galatabréfið 5.22)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.