Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Leikarinn Magnús Jónssonætti að vera flestum kunn-ugur, enda hefur hannverið fyrir framan mynda- vélina í fjölmörgum íslenskum bíó- myndum og sjónvarpsþáttum. Nú bregður hann sér í nýtt hlutverk, hlutverk leikstjóra og handritshöf- undar. Taka 5 er hans fyrsta kvik- mynd og hún er alveg sjálfstæð framleiðsla, þ.e.a.s. framleidd nán- ast án fjárstyrkja. Í upphafi myndar kynnumst við Ragnari, ungum bónda sem býr aleinn á niðurníddum sveitabæ. Ragnar er með bíómyndir á heilan- um. Hann horfir á bíómyndir allar liðlangan daginn, talar við sjálfan sig með tilvitnunum í bíómyndir og fer stundum með heilu atriðin þar sem hann leikur öll hlutverkin, sem er einkar kostulegt. Við fylgjumst með honum bardúsa við ýmislegt inni á milli þess sem hann glápir á myndir, eins og að bora göt í veggi, smíða málamynda rafstuðtæki og svæfa sjálfan sig með klóróformi. Það kemur í ljós hvað þessar at- hafnir eiga að fyrirstilla þegar hann keyrir til borgarinnar og rænir fimm manneskjum. Fólkið vaknar í skít- ugu og gluggalausu herbergi á sveitabænum, með rafstuðtæki fest við ökklann. Þau bera saman bækur sínar og það kemur í ljós að öll eru þau listamenn, þarna er leikkona, leikstjóri, tónskáld, rithöfundur og myndlistarmaður. Þau velta fyrir sér hvað þau séu að gera þarna og svarið kemur þegar Ragnar talar við þau gegnum kallkerfi. Hann tilkynn- ir að þau séu fangar hans og eigi að búa til bíómynd með honum. Ef þau reyna að sleppa gefur hann þeim raflost. Listamennirnir eiga því ekki annarra kosta völ en að taka þátt í verkefninu og upphefst skondin at- burðarás þar sem Ragnar reynir að fá þau nauðug viljug til að búa til kvikmynd úr engu. Myndin er virkilega fyndin og skemmtileg. Persónurnar eru mjög ólíkar og það skapast spennandi og sprenghlægileg átök á milli þeirra. Leikararnir eru líka reglulega fínir, hafa gott vald á gamanleik og ná að finna hvar kómíkin í þeirra karakter liggur. Það einhver jákvæð orka í gangi á skjánum og það er líkt og maður skynji að leikararnir hafi gaman af þessu verkefni. Það er algengt að sjálfstætt kvik- myndagerðarfólk falli í þá gryfju að færast of mikið í fang og reyna að gera íburðarmeiri mynd en það hef- ur ráð á að gera. Taka 5 fellur ekki í þessa gryfju, sem er fagnaðarefni. Sambærileg verk sem koma upp í hugann eru t.d. Murder Party (2007) og Creep (2014) sem eru sjálfstætt framleiddar hrollvekjur með kóm- ískum undirtóni. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að gera gott úr fjársveltum aðstæðunum, plottið er ekki of flókið, persónurnar fáar og sviðsmyndin afmörkuð þannig að smæð framleiðslunnar verður að kosti frekar en galla. Stór kostur við allar þessar myndir er að þær taka sig ekki of alvarlega og lítil mistök geta þar með skýlt sér bak við tjald húmorsins. Þá eiga myndirnar einn- ig sammerkt að vera sjálfsvísandi því þær fjalla um kvikmyndagerð og listsköpun með einhverjum hætti. Taka 5 er auðvitað afar sjálfsvísandi, þar sem hún er mynd sem er gerð fyrir engan pening sem fjallar um að gera mynd úr engu. Þar með öðlast hún heimspekilega vídd, því hún veltir vöngum yfir eðli kvikmynda- gerðar og spyr hvað telst vera al- vörubíómynd og hvað ekki. Myndin er eðli málsins samkvæmt ekki fullkomin. Sagan er stundum ögn endurtekningasöm og hljóði og lýsingu er nokkuð ábótavant líkt og búast má við. Tónlistin er fremur stefnulaus, þarna ægir saman mörg- um mismunandi tónlistarstefnum sem passa ekki endilega vel saman og spurning hvort það hefði farið betur á því að sleppa tónlistinni. Maður saknar þess líka að fá aðeins sterkari endi á sögunni. Undir lokin er t.d. gefið í skyn að bóndinn Ragn- ar glími við eitthvert óuppgert fjöl- skyldutengt áfall, sem gæti útskýrt af hverju hann er svona undarlegur. Það er samt aldrei fyllilega útskýrt hvers eðlis þetta áfall er og kemur á óvart að þeim þræði sé ekki fylgt eft- ir til enda, fyrst það er byrjað á hon- um. Taka 5 er fínasta indí-bíómynd, Magnús hefur sniðið sér stakk eftir vexti og hann sýnir að það er hægt að nota smæð verkefnis sér til fram- dráttar. Þótt myndin sé ekki full- komin hefur hún marga styrkleika og ég tel að sjálfstæðir kvikmynda- höfundar mættu taka sér Töku 5 til fyrirmyndar. Bíómynd úr engu um bíómynd úr engu Eftir vexti „Magnús hefur sniðið sér stakk eftir vexti og hann sýnir að það er hægt að nota smæð verkefnis sér til framdráttar,“ segir m.a. um Töku 5. Bíó Paradís Taka 5 bbbnn Handrit, leikstjórn og klipping: Magnús Jónsson. Kvikmyndataka: Hrund Atla- dóttir. Aðalhlutverk: Hilmir Jensson, Þóra Karítas, Ólafur Ásgeirsson, Hall- dór Gylfason, Guðmundur Þorvaldsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir. 91 mín. Ísland, 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Horace Engdahl, meðlimur Sænsku akademíunni (SA) frá 1997, mun ekki koma að valinu á næstu tveim- ur Nóbelsverðlaunahöfum. Þetta varð ljóst stuttu eftir að stjórn Nóbelsstofnunarinnar (NS), á fundi sínum fyrr í vikunni, ákvað að SA mætti í haust afhenda tvenn Nóbelsverðlaun í bókmenntum fyr- ir árin 2018 og 2019, en sem kunn- ugt er voru engin verðlaun afhent í fyrra vegna þeirrar krísu sem ríkt hefur í SA frá árslokum 2017. Á síðustu mánuðum hefur Lars Heikensten, stjórnandi NS, ítrekað sagt að SA þyrfti að endurheimta traust NS til að mega útdeila verð- laununum. Sem lið í því setti NS það sem skilyrði að SA breytti vinnu- lagi sínu í vali á verðlaunahöfum og tók ný valnefnd til starfa 1. febrúar. Samkvæmt sænskum miðlum krafðist NS þess í fyrstu að allir í nýju Nóbelsnefndinni stæðu utan SA, en komist var að málamiðlun þess efnis að nefndin væri til helm- inga skipuð fólki innan og utan SA. Engu að síður var það krafa NS að nefndin væri algjörlega óháð þeim meðlimum SA sem gegnt hafa lykil- hlutverki í krísu SA sem rekja má til ásakana um að Jean-Claude Arnault, eiginmaður Katarinu Frostenson sem nýverið hætti í SA eftir 27 ára starf, hafi árum saman beitt konur kyn- ferðislegu of- beldi og þau hjón átt óeðlileg fjár- hagsleg tengsl við SA gegnum bókmennta- klúbbinn Forum. Þegar í nóv- ember var til- kynnt hverjir yrðu fulltrúar SA í nýju Nóbels- nefndinni vakti það því óneitanlega athygli að Horace Engdahl ætti þar sæti, enda var hann ritari SA þegar Forum var sett á föst fjárframlög hjá SA á sínum tíma og hefur ætíð varið Frostenson og Arnault, líka eftir að sá síðarnefndi var á síðasta ári dæmdur fyrir tvær nauðganir. Í tilkynningu á vef SA segir að í tengslum við ákvörðun NS um að leyfa SA að afhenda tvenn Nóbels- verðlaun í ár hafi Engdahl „að eigin frumkvæði ákveðið að segja skilið við Nóbelsnefndina til að stefna verðlaununum ekki í voða“. Í skrif- legu svari við fyrirspurn SVT gagn- rýnir Engdahl NS fyrir kröfuna um að enginn í Nóbelsnefndinni mætti hafa komið að krísunni í SA. „Þetta er vægast sagt loðið orðalag. Því þetta gæti átt við um alla meðlimi SA fyrir utan þá nývöldu,“ skrifar Engdahl. silja@mbl.is Engdahl hættir í Nóbelsnefndinni Horace Engdahl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.