Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
LJÓSADAGAR
AF ÖLLUM LJÓSUM
30% AF PERUM
6. - 18. MARS
20-50%
30%
AF ÖLLUM
VITA LJÓSUM
Hugvísindaþing 2019 verður sett í
Hátíðasal Háskóla Íslands á morg-
un, föstudag, kl. 12. Í framhaldinu
flytur Stephen Greenblatt, prófess-
or í bókmenntum við Harvard-
háskóla, hátíðarfyrirlestur undir
yfirskriftinni „Survival Strategies:
Shakespeare and Renaissance
Truth-Telling“. Á föstudag og
laugardag verður boðið upp á um
150 fyrirlestra í 43 málstofum sem
allir eru opnir almenningi.
Hugvísindaþing 2019
sett í HÍ á morgun
FIMMTUDAGUR 7. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Eftir aðeins fimmtán daga hefst
undankeppni Evrópumóts karla í
knattspyrnu þegar Ísland mætir
Andorra á útivelli en liðið leikur síð-
an við Frakka í París þremur dögum
síðar. Staðan á íslensku landsliðs-
mönnunum er misjöfn, sumir spila
alla leiki sinna liða og eru í góðu
leikformi á meðan aðrir eiga erfitt
uppdráttar um þessar mundir. Farið
er rækilega yfir þetta í íþrótta-
blaðinu í dag. » 2-3
Misjöfn staða á lands-
liðsmönnum Íslands
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hið árlega málþing Bókabæjanna
austanfjalls fer fram í Tryggva-
skála á Selfossi í kvöld kl. 19. Síð-
asta málþing bar yfirskriftina
Kerlingabækur og sneri að meint-
um kvennabókmenntum, en nú er
sjónum beint að karlabók-
menntum. Boðið verður upp á
erindi, tónlist og leiklist ásamt
pallborðsumræðum.
Meðal þeirra sem
fram koma eru Auð-
ur Ava Ólafsdóttir,
Bjarni Harðarson
og Hallgrímur
Helgason.
Aðgangur er
ókeypis og
allir velkomn-
ir meðan
húsrúm
leyfir.
Karlakvöld fyrir alla
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingar tóku fyrst þátt í skíða-
göngu Vetrarólympíuleikanna í Ósló
1952. Þrír þeirra fóru síðan til Sví-
þjóðar og voru með í Vasagöngunni
ásamt Íslendingi sem bjó í Svíþjóð.
Einn þeirra var Ebenezer Þór-
arinsson frá Ísafirði og sl. sunnudag
gekk Auður Kristín, dóttir hans og
margfaldur Íslandsmeistari á árum
áður, í skíðaspor föður síns.
Auður er íþróttakennari í Sala-
skóla í Kópavogi, hefur lengi þjálfað
og séð um kennslu á gönguskíðum
og rekur Skíðagöngukennslu Auðar
og Óskars ásamt Óskari Jak-
obssyni. „Ég hef meðal annars
þjálfað fólk og hópa fyrir þátttöku í
Vasagöngunni en aldrei gefið mér
tíma til þess að takast á við þrek-
virkið fyrr en nú,“ segir hún. Bætir
við að mörgum hafi þótt þetta und-
arlegt og hún hafi oft verið spurð
hvort hún ætlaði ekki að vera með í
næstu keppni. „Mér leiddist að vera
með afsakanir og sagði að gangan
yrði á dagskrá áður en ég yrði
fimmtug. Hugsaði svo ekki meira
um það fyrr en Ólafur Már Björns-
son hringdi fyrir um fjórum vikum
og minnti mig á að áfanginn væri í
vor. Ég hef gjarnan verið með
skíðakennslu í Tékklandi þegar
Vasagangan fer fram en ekki að
þessu sinni og því sló ég til.“
Merkileg keppni
Fyrir nær 500 árum flúði Gustav
Eriksson Vasa á skíðum í átt að
norsku landamærunum eftir að hafa
mótmælt Kalmarsambandinu harð-
lega. Tveir menn í Mora fóru á eftir
honum til að telja honum hughvarf
og náðu honum í Sälen. Þremenn-
ingarnir sneru við þessa 90 km leið,
Svíum tókst að hrekja Dani á brott
og Vasa varð Svíakonungur 1523.
Vasagangan var fyrst haldin 1922
til þess að minnast þessa og hefur
farið fram árlega síðan nema hvað
hún hefur fallið þrisvar niður vegna
snjóleysis.
Afrek Ebenezers hefur verið of-
arlega í huga Auðar alla tíð. Hann
varð fyrstur Íslendinga í mark, í 67.
sæti af 364 keppendum, sem þá var
metfjöldi, gekk á 5 klst. og 53 mín.,
43 mínútum á eftir sigurveg-
aranum. Í keppninni sl. sunnudag
voru um 15.800 keppendur skráðir,
14.716 byrjuðu og 12.558 luku
keppni. Þrátt fyrir að vera ekki sem
best upplögð líkamlega vegna veik-
inda skömmu fyrir keppnina var
Auður í 6. sæti af um 70 Íslend-
ingum og fremst íslenskra kvenna, í
16. sæti í sínum aldursflokki í
keppninni og í 212. sæti kvenna, en
þegar á heildina er litið var hún í
kringum 4.000. sætið. Hún gekk á
7,56 klst., um 30 mínútur frá verð-
launasæti. „Ég vildi feta í spor
pabba og hugsaði fyrst og fremst
um að ljúka keppni,“ segir Auður,
en þess má geta að aðstæður voru
óvenju slæmar, snjókoma, mót-
vindur og brautir erfiðar.
Stórkostleg upplifun
Auður segir að keppnin hafi verið
stórkostleg upplifun. „Ég hugsaði
til pabba alla leiðina og veit að hann
var með mér,“ rifjar hún upp. Bætir
við að árangur hans hafi verið ótrú-
legur og ekki sé hægt að bera að-
stæðurnar saman við nútímann og
hvað þá útbúnaðinn. „Á leiðinni var
ég uppnumin af því hvernig hann
fór að því að ná eins góðum tíma og
hann náði. Það er líka merkilegt
hvað margir Íslendingar hafa lokið
þessari göngu og tekið þátt í henni
ár eftir ár með ágætum árangri,
sem er meira en að segja það.“
Í skíðaspor föður
síns í Vasagöngunni
Keppniskona Auður Ebenezersdóttir brosti breitt í Svíþjóð á sunnudag.
Auður Kristín Ebenezersdóttir sló tvær flugur í einu höggi
Skíðakappi Ebenezer Þórarinsson.