Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti,
þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með
hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður,
skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum.
Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með
loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum. OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
Nýr Dacia Duster
Gerðu virkilega
góð kaup! Verð frá:
3.690.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
2
0
2
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ísland er í neðsta sæti á nýjum
lista fyrirtækisins AirVisual yfir
loftmengun í löndum heims.
Fyrirtækið tók saman tölur um
svifryksmengun um allan heim á
síðasta ári. Niðurstöður þess sýna
að meirihluti jarðarbúa andar að
sér menguðu lofti með tilheyrandi
hættum. Í ljós kom að 86% landa
þar sem nægileg gögn voru fyrir
hendi ná ekki að uppfylla heil-
brigðisviðmið Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, WHO. Í helm-
ingi landanna sýna mælingar að
loftmengun er yfir 200% yfir við-
miðunum. Talið er að vandinn sé í
raun enn stærri því gögn skorti
víða. Til að mynda hafi mælingar
aðeins nýlega hafist í Pakistan og
landið skýst í annað sætið yfir
mestu loftmengun í heiminum.
Svifryksmengun (PM2.5) hér á
landi mældist 5 μg/m³ að meðal-
tali, samkvæmt lista AirVisual og
er Ísland í 73. og neðsta sæti
hans. Næst á listanum yfir hrein-
asta loftið var Finnland með 6,6
μg/m³ að meðaltali, þá Ástralía
og Eistland er í fjórða sæti. Í
fimmta sæti er Svíþjóð með 7,4 að
meðaltali og Norðmenn eru í
sjötta sæti með 7,6 að meðaltali.
Danmörk er ekki á listanum.
Verst er ástandið í Bangladess
þar sem svikryksmengun mælist
97,1 μg/m³ að meðaltali. Hér á
landi eru þau viðmið að þegar
magn svifryks fer yfir 50 μg/m³
yfir heilan sólarhring telst það
fara yfir heilsuverndarmörk. Í
öðru sæti yfir mestu mengunina
er Pakistan, þá Indland og Afgan-
istan.
Í umfjöllun AirVisual kemur
fram að yfir sjö milljónir manna
látist árlega fyrir aldur fram af
völdum loftmengunar. Þetta kosti
hagkerfi heimsins háar upphæðir
í töpuðu vinnuframlagi.
Indland á átta af tíu borgum
heims þar sem mesta loftmengun
er að finna. Af tuttugu mest
menguðu borgunum er átján að
finna í Indlandi, Pakistan og
Bangladess.
Hreinasta loft í
heimi er á Íslandi
Ný rannsókn á loftmengun í heim-
inum Loftgæði verst í Bangladess
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Loftgæði Veitt í soðið á fallegum
vetrardegi í Reykjavíkurborg.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við leggjum áherslu á að við erum
að bólusetja forgangshópana núna
og biðjum aðra að koma ekki fyrr
en í næstu viku,“ segir Sigríður
Dóra Magnúsdóttir, settur fram-
kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ráðist verður í bólusetningar-
átak á höfuðborgarsvæðinu og á
Austurlandi um helgina til að
sporna við útbreiðslu mislinga hér
á landi. Í tilkynningu frá sótt-
varnarlækni kemur fram að ákveð-
ið hafi verið að grípa til ýtrustu
varúðarráðstafana eftir að grunur
vaknaði um fimmta mislingatilfellið
hér á landi í fyrrakvöld. Síðdegis í
gær kom staðfesting frá veiru-
fræðideild Landspítala á fimmta
smitinu. Umræddur einstaklingur
er starfsmaður á leikskóla á Egils-
stöðum og komst í snertingu við
þann aðila sem kom með flugi til
Egilsstaða hinn 15. febrúar og
greindist síðar með mislinga.
Á samráðsfundi í gær var ákveð-
ið að hvetja þá sem eru óbólusettir
og fæddir á tímabilinu 1. janúar
1970 til 1. september 2018 til að
þiggja bólusetningu. Jafnframt þá
einstaklinga sem útsettir hafa ver-
ið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra
nánasta umgangshópi.
„Við erum með mjög mikinn við-
búnað enda er þetta stór hópur. Ef
við horfum bara á börnin á aldr-
inum 6-18 mánaða þá er það heill
árgangur. 3.500-4.000 börn á öllu
landinu. Við hins vegar byrjum
bara á þessu svæði þar sem fólk
hefur greinst; höfuðborgarsvæðinu
og Austurlandi,“ segir Sigríður
Dóra.
Allar heilsugæslustöðvar á höf-
uðborgarsvæðinu verða opnar milli
klukkan 12 og 15 í dag og á morg-
un. Ekki er um almenna opnun að
ræða. Í dag er mælst til þess að 6-
18 mánaða börn og foreldrar
þeirra mæti en fullorðnir á morg-
un.
Ítarlegar upplýsingar er að finna
á heimasíðu landlæknis, heilsu-
gæslunnar og heilbrigðisstofnunar
Austurlands. Á vef landlæknis er
greint frá því að almenningi sé
bent á netspjall heilsugæslunnar á
Heilsuvera.is. Upplýsingar vegna
mislinga eru veittar í síma 1700.
Átak gert í bólusetningum gegn mislingum um helgina
Morgunblaðið/Hari
Bólusetning Allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verða opnar
vegna bólusetninga við mislingum um helgina. Fimmta tilfellið er staðfest.
Mjög mikill viðbúnaður
á heilsugæslustöðvum