Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 12

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Ný sending – frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að búa á Íslandi er sannar-lega áhugavert fyrir migog ólíkt því sem ég þekki.Menningin hér er mjög ólík þeirri sem ég er alin upp við. Þar sem við bjuggum í Kína var mjög heitt og rakt loftslag, en hér er loftið þurrt og kalt. Heima í Shenzhen er gríðarlegur hraði á öllu, alltaf eins og allir séu að flýta sér. Shenzhen er vissulega mjög spennandi borg og ég starfaði þar sem tækniráðgjafi. En stressið var mikið. Maðurinn minn fullyrti að í lífi mínu yrði meiri ró eft- ir því sem ég væri lengur búsett á Ís- landi. Honum finnst ég vera ham- ingjusamari manneskja núna en ég var þegar við bjuggum í Kína. Og ég er sammála því, Ísland dregur klár- lega fram jákvæðu hliðina á mér. Og ég finn virkilega fyrir því að allt er rólegra hér en í Kína,“ segir Yabei Hu, ung kona frá Kína sem býr á Ís- landi og vinnur á markaðsdeild hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Travel, þar sem hún sér um að kynna það sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða á kínverskum markaði. Hún flutti til Íslands fyrir tæpu einu og hálfu ári, en ástæðan fyrir búferlaflutningum hingað í norðrið er eiginmaðurinn, Þorkell Ólafur Árnason. „Við kynntumst þegar við vor- um í námi við sama skóla í Kína, Lingnan Sun Yat-Sen háskóla í Guangzhou. Ég var í MBA námi og hann var í viðskiptanámi, en hann hafði valið að fara í þennan skóla sem skiptinemi, sem var sannarlega örlagarík ákvörðun, því hingað er ég komin, sest að á Íslandi, sem mig hefði aldrei órað fyrir,“ segir Yabei og hlær. Að námi loknu bjuggu þau Ya- bei og Þorkell saman í Kína í tæp fimm ár, í Shenzhen, sem er í ná- grenni Hong Kong. „Fyrir utan það að vilja komast úr þessu streitu- hlaðna umhverfi, þá langaði okkur líka til að breyta til, svo við ákváðum að flytja til Íslands.“ Tefræðin völdu mig Yabei valdi að mennta sig í nokkuð sérstæðum fræðum. Hún er með BS gráðu í tefræðum frá Land- búnaðarháskóla Hunan og MBA gráðu frá Lingnan Sun Yat-Sen há- skóla. „Ég er af þessari sjaldgæfu teg- und fólks sem hefur farið í háskóla til að sérhæfa sig í tei. En þeir sem fara alla leið á doktorssviðið í te- fræðum, það er sannarlega allra sjaldgæfasta tegundin af tefræð- ingum,“ segir hún og hlær. „Fyrir mér er það að drekka te, eins og að hlusta á tónlist. Enginn getur sagt þér hvað þér líkar við, en það er hægt að segja þér hvað er almennt talið vera mikil gæði og hvað ekki,“ segir Yabei sem ólst ekki upp í fjöl- skyldu þar sem mikil áhersla eða þekking var á tei. „Tefræðin völdu mig, því ég var ein af þeim sem ekki vissu um fjöl- breytileikann og hversu margslung- in slík fræði eru. En eftir mennta- skóla var mér bent á nám í tefræði sem spennandi möguleika. Frændi minn sem var meðal þeirra mest menntuðu í fjölskyldu minni og hafði útskrifast frá þeim skóla sem ég fór í, hann hvatti mig til að fara í þetta nám og upplýsti mig um hversu margir góðir prófessorar væru við skólann. Námið innihélt mikla líf- fræði, efnafræði, erfðafræði og plöntufræði. Ég lagði áherslu á efna- fræðilega samsetningu í tei í mínu námi, sem getur nýst í störfum við framleiðslu á lyfjum, heilsuvörum og húðvörum.“ Kurteisi að bjóða gestum te Yabei segir te vera stóran hluta af menningunni í Kína, enda er saga þess ævagömul þar. „Í Kína á hver fjölskylda sitt te, og þar þykir ákveðin kurteisi að bjóða gestum ævinlega upp á gott te. En samt sem áður er fjöldi fólks í Kína sem veit lítið um te. Til er fólk sem hefur áhuga á tei og drekkur það hvern einasta dag, án þess þó að þekkja te nema þær tegundir sem þeim finnst góðar.“ Yabei segir að allt te sé komið af sömu jurtinni, terunnanum. „En persónuleiki telaufa getur verið mjög ólíkur, því það hefur áhrif í hvaða umhverfi terunninn vex, hversu sólríku, við hvað hita- og rakastig, hvernig jarðvegurinn er og svo framvegis. Aldur plöntunnar skiptir líka máli, stundum þurfa te- laufin að vera gömul við tevinnslu, en stundum þurfa þau að vera ung.“ Yabei segir te vera flokkað í sex grunnflokka, eftir lit drykkjarins. Grænt te, gult te, hvítt te, rautt te, dökkt te og oolong te. „Te sem kallað er svart te á ensku, af því Bretarnir gerðu það að sínu uppáhalds, það köllum við rautt te í Kína, en sérkenni þess tes liggur í rauðum telaufum eftir vinnslu, og drykkurinn er einnig rauðleitur. En innan hvers flokks af tei eru margar undirtegundir og talað er um ólíka mýkt milli þessara sex grunnflokka. Það sem gerir það að verkum að te er misjafnt að lit og eiginleikum þeg- ar því er hellt í bolla, er bæði ræktun tesins og vinnslan. Vinnslan er í nokkrum og ólíkum skrefum milli þessara sex undirflokka tesins. Byrj- að er á að láta telaufin visna, en þá eru þau losuð við svolítinn raka með því að dreifa úr þeim við 22-30 gráð- ur. Næsta stig felst í að velta telauf- unum í heitri málmskál með berum höndum, við misjafnan hita og mis- langan tíma, en við það festir það lit laufanna. Síðan eru þau formuð á ólíkan hátt, við það verða þau ýmist krulluð eða bein að lögun. Að lokum eru laufin þurrkuð í heitri málm- skál,“ segir Yabei og bætir við að hver þáttur í vinnslunni sé ólíkur öðrum í hverjum undirflokkanna sex, í sumum flokkum er einhverjum þáttum sleppt og í öðrum eru þeir framkvæmdir með ólíkum hætti. Hún tekur vinnsluna á grænu tei sem dæmi. „Grunnþátturinn í að vinna græna teið felst í mjög háu hitastigi þegar fersk telaufin eru sett í stóru málmskálina til að festa litinn. Þá er skálin hituð upp í 200-280 gráður. Þar þarf að halda laufunum á hreyf- ingu í skálinni með berum höndum og í ákveðinn mjög stuttan tíma. Aft- ur á móti er lykilatriði við vinnslu á oolong tei, að telaufin eru sett í tromlu eftir að þau eru visnuð, og þá nuddast útlínur telaufanna og fyrir vikið verða þær rauðar. Ilmur ool- ung tesins er annar en hinna, vegna þessarar tromlu. Græn lauf með rauðum útlínum eru því eitt af ein- kennum oolung tes.“ Smakkar áður en hún kaupir Þegar kemur svo að því að laga te til drykkjar, þá skiptir máli hversu heitt vatnið er sem telaufin eru sett í. „Til dæmis ber græna og hvíta teið í sér blíðu, og þess vegna má vatnið ekki vera of heitt,“ segir Ya- bei sem fór til Kína síðast liðið haust og tók þá með sér heim heilmikið af góðu tei, því fyrir henni er te nauð- synlegt hvern dag, rétt eins og mörg okkar komast vart í gegnum daginn án kaffibolla. „Ég kaupi aðeins hágæða te heima í Kína, og fer því í sérstakar tebúðir til að finna það. Og ég smakka að sjálfsögðu áður en ég vel hvað ég kaupi mér.“ Réttu græjurnar Yabei notast að sjálfsögðu við réttu græjurnar þegar hún lagar te, sérstaka töng, sérstaka bolla og sérstakar aðferðir, svo gæðateið fái að njóta sín þegar það kemur í bollann. Að drekka te er eins og að hlusta á tónlist „Ég er af þessari sjaldgæfu tegund fólks sem hefur farið í háskóla til að sérhæfa sig í tei,“ segir Yabei Hu, sem býr á Íslandi og er með háskólagráðu í te- fræðum. Ísland dregur fram það besta í henni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vandaverk Vinnslan skiptir öllu máli. Hér eru telauf þurrkuð í heitri skál. Yabei Hu Hún fær sér te á hverjum einasta degi, það er hennar kaffi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.