Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Árið 2019 hefur farið vel af stað í Grundarfirði, veður verið nokkuð stillt, mestmegnis uppáhalds- vindáttir af austri til norðurs. Frá 26. janúar í um það bil heilan mánuð gekk skíðalyftan svo til upp á hvern dag í útjaðri þorpsins og ungir sem eldri renndu sér á skíðum meðan dagurinn lengdist smátt og smátt. Svo snerist vindur og veðurguðir sáu til þess að allur snjór hvarf af jörðu nema allra hæstu ruðningar. En nú hefur hann aftur snúist til betri veg- ar og snjór hylur jörð, þó ekki í það miklum mæli að gefi í skíðalyftuna.    Framkvæmdahugur sem byrj- aði hjá fjölskyldufyrirtækinu GRUN með byggingu tæknilega fullkomn- asta frystihúss hér á landi veitir bjartsýni inn í samfélagið. Hafn- arstjórinn skrifaði á dögunum undir verksamning við Björgun ehf. um framkvæmdir við fyrsta áfanga á lengingu Norðurgarðs Grund- arfjarðarhafnar. Áfanginn felst í dælingu púða undir 130 m lengingu garðsins, en verkið var boðið út í janúar sl. Í Grundarfirði eru hafn- arskilyrði afar góð og tækifæri til að byggja aðstöðu fyrir skip framtíð- arinnar, sem munu rista sífellt dýpra. Við framkvæmdina skapast einnig tæplega 5.000 m2 nýtt at- hafnasvæði, til viðbótar við um 4.200 m2 athafnasvæði Norðurgarðs. Undirbúningur framkvæmd- anna hefur staðið í hartnær 2 ár og framkvæmdatími er sömuleiðis áætlaður um 2 ár.    Í frystihús GRUN vantar nú fleiri vinnufúsar hendur í fiskvinnslu og þrif, enda þótt tæknin leysi margt af hólmi er hún fyrst og fremst til hægðarauka fyrir þá sem koma að vinnslu og gerir þeim störfin auð- veldari en eykur jafnframt afköstin. Búið er að fínslípa allar véla- samstæður til þess að skila há- marksafköstum og samtímis ganga tvær flökunarlínur hvor með sinni fisktegundinni og flökin renna á færiböndum þar til þau enda inni í ógnarlöngum frystivélum og út úr þeim koma þau svo tilbúin í pakkn- ingar við hæfi sem henta til útflutn- ings beint í flug eða skip, allt eftir óskum væntanlegra kaupenda.    Ferðamenn flykkjast í fjörðinn sem aldrei fyrr um hávetur og eru áberandi innanbæjar svo ekki sé minnst á bílastæðin við Kirkjufells- foss. Nú hefur verið skrifað undir samning við Almennu umhverf- isþjónustuna í Grundarfirði um gerð nýs bílastæðis norðan við núverandi bílastæði og uppi á hæðinni en þau eldri voru löngu orðin of lítil og þar að auki skapast oft hætta vegna legu þeirra neðan við blindhæð. En sem sagt, senn má vænta betri tíma og öruggari í umferðarmálum þótt áhöld séu um hvort hin nýju bíla- stæði verði nægjanlega stór. Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns Hafnarframkvæmdir Dæluskipið Sóley við uppbyggingu púðans undir lengingu Norðurgarðs í Grundarfirði. Framkvæmdir hjá GRUN 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa með fullmáluðum einangruðum samlokueining- um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag. Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu verði sem uppfylla öll evrópsk skilyrði. Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir- verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd. Hugmyndir af stálgrindarhúsum: Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús, skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús, íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason í síma 615 2426. Stálgrindarhús Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Samgöngustofa hefur úrskurðað að WOW air skuli greiða farþegum með flugi félagsins frá Cincinnati til Keflavíkur og öðru flugi áfram til Amsterdam 177 þúsund krónur í skaðabætur vegna þess að farangur þeirra tapaðist. Í ákvörðun Samgöngustofu kem- ur fram að farangurinn skilaði sér ekki fyrr en átta dögum eftir að ferðinni lauk. Farþegarnir voru á leið í þrettán daga skemmtisiglingu um Bretlandseyjar og fengu þau skilaboð frá WOW að kaupa þær nauðsynjavörur sem þeir teldu sig þurfa á að halda og félagið myndi endurgreiða þeim í samræmi við kvittanir. Farþegarnir keyptu sér inniskó, skó, sokka, nærbuxur, buxur, stutt- buxur, andlitskrem, ferðatöskur, sundföt og sitthvað fleira fyrir sigl- inguna og gerðu kröfu á WOW að upphæð 353 þúsund krónur. Á það féllst flugfélagið ekki og bauð á móti 69 þúsund krónur. Farþegarnir féll- ust ekki á það en buðust til að lækka kröfu sína um helming. WOW hafn- aði sáttaboðinu, vísaði í fyrra tilboð og bauð farþegunum að skjóta mál- inu til Samgöngustofu sem þeir og gerðu. Í úrskurði stofnunarinnar segir meðal annars að kvartendur hafi sýnt fram á tjón sitt með full- nægjandi hætti og WOW beri að greiða þeim 177 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar sem af far- angurstöfinni hlaust. WOW greiði 177 þúsund í skaðabætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.