Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ríkisstjórn Venesúela lokaði í gær
skólum og vinnustöðum eftir að raf-
magnslaust varð um mestallt landið í
fyrradag. Ákvað Nicolas Maduro,
forseti landsins, að lokunin væri
nauðsynleg til þess að auðvelda við-
gerðarstarf á rafmagnskerfi lands-
ins. Maduro hafði áður kallað raf-
magnsbilunina „skemmdarverk“,
sem runnið væri undan rifjum and-
stæðinga hans og útsendara Banda-
ríkjastjórnar.
Rafmagnsleysið náði um mestallt
landið, en stjórnvöld sögðu að 23 af
24 fylkjum landsins hefðu orðið fyrir
barðinu á því. Þar á meðal var höfuð-
borgin Caracas, en rafmagnið fór al-
gjörlega af borginni stuttu fyrir sól-
setur í fyrrakvöld. Það slokknaði á
umferðarljósum og neðanjarðarlest-
arkerfi borgarinnar lamaðist. Urðu
því margir að ferðast fótgangandi
heim til sín.
Skemmdarverk eða vanhirða?
Rafmagnsleysi er ekki óalgengt í
Venesúela og segja andstæðingar
ríkisstjórnarinnar að hún hafi látið
undir höfuð leggjast að halda raf-
orkukerfi landsins í sómasamlegu
ástandi. Stjórnvöld kenna hins vegar
iðulega utanaðkomandi öflum um
þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Rafmagnsveitan Corpoelec sagði
að skemmdarverk hefði verið unnið á
stórri vatnsaflsvirkjun, sem nefnist
Guri, en virkjunin selur einnig raf-
magn til Brasilíu. Juan Guaidó, leið-
togi stjórnarandstöðunnar, sagði aft-
ur á móti á Twitter að landið hefði
nóg af orkugjöfum. Vandamálið fæl-
ist í spillingu Maduro-stjórnarinnar.
Rafmagnslaust í Venesúela
Maduro sakar andstæðinga sína og Bandaríkin um skemmdarverk á raforkuveri
AFP
Rafmagnsleysi Biðraðir sköpuðust
við verslanir í Caracas í gær.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í gær frá
sér litaðar ljósmyndir, þar sem tvær hljóðfráar þotur af
gerðinni T-38 sjást rjúfa hljóðmúrinn samtímis.
Sýndu myndirnar glögglega hvernig höggbylgj-
urnar sem sköpuðust við það breyttu lögun sinni þegar
þær lentu hvor á annarri.
AFP
Lögun höggbylgna rannsökuð í þaula
Hljóðmúrinn rofinn samtímis
Juha Sipilä, for-
sætisráðherra
Finnlands, baðst
í gær lausnar
fyrir ríkisstjórn
sína eftir að
henni mistókst
að ná umbótum
á velferðar- og
heilbrigðiskerfi
landsins í gegn-
um þingið. Si-
pilä sagði það mikil vonbrigði, en
deilt hefur verið um stöðu þess-
ara málaflokka í meira en ára-
tug.
Fimm vikur eru til þingkosn-
inga í Finnlandi og hafa sósíal-
demókratar, sem nú eru í stjórn-
arandstöðu, leitt flestar
skoðanakannanir að undanförnu.
Miðflokkur Sipilä er hins vegar í
þriðja sæti með um 15% fylgi.
Ríkisstjórnin hefur setið frá
árinu 2015, en auk Miðflokksins
eru Sambandsflokkurinn og Blá
framtíð í ríkisstjórninni.
Stjórnin fer frá í að-
draganda kosninga
Juha
Sipilä
FINNLAND
Óánægðir Als-
írbúar flykktust
á götur Algeirs-
borgar í gær til
að mótmæla því
að Abdelaziz
Bouteflika, for-
seti landsins, ætl-
ar að bjóða sig
fram að nýju til
embættisins.
Bouteflika hefur
nú þegar setið í fjögur kjörtímabil
en áhyggjur af heilsufari forsetans
hafa einkennt síðustu árin.
Kosningastjóri Bouteflika, sem
er 82 ára, sagði í gær að forsetinn
væri við hestaheilsu en hann er nú
staddur í Sviss þar sem hann hefur
verið síðan í lok febrúar.
Mótmæli gegn framboði Boutef-
lika hafa nú staðið yfir í tvær vikur,
en þau hafa að mestu farið frið-
samlega fram. Bouteflika hefur
hins vegar varað við skemmdar-
vörgum í röðum mótmælenda.
Mótmæla fimmta
framboði Bouteflika
Abdelaziz
Bouteflika
ALSÍR
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í gær að niðurstaðan í dóms-
máli Pauls Manafort, fyrrverandi
kosningastjóra síns, sannaði að
framboð sitt hefði ekki átt í ólög-
mætum samskiptum við Rússa í að-
draganda forsetakosninganna 2016.
Manafort var í fyrrakvöld dæmdur í
47 mánaða fangelsi fyrir brot á
skattalögum og fjársvik.
Gagnrýndu demókratar T.S. Lew-
is, dómara málsins fyrir vægan dóm,
en saksóknarar höfðu krafist allt að
24 ára fangelsis yfir Manafort fyrir
brot hans, en kviðdómur sakfelldi
hann í ágúst síðastliðnum.
Málið yfir Manafort á rætur sínar
að rekja til rannsóknar Roberts
Mueller, sérstaks saksóknara, á því
hvort framboð Trumps hafi átt í
óeðlilegum og ólögmætum samskipt-
um við rússnesk stjórnvöld í aðdrag-
anda kosninganna 2016. Hingað til
hafa málin sem spunnist hafa úr
rannsókninni ekki sýnt fram á slík
tengsl, heldur hafa þau frekar leitt í
ljós fjármálamisferli hjá nokkrum af
helstu ráðgjöfum Trumps á þeim
tíma.
Kevin Downing, lögfræðingur
Manaforts, sagði eftir að dómur féll í
fyrrakvöld, að engar sannanir væru
fyrir því að Paul Manafort hefði tek-
ið þátt í einhvers konar samsæri með
nokkrum fulltrúa rússneskra stjórn-
valda.
Sagði Trump að hann vorkenndi
Manafort, sem hefði gengið í gegn-
um erfiða tíma vegna sakamálsins,
en Trump hefur áður gefið í skyn að
hann kunni að beita valdi sínu til að
náða suma af þeim sem Mueller hef-
ur ákært, Manafort þar á meðal.
sgs@mbl.is
Ekki sýnt fram
á neitt samráð
Manafort
dæmdur í 47
mánaða fangelsi
AFP
Manafort Kevin Downing, lögfræð-
ingur Manaforts, ávarpar fjölmiðla
eftir dóminn í fyrrakvöld.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína,
sagði í gær að landið myndi verja
réttindi kínverskra fyrirtækja og
einstaklinga. Sagði Wang að aðgerð-
ir bandarískra stjórnvalda á hendur
fjarskiptarisanum Huawei og ákær-
ur gegn Meng Wanzhou, fjár-
málastjóra þess, væru pólitískar of-
sóknir.
Hrósaði Wang fyrirtækinu fyrir
að láta ekki „leiða sig eins og lamb til
slátrunar“, en Huawei stefndi
bandaríska ríkinu í vikunni til þess
að fá hnekkt löggjöf sem meinar
bandarískum alríkisstofnunum að
stunda viðskipti við fyrirtækið.
Bandarísk stjórnvöld hafa varað við
því að slík viðskipti kynnu að leiða til
þess að leynileg bandarísk tækni
félli Kínverjum í skaut.
Terry Branstad, sendiherra
Bandaríkjanna í Kína, sagði í gær að
stefna Huawei hljómaði „líkt og
hefndaraðgerð“ og líkti henni við
handtökur kínverskra stjórnvalda á
tveimur Kanadamönnum í desember
síðastliðnum.
Verða ekki
„leidd til
slátrunar“
Kínastjórn veitir
Huawei stuðning
Verð kr. 155.500
Mottumarsverð kr. 135.000