Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 20

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 20
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt unnið sé að einstakaverkefnum við beislunvindorku á Íslandi vantarmikið upp á að skipulag stjórnkerfisins virki. Skýra opinbera stefnu vantar til að grundvalla skipu- lagsákvarðanir á og sveitarfélögin eru rög við að taka ákvarðanir sem ekki verða svo glatt afturkallaðar. Stærri vindorkuver eiga að fara í rammaáætlun þar sem allt er fast þar sem tillögur verkefnisstjórnar 3. áætlunar hafa ekki verið afgreiddar á Alþingi. Fjögur vindorkuver hafa hafið umhverfismatsferli. Landsvirkjun hefur undirbúið stórt vindorkuver við Búrfellsvirkjun, Búrfellslund, og fór með hana í gegnum umhverfismat. Grundvölluðust áformin af árangri tveggja vindrafstöðva sem settar voru upp og hafa verið reknar þar í tilraunaskyni. Vakti framkvæmdin ekki hrifningu Skipulagsstofnunar sem lagði til að áformin yrðu endur- skoðuð. Verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar setti Búrfellslund í biðflokk ramma- áætlunar. Hins vegar setti verkefn- isstjórn annað verkefni Landsvirkj- unar, Blöndulund, í orkunýtingar- flokk þótt ekki sé hægt að ráðast í þá framkvæmd vegna ófullnægjandi flutningsgetu raforku frá svæðinu. Fyrirtækið Biokroft ehf. reisti tvær vindmyllur í Þykkvabæ og hef- ur verið með vindorkugarð í ná- grenninu í umhverfismatsferli. Þess er krafist að fyrirtækið ráðist í kostn- aðarsamar rannsóknir á farleiðum fugla. Önnur vindmyllan eyðilagðist og vildi Biokraft endurnýja báðar með öflugri búnaði en sveitarfélagið hafnaði því. Tvö verkefni í mat Tvö fyrirtæki eru að hefja um- hverfismat fyrir vindorkuver í Reyk- hólasveit og Dalabyggð en bæði eru að taka fyrstu skrefin. Annars vegar er það EM Orka sem áformar vind- orkuver á Garpsdalsfjalli við Gils- fjörð og hins vegar Storm orka sem hyggst reisa vindorkuver á Hróðnýj- arstöðum við Hvammsfjörð. Víða um land er verið að huga að þessum málum, meðal annars með mælingum á vindi. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir að skipulags- og leyf- isveitingaferlið sé ekki skilvirkt. Sveitarfélögin séu hrædd við þetta nýja áreiti og eigi erfitt með að taka ákvarðanir um framkvæmdir sem ekki verði aftur snúið með. Hann kallar eftir skýrari leiðbeiningum til sveitarfélaganna og að skerpa einnig lagarammann fyrir stærri vindorku- verin. Menn eru varkárir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að vindrafstöðvarnar séu ný tegund af mannvirkjum í íslensku landslagi. Sveitarstjórnarmenn hafi viljað vanda sig, átta sig á því hverju þeir þurfi að huga að við þessar ákvarð- anir. Menn séu varkárir. Þá séu uppi spurningar um önnur atriði, eins og til dæmis skattlagningu vegna þess- arra nýju mannvirkja. Starfshópur umhverfisráðherra taldi ekki þörf á sérstökum laga- ramma en að þörf væri á endur- skoðun tiltekinna ákvæða í gildandi lögum. Unnið er að heildarstefnu í orkumálum þar sem taka á nýja orkugjafa sérstaklega fyrir. Ásdís segir unnið að viðauka við landskipu- lagsstefnu þar sem sérstaklega verði fjallað um landslag. Ætlunin sé að móta þar viðmið fyrir vindorku við skipulagsákvarðanir. Niðurstaða úr báðum þessum áætlunum mun liggja fyrir á næsta ári. Kallað eftir skýrari stefnu um vindorku Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindorka Vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti í tilraunaskyni við Búrfell hafa sannað að mikil tækifæri liggja í beislun vindorkunnar hér á landi. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joseph Votel,yfirmaður her-afla Banda- ríkjanna í Mið- Austurlöndum, sat fyrir svörum varn- armálanefndar fulltrúadeildarinnar í fyrradag. Það sem vakti helsta athygli voru orð Votels um að algjörlega væri ótímabært fyrir Bandaríkjamenn að draga herlið sitt til baka frá Afganistan, þrátt fyrir rúmlega 17 ára veru þar í landi, en Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir vilja til þess að binda enda á stríðsreksturinn þar. Votel vísaði annars vegar til þess, að þó að viðræður við talíb- ana hefðu farið fram, væru enn mjög margir ásteytingarsteinar á milli aðila. Það væri því enginn friður í sjónmáli á næstunni nema eitthvað verulegt breyttist í þeim viðræðum. Framferði talíbana að undanförnu hefur hins vegar frekar slegið á þær vonir en hitt, auk þess sem þeir neita enn að ræða við réttkjörin stjórnvöld í Kabúl, undir því yfirskini að þau séu leppar Bandaríkjamanna. Þá var Votel ómyrkur í máli með það, að her og lögreglulið Afgana sjálfra væri enn þann dag í dag ófært um að halda uppi lög- um og reglu í landinu. Án Banda- ríkjahers mætti því eiga von á að talíbanar og aðrir andstæðingar afganskra stjórnvalda færu létt með að steypa þeim af stóli. Það segir sína sögu, að eftir sautján ára baráttu sé ástandið í Afgan- istan enn svo ótryggt. Lokasóknin gegn Ríki íslams, sem nú hefur staðið yfir um skeið, virðist á yfirborðinu benda til þess að meiri árang- ur ætti að geta náðst í baráttu gegn öfga- sveitum á þeim svæðum sem hryðju- verkasamtökin lögðu undir sig í skjóli sýrlenska borgarastríðsins en náðst hefur í Afganistan. Það verður þó að stíga mjög varlega til jarðar í yf- irlýsingum hvað þetta varðar. Fyrir það fyrsta hefur tekið mun lengri tíma að svæla víga- menn samtakanna úr lokavígi sínu í austurhluta Sýrlands. Er það þó ekki sagt vera stærra en um tveir ferkílómetrar að svo stöddu. Sýnir það á sinn hátt ofs- ann í liðsmönnum samtakanna, að fara þarf hús úr húsi til þess að ganga úr skugga um að þeir hafi gefist upp eða verið felldir. En jafnvel þegar lokasókninni lýkur er engan veginn útséð með endalok samtakanna. Votel nefndi við þingnefndina að flótta- menn frá samtökunum virtust margir enn vera staðfastir í trú sinni á þann boðskap haturs og ótta sem þau boðuðu, og andi þeirra gæti lifað um langa hríð, þó að samtökin ráði ekki yfir eig- inlegu landsvæði eða hafi skipu- lega miðstjórn lengur. Ólíklegt er að bandarískt her- lið verði enn að gæta ástandsins í Sýrlandi eftir sautján ár líkt og í Afganistan. Engu að síður varpar ástandið í þessum tveimur ólíku ríkjum ljósi á það mikla erfiði sem fylgir baráttunni við hryðju- verk og öfgar. En um leið og varasamt er að búast við sigri í þessari baráttu á næstunni er ljóst að henni verður að halda áfram uns sigur vinnst. Endanlegur sigur á öfgastefnum er ekki í sjónmáli} Brottför ótímabær Greint var frá þvífyrr í vikunni, að Norður- Kóreumenn hefðu ákveðið að gang- setja á ný rannsókn- arstöð sína í Sohai, en þaðan hafði gervihnöttum verið í tví- gang skotið á sporbaug á síðustu átta árum. Þeim „geimvísindum“ fylgdi sá ávinningur fyrir Norð- ur-Kóreumenn, að eldflaugarnar sem báru gervihnettina voru bún- ar svipaðri tækni og aðrar, sem útlagaríkið var að þróa fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bannaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því frekari tilraunaskot Norður- Kóreumanna af þessu tagi. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, notaði stöðina svo til þess að kaupa sér velvild Suður-Kóreumanna og Banda- ríkjanna í fyrra, en hann lofaði síðasta haust að loka henni og hætta öllum frekari tilrauna- skotum að sinni. Hefur Kim stað- ið við það loforð þar til nú, að framkvæmdir hófust við hana á ný. Auðvelt er að túlka þær fram- kvæmdir sem skilaboð til Banda- ríkjastjórnar eftir að leiðtoga- fundur Kims og Trumps í Hanoi fór út um þúfur. Með þeim sýnir Kim að hann sé ekki tilbúinn að láta kjarnorkuvopn sín af hendi svo glatt, án þess þó að ögra um of, líkt og nýtt tilraunaskot myndi gera. Raunar benti ekkert til þess að slík til- raun væri í bígerð á næstunni. Bandaríkin og Suður-Kórea hafa raunar svarað á sinn hátt, með því að tilkynna um sameig- inlegar heræfingar á ný, en þær hafa löngum verið þyrnir í augum stjórnvalda í Pjongjang. Sú til- kynning sendir einnig skýr skila- boð, líkt og framkvæmdirnar við eldflaugastöðina. Það er því óhætt að segja að nokkurt bakslag hafi komist í við- ræður Bandaríkjanna og Norður- Kóreu um kjarnorkuafvopnunina. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið, að þær geti farið aftur af stað, og að óbeinu skilaboðin sem nú fara fram og til baka verði ekki til þess að koma í veg fyrir sögulegar sættir. Það veltur þó að sjálfsögðu á vilja Kims Jong-un til þess að semja, hvort slík afvopnun sé möguleg. Alls óvíst er að sá vilji sé í raun fyrir hendi. Bakslag virðist komið í samskipti við Norður-Kóreu} Er viljinn fyrir hendi? A ð undanförnu hefur mikið verið talað um að hið opinbera eigi ekki að skipta sér af kjaradeilum, því lausn kjaradeilna liggi ekki hjá stjórnvöldum. Þrátt fyrir það hafa 14 sinnum verið sett lög á verkföll frá 1985. Ef það eru ekki opinber afskipti þá veit ég ekki hvað Árið 2004 var ég starfandi sem kennari í verkfalli. Stjórnvöld settu lög á verkfallið með því að vísa kjaradeilunni til gerðardóms ef ekki næðist niðurstaða innan skamms tíma. Afleiðingin var „samningar“ sem kennurum mislíkaði verulega og tilfinningin meðal kenn- ara var að þeir hefðu verið beittir þvingunum. Árið 2015 voru svipuð lög sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Þá var ítrekað bent á að eina langtímalausnin væri að ná samningum. Allar aðrar lausnir væru bara plástur á hið risastóra sár á íslenskum vinnumarkaði sem ítrekaðar lagasetningar hafa valdið. Á það var ekki hlustað. Þessi gálgafrestur sem lagasetning á verkföll veitir hefur aldrei verið notaður til þess að leysa vandamál þeirra stétta sem lögin beinast að heldur hefur frekar salti verið stráð í sárin með tugprósenta hækkunum for- stjóra og ráðamanna. Verkalýðsfélög á Íslandi hafi verið ótrúlega þolinmóð gagnvart þessu ástandi á undan- förnum árum og framlengt frest stjórnvalda til þess að takast á við vandamálið af alvöru. Það kostar mikið að byggja upp og viðhalda þjónustu fyrir alla landsmenn. Það er því ákveðin áskorun að landa rekstri opinberrar þjónustu réttum megin við núllið, þrátt fyrir auðlindir okkar. Við höfum hins vegar verið mjög lán- söm í gegnum árin að detta í hvern lukku- pottinn af öðrum. Síld, makríll, ferðamenn. Við búum í eins konar hvalrekahagkerfi þar sem við treystum á að detta í lukkupottinn því án þess værum við á virkilega slæmum stað. Svona hagkerfi veldur miklum sveiflum og óstöðugleika sem smitast inn í allt sam- félagið. Afleiðingin af óstöðugri efnahags- stefnu er meðal annars óstöðugt gengi, háir vextir og óstöðugleiki á vinnumarkaði. Það ætti kannski ekki að vera hlutverk stjórnvalda að leysa kjaradeilur en af því að stjórnvöld hafa oft skipt sér af með lögum á verkföll og af því að stefna stjórnvalda í efna- hagsmálum treystir á að við séum sífellt að detta í lukku- pottinn þá mun ekkert breytast. Stjórnvöld verða að tryggja grunnþjónustu, efnahagslegan stöðugleika fyrir þá sem eru verst staddir og vinna í áttina að sátt en ekki sundrungu. Það gerist ekki nema stjórnvöld sýni skiln- ing á að það sé ósanngjarnt að þeirra laun hækki meira en allra hinna, allt frá hækkunum til þingmanna og ráð- herra árið 2016 til hækkunar á launum forstjóra ríkisfyr- irtækja á síðasta ári. Þetta er ástæðan fyrir því að verk- föll vofa yfir eina ferðina enn. bjornlevi@althingi.com Björn Leví Gunnarsson Pistill Verkföll! Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Mikil áhersla hefur verið á end- urnýjanlega orkugjafa í Evrópu undanfarin ár. Er nú svo komið að víða er búið að fullnýta bestu staðina á landi og áherslan kom- in á að reisa fleiri og stærri vind- orkuver úti á sjó. Bretar eru hættir að styrkja vindrafstöðvar á landi vegna þess að þær eru farnar að bera sig, og nota fjár- munina til að styðja fram- kvæmdir á sjó. Nú koma 7% af raforku Bretland frá vind- orkuverum á sjó en með nýrri áætlun stjórnvalda er stefnt að því að þriðjungur orkunnar verði framleiddur þar árið 2030. Þess má geta að vandræði við upp- byggingu kjarnorkuvers í Wales setja strik í reikninginn varðandi stefnu Breta í loftslagsmálum. Sama þróun er annars staðar í Evrópu. Nánast daglega berast fréttir um ný haforkuver í Norð- ursjó, Eystrasalti, á milli Þýska- lands og Danmerkur og hvar sem heppilegar aðstæður eru. Færist sífellt meira á sjó VINDORKUVER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.