Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 25
MESSUR 25Á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir sam-
verustund sunnudagaskólans og séra Sigurður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.
Safnaðarfélag Áskirkju selur kaffi og vöfflur
með rjóma í Ási eftir messu. Passíusálmarnir
eru lesnir á föstunni í Áskirkju á þriðjudags-
morgnum til föstudagsmorgna kl. 10.30, tveir
sálmar i senn. Opið hús eldri borgara í Ás- og
Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum
kl. 12-15.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjukór og barnakór kirkjunnar
syngja undir stjórn Keiths Reed. Fræðsla er í
höndum Bjarka Geirdals Guðfinnssonar. Prest-
ur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á
eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón hafa Sigrún
Ósk, Guðmundur Jens og Þórarinn Kr.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifs-
dóttir stjórna. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breið-
holtskirkju ICB kl. 12. Prestur Toshiki Toma.
Skaftfellingamessa kl. 14. G. Stígur Reyn-
isson, sóknarprestur á Höfn, prédikar. Sig-
urður Kr. Sigurðsson, fyrrv. sóknarprestur, og
Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjóna
fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga syngur undir
stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista.
Kaffisala Söngfélags Skaftfellinga eftir
messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi
leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur
hvött til þátttöku með börnunum. Guðsþjón-
usta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, Jónas
Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða.
Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni
og spjall eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sig-
urður Kr. Sigurðsson. Organisti Sólveig Sigríð-
ur Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju
syngur. Einsöngvarar: Una María Bergmann og
Sandra Þorsteinsdóttir. Sunnudagaskóli á
neðri hæð á sama tíma. Veitingar í safnaðarsal
eftir messuna.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11 og barnastarf á
kirkjuloftinu. Prestur Elínborg Sturludóttir,
Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Bíla-
stæði við Alþingishúsið gegnt Þórshamri.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Taizé-íhugunarmessa
í Safnaðarheimilinu kl. 10.30. Kór Egilsstaða-
kirkju og Torvald Gjerde leiða bæna- og íhug-
unarsöngva kenndum við Taizé-klaustrið í
Frakklandi. Prestur Þorgeir Arason. Meðhjálp-
ari Guðlaug Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli í kirkj-
unni á sama tíma í umsjón sr. Ólafar og leið-
toganna.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur
organista. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi
og djús eftir stundina.Dýrfirðingamessa kl. 14.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar, Ósk El-
ísdóttir flytur hugvekju. Organisti Guðmundur
Óskarsson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kríla- og barnakór-
ar kirkjunnar syngja. Örn Arnarson og Erna
Blöndal leiða stundina ásamt Einari Eyjólfs-
syni. Guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15. Kór kirkj-
unnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina ásamt
Gunnari Gunnarssyni organista. Ferming-
arbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að
mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11.30. Sameignlegt upphaf í messu. Sr.
Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Gler-
árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.
Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún
djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjón-
usta kl. 11. Fjallað um erkitýpur og ofurkonur í
Biblíunni og í veröldinni. Sr. Guðrún Karls
Helgudóttir, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Krist-
ín Gunnlaugsdóttir listakona prédika og þjóna
ásamt fermingarbörnum og messuþjónum. Ás-
geir Jón Ásgeirsson spilar á gítar, kór kirkj-
unnar syngur ásamt Særúnu Harðardóttur
sópran. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnu-
dagaskóli á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma.
Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG |
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir messu og
Helga Bragadóttir guðfræðinemi prédikar.
Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Po-
puli syngur.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Bisk-
upsvisitasía. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sig-
urðardóttir, prédikar. Með henni þjóna sr.
María Ágústsdóttir og messuþjónar safnaðar-
ins ásamt ungmennum úr fermingarhópi vors-
ins. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og Vox fem-
inae annast söng. Kaffi og meðlæti á undan
og eftir messu. Guðsþjónusta Kirkju heyrn-
arlausra kl. 14. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar
ásamt biskupi. Fermingarfræðsla á laugardag
kl. 10.30-13.30. Starf eldri borgara heimsækir
Bústaðakirkju á miðvikudag kl. 13-16.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi
presta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er
Gunnar Kristjánsson. Grundarkórinn leiðir
söng undir stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Leifur
Ragnar Jónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir
og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í
umsjá Böðvars og Bryndísar Böðvarsdóttur.
Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og með-
hjálpari Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eftir
messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason messar. Hilmar Örn Agnarsson leikur
á orgel og félagar í Barbörukórnum syngja.
Bylgja Dís, Sigríður og Jess sjá um dagskrá í
sunnudagaskólanum. Hressing á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl.
10. Þórsteinn Ragnarsson ræðir um prédikanir
sr. Ragnars Fjalars Lárussonar. Messa og
barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón
barnastarfs Inga Harðardóttir, Ragnheiður
Bjarnadóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir.
Opnun myndlistarsýningar Guðrúnar S. Har-
aldsdóttur við messulok. Tónleikar kl. 17.
Rómantísk kór- og orgeltónlist.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Eldri félagar
í Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Frið-
riks S. Kristinssonar og Una Haraldsdóttir leik-
ur á orgelið. Prestur er Eva Björk Valdimars-
dóttir. Við minnum á Biblíulestra á föstu í
Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð á
fimmtudögum fram að páskum kl 17.30-
18.30.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Krist-
ínar Jóhannesdóttur. Prestur er Sunna Dóra
Möller. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu, Markús og Heiðbjört leiða
hann.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Translation into English. Sam-
koma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma á ensku kl. 14. English
speaking service.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn |
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 í Skt. Pauls
kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur.
Stjórnandi: María Ösp Ómarsdóttir. Barnakór-
inn í Kaupmannahöfn syngur. Kórstjórn og org-
elleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Prestur er
Ágúst Einarsson. Messukaffi í Húsi Jóns Sig-
urðssonar eftir guðsþjónustu í umsjón Kvenna-
kórsins í Kaupmannahöfn.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13
með lofgjörð og fyrirbænum. Börnin byrja inni á
sal með foreldrum/forsjáraðilum, en á meðan
samkoman varir verður sérstök fræðsla fyrir
þau. Halldóra Ásgeirsdóttir predikar. Kaffi að
samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.
11. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Arnórs organista og Freydísar. Súpa og
brauð í boði. Frjáls framlög í baukinn renna til
verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaffi-
húsamessa kl. 16 með þátttöku ferming-
arbarna. Að lokinni messu selja fermingarbörn
kaffi, kakó og heimabakað á 500 kr. Ágóði
rennur í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til
styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus
börn í Úganda. Sr. Fritz og sr. Erla leiða mess-
urnar.
Kirkja heyrnarlausra | Messa í Grens-
áskirkju kl. 14. Biskup Íslands, frú Agnes M.
Sigurðardóttir, biskupsritari og prófastur heim-
sækja söfnuðinn og mun biskupinn prédika.
Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Tákn-
málskórinn syngur undir stjórn Hjördísar Önnu
Haraldsdóttur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir.
Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir mess-
una.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Léttur hádegisverður eftir messu. Fé-
lagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn
Magnúsar organista, Guðbjörg sóknarprestur
þjónar ásamt messuþjónum. Sara og Hafdís
taka á móti börnunum í barnastarfinu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kamm-
erkór Reykjavíkur og Arngerður María Árnadótt-
ir organisti. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar fyrir
altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan.
Kaffi og samvera á eftir. Helgistund kl. 13
Betri stofunni Hátúni 12. með sr. Hjalta Jóni og
Arngerði Maríu.
12. 3. Kyrrðarbæn kl 20.
13. 3. Helgistund kl. 14 Félagsmiðstöðinni
Dalbraut 18-20 með sr. Davíð Þór og Arngerði
Maríu.
14. 3. Foreldrasamvera kl. 9.30 - 11.30 á
Kaffi Laugalæk. Kyrrðarstund og opið hús í Ás-
kirkju kl. 12. .
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Fermingarbörn úr
Vatnsendaskóla syngja og spila á hljóðfæri,
lokaviðureign Spurningakeppni ferming-
arbarna í Lindakirkju, hljómsveitin Omotrack
leikur og flutt verður hugvekja.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju
syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Prestur Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskóli.
Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar
Tómas Guðnason og Ari Agnarsson. Að lokinni
messu verður ljósmyndasýning Guðmundar
Ingólfsson opnuð á Torginu. Samfélag og kaffi-
sopi.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík |
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón hafa Regína Rósa Harðardóttir og
Heiðar Örn Hönnuson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdraguðsþjón-
usta og Bjarkarkaffi kl. 14. Pétur Þorsteinsson
sýnir töfrabrögð og þjónar fyrir altari. Messu-
gutti, Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson
tekur á móti öllum. Hot Eskimoes leikur tónlist
fyrir og eftir messu og undir með Óháða kórn-
um og söfnuðinum undir stjórn Kristjáns
Hrannars. Hlaðborð til styrktar Bjargarsjóði.
2.000 kr. fyrir alla eldri en 14 ára, 1.000 kr.
fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu
börnin. Ekki posi á staðnum.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Lok kristniboðsviku. Yfirskrift: Rétta leið-
in í lífinu? Ræðumaður: Björn-Inge Furnes Aur-
dal. Karlakór KFUM syngur. Hljómsveit KSS
leiðir söng. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 með
söng, ávaxtahressing í lokin og nýr límmiði í
Jesúbókina. Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlyn-
ur Þorbergsson guðfræðingur prédikar og sr.
Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari. Kór
Seljakirkju syngur og Tómas Guðni Eggertsson
leikur á orgel, messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Ari Páll Kristinsson rann-
sóknaprófessor talar um tungutakið í kirkjunni
eða orðin sem við notum innan kirkjunnar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sókn-
arprestur þjónar og organisti kirkjunnar spilar.
Kammerkórinn syngur og leiðtogar sjá um
sunnudagaskólann. Fermingarbörn fá Biblíuna
að gjöf frá söfnuðinum. Kaffiveitingar og sam-
félag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Stöðvamessa kl.
11 með áherslu á kristna íhug og bæn og alt-
arisgöngu. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng,
organisti og kórstjóri er Rusa Petriashvili, með-
hjálpari er Jóhann Grétar Einarsson og prestur
er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kaffi og kökur í
safnaðarheimili eftir messu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Valgeir Ástráðsson annast prestsþjón-
ustuna. Organisti er Ester Ólafsdóttir.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14,
prestur Valgeir Ástráðsson og organisti Ester
Ólafsdóttir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Henn-
ing Emil Magnússon predikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og Jóhann Baldvinsson er
organisti. Sunnudagaskóli á sama tíma sem
Jóna Þórdís Eggertsdóttir leiðir ásamt fræð-
urum sunnudagaskólans. Djús og kaffi eftir
messu. Sjá gardasokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjuferð frímúrara. Sr. Kristján
Björnsson vígslubiskup prédikar. Félagar úr
Kór Víðistaðasóknar leiða söng undir stjórn
Helgu Þórdísar organista. Sunnudagaskóli kl.
11.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og
kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H.
Kristinssonar organista. Meðhjálpari er Pétur
Rúðrik Guðmundsson.
Orð dagsins:
Freisting Jesú.
(Matt. 4)
Morgunblaðið/ÓmarÓlafsvíkurkirkja
Í fjölmiðlum, ekki
síst í Morgunblaðinu,
hefur farið fram mikil
og oft á tíðum mjög
upplýsandi umræða
um orkustefnu Evr-
ópusambandsins. Í
þessari umræðu hafa
kunnáttumenn úr
orkugeiranum útskýrt
hvað felist í svoköll-
uðum „orkupökkum“
ESB, en samkvæmt áætlun ríkis-
stjórnarinnar hefur staðið til að Ís-
lendingar samþykki „þriðja orku-
pakkann“ á yfirstandandi þingi.
Ekki er þó útséð um það því Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra vill skoða málið nánar.
Það er vel.
Áleitnar spurningar
um framtíð orkugeirans
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra gefur þessari um-
ræðu hins vegar ekki háa einkunn á
nýafstöðnum ársfundi Landsvirkj-
unar þar sem hún greindi frá þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
hefja viðræður um kaup ríkisins á
eignarhlutum í Landsneti.
Landsnet, sem er í meiri-
hlutaeigu Landsvirkjunar, á og rek-
ur allar meginflutningslínur raf-
magns hér á landi. Aðrir
eignaraðilar eru einnig í almanna-
eign, þ.e. RARIK, Orkuveita
Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða.
Meiningin er semsagt að almenn-
ingur selji almenningi, það er að
segja sjálfum sér. Eflaust er það,
þröngt skoðað, hið besta mál verði
það til þess að tryggja með skýrum
hætti að Landsnet sé grunnþjón-
usta í eigu og á vegum almennings,
aðskilið því sem er rekið á for-
sendum einkaeignarréttar. Þegar
hér er komið sögu gerast hins veg-
ar áleitnar ýmsar spurningar um
framtíðaráform varðandi eign-
arhald á Landsvirkjun.
Lágt orkuverð eða
mikil arðsemi?
Svo er nefnilega að skilja, að það
sjónarmið sé að verða ofan á, að
ávinningur almennings af orkunni
eigi ekki að felast í lágu orkuverði í
gegnum eignarhaldið, heldur arð-
inum af markaðsbúskap með
orkuna sem þá hugsanlega renni í
fyrirhugaðan Þjóðarsjóð. Þar með
væri búið að tengja hvata til að
framleiða sem mesta orku sem seld
yrði á sem hæstu verði til kaup-
enda. Þjóðin myndi síðan hagnast
af arði og skattlagningu. Svo er að
sjá að verið sé að kortleggja þessa
framtíð. Varla hugnast íslenskum
garðyrkjubændum hún né um-
hverfis- og verndunarsinnum.
Mbl.is greinir frá
Umræða um þessi efni segir iðn-
aðarráðherra, samkvæmt mbl.is
hinn 28. febrúar, „hefur farið út um
víðan völl. Þó væru menn að byrja
að átta sig á samhengi hlutanna:
„Orkupakkarnir voru ekkert annað
en markaðspakkar, og sá þriðji er
það líka,“ sagði ráðherra og bætti
við að samkeppni á raforkumarkaði
hefði aukist frá samþykkt fyrri
pakkanna. Þórdís Kolbrún sagðist
hafa heyrt af því að hópur fólks sem
ætlaði að berjast gegn samþykkt
þriðja orkupakkans á Alþingi ætl-
aði að fara fram undir slagorðinu
„Okkar orka“ og sagðist hún túlka
þau skilaboð sem svo að þessi hópur
teldi orkuauðlindina af sama meiði
og fiskinn í sjónum, þ.e. í sameign
þjóðarinnar. Svo er ekki, sagði ráð-
herra, og lagði áherslu á að vatnsafl
og jarðvarmi og nýtingarréttur af
þeirri auðlind væri í hendi landeig-
enda“.
ACER aftengir lýðræðið
Það er vissulega rétt hjá ráðherr-
anum að orkupakkarnir eru fyrst
og fremst „markaðspakkar“ og
þriðji pakkinn færir fyrirhugaðan
raforkumarkað undir
samevrópskt eftirlit
sem nefnist ACER,
Agency for the Coo-
peration of Energy
Regulators, sem hefur
á hendi úrskurðarvald
um ágreining á raf-
orkumarkaði. ACER
er ætlað að aftengja
allt sem heitir lýðræði
ákvörðunum á mark-
aði. Út á það gengur
þriðji orkupakkinn!
Lægst orkuverð
á Íslandi – ennþá
Og á evrópskum markaði er raf-
orkuverð lægst á Íslandi. Það kæmi
hins vegar ekki að sök, fylgir sög-
unni, því hagnaðurinn endaði á end-
anum í Þjóðarsjóðnum eða í skatt-
hirslum ríkisins. Það er mikilvægt
að við gerum okkur fulla grein fyrir
þessu, að með tengingu Íslands við
evrópskan orkumarkað væru liðnir
dagar lágs orkuverðs á Íslandi.
Ekki er þó sjálfgefið að við tengj-
umst evrópskum markaði með sæ-
streng eða öðrum hætti í bráð þótt
við féllum undir ACER. En forræði
okkar væri farið eins og reyndar
hefur verið að gerast smám saman
með fyrri „pökkum“. Það er rétt hjá
iðnaðarráðherranum.
Barátta og málþóf
þokaði okkur áfram
En varðandi útleggingar ráð-
herrans á eignarhaldi orkunnar þá
er þetta nú ekki alveg svona einfalt,
alla vega eins og ég skil það. Er það
ekki svo að drjúgur hluti þjóðar-
innar hefur verið að reyna að koma
auðlindunum í þjóðareign, þar á
meðal hópurinn sem ráðherrann
talar niður til, „Orkan okkar“?
Þetta er ekki auðveld barátta en
hún hefur engu að síður verið háð
af hálfu þeirra sem vilja horfa vítt
yfir völlinn. Um aldamótin var tek-
ist á um eignarhald á vatni. Nið-
urstaðan varð ekki ákjósanleg en
um sumt varð ávinningur í jaginu
fram og til baka, endalausu „mál-
þófi“ á Alþingi góðu heilli! Þannig
var sett inn í vatnalögin árið 2011
klásúla sem segir: „Ríki, sveit-
arfélögum og fyrirtækjum sem al-
farið eru í eigu þeirra er óheimilt að
framselja beint eða óbeint og með
varanlegum hætti rétt til umráða
og hagnýtingar á því vatni sem hef-
ur að geyma virkjanlegt afl umfram
10 MW.“
Þarna vildi löggjafinn sjá við því
sem áður hafði verið fest í lög að
vatnsréttindi fylgdu án takmarkana
eignarhaldi á landi sem selt er. Hafi
ríkið eða aðrir handhafar almenn-
ings á annað borð öðlast eignarhald
á landi þá var með þessari lagasetn-
ingu kominn inn varnagli varðandi
vatnið. Til þessa varnagla þarf m.a.
að horfa þegar lög um eignarhald á
landi verða endurskoðuð.
Orkan verði okkar
Þetta er samfélagið að takast á
um og fagna ég sérstaklega um-
ræðunni sem sprottin er frá hinum
óformlegu en þverpólitísku sam-
tökum „Orkunni okkar“. Þar á bæ
rýna menn í smáatriði tilskipana og
reglugerða sem varða orkupakka
Evrópusambandsins jafnframt því
sem horft er vítt yfir. Hvort tveggja
þarf að gera. Við afvegaleiðumst ef
við reynum ekki að sjá hvert stefn-
ir, hvert förinni er heitið. Þess
vegna þarf umræðan að fara um
víðan völl. Annars verður þess
skammt að bíða að orkan verði ekki
okkar.
Orkan okkar
Eftir Ögmund
Jónasson
»Við afvegaleiðumst ef
við reynum ekki að
sjá hvert stefnir, hvert
förinni er heitið. Þess
vegna þarf umræðan að
fara um víðan völl.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
innanríkisráðherra.