Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 27

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 ✝ Ragna Páls-dóttir, verka- kona og húsmóðir á Húsavík, fæddist í Engidal í Bárðar- dal 20. júlí 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 21. febr- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru Páll Guð- mundsson, f. 2.5. 1905, d. 18.12. 1984, og Sigurdrífa Tryggva- dóttir, f. 16.5. 1911, d. 2.11. 1989. Systkini Rögnu eru: Ás- grímur, f. 1934, d. 2009, Tryggvi, f. 1936, d. 2017, Ólöf, f. 1937, Eiríkur, f. 1941, Björn, þeirra eru Steingrímur, Jó- hannes og Kristjana Elínborg. 2) Páll, f. 9.6. 1961, maki Svava Björg Kristjánsdóttir, f. 12.2. 1964, börn þeirra eru Veigar, Ragnar, Karólína og Anna Eir, barn Páls og Guðnýjar Ingi- bjargar Grímsdóttur úr fyrra sambandi er Helga Guðrún. 3) Björn, f. 20.1. 1966, maki Hall- dóra Björk Ragnarsdóttir, f. 10.11. 1962, börn Björns og Hönnu Sigurjónsdóttur (þau slitu samvistum) eru Ragna, Axel og Jenný. 4) Stefán Óli, f. 14.8. 1968, maki Áslaug Kristinsdóttir, f. 21.1. 1966, barn, Svavar Óli. Barnabarna- börn Steingríms og Rögnu eru tólf. Jarðarför Rögnu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1942, Ketill, f. 1944, Kristlaug, f. 1947, Hjörtur, f. 1948, Guðrún, f. 1949, Skúli, f. 1952, og Guðmundur, f. 1955. Ragna giftist Steingrími Árna- syni, f. 25.11. 1930, frá Húsavík, þann 12. júní 1959. For- eldrar hans voru Árni Jónsson, f. 14.10. 1901, d. 14.11. 1994, og Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir, f. 21.2. 1908, d. 21.9. 1990. Börn Rögnu og Steingríms eru: 1) Guðrún Stef- anía, f. 13.5. 1959, maki Gunnar Jóhannesson, f. 7.9. 1962, börn Kæra Ragna! Á kveðjustund kviknar margt minningarbrotið í huga frá bernskuárum í Engi- dal og Saltvík. Þú, mér fjórum árum eldri, virtist ákveðin og örugg í framkomu. Þið fjögur elstu 13-17 ára gömul flutnings- árið 1951 voruð orðin burðar- ásar bú- og heimilisverka í Engidal og svo var enn fyrstu Saltvíkurárin. Veturinn 1955-6 var orðin breyting á. Elstu bræðurnir tveir byrjaðir sitt menntaskólanám og elsta syst- irin á húsmæðraskóla. Vinna við heimilishald og mjaltir hefur því verið mikil hjá þér. Fljóthuga varst þú stundum og eitt dæmi þess skal nefnt hér. Í norðvest- an hvassviðrum að vetri var strengurinn sterkur milli norðurgafls húss og fjóss í Salt- vík. Mjaltadót s.s. brúsa og föt- ur bárum við úr kjallaradyrum á austhlið til fjóssins. Einhverju sinni sem oftar varst þú þar fremst í för með tóman mjólk- urbrúsa í hendi. Vindstrengur- inn bar þig og brúsann nokkurn spöl. Þar linaðist strengurinn og þú slappst úr honum. Með brús- ann komst þú ósködduð á leiðar- enda. Veturinn 1956-7 hófst þú vinnu á Sjúkrahúsinu á Húsavík og Ólöf systir einnig. Ekki var um samfellda vinnu að ræða en henni skipt þannig að oftast gat önnur ykkar verið heima. Snemma árs 1958 varst þú t.d. heima þá einn farskólamánuður var í Saltvík. Á bolludaginn tókst þú þér nauðsynlegt verk- færi í hönd eins og upphaf þess- arar stöku lýsir: „Ragna kom með kálfshalann / til að flengja kennarann.“ Síðla árs 1958 varst þú nemandi í húsmæðraskólan- um á Löngumýri í Skagafirði en fórst ekki í þann skóla eftir ára- mót. Þá fluttir þú til Húsavíkur sem varð dvalarstaður þinn til loka. Í íbúð ykkar Steina á Ás- garðsvegi 16 voruð þið flutt með frumburðinn í upphafi vetrar 1959-60. Þar dvöldum við Eirík- ur bróðir þann vetur við nám í gagnfræðaskólanum. Aðbúnað- ur var hinn besti hjá ykkur. Árið 1960 flutti Saltvíkurfjölskyldan í annan landshluta svo samskiptin urðu strjálli. Mér og mínum var ávallt vel tekið hjá ykkur og veitingar ekki skornar við nögl. Ljúffengir drykkir svo sem berjasaft og grasöl lifa ætíð í minni. Eftir að foreldrar okkar hófu aftur fasta búsetu í Engidal árið 1969 varðst þú þeim sá hornsteinn sem aldrei brást. Þar má nefna útvegun og kaup á vörum, umsýslu fjármála o.fl. Eftir að heilsu Sigurdrífu, móð- ur okkar, hrakaði árið 1978 og Páll, faðir okkar, lést í desember 1984 varð heimili þitt sá staður þar sem móður okkar líkaði dvölin best. Eftir lát hennar 2. nóvember 1989 var ákveðið að skipta ekki erfðafénu heldur verja því til nauðsynlegra verk- efna í Engidal. Þú sást um vörslu þess sjóðs nokkuð fram yfir síðustu aldamót og sú varsla var traust. Fyrir alllöngu fór sjúkdómur líkur þeim sem þeg- ar hafa fellt Ásgrím og Tryggva, elstu bræður okkar, að sækja á þig. Persónuleg samskipti urðu stöðugt örðugri en líkamlegri reisn þinni hélst þú allt til dán- ardags. Síðustu skrefum þínum þykja mér eftirfarandi lokaer- indi í kvæði Stephans G. Stephanssonar lýsa best. „Bognar aldrei – brotnar í / bylnum stóra seinast“. Megi minningin um þig veita afkom- endum þínum og öðrum ná- komnum birtu og yl. Björn Pálsson. „Ragna, Ragna mín!“ Ósjald- an heyrðist faðir okkar kalla á hana Rögnu, og alltaf var mikil hlýja í röddinni. Og hlýjan átti sér traustar rætur. Ragna var glaðvær, ósérhlífin og hörku- dugleg. Hún var líka hreinskilin en jafnframt hlý og skilningsrík. Milli hennar og föður okkar systkinanna voru sterk bönd sem héldust til æviloka hans. Foreldrar okkar hófu búskap í Engidal árið 1934 en fluttu 1951 til Saltvíkur. Þaðan fluttu þau 1960 en frá sumri 1969 bjuggu þau í Engidal, allt til andláts föður okkar 1984. Eftir endur- komu þeirra þangað studdi Ragna veru þeirra þar á allan hátt og hún sá ávallt um fjár- málin fyrir þau. Hún verslaði einnig fyrir þau og sendi þeim vistir og annað yfir vetrar- tímann, allt þar til Lauga flutti í Engidal haustið 1979 og tók að sér innkaupin. Aldrei taldi Ragna eftir sér þessa vinnu. Þá dvaldi móðir okkar hjá þeim Steina oft langtímum saman, einkum á veturna, eftir að hún lamaðist að hluta eftir heila- blæðingu. Ragna var fjórða barnið í Engidal en fjögur þau elstu tóku snemma á sig ábyrgð á þeim yngri og gættu þeirra. Þær Lóa lásu fyrir okkur og kenndu okk- ur svo að lesa, reikna og prjóna. Þær fóru ungar að hjálpa móður okkar við að sauma föt, elda mat og baka. Ennþá finn ég hlýjuna og smákökuilminn úr eldhúsinu í skammdeginu fyrir jólin þegar við þau yngri komum inn eftir leiki úti í snjónum. Hreingern- ingar sáu þau fjögur elstu um í mörg ár. Einnig tóku þau snemma við mjöltum. Við mörg yngri systkinin teljum að með vinnusemi, elju og góðu fordæmi hafi elstu systkinin fjögur greitt braut okkar til farsældar í lífinu. Ragna giftist honum Steina sínum árið 1959 og fluttu þau í íbúð á 2. hæð á Ásgarðsvegi 16 á Húsavík. Þar bjuggu þau alla tíð. Milli þeirra ríkti ást og hlýja. Ragna hélt lengst af heimilisbókhald og sá um inn- heimtu fyrir Steina þegar hann fór að vinna sjálfstætt. Hún tók myndir af listaverkum hans og skráði nýja eigendur þeirra. Eftir að börn þeirra fjögur voru orðin stálpuð vann Ragna í fiski um árabil. Áður en því tímabili lauk hóf hún að „perla“, búa til margs konar skraut úr litlum plastperlum. Einkum voru þetta jólakúlur og bjöllur en líka skartgripir. Þetta gaf hún mest- allt. Á lóðinni við húsið voru rós- irnar hennar Rögnu mikil prýði. Ragna bjó til afar gott grasöl og sjómaðurinn Steini veiddi fisk, sem oft var matreiddur sig- inn – hreint sælgæti. Þau tíndu ávallt ber; krækiber í saft og aðalbláber í sultur og síðar voru berin fryst og borðuð allt árið. Eitt sinn kom ég til þeirra að hausti og fór að tína ber í kulda og úrkomu. Eftir hálftíma var Ragna komin, henni fannst ótækt að ég væri þarna ein. Til hennar og Steina var gott að koma, gestrisni og rausn ein- stök og stórt eldhúsið glaðvær samkomusalur okkar svo margra. Ragna dvaldi síðustu árin á Skógarbrekku á HSN á Húsavík og fékk þar góða umönnun. Ég votta afkomendum þeirra hjóna og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Ragna var fyrirmynd okkar og við minnumst hennar með þakklæti og gleði. Guðrún Pálsdóttir. Ragna Pálsdóttir Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LÚÐVÍKS DAVÍÐSSONAR frá Neskaupstað. Starfsfólk hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fær sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og elskulega umönnun. Anna Björnsdóttir Björn Lúðvíksson Sólveig Baldursdóttir Finnur Lúðvíksson Guðlaug Ólafsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ELÍSABET SÆMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 16. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til starfsfólks Báruhrauns fyrir góða umönnun. Gísli Sigurjónsson Jóhanna H. Bjarnadóttir Guðmundur P. Sigurjónsson Þóra B. Ágústsdóttir Birgir Sigurjónsson Laufey Sigurðardóttir Ósk Sigurjónsdóttir Stefán Ö. Magnússon Sigurjón S. Nielsen Helga Hillers barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, sem lést á Grund föstudaginn 1. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. mars klukkan 13. Einar Sindrason Kristín Árnadóttir Heimir Sindrason Anna Lovísa Tryggvadóttir Sigurjón Helgi Sindrason Helga Garðarsdóttir Sindri Sindrason Kristbjörg Sigurðardóttir Yngvi Sindrason Vilborg Ámundadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI BREIÐFJÖRÐ MAGNÚSSON, fyrrverandi vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð, andaðist að morgni fimmtudags 7. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hulda Jónsdóttir Bragi Kristinsson Margrét Traustadóttir Magnús Hannibal Traustason Vilborg Traustadóttir Jón Trausti Traustason tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna „Didda er farin til himna,“ Bob er í símanum, eiginmað- ur hennar og vinur í 40 ár. Það er alltaf eitthvað sem teng- ir manneskjur böndum en í fyrsta sinn er ég hitti Diddu, þá 17 ára gömul, var upphaf vináttu sem entist til dauðadags. Didda, eða Þuríður eins og hún var nú skírð, var uppalin í Skörð- um í Reykjahverfi ásamt tveimur bræðrum og systur sinni Ragn- heiði. Þær voru samrýndar þótt ólíkar væru og varla mátti líða sá dagur að þær heyrðust ekki í síma þvert yfir hnöttinn og hittust næstum á hverju ári. Didda byrjaði snemma að syngja og fór suður og söng bæði með systur sinni (Leiksystur) og ein með þekktustu tónlistarmönn- um landsins. En Ísland var ekki nógu stórt fyrir hana og aðeins 20 ára hélt hún út í óvissuna til San Francisco í Kaliforníu sem þótti áræði í þá daga. Hún fékk fljótt Þuríður Jónsdóttir ✝ Þuríður Jóns-dóttir, Didda, fæddist 21. febrúar 1935. Hún lést 20. janúar 2019. Hún var jarðsett í Riverside í Kali- forníu. góða vinnu þar sem hún vann sig upp, giftist og bjó þar þangað til hún flutt- ist með Bob suður til Indian Wells en var samt á sumrin í SF. Hún talaði um hvað sér liði vel innan um fjöllin í eyðimörk- inni. Það breytti ekki því að Ísland og þá sérstaklega Skörð voru hennar aðalumtalsefni og sagði hún oft í gríni að ef hún yrði eitthvað elliær ætti að sleppa henni upp á Reykjaheiði. Það var á mínu heimili undir- búningur þegar Didda var að koma og var oft haft á orði: „Já, gera þetta áður en Didda kemur.“ Svo kom hún og húsið varð ein- hvern veginn undirlagt kátínu og orku. Hún spjallaði mikið, sagði frá þekktu fólki og var m.a. stolt af því að einir bestu vinir þeirra hjónanna voru Kirk Douglas leik- ari og Annie kona hans. Didda elskaði tennis og mars var hennar tími þegar árlegt stórt tennismót var bara hinum megin götunnar hjá henni. Hún fylgdist með mótum annars staðar í heim- inum í sjónvarpi og uppáhalds- ferðir hennar voru með Bob á tennismót alla leið til Mónakó. Það voru svo ófáar ferðir á tennisvöll- inn og var hún áhugasöm um að kenna okkur. Í Palm Springs hóf hún störf hjá þekktum arkitekt, þar var Didda á réttri hillu því hún elskaði innanhússhönnun og var fær í því og var falið verkefni sem slík. Síð- ar opnaði hún sína eigin tísku- vöruverslun, „Maria“, sem hún rak í nokkur ár. Tvisvar á ári fór hún í innkaupaferðir til Þýska- lands ásamt Ragnheiði systur sinni sem átti tískuvöruverslunina Guðrúnu. Didda starfaði fram að veikindum sínum hjá fasteigna- sölu og í tennisklúbbi og tók hún próf sem veitti henni réttindi til að vinna við fasteignaviðskipti. Það var mikill kraftur í henni, það átti ekki við hana að sitja auðum hönd- um þótt komin væri hátt í áttrætt. Stuttu eftir síðustu ferð hennar til Íslands fyrir fimm árum til að fylgja systur sinni til grafar fékk hún heilablóðfall og þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Í árlegum ferðum okkar Magnúsar fylgd- umst við með hversu vel hún stóð sig og Bob sem hvatti hana áfram og sá um hana af alúð og þau sögðu: „Við höfum bara hvort ann- að.“ Við æfingarnar setti hún bara upp hnefann og sagði: „Hún getur þetta, kallinn.“ En þrátt fyrir það var hún oftast með allt á hreinu og var tilbúin uppáklædd í hvítvíns- glas fyrir matinn og þá mikið skrafað, hlustað á músík, hlegið og grátið. Rifjaðar upp minningar, rætt um fjölskyldu og vini o.fl. Hún var hreinskilin og hikaði ekki við að segja sínar skoðanir með rökvísi. Ég mun sakna þess að hitta ekki Diddu sem átti stóra drauma fyrir sig og aðra en eins og hún sagði: „Draumamennirnir deyja en draumarnir ekki.“ Guð hana geymi. María Sigmundsdóttir. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.