Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og
stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði
fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær
sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
www.firmavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu það líka eftir þér að bregða
svolítið á leik. Víkkaðu sjóndeildarhring
þinn ef það býðst. Þú lætur einhvern fá
reisupassann.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú ætlar að koma einhverju í verk
í dag þarftu að forðast alla truflun.
Reyndu að gera þér grein fyrir orsökum
þess að lítið miðar í heilsuátakinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gríptu tækifærið og skipuleggðu
frí eða skemmtanir. Nú er rétti tíminn til
að framkvæma hugmyndir sem komu upp
í hugann í gær.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ný nálgun á fortíðina gæti hjálpað
þér við að ná betri tökum á nútíðinni.
Samband sem er byggt á sandi ætti að
enda strax.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er einhver óróleiki á ferðinni í
kringum þig. Hver er sinnar gæfu smiður
og það á við jafnt í starfi sem leik. Leitaðu
ráða hjá traustum vini ef þú þarft að leysa
vandamál sem upp koma.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Komið gæti til lítils háttar ágrein-
ings við vin í dag um peninga. Þú hefur
alltaf ráð undir rifi hverju og átt auðvelt
með að sjá það jákvæða í öllu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér líður vel og það gefur hæfileikum
þínum tækifæri til að dafna. Fólki hættir til
ósannsögli til þess að forðast rifrildi (þér
líka).
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Á degi sem þessum er gott
að staldra við og líta fram á veg. Vertu
samkvæm/ur sjálfum þér hvað sem á dyn-
ur. Reyndu að gera gott úr því sem mætir
þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gleymdu því að vera hagsýn/n
í dag. Smá dekur skemmir ekki. Þú ert
vakin/n og sofin/n yfir heilsu ættingja.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er af og frá að þú þurfir að
vera sammála öllum bara til þess að allt
sé slétt og fellt á yfirborðinu. Andinn er
yfir þér núna, nýttu tækifærið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er hætt við spennu í sam-
bandi þínu við maka þinn næsta mán-
uðinn. Mundu að það skiptir ekki máli
hvaðan góð ráð koma.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki er ólíklegt að þú þurfir að
kljást við fortíðardraug í dag. Vertu
óhrædd/ur við að láta reyna á nýtt ást-
arsamband.
Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson:
Viðarbolur vera kann.
Vera þessi skelfir mann.
Lítinn stein í flekk ég fann.
Fjarska latur þykir hann.
Helgi R. Einarsson svarar og varð
þessi lausn til þegar hann var í
sturtunni:
Það sem á er imprað hér,
eins og letihaugur,
allt að sama brunni ber.
„Barnið“ það er draugur.
Helgi Seljan leysir gátuna þannig:
Viðarbol má vísast kalla draug,
vont er draug að mæta er hrellir taug.
Illt var stein í flekkinn minn að fá,
fjárans letidraugur maður sá.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Draugur viður var hér fyrr.
Vofudrauginn alltaf hræðst.
Í flekk um drauginn stein er styrr.
Í stelpudraug er letin æðst.
Sigmar Ingason svarar:
Viðarbútinn víst má kalla draug.
Vont þykir draug í kvöldhúmi að mæta.
Í heyinu steinn ber heiti sitt af draug.
Heyannir letidrauginn varla kæta.
Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna
þannig:
Draugur viður vera má.
Veldur ótta draugur.
Draug í flekk einn dag ég sá.
Draugur er letihaugur.
Þá er limra:
Hún Tobba var þrekinn þjarkur
og þótti hinn mesti svarkur.
Þegar hún flaug
á Þorfinn draug,
þvarr honum óðar kjarkur.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Guðar á minn glugga sól,
glaður fór ég strax á ról,
gátu samdi, sem er hér,
sú vefst ekki fyrir þér:
Í ástarmálum marglyndur.
Mun þar liggja steindauður.
Býsna þunnur borðviður.
Bátur er sá farkostur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fáir eru draugar dagljósir
Í klípu
„FULLKOMIÐ.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER ÞÉR AÐ KENNA! ÞÚ LEYFÐIR
HONUM AÐ HORFA Á BACHELOR.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hvetja hann til að
fara í læknisskoðun.
ALLIR TILBÚNIR
FYRIR BÍÓKVÖLD?
OG EINN OG
TVEIR OG …
MYND KVÖLDSINS:
„POLKA, POLKA, POLKA!
HIN ÓSAGÐA SAGA
HARMONIKKUNNAR.”
HEI, ALLIR! SETJIÐ DRYKKINA Á MIG!! UNDARLEG ÓSK, EN SKEMMTILEG!
ÁN
EITUREFNA
LÍFRÆNT
Ekki er langt síðan fjallað var umsjálfakandi bifreiðar eins og þær
væru hinum megin við hornið. Innan
skamms yrðu bílstjórar óþarfir
vegna þess að gervigreindartæknin
væri svo langt á veg komin að bílar
gætu farið leiðar sinnar án þess að
mannshöndin kæmi þar nálægt. Þá
væri með réttu hægt að segja bíllinn
ók í staðinn fyrir bílnum var ekið án
þess að málfarslöggur gætu fingur
fett. Þá yrði dauðsföllum í umferð-
inni nánast útrýmt sem yrði sér-
stakt fagnaðarefni því að nú verður
banaslys á 24 sekúndna fresti.
Einkabíllinn færi sömu leið, sjálf-
akandi bílar færu um, sæktu fólk og
skiluðu af sér. Vöru-, leigu-, rútu- og
strætóbílstjórar yrðu að leita að
nýrri vinnu.
x x x
Nú er komið í ljós að sennilega erívið lengra í sjálfakandi bíla en
talið var. Tilraunir með slíka bíla
hafa ekki gengið sem skyldi.
Tækninni eru enn talsverð takmörk
sett. Það kom í ljós þegar leigubíla-
fyrirtækið Uber setti í umferð sjálf-
akandi bíl, sem varð vegfaranda að
bana. Tilrauninni var hætt. Fyrir-
tækið Apple hóf metnaðarfulla áætl-
un um þróun slíkra bíl. Nú hefur
verulega verið dregið úr og starfs-
önnum fækkað um 200.
x x x
Google stofnaði fyrirtækið Waymoutan um þróun sjálfakandi bíla.
Waymo tengist ekki lengur Google,
en heldur áfram af metnaði. Það er
með reynsluakstursbraut skammt
frá Phoenix í Arizona í Bandaríkj-
unum þar sem aðstæður eru nánast
fullkomnar til aksturs, rigning er fá-
tíð og hálka enn sjaldgæfari.
x x x
Óljúgfróðir segja að þróun bílannagangi mjög erfiðlega og þeir
eigi jafnvel við þessar aðstæður í
vandræðum með að skipta um ak-
reinar og beygja inn á afreinar. Bíl-
stjórar þurfa iðulega að grípa inn í.
Mestir eru erfiðleikarnir í snjó-
komu og úrhelli. Þá blindast skynj-
ararnir. Þá eiga bílarnir erfitt með
að greina ísingu á vegum. Sjálf-
akandi bíllinn virðist eiga langt í
land. vikverji@mbl.is
Víkverji
Fræð hinn unga um veginn sem hann
á að halda og á gamals aldri mun
hann ekki af honum víkja.
( Orðskviðirnir 22.6)
Allt um sjávarútveg