Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 35

Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í samvinnu við Listvina- félag Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 undir yfirskrift- inni „Rómantísk kór- og org- eltónlist“ undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. „Rómantíska tímabilið sem hófst skömmu eftir 1800 og lauk um aldamótin 1900 gat af sér ótrúlega falleg og innlifuð tónverk sem hafa staðist tímans tönn. Á tónleikunum verða flutt nokkur tónverk frá þessu tímabili, bæði verk án undirleiks og í samleik með Klais orgelinu. Má þar nefna mótetturnar Richte mich Gott og Herr nun lässest Du eftir Mendels- sohns, ásamt tveimur mótettum eftir Brahms- „Warum ist das Licht gegeben“ og „Geistliches Lied“, sem verður flutt með Klais- orgelinu. Kórinn flytur einnig tvær af þekktustu mótettum Bruchners, Locus iste og Christus factus est,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Ásta Marý Stefánsdóttir sópran, sem vann fyrstu verðlaun í söngkeppninni Vox Domini 2018, syngur einsöng í Hör mein Bitten eftir Mendelssohn ásamt kórnum og orgelinu. Einnig leikur Björn Steinar Sólbergsson orgelsónötu nr. 6 eftir Mendelssohn, sem er til- brigði um sálmalagið Faðir vor, sem á himnum ert. Fyrr um dag- inn eða við messulok kl. 12.15 verður list- sýningin Birting- armyndir opnuð í forkirkju Hall- grímskirkju á vegum Listvina- félags Hallgríms- kirkju, en um að ræða minningar- sýningu um Guðrúnu Sigríði Haraldsdóttur. Sýningastjórar eru Rósa Gísladóttir, Þórunn Sveins- dóttir og G. Erla Geirsdóttir. Guð- rún Sigríður fæddist 28. febrúar 1956 á Hvanneyri í Borgarfirði en lést langt um aldur fram í Lund- únum 5. október 2018,“ segir í til- kynningu. Þar kemur fram að hún hafi verið byrjuð að undirbúa sýn- inguna í Hallgrímskirkju fyrir rúmu ári og þá skrifaði hún eft- irfarandi texta: „Verkin sem ég er að vinna að eru öll að skoða mann- lega tilvist – human existence – og hvernig við tökumst á við hana – bæði persónulega og alhliða. Fyrir form og hlutföll verkanna leitast ég við að sækja innblástur í kirkju- umhverfið, s.s. gluggana og steinda glerið í hurðinni. Samkvæmt til- kynningu frá sýningarhaldara var Guðrún Sigríður stórhuga og ætl- aði sér ekki aðeins anddyri kirkj- unnar, heldur einnig kirkjuskipið. Birtingarmyndir og rómantík  Listsýning og kórtónleikar í Hallgrímskirkju Kór Mótettukór Hallgrímskirkju kemur fram á tónleikum á morgun kl. 17. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir Nú um helgina er hin árlega „Safnahelgi á Suðurnesjum“ en söfn á Suðurnesjum bjóða í ellefta sinn upp á sameiginlega dagskrá. Markmiðið hefur frá byrjun ver- ið að kynna heimamönnum sem og öðrum landsmönnum hin fjöl- breyttu söfn og sýningar sem sveit- arfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Þetta er liður í menningar- ferðaþjónustu svæðisins og hvetja aðstandendur íbúa höfuðborg- arsvæðisins til að renna í bíltúr suður eftir og upplifa eitthvað af því fjölmarga sem er á dagskrá. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin af þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað. Meðal dagskrárliða má nefna að Guðjón Ketilsson mydlistarmaður verður kl. 15 í dag, laugardag, með leiðsögn á sýningu sinni, „Teikn“, í Listasafni Reykjanesbæjar, ásamt Aðalsteini Ingólfssyni sýningar- stjóra. Um er að ræða eina athygl- isverðustu sýninguna sem sjá má í söfnum landsins um þessar mundir en á henni eru verk sem fjalla öll með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta skilningi þessara orða. Meðal annarra athyglisverða dagskrárliða má nefna að sérstök opnun Safnahelgarinnar fer fram í Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni í dag kl. 11.30. Þar verður flutt brot af því besta úr dagskrá Söngva- skálda á Suðurnesjum. Klukkan 13 og 16 í dag leikur Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum sjómannalög hjá bátasafni Gríms Karlssonar í Duus- húsum og kl. 14 verður Eiríkur P. Jörundsson með leiðsögn um sýn- inguna „Við munum tímana tvenna“ í Gryfjunni í Listasafni Reykjanesbæjar. Í Bíósalnum má sjá ljósmyndaverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og í Stofunni er athyglisverð sýning, „Fólk í kaupstað“, með sýnis- hornum af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjöl- breytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Dagskrá Safnahelgar á Suður- nesjum má annars sjá alla á vefn- um safnahelgi.is. efi@mbl.is Fjölbreytileg Safnahelgi Morgunblaðið/Einar Falur Snjall Guðjón Ketilsson verður með leiðsögn um sýningu sína, Teikn. Kvæðamanna- félagið Iðunn stendur fyrir kvæðalagaæf- ingu sem sér- staklega er hugsuð fyrir barnafjöl- skyldur í Gerðu- bergi í dag, laugardag, milli kl. 14 og 16. Þar gefst viðstöddum kostur á að læra og flytja saman ýmis kvæða- lög úr fórum félagsins. Saman- tekt efnis er í höndum Báru Grímsdóttur, Rósu Jóhann- esdóttur og Kristínar Lárus- dóttur. Sérstök kvæðahefti verða tilbúin á staðnum sem viðstaddir geta nýtt sér. Aðgangur er ókeypis. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipu- leggjendum hentar viðburðurinn jafnt stórum sem smáum. Í hléi verður hægt að kaupa sér hress- ingu á kaffistofunni í Gerðubergi. Kvæðalagaæfing í Gerðubergi í dag Bára Grímsdóttir Anna Jónsdóttir sópransöngkona og Sophie Soonjans hörpuleikari beina athyglinni að ferðalagi frá myrkri til ljóss á hádegistónleikum í Hann- esarholti kl. 12.15 á morgun, sunnu- dag. Þær munu flytja íslenska þjóð- lagið Grafskrift, dauðaaríu Dídóar og glettið ástarlag eftir Purcell. Einnig vonarneista enska þjóðlags- ins Sumer Is Icumen In. Og allt þar á milli eins og segir í tilkynningu. Grafskrift, dauðaaría og glettið ástarlag Tónlistarkonur Sophie Soonjans og Anna Jónsdóttir eiga langt samstarf að baki. Skólahljómsveit Kópavogs heldur vortónleika sína kl. 14 á morgun, sunnudag, í Háskólabíói. Nemendur sveitarinnar eru um 170, og skipt í þrjár hljómsveitir eftir aldri og kunn- áttu á hljóðfærið sitt. Í A-sveit eru þau yngstu, eldri í B-sveit og elst í C-sveit. A-sveit flytur lög úr frægum teikni- myndum, B-sveit býður m.a. upp á plánetur og blóðheitan spænskan dans og C-sveit m.a. verkið Abraca- dabra og hressa syrpu úr West Side Story og Lord of the Rings. Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs Opnir tónleikar Tónleikar Skóla- hljómsveitar Kópavogs eru öllum opnir. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 60.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 61.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 26/5 kl. 13:00 Auka Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn Sun 2/6 kl. 13:00 Auka Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn Lau 8/6 kl. 13:00 Auka Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn Lau 13/4 kl. 19:30 21.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 22.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 9/3 kl. 19:30 Fös 15/3 kl. 22:00 Lau 23/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00 Fim 21/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 22:00 Fim 14/3 kl. 21:00 Fös 22/3 kl. 19:30 Fös 15/3 kl. 19:30 Fös 22/3 kl. 22:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas. Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 9/3 kl. 20:00 42. s Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Sun 10/3 kl. 20:00 4. s Lau 16/3 kl. 20:00 5. s Fös 22/3 kl. 20:00 6. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.