Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 Hvað er norræn tónlist? Morgunblaðið/Hari GDRN Guðrún Ýr Eyfjörð kallar sig GDRN og var plata hennar ein þeirra sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Að þessu sögðu verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með sigurvegara ársins. Með fullri virðingu fyrir þessu tilkomumikla verki Robyn. En listamaður sem hefur fyrir löngu öðlast alþjóðlegan sess og er að gera tónlist sem er ekki að brjótast inn á neinar nýjar lendur – þannig séð – á ekkert erindi upp á þennan pall. Valið gekk þvert á yfirlýst markmið verðlaunanna, að byggja undir sérkenni Skandinavíu í poppheimum og hvetja áræðna og minna þekkta tónlistarmenn áfram í sínu starfi. Það er eins og það sé rof á milli okkar heimamanna og „alþjóðlegu“ dómnefndarinnar sem hefur áður orðið uppvís að taktleysi sem þessu. Við vorum að tala um það, í tilfinningahitanum, ég og finnski dómarinn (að sjálf- sögðu erum við blóðbræður) að nær væri að fá tékkneska, mexí- kóska, litháíska og nýsjálenska dómara til þess arna, fólk sem deil- ir að einhverju leyti jaðarsetningu á poppmörkuðum, en verðlaun- unum er ætlað að koma norrænni tónlist á framfæri á alþjóðavísu, þar sem Bretar og Ameríkanar eru með tögl og hagldir. Ég skil upp- runalegu pælinguna, að fá „lá- varðadeildina“ til að meta það sem er í boði, en það er eins og áherslur og markmið hafi skolast eitthvað til. Fyrir utan einsleitnina í dag er það líka kaldhæðið að Bretarnir sem fylla dómnefndina eru að missa þessi völd sín að einhverju leyti (Brexit). Jú jú, það mætti segja að poppið hennar Robyn sé einmitt eitt af einkennum skandinavískrar tónlistar en valið einkenndist þó mest af leti/metnaðarleysi, eins og fólk velji einfaldlega fyrsta nafnið sem það þekkir. Og, eins og rakið hefur verið er það ekki tilgangur verðlaunanna. En allt um það. Norrænt hlað- borð af hugarfóði, gerið þið svo vel. Tveir fulltrúar frá Íslandi prýddu sjálfa tónlistarhátíðina (en áttu að sjálfsögðu að vera fleiri) og barði ég Kæluna miklu og Árstíðir augum. Sú fyrrnefnda rokkaði staðinn Blå með yndislegu gota- poppi sínu á meðan Árstíðir seiddu fólk til sín í Vulkan Arena. » Þess má geta aðríflega 85% fram- lagsins voru úr ranni kvenna (tíu plötur). Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi slíkt og alveg ný hlustunar- reynsla að renna öllum plötunum … Norrænu tónlistar- verðlaunin (Nordic Mu- sic Prize) voru afhent í liðinni viku og hefur pistilritari ýmislegt við framkvæmd þeirra og útfærslu að athuga. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Verðlaunaafhendingin fórfram á by:Larm tónlistar-og ráðstefnuhátíðinni í Osló, sem er helsta samkunda nor- ræna tónlistarbransans. Hin sænska Robyn fór heim með hnoss- ið (fyrir plötuna Honey) en alls voru tólf plötur frá Norðurlöndum tilnefndar. Fyrir hönd Íslands þetta árið voru þær Gyða Valtýsdóttir (G Y D A) með plötuna Evolution og GDRN með plötuna Hvað ef. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn árið 2011 (fyrir plötur gefnar út 2010) en þá hreppti Jónsi okkar hnossið fyrir plötu sína Go. Svipar verðlaununum til Mercury- verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald frem- ur en hve markaðsvænar plöturnar eru. Samnorræn, fimm manna dómnefnd (sem ég tilheyri) sá um að velja plöturnar tólf en alþjóðleg dómnefnd (sem er reyndar ein- göngu skipuð Bretum í dag!) sker svo úr um loka-sigurvegarann. Tólf platna listinn í ár var sterkur. Mikið um verulega fram- sækna tónlist (þar sem hin danska Astrid Sonne fór með himin- skautum, og fékk hún sérstaka við- urkenningu fyrir frábæra plötu sína, Human Lines) og þess má geta að ríflega 85% framlagsins voru úr ranni kvenna (tíu plötur). Þetta er í fyrsta skipti sem ég upp- lifi slíkt og alveg ný hlustunar- reynsla að renna öllum plötunum (graðar gítarsveitir voru hvergi …). G Y D A Gyða Valtýsdóttir var tilnefnd fyrir Evolution. Kælan mikla Hljómsveitin rokkaði á hátíðinni. Franski djasspíanóleikarinn og tón- skáldið Jacques Louissier er látinn, 84 ára að aldri. Hann sló í gegn ásamt tríói sínu seint á sjötta ára- tug síðustu aldar er hljóðritanir fé- laganna á verkum eftir Johannes Sebastian Bach í djassútgáfum komu út og hafa þær plötur selst í fleiri milljónum eintaka. Fyrsta platan, Play Bach Trio, kom út 1959 og hafa um sjö millónir ein- taka af henni verið seldar og nær jafn mikið af plötunni þar sem Lo- ussier og félagar flytja Goldberg- tilbrigðin. Jacques Loussier kom til Íslands ásamt tríóinu árið 2002 og hélt tón- leika í þéttskipuðu Háskólabíói. Hörðum aðdáendum klassískrar tónlistar ofbauð mörgum þegar sveiflukennd og spunnin nálgun Louissiers á meistaraverkum Bachs tók að hljóma á sínum tíma og urðu deilurnar hatrammar. Þá voru margir djassgeggjarar ekki síður argir og þótti ekki hæfa að beita djassinum, sem spratt úr blús- og sálmatónlist bandarískra blökkumanna, á gamla tónlist hvítra manna frá Evrópu. Gagn- rýnendur virtra fjölmiðla kölluðu það „lágkúru“ að djassa Bach upp en aðdáendur Loussiers og félaga urðu þó fjölmargir. Í upphaflega tríóinu voru auk hans þeir Pierre Michelot á bassa og Christian Gar- ros á trommur og störfuðu þeir fé- lagar saman í um tvo áratugi, léku víða um lönd og hélt Louissier áfram að koma fram á tónleikum þar til fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að túlkun Louissiers á Bach hafi ætíð verið vinsælust af viðfangsefnum hans, þá var hann hámenntaður píanóleikari og fékkst við ýmiskonar tónlist þótt stutt væri ætíð í djassinn og sveifluna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll Jacques Loussier hélt tón- leika hér á landi árið 2002 ásamt tríói sínu og sat þá fyrir á mynd. Bach-djassarinn Jac- ques Louisser látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.